Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 35 30 til 35 megawött fara upp um strompa verksmiðja í Borgarfirði Akranesi. 17. október 1979. NÝLEGA var Rótaryklúbb Akraness boðið að halda sinn vikulega fund i járnblendiverk- smiðjunni á Grundartanga. — Að loknum kvöldverði skýrðu heimamenn byggingu verk- smiðjunnar og allan gang kísiljárnsframleiðslunnar, frá uppskipun hráefnisins til út- skipunar fullunninnar vöru. — Síðar fóru þeir með hópinn um hin ýmsu athafnasvæði og þjón- ustudeildir og sýndu vélar og tæki verksmiðjunnar í 70% framleiðslu, hér varð að spara 30% orku sem annars staðar í stóriðjuverksmiðjum, vegna vatnsskorts rafstöðvanna á há- lendinu. — Það má fullyrða, að á Grund- artanga er allt til fyrirmyndar Úr þessum tveimur reykháfum, Sementsverksmiðjunnar og Síldarverksmiðjunnar fara samtals 12 til 13 megavött af orku. hvað hagræðingu og þrifnað varðar, og það má teljast furðu- legt að þarna á Klafastöðum við Hvalfjörð, skuli hafa risið svo stór verksmiðja og athafnasvæði á svo skömmum tíma. — En eitt vakti þó sérstaka athygli mína. „Það fara 25 megavött af ónýttri orku út í loftið við kælingu frá bræðsluofninum." Þessar upp- lýsingar gáfu mér tilefni til þess að athuga hve mikil orka færi út í loftið frá öðrum verksmiðjum á Akranesi. — Mér var tjáð að um 8 megavött færu upp um reyk- háfinn á Sementsverksmiðjunni, eða álíka mikil orka og „Krafla" gefur í dag, — og í gegnum Síldarverksmiðjustrompinn færu 4—5 megavött. Það eru þá samtals um 30—35 megavött, sem fara forgörðum í þessum þrem verksmiðjum hér á nesinu milli Borgarfjarðar og Hval- fjarðar. Lærðir menn segja, að það sé mjög erfitt að beizla þessa orku, en það virðist nú vera harla ótrúlegt, nú á þessari skóla- og tækniöld. — Það er reyndar hafin tilraun með að hagnýta umframhitann frá ofninum á Sementsverksmiðjunni og spáir það góðu. — En hvað um alla aðra strompa á Islandi, hvað skyldu mörg „megavött" fara ónýtt upp um þá? Júlíus. — Heilhveitið maðkað eftir rúmlega hálfs árs geymslu Húsmóðir kom að máli við Mbl. og hafði meðferðis staut sem í var maðkað heilhveiti. Poka með hveitinu hafði konan keypt fyrir V2—I ári og notaði þá hluta þess. í gær tók hún hveitið fram aftur en hafði geymt það í pokan- um í lokuðum glerstaut. Heilhveitið var þá iðandi af möðkum. Konan mundi ekki í hvaða verslun hún keypti hveitið en pokinn er merktur Náttúrulækn- ingafélagi íslands Norrænarog grískar sagnir — í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar GOÐ og garpar úr norrænum sögum nefnist bók sem væntan- leg er frá Bókaforlaginu Sögu innan skamms, og einnig er væntanleg frá sama forlagi bókin Goð, menn og meinvættir úr Kápa bókarinnar Goð og garpar sem væntanleg er frá Bókaforlag- inu Sögu innan skamms. f bók- inni eru 78 myndir og fjallað er um alla helstu þætti norrænnar goðafræði. grískum sögnum, en eins og nöfn bókanna gefa til kynna fjalla þær um fornar goðsagnir og hetjusög- ur. Fyrrnefnda bókin er eftir Brian Branston, en hin síðar- nefnda eftir Michael Gibson, en þýðingu og aðlögun að íslenskum hugarheimi hefur Sigurður A. Magnússon rithöfundur annast. Saga mun einnig á næstunni gefa út bókina Dæmisögur Esóps í þýðingu Þorsteins frá Hamri. í bókinni eru 143 sögur og hún er prýdd fjölda litmynda og svart- hvítra mynda. Þá sendir Hörpuútgáfan á Akranesi frá sér sjö bækur nú í haust; Borgfirsk blanda, sögur og sagnir úr borgfirsku þjóðlífi; Til síðasta manns og Hákarlar og hornsíli, báðar úr bókaflokknum Hetjudáðir; I greipum dauðans eftir Gavin Lyall; Ást og hamingja eftir Bodil Forsberg, og loks Óvænt örlög eftir Erling Poulsen. Eins og áður hefur verið skýrt frá í fréttum Morgunblaðsins munu koma út fjölmargar bækur nú í haust eins og endranær, bæði þýddar bækur og íslenskar. Verð jólabókanna í ár verður líklega um það bil 40 til 50% hærra en það var í fyrra. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al GLYSINGA- SÍMINN ER: 22480 HLJÓMPLÖTUÚTGÁFAN HF Dreifing, Skífan Laugavegi 33 S. 115 08.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.