Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979
19
Skúli Möller stýrimannaskólakennari:
Pétur á toppinn
Um næstu helgi fer fram hér í
Reykjavík prófkjör sjálfstæð-
ismanna um skipan framboðs-
lista flokksins fyrir Alþingis-
kosningarnar 2. og 3. desember
n.k.
Prófkjöri þessu þarf að hraða
meir en æskilegt hefði verið
vegna hins stutta tíma sem er
til kosninga og af þessum ástæð-
um verður tími fyrir utankjör-
staðakosningar ákaflega naum-
ur og kemur það því miður niður
á stórum hópi manna, sem
margir eru stuðningsmenn
Sjálfstæðisflokksins, þ.e.
sjómönnum. Er þetta slæmt því
fíokkurinn efnir til prófkjörs
svo stuðningsmenn hans geti
haft áhrif á skipan framboðs-
listanna og þess vegna vont
þegar einni starfsstétt er gert
næsta ókleift að taka þátt í því
vegna aðstæðna sem ekki verður
við ráðið.
Aðstæður þær sem valda
þessum stutta tíma til kosninga
eru kunnar. Kratarnir hysjuðu
loksins upp um sig buxurnar og
sögðu að nú væri nóg komið,
enda höfðu þeir frá myndun
síðustu vinstri stjórnar étið
ofan í sig öll meiriháttar kosn-
ingaloforð sín. Reyndar er haft
fyrir satt að þeir þættust góðir
að geta orðið á undan kommun-
um að rjúfa stjórnarsamstarfið,
sem oft á tíðum var vart hægt
að kalla samstarf.
Þessi leikur kratanna fyllti
kommana mikilli vandlætingu,
en þeir sem fylgjast með sjá, að
ekki er þeirra vegur meiri, að
minnsta kosti hefur verið hljótt
um slagorðin frá því í fyrra.
Þessir tveir flokkar hafa verið
kallaðir A-flokkarnir, þ.e. þeir
telja sig sérstaka fulltrúa al-
þýðunnar, launþeganna. Haf-
andi þetta í huga er ákaflega
fróðlegt að skoða hvernig þing-
flokkar þeirra voru skipaðir.
Alþýðuflokkurinn skartaði
tveimur, hinir tólf voru mennta-
og embættismenn.
Skúli Möller.
Alþýðubandalagið hafði einn
þingmann úr röðum launþega,
þann eina sem þeir hafa haft
lengi, hinir þrettán voru
mennta- og listamenn.
En hvað kemur þetta próf-
kjöri sjálfstæðismanna við?
Sjálfstæðisflokkurinn á því
láni að fagna að hann sækir
fylgi sitt til allra stétta þjóðfé-
lagsins, enda er kjörorð hans
„Stétt með stétt“. Dreifing full-
trúa hans á Alþingi og í hinum
ýmsu sveitarstjórnum á hinar
ýmsu stéttir hefur lengi verið í
góðu lagi eða þangað til í síðustu
Alþingiskosningum, en þá tap-
aði flokkurinn allnokkru fylgi,
af ástæðum sem ekki verða
raktar hér, en full ástæða er til
að minna á fyrir kosningar.
Þá hurfu úr tölu þingmanna
flokksins tveir af talsmönnum
launþega.
Annar þessara manna var
Pétur Sigurðsson.
Pétur Sigurðsson þarf ekki að
kynna. Störf hans að hinum
ýmsu félags- og velferðarmálum
sjómanna hafa fyrir löngu gert
hann þjóðkunnan, hvort heldur
er í Sjómannafélagi Reykja-
víkur eða Sjómannadagsráði.
Þekktastur er Pétur þó senni-
lega fyrir sitt ötula forystustarf
í uppbyggingu Hrafnistu, dval-
arheimilis aldraðra sjómanna,
en við það hefur Pétur verið
vakinn og sofinn. Jafnframt
þessu hefur Pétur verið sannur
talsmaður launþega, enda einn
þeirra.
Stór hópur stuðningsfólks
Sjálfstæðisflokksins vann að
kosningu Péturs í síðasta
prófkjöri. Ýmislegt varð til þess
að hann fékk ekki þá kosningu
sem hann átti skilda og flokkn-
um var nauðsyn.
Pétur Sigurðsson.
Nú gefst okkur, sem í landi
erum, nýtt tækifæri til þess að
tryggja þróttmiklum málsvara
launþega sæti á framboðslistan-
um. A síðasta Alþingi áttu
sjómenn engan málsvara. Lát-
um það ekki henda aftur.
Merkja á við þá frambjóðend-
ur sem kjósa skal með því
sætisnúmeri sem maður vill að
viðkomandi skipi á framboðs-
listanum.
Stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins:
Tökum þátt í prófkjörinu og
ákveðum framboðslista flokks-
ins. Kjósum Pétur sjómann og
merkjum við hann með það lágri
tölu að hann lendi í efstu
sætunum.
Á síðasta landsfundi flokksins
var Pétur kosinn í miðstjórn
með miklum glæsibrag. Tryggj-
um honum jafn glæsilega kosn-
ingu nú.
Á toppinn með Pétur.
Dreng dæmd-
ar skaðabætur
vegna slyss
sem átti sér
stað áður en
hann fæddist
Melbournc. (AP).
ÁSTRALSKUR dómari
hefur dæmt sjö ára göml-
um dreng um 65 milljónir
króna í skaðabætur fyrir
slys sem átti sér stað fyrir
burð hans. Móðir drengs-
ins lenti í bílslysi þremur
mánuðum áður en hún átti
von á sér. Lungu hennar
sködduðust og við það
fékk fóstrið ekki nægilegt
súrefni og varð fyrir heila-
skemmdum.
Móðir drengsins höfðaði
mál fyrir hönd sonar síns, á
hendur ökumanninum sem
slysinu olli. Fyrir dóminum
kom fram að greind
drengsins, Lee Kenos er vel
yfir meðallagi. Hins vegar
hefur hann ekki stjórn á
hreyfingum sínum og getur
ekki notið eðlilegs lífs
vegna bæklunar sinnar.
Eftir dóminn sagði Lee við
fréttamenn að hann hefði
ávallt dreymt um að verða
slökkviliðsmaður þegar
hann yrði stór. En eftir
réttarhöldin hefði sú skoð-
un hans breyst. Nú vildi
hann verða lögfræðingur.
Ellert B. Schram:
Sleppum slagorðunum
Það fer víst ekki fram hjá
neinum að kosningabaráttan er
hafin. Flokkarnir dusta rykið af
gömlu slagorðunum, fremja
hjaðningavíg í sínum eigin röð-
um og biðla til kjósenda eins og
frelsandi englar. Þetta er gamla
sagan og verður víst ekki um-
flúin, þegar ríkisstjórn hrökkl-
ast frá völdum eftir að allt er
komið í óefni. Áður en lýkur
verður það deginum ljósara, að
verðbólguvandi og upplausn er
ekki af efnahagslegum toga
spunnin heldur stjórnmála-
legum; vanmætti stjórnmála-
manna og flokka til að koma sér
saman, eða hafa einurð og þrek
til að gera það sem gera þarf.
Þar er enginn flokkur undan-
skilinn.
★
Tvennt er athyglisvert við þá
kosningabaráttu sem hófst með
þingrofsumræðunum á þriðju-
daginn. Annars vegar sú mikla
heift sem blossar upp milli
þeirra flokka, sem starfað hafa
saman síðustu 13 mánuði. Djúp-
stæður skoðanaágreiningur og
persónuleg óvild kemur upp á
yfirborðið, sem staðfestir þá
augljósu staðreynd, að vinstri
stjórnir, eða samstarf vinstri
flokanna þriggja er dæmt til
skammlífis. Þetta eru vinstri
mönnum mikil vonbrigði. Þeir
kenna hver öðrum um, enda
þótt sökin sé þeirra allra.
Kjósendur hafa fengið nóg af
slíkum deilum.
★
Hins vegar vekur það athygli
að nú tala menn, ef til vill í
fyrsta skipti í alvöru, um hugs-
anlegan meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins á þingi. Ekki aðeins
sjálfstæðismenn láta sig
dreyma um slíkan meirihluta.
Andstæðingarnir óttast hann
greinilega. Er þetta raunhæft?
Þrennt skiptir máli í þessu
sambandi.
í fyrsta lagi er andúð og
óánægja kjósenda á stjórn Ól-
afs Jóhannessonar svo mikil, að
þeir vilja allt til vinna, að koma
í veg fyrir slíka stjórnarmynd-
un aftur.
í öðru lagi hafa íslendingar
fengið sig fullsadda af sam-
steypustjórnum yfirleitt og
þeim eilífu innbyrðis deilum,
sem leiða til bráðabirgða ráð-
stafana, sem engan vanda leysa
né stefnu boða. Þetta er í
samræmi við það sem áður er
sagt um að vandi þessarar
þjóðar er ekki efnahagslegur,
heldur stjórnmálalegur.
Nú er það að vísu mjög blásið
upp að Sjálfstæðisflokkur og
Alþýðuflokkur stefni í samstarf
eftir kosningar. Vissulega þarf
það ekki að vera verri sam-
steypustjórn en aðrar. Hugsan-
lega betri, ekki síst ef stjórn af
því tagi tækist jafn vel upp og
gömlu viðreisnarstjórninni. En
það yrði samsteypustjórn engu
að síður, með öllum sínum
annmörkum, háð duttlungum
þeirra lýðskrumara, sem nú
virðast ráða ferðinni í Alþýðu-
flokknum. Sjálfstæðisflokkur-
inn sækist ekki eftir því sam-
starfi.
★
Ellert
B. Schram
í þriðja lagi er það Sjálfstæð-
isflokkurinn sjálfur. Er hann
fær um það að stjórna einn,
spyr fólk? Hefur hann nægilega
styrka forystu eða fastmótaða
stefnu?
Sjálfstæðismenn halda því að
sjálfsögðu fram. En rétt er að
gera sér grein fyrir því, að fólk
er ekki búið að gleyma þeirri
stjórn sem sat að völdum
1974—1978 undir forystu Sjálf-
stæðisflokksins, og tókst ekki of
vel upp í baráttunni gegn verð-
bólgunni. Við skulum vona að
flokkurinn hafi lært af reynslu
þeirra ára, og reyndar þjóðin
öll. Banabiti þeirrar stjórnar
var flokkspólitísk afstaða.
verkalýðsforystunnar, og stirð
samvinna tveggja stjórnar-
flokka.
Ef Sjálfstæðisflokkurinn
kemst á ný til valda, þá hefur
hann nú styrkari og samvirkari
forystu, markvissa stefnu og
stóran hóp ungra manna, sem
hefur náin tengsl við fólkið
sjálft. Sá hópur verður í aukn-
um mæli að fá tækifæri til að
láta að sér kveða.
★
Fyrir Sjálfstæðisflokkinn er
það aðalatriðið að falla ekki í
gryfju lýðskrums og loforða,
heldur tala því máli sem fólkið
skilur, tæpitungulaust. Við eig-
um ekki að leggjast í karp við
hina flokkana, heldur einbeita
okkur að því að segja fyrir
kosningar, hvað við ætlum að
gera eftir kosningar.
Það er þýðingarlaust að halda
því fram að verðbólgan verði
leyst án áfalla eða einhverrar
kjaraskerðingar. íslendingar
vita þetta, og hafa ekki lengur
áhuga á stjórnmálaforystu, sem
heldur uppi blekkingum; sem
þykist gera allt fyrir alla.
★
Þetta þýðir auðvitað ekki
kreppu, eða að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé fjandsamlegur launa-
mönnum. Hann hefur boðað
frjálsa samninga og höfðar til
ábyrgðar aðila vinnumarkaðar-
ins. Sumum kann að reynast
erfitt að átta sig á hvað þetta
hefur í för með sér. Sjálfsagt
átök en ekki endilega skert
lífskjör. Það fer eftir því hvern-
ig á er haldið.
Víxláhrif launa og verðlags
verður að afnema eða tak-
marka, þó þannig, að tekið sé
tillit til kjara þeirra lægst
launuðu. Sú stefna hefur oft
verið boðuð bæði frá vinstri sem
hægri, en aldrei komist áþreif-
anlega í framkvæmd.
★
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar
sér ekki og mun ekki leysa
verðbólguna á kostnað þeirra
lægst launuðu. Hann boðar
vissulega ekki stríð gegn verka-
lýðnum, en hann verður að
bjóða hverri þeirri verkalýðs-
forystu byrginn, sem hyggst
beita afli sínu til flokkspóli-
tískrar þjónkunar, eða gegn
þeirri stefnu, sem að framan er
lýst.
Það er einlæg skoðun mín, að
ef sanngirni, en um leið festa, er
látin ráða, þá mun ekki standa
á launafólki þessa lands, að
taka höndum saman við Sjálf-
stæðisflokkinn eða hverja aðra
þá stjórn, sem vill ráða niður-
lögum verðbólgunnar af einurð
og réttsýni.
Það er kominn tími til.