Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
25
Köflóttur leikur dugði
KR til sigurs gegn Fram
KR-INGUM tókst að knýja íram
sigur gegn Fram í Úrvalsdeild-
inni í körfuknattleik á laugar-
daginn. Úrslitin urðu 74:66, eftir
að Fram hafði verið yfir í leikhléi
40:33. Leikurinn var jafn allan
timann og mjög spennandi undir
lokin, en á siðustu mínútunum
sigldu KR-ingar fram úr og
sigruðu örugglega. Frömurum
gekk afleitlega að finna leiðina
ofan i körfuna siðustu 5 mínút-
urnar og breyttist staðan úr
64:64 í 74:66 eða 10:2 fyrir KR á
þessum tíma.
KR-ingar verðskulduðu fyllilega
sigur í þessum leik og víst er að
liðið mun leika betur þegar þeir fá
Bandaríkjamanninn Jackson til
liðs við sig, en það verður þegar í
næsta leik. Þá var Jón Sigurðsson
allur annar og sterkari leikmaður
í þessum leik en gegn ÍS á
dögunum, yfirburðamaður í liði
KR og langbeztur íslendinganna á
vellinum.
Leikur KR var þó mjög köflótt-
ur að þessu sinni. Tvívegis í fyrri
hálfleiknum komu kaflar þar sem
KR-ingum var fyrirmunað að
skora. Þannig breyttist staðan úr
14:9 fyrir KR í 20:14 fyrir Fram á
nokkurra mínútna kafla og
síðustu mínútur fyrri hálfleiksins
breyttu Framarar stöðunni úr
33:28 fyrir KR í 40:33 sér í hag.
Fyrst farið er að tala um köflóttan
leik á þetta reyndar við um
Framarana og er þar lokakaflinn
bezta dæmið.
John Johnson, Framarinn
skotvissi, fór rólega af stað, en er
leið á leikinn gerðist hann at-
kvæðameiri og skoraði margar
bráðgóðar körfur. Undir lokin lék
hann þó illa og átti ekki hvað
minnstan þátt í, að KR-ingar
sigldu fram úr. Hann lét þau orð
falla eftir leikinn, að ef Fram léki
ekki betur í vetur, þá ætti liðið
K: 74:66
ekki skilið að vera áfram í Úrvals-
deildinni. Sennilega rétt hjá kapp-
anum, en það er þó ekki miklu
meira en herzlumuninn, sem vant-
ar hjá liðinu til að það standi
hvaða liði öðru á sporði.
Auk Jóns Sigurðssonar í liði
KR, gerði Geir Þorsteinsson góða
hluti og byrjaði reyndar af mikl-
um krafti, en hægði síðan á sér.
Garðar virðist vera að ná sér á
strik. John Johnson er Jón Sig-
urðsson Framara, en þó ekki eins
góður að þessu sinni. Símon Ól-
afsson og Þorvaldur Geirsson áttu
báðir ágætan leik.
Leikinn dæmdu Sigurður Valur
Halldórsson og Kristbjörn Al-
bertsson og komu dómar þeirrar
viðstöddum nokkrum sinnum á
óvart. Það var þó svo sem ekkert
undarlegt að þkeir vísuðu Einari
Bollasyni, landsliðseinvaldi og
heittrúuðum KR-ingi, upp í áhorf-
endastúkuna þegar hann var far-
inn að láta helzt til mikið í sér
heyra í öllum látunum í seinni
hálfleiknum.
- áij.
• Það er engu líkara en að leikmenn KR og Fram séu að tilbiðja einhvern ósýnilegan hollan vætt, en ekki að
skjóta í körfu. _________ _______________________________________________Ljósm. Guðjón.
• í kvöld leikur íslenska unglingalandsliðið í handknattleik fyrsta leik sinn í HM unglinga sem fram fer í
Danmörku. íslenska liðið mætir Portúgal í Lyngby íþróttahöllinni á Sjálandi. Á miðvikudag leika þeir
svo gegn heimsmeisturum unglinga, Rússum.
• Kristinn Jörundsson sækir að körfu Valsmanna og það er
Tim Dwyer sem reynir að stöðva hann. Ljósm. Kristján
I ElnKunnagiönn |
. .. ...........—-—<
LIÐ VALS
Ríkharður Hrafnkelsson 3
Torfi Magnússon 3
Jóhannes Magnússon 2
Þórir Magnússon 3
Kristjén Ágústsson 3
Óskar Baldursson 1
Guðbrandur Lárusson 1
Jón Steingrímsson 1
Siguröur Hjörleifsson 2
LIÐ ÍR
Þorfinnur Guönason 1
Kolbeinn Kristinsson 3
Kristinn Jörundsson 4
Stefán Kristjénsson 1
Jón Jörundsson 2
Guömundur Guömundssonl
Kristjén Sigurösson 1
Jón Indriöason 1
Erlendur Markússon 1
Dómarar: Guöbrandur
Sigurösson og Þréinn
Skúlason 3.
Liö Fram: Símon Ólafsson
3, Þorvaldur Geirsson 3,
Björn Jónsson 2, Björn
Magnússon 2, Guömundur
Hallsteinsson 1, Ómar
Þréinsson 2, Þórír Gíslason
1.
Liö KR: Jón Sigurösson 4,
Geir Þorsteinsson 3, Birgír
Guöbjörnsson 2, Garöar Jó-
hannson 3, Ágúst Líndal 1,
Árni Guömundsson 2, Eirík-
ur Jóhannesson 2, Þröstur
Guömundsson 1.
Kðriuknaltieikur
STAÐAN
Staðan í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik eftir leiki helgar-
innar er þessi:
Valur - ÍR 83:79
Fram - KR 66:74
Valur
ÍS
UMFN
KR
ÍR
Fram
2 20 189:176 4
2 1 1 160:155 2
2 1 1 158:154 2
2 1 1 144:146 2
2 1 1 153:156 2
2 0 2 163:180 0
Vaistnerm eru nú
einir ósigraðir
Reykjavíkurmeistarar Vals
standa nú einir ósigraðir í úr-
valsdeildinni í körfu þegar tveim-
ur umferðum er lokið. Þeir sigr-
uðu ÍR-inga i Hagaskóla á sunnu-
dag og hrepptu tvö dýrmæt stig.
Sigur Valds var engan veginn
átakalaus og það var ekki fyrr en
á lokasekúndum leiksins að Jó-
hannes Magnússon gulltryggði
sigur Vals — þegar hann skaut
utan af kanti og knötturinn
rataði rétta leið í körfuna. Sigur
Valsmanna var í höfn og þeir
fögnuðu innilega. Valsmenn
verðskulduðu sigurinn á sunnu-
dag — þeir sýndu meiri hörku,
meiri baráttu. Þótt á móti blési í
fyrri hálfleik þá létu þeir ekki
deigan síga, komu tviefldir til
siðari hálfleiks og tóku völdin.
Greinilegt að Valsmenn verða
illviðráðanlegir í vetur — það lið,
sem önnur verða að sigra ef
íslandsmeistaratign á að vinnast.
Viðureign Vals og IR var mikið
uppgjör Bandaríkjamannanna
Tim Dwyer’s og Mark Christian-
sen’s. Mark var óumdeilanlega
sigurvegarinn í fyrri hálfleik en í
þeim síðari, þegar mest á reyndi
var Tim sigurvegarinn án nokkurs
vafa. Mark var heillum horfinn
undir körfunni, furðulegt hvað
hann hitti illa, jafnvel úr einföld-
ustu færum. Það reyndist dýr-
keypt — hinum megin brást Tim
vart körfuskot.
Þó að viðureign þessara tveggja
Bandaríkjamanna hafi verið há-
punktur leiksins þá var leikur
Kristins Jörundssonar það sem oft
yljaði áhorfendum. Þessi síungi
leikmaður sýndi marga snjalla
hluti, hann hlýtur að hafa glatt
hjarta Einars Bollasonar, lands-
liðsþjálfara, sem lifði sig af lífi og
sál inn í leikinn.
ÍR-ingar byrjuðu leikinn af
r-83:79
miklum krafti, drifnir áfram af
tríóinu Kristni, Mark og Kolbeini
Kristinssyni. Þeir náðu brátt öll-
um tökum á leiknum og skoruðu
fjögur fyrstu stigin.
Fyrstu mínúturnar báru mikil
einkenni taugaspennu og ekki var
mikið skorað, eftir sex mínútur
var staðan 7—4. Bæði lið furðu-
lega mistæk. Þá losnaði nokkuð
um, ÍR-ingar náðu góðum tökum á
leiknum og eftir 11 mínútna leik
skildu tíu stig, 24—14. Valsmenn
létu þó ekki deigan síga, náðu að
minnka muninn í 26—21, ÍR-ingar
náðu níu stiga forustu, 32—23, og
15 mínútur liðnar. Enn voru
sveiflur, Valsmenn minnkuðu í tvö
stig, 37—35. ÍR-ingar klykktu út
með góðum endaspretti, staðan í
leikhléi var 42—35. Bæði lið höfðu
verið mjög mistæk, þannig hafði
Dwyer misst knöttinn oftar en
einu sinni í hendur IR-ingum.
Valsmenn mættu ákveðnir til
síðari hálfleiks og á 5. mínútu
hafði þeim tekist að jafna, 48—48.
Þeir bættu um betur, skoruðu
hvert stigið á fætur öðru og á 9.
mínútu hafði þeim tekist að ná tíu
stiga forustu, 62—52, og síðan
64—52, tólf stiga forustu. Og
sveiflurnar héldu áfram, nú varð
það ÍR að saxa á forskotið, á 15.
mínútu skildu aðeins tvö stig,
68—66, og skömmu síðar var Tim
Dwyer vísað af velli með fimm
villur. ÍR-ingar virtust hafa öll
ráð Valsmanna í hendi sér og
skömmu síðar hafði þeim tekist að
jafna, 74—74. Þá var Mark Christ-
iansen vísað af velli með fimm
villur, áður hafði Jón Jörundsson
fengið sína fimmtu villu. Hjá Val
var röðin komin að Þóri Magnús-
syni, hann fékk sína fimmtu villu
þegar 1 minúta og 18 sekúndur
voru eftir. Þá var staðan 77—76.
Baráttan í hámarki en Valsmenn
með Torfa Magnússon í broddi
fylkingar reyndust sterkari á
endasprettinum og sigruðu 83—79.
Tvö dýrmæt stig til Vals — og
liðið verður áreiðanlega með í
toppbaráttunni í vetur. Leikur
Valsmanna er ekki mikið fyrir
augað, leika fremur þungan körfu-
knattleik. En vörnin er geysisterk
og í sókninni njóta þeir öryggis
Tim Dwyers, sem sjaldan bregst
körfuskot. Hið sama má segja um
Kristján Ágústsson og Torfa
Magnússon. Þórir Magnússon er
óstöðvandi þegar sá gállinn er á
honum. Ríkharður Hrafnkelsson
er traustur leikmaður, sem ekki
gerir sig sekan um margar villur.
IR hins vega skortir breidd
Vals. Tríóið Kristinn Jörundsson,
Mark Christiansen og Kolbeinn
Kristinsson ber liðið uppi. Jón
Jörundsson er hins vegar mjög
misjafn í leikjum sínum. Hann
var mjög daufur gegn Val og þeir
þrír félagarnir nutu ekki nægilegs
stuðnings. Sannleikurinn er, að IR
vantar fimmta mann í liðið, vilji
það blanda sér af alvöru í toppbar-
áttuna. Þeir eiga bezta bakvarða-
dúettinn, þá Kristin og Kolbein,
Mark er geysisterkur leikmaður
en enn sem kornið er vantar
„týnda hlekkinn”.
Stig Vals skoruðu: Tim Dwyer
20, Þórir Magnússon og Torfi
Magnússon 14, Kristján Ágústs-
son 12, Ríkharður Hrafnkelsson
10, Sigurður Hjörleifsson og Jó-
hannes Magnússon sex stig hvor.
Stig IR skoruðu: Kristinn Jör-
undsson 24, Mark Christiansen 18,
Kolbeinn Kristinsson 17, Jón Jör-
undsson og Stefán Kristjánsson 6,
Erlendur Markússon 4 og Jón
Indriðason 2.
Leikinn dæmdu Þráinn Skúla-
son og Guðbrandur Sigurðsson —
í heildina fórst þeim það vel úr
hendi, ákaflega erfiður leikur að
dæma. II.Halls.
Anna Lára Friðriksdóttir er nú
komin aftur til keppni eftir meira
en árs fjarveru, og verður það
vonandi til að hressa upp á
kvennajudoið í vetur. Noröur-
landamót kvenna í judo verður í
Danmörku í næsta mánuði, en
ekki er enn ráðið hvort íslenskar
stúlkur verði meðal þátttakenda.
Bjarni var yfirburðamaður í
þyngri flokknum, og vann fullnað-
arsigur (ippon) í öllum viðureign-
um.
• Halldór Guðbjörnsson til hægri á myndinni hefur lagt andstæðing sinn í gólfið.
Halldór Guðbjörnsson sigraði í léttari flokknum á haustmótinu í júdó sem fram fór
um síðustu helgi.
Karlar, léttari flokkur
1. Halldór Guðbjörnsson JFR.
2. Ómar Sigurðsson UMFK.
3. Níels Hermannsson Á.
Halldór vann hér nauman sigur.
Barátta þeirra Ómars var jöfn
eins og oft áður. Báðir fengu
„shido“ (3 refsistig) vegna þófs og
stimpinga, en Halldór fékk sigur-
inn með dómaraúrskurði þar sem
hvorugum tókst að skora stig.
Ómari gekk illa með Níels og tókst
ekki að ná yfirhöndinni fyrr en á
síðustu sekúndu lotunnar.
þr.
HAUSTMÓT JSÍ
Haustmót JSl var haldið s.l.
sunnudag, og var þetta fyrsta
landsmót vetrarins. Keppendum í
karlaflokki var skipt í tvo þyngd-
arflokka og voru skiptin um 78
kg. Stúlkur kepptu i einum
flokki. Úrslit urðu þessi:
Kvennaflokkur
1. Anna L. Friðriksdóttir Á.
2. Margrét Þráinsdóttir Á.
3. Anna Líndal Á.
Karlar, þyngri flokkur
1. Bjarni Friðriksson Á.
2. Garðar Skaftason Á.
3. Kolbeinn Gíslason Á.
Judó
Bjarni vann á „ippon“
í öllum viðureignunum