Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.10.1979, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1979 29 I Árni Árnason formaður Bifreiðaiþróttaklúbbsins og Guðmundur H. Garðarsson, en hann sagði nokkur orð i upphafi keppninnar um leið og bilarnir voru ræstir síðdegis á laugardag. Ljósm.: Kristján. Átta bílar af 12 lukuvið keppnina Ómar og Jón enn í fyrsta sæti TÓLF bílar tóku þátt í svonefndu Bandag-ralli Bifreiðaíþrótta- klúbbs Reykjavíkur, sem háð var um siðustu helgi og var 747 km langt. Leiðin lá frá Reykjavík út á Reykjanes og austur i sveitir. Var gist í Ásaskóla i Gnúpverjahreppi nokkra tima á laugardagskvöld og siðan haldið norður fyrir Búrfell og niður sveitirnar um Hellu og Selfoss og komið um Grafning og Mosfellsheiðina til Reykjavíkur aftur siðdegis á sunnudag. Atta bílum tókst að ljúka keppni og urðu úrslit sem hér segir: 1) Ómar og Jón Ragnarssynir á Renault Dolphine 22,57 mín. í refsistig. 2) Hafsteinn Aðalsteinsson, Magnús Páls- son, BMW 320, 27,36 mín í refsistig. 3) Þórhallur Kristjánsson, Ásgeir Þor- steinsson, Escort, 33,36 mín. í refsistig. 4) Sigurjón Harðarson, Matthías Sverris- son, Skoda Rally, 35,40 mín. í refsistig. 5) Trausti Ingólfsson, Hallgeir Pálmason, Toyota Mark II, 43,39 mín. í refsistig. 6) ólafur Sigurjónsson, Kristmundur Ás- mundsson, Saab 96, 46,0 mín. í refsistig. 7) Trausti Pálsson, Ásgeir Sigurðsson, Lada 1600, 48,55 mín. í refsistig. 8) Finnbogi Ásgeirsson, Þórður Kristins- son, Ford Fiesta, 52,49 mín. í refsistig. Að sögn forráðamanna keppn- innar gekk hún mjög vel fyrir sig og stóðst áætlun allan tímann, voru ekki felldar úr neinar leiðir og ekki urðu nein óhöpp utan bilana í keppnisbílunum. Meðan á keppninni stóð var starfrækt upplýsingaþjónusta í Hótel Loft- leiðum og sýndar kvikmyndir. Fljótlega eftir að keppnin hófst, á sérleið í Öskjuhlíð, henti það einn keppnisbíla að gírkass- inn bilaði. Hafði ökumaður ekki fyrir því að stöðva strax heldur bakkaði sérleiðina á enda og lét síðan færa sér nýjan gírkassa sem settur var í á 40—50 mínút- um og hélt síðan áfram í keppn- inni. Ekki fór þó allt sem skyldi því síðar í keppninni lak olían af gírkassanum og var hann þar með endanlega úr leik í það sinnið. Framundan hjá Bifreiða- íþróttaklúbbnum er nú rall-í- kross og ísakstur og myndakvöld og fræðslufundir, en næsta rall er ráðgert með vorinu. Keppnin hófst við Hótel Loftleiðir og endaði þar einnig. Forval Alþýðubandalagsins: Svavar, OlafurRagnar og GuðmundurJ. langsterkastir FORVAL Alþýðubandalagsins í Reykjavik, sem fram fór um helgina leiddi til þess, að á föstudag verður kosið í fram- haldsforvali um 6 karla og 6 konur um skipan G-listans i Reykjavík. Þá mun ljóst orðið, hverjir verða í 1. og 2. sæti G-listans í Reykjaneskjördæmi. Á Suðurlandi er mikil barátta milli Garðars Sigurðssonar, fyrrum alþingismanns og Baldurs ósk- arssonar og verður gert út um það hvor hreppir fyrsta sætið í forvali á föstudag. REYKJAVÍK I forvalinu nú um helgina komu 6 karlar og 6 konur sterkust út. Tveir karlar eru þar langsterkast- ir: Svavar Gestsson og Ólafur Ragnar Grímsson.í þriðja sæti var Guðmundur J. Guðmundsson. í fjórða og fimmta sæti eru Guðrún Helgadóttir og Guðrún Hall- grímsdóttir. Atkvæðin féllu sem hér segir: Svavar 280, Ólafur Ragnar 228, Guðmundur 162, Guð- rún Helgadóttir 148, Guðrún Hall- grímsdóttir 141, Sigurður Magn- ússon 102, Ásmundur Stefánsson 98, Álfheiður Ingadóttir 75, Adda Bára Sigfúsdóttir 55, Stella Stef- ánsdóttir 54, Guðjón Jónsson 40 og Guðrún Ágústsdóttir 31 atkvæði. Alls tóku þátt í forvalinu um 300 manns. Forvalið er ekki bindandi fyrir flokkinn, ef niðurstöður forvals eru óhagstæðar að mati flokksfor- ystunnar. í síðustu alþingiskosn- ingum var Svavar í fyi-sta sæti G-listans, þá Eðvarð Sigurðsson, Svava Jakobsdóttir og loks Ólafur Ragnar Grímsson. Talið er víst að Svavar verði nú í fyrsta sæti, þá Ólafur Ragnar, en síðan er slagur milli Guðmundar J. og líklegast Guðrúnar Helgadóttur. Þriðja sætið er hefðbundið konusæti, en vel getur verið að út af því verði brugðið að þessu sinni. Forvalið um næstu helgi snýst um niður- röðun listans. REYKJANES- KJÖRDÆMI Ljóst mun nú að Gils Guð- mundsson mun ekki gefa kost á sér við framboð til Alþingis og færist þá Geir Gunnarsson, fyrr- um alþingismaður upp í fyrsta sæti listans. Afráðið mun vera, að Benedikt Davíðsson, formaður Sambands byggingarmanna, verði í öðru sæti. Fyrir síðustu kosn- ingar var Karl Sigurbergsson í Benedikt Davíðsson í 2. sæti G-listans á Reykjanesi - erfið- leikar i Suðurlandskjördæmi þriðja sæti listans, en hann mun | nú ekki gefa kost á sér. Menn munu nú einna helzt hafa auga- stað á Suðurnesjakonu og hefur hún enn ekki fundizt, að því er Morgunblaðið hafði spurnir af í gær. SUÐURLANDS- KJÖRDÆMI I Suðurlandskjördæmi sjá al- þýðubandalagsmenn ef til vill fram á mestu framboðsvandamál sín. Þar var Garðar Sigurðsson í efsta sæti listans við síðustu alþingiskosningar, en Baldur Ósk- arsson í öðru sæti. Baldur sækir nú mjög fast að komast í fyrsta sætið og mun blása nokkuð byr- lega fyrir hann, þar sem óánægju gætir með Garðar. Út um þetta mun verða gert með forvali á föstudaginn kemur. AUSTURLANDS- KJÖRDÆMI Lúðvík Jósepsson mun hafa lát- ið að því liggja, að hann hætti, ef Hjörleifur Guttormsson fari í fyrsta sæti listans. Hins vegar hafa stuðningsmenn Helga Seljan neitað að hleypa Hjörleifi upp fyrir Helga, en hann var í 2. sæti LÖGREGLAN í Borgarnesi tók á móti átta rjúpnaskyttum er þær komu af veiðum á Holtavörðuheiði s.I. laugardag og tóku af þeim lögrcgluskýrslur þar sem bann er við veiðum á þessum slóðum. „Endanleg afgreiðsla málsins liggur nú ekki fyrir á þessu stigi, en væntanlega verða skýrslurnar sem teknar voru sendar saksóknara ríkisins til ákvörðunar um hvert næsta skrefið verður,“ sagði Ásgeir Magnússon fulltrúi sýslumanns í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í sam- tali við Mbl. í gær. „Það er um tvo möguleika að ræða í svona tilfellum, nánari listans við síðustu alþingiskosn- ingar. Sjálfur mun Helgi ekki sækja fyrsta sætið stíft. Fái Lúðvík ekki þennan vilja sinn fram, er allt eins víst, að hann fari fram sjálfur. Þorbjörg Arnórs- dóttir, sem var í 4. sæti síðast mun hafa gefið afsvar um að vera ofarlega á listanum. Af þessum sökum er allt í óvissu í kjördæm- inu um framboðsmál Alþýðu- bandalagsins á Austurlandi. Fari Lúðvík fram, er fyrirsjáanlegt, eins og Morgunblaðið hefur áður á bent að Hjörleifur Guttormsson, fyrrum iðnaðarráðherra er í mjög mikilli fallhættu, en hann skipaði þriðja sæti listans við síðustu kosningar. ÖNNUR KJÖR- DÆMI Tiltölulega rólegt mun vera í framboðsmálum Alþýðubanda- lagsins í öðrum kjördæmum landsins og ekki fyrirsjáanleg nein vandamál þar. í gær var bírtur framboðslistinn í Vestur- landskjördæmi, þar sem Skúli Alexandersson er í fyrsta sæti, en hann var í öðru sæti listans við síðustu kosningar, næst á eftir Jónasi Árnasyni, fyrrum alþing- ismanni. Einnig var í gær birtur G-listinn í Norðurlandi eystra, þar sem Stefán Jónsson er sem áður í fyrsta sæti. Síðan mun Kjartan Ólafsson vera öruggur í fyrsta sæti flokksins á Vestfjörð- um og Ragnar Arnalds öruggur í fyrsta sætinu í Norðurlandi vestra. rannsókn hjá sýslumannsembætt- inu hér eða senda skýrslurnar til Reykjavíkur. Mér finnst nú eðli- legra að þær verði sendar suður þar sem allir viðkomandi aðilar eru af Stór-Reykjavíkursvæðinu, “ sagði Ásgeir ennfremur. Aðspurður um hvort skytturnar hefðu verið á veiðum í eignarlandi sagði Ásgeir að þær hefðu allar verið í Fornahvammslandi sem væri eignarland. Finnur Torfi Hjörleifsson einn forsvarsmanna Skotveiðifélags Islands sagðist ekki geta tjáð sig um málið á þessu stigi þar sem ekki lægi fyrir hver framvindan yrði. Lögregluskýrslur tekn- ar af 8 rjúpnaskyttum Bráðabhrgðalög vegna kosninganna: Framboðsfrestur til 7. nóvember FRESTUR til aö skila framboðum við kosningarnar 2. og 3. desember næst- komandi rennur út 7. nóvember nk. Atkvæöagreiðsla utan kjörfundar hefst 10. nóvember. Kjörskrár skulu lagðar fram 3. nóvember og liggja frammi í 2 vikur. Þessi atriði eru meðal þeirra, sem fram koma í bráðabirgðalögum um viöauka við lög um kosningar til Alþing- is, sem Kristján Eldjárn forsetí íslands gaf út í gær aö tillögu Vilmundar Gylfasonar dómsmálaráöherra. Lögin eru svohljóðandi: 1. gr. „Við alþingiskosningar þær, sem fram eiga að fara 2. og 3. desember 1979, skulu gilda þau afbrigði frá lögum nr. 52 14. ágúst 1959 um kosningar til Alþingis, með síöari breytingum, sem ákveðin eru meö lögum þessum. 2. gr. Öll framboö skulu tilkynnt hlutaöeig- andi eigi síðar en miðvikudaginn 7. nóvember 1979. 3. gr. Utankjörfundaratkvæöagreiösla skal hefjast laugardaginn 10. nóvember 1979. 4 gr. Heimilt skal kjósanda aö greiöa at- kvæði utan kjörfundar þótt ástæður þær, sem tilgreindar eru í 62. gr., eigi ekki við, enda hafi hann ástæðu til að ætla að veður eöa færð muni hamla honum að sækja kjörfund á kjördegi. Ákvæði 92. gr„ sbr. 9. tölul. 141. gr„ víkja að því er varðar þá, sem neyta kosningaréttar utan kjörfundar sam- kvæmt heimild í 1. málsgr. 5. gr. Nú er öll kjörstjórnin sammála og allir frambjóðendur eða umboðsmenn þeirra, sem mættir eru, samþykkja, og má þá kjörstjórn ákveða, þegar kosningu er lokið hinn fyrri kjördag, að eigi skuli vera fleiri kjördagar í kjördeildinni, enda sé kjörbókin undirrituð af frambjóðendum og umboösmönnum, sem samþykkt hafa. Hafi 80% eða fleiri af kjósendum í kjördeildinni kosið eða fengið vottorð samkvæmt 82. gr„ nægir einróma sam- þykki kjörstjórnar til slíkrar ákvörðunar. Yfirkjörstjórn í Reykjavík og kjörstjórn samkvæmt 1. málsl. 2. málsgr. 10. gr. í öðrum kaupstööum tekur ákvörðun um lok kosninga í hlutaöeigandi kaupstað. Er kosningu er lokið hinn fyrri kjördag skal um meöferð kjörgagna fara eftir ákvæðum 4. málsgr. 128. gr. Hinn fyrri kjördag skal setja kjörfund eigi síöar en kl. 10 árdegis og hinn síöari kjördag eigi síöar en kl. 12 á hádegi. 6. gr. Nú hefur veður hamlað kjörsókn á hinum tveimur kjördögum og getur þá kjörstjórn ákveðið, meö sama hætti og segir í 3. máisgr. 128. gr. og áöur en kosningu lýkur hinn síöari kjördag, að kosningu veröi fram haldið á kjörfundi, er setja skal eigi síöar en kl. 12 á hádegi næsta dag. Nægir aö birta auglýsingu þar um í útvarpi. Um meðferð kjörgagna fer þá eftir ákvæðum 4. málsgr. 128. gr.“ Þá hefur dómsmálaráðuneytið auglýst frest til framlagningar kjörskrár og fer auglýsing ráðuneytisins hér á eftir: „Samkvæmt heimild í 2. mgr. 19. gr. laga nr. 52 14. ágúst 1959 um kosningar til Alþingis er hér með ákveðiö, aö niður skuli falla frestur sá, sem þar er settur, til að auglýsa, hvar kjörskrár við alþingis- kosningar 2. og 3. desember 1979 verði lagðar fram. Jafnframt er ákveðið, samkvæmt heimild í 1. málsgr. 23. gr. laganna, a) að tímabil það, sem getur í 1. málsgr. 19. gr„ styttist, þannig aö kjörskrár skulu lagðar fram 3. nóvember 1979. b) að tími sá, sem kjörskrár skulu liggja frammi, sbr. 3. málsgr. 19. gr„ styttist þannig að hann verði tvær vikur. c) aö frestur til að afhenda sveitastjórn kærur vegna kjörskrár, sbr. 20. gr„ renni út, þegar tvær vikur eru til kjördags. d) aö sveitarstjórnir skuli hafa skorið úr aðfinnslum við kjörskrár, sbr. 1. málsgr. 21. gr„ eigi síöar en 24. nóvember 1979.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.