Morgunblaðið - 25.10.1979, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
segir Lúðvík um við-
ræður íslenzkra og
norskra fiskifræðinga
„ÞETTA er að mínum dómi eitt
það stærsta hneyksli sem hefur
gerst í þessum málaflokki, og
sýnir hve menn eru langt frá
réttu ráði,“ sagði Lúðvík Jóseps-
son formaður Alþýðubandalags-
ins i samtali við blaðamann
Morgunblaðsins i gær, er hann
var spurður álits á þeirri tilkynn-
ingu sjávarútvegsráðherra að
halda ætti fund islenskra og
norskra fiskifræðinga til að taka
ákvörðun um hvort leyfa eigi
frekari loðnuveiðar eða ekki.
„Sú stefna okkar var á sínum
tíma mótuð mjög skýrt," sagði
Lúðvík ennfremur, „að við ættum
að vísu í nokkrum deilum við
Norðmenn um hvað veiða skuli á
svonefndu Jan Mayensvæði, utan
íslensku 200 mílnanna, en við þá
höfum við ekkert að tala um'
veiðarnar innan 200 mílnanna við
ísland. Þetta hefur verið megin-
sjónarmið okkar. Við þyrftum
hvorki norska fiskifræðinga né
norska stjórnmálamenn til að
ræða við okkur um veiðarnar
innan 200 mílnanna. Það væri
alfarið okkar mál.
Auðvitað dytti Norðmönnum
aldrei til hugar að kalla okkur til
viðræðna í Noregi til viðræðna um
hvernig ætti að veiða úr íslensk-
norska síldarstofninum. Það hafa
þeir ákveðið sjálfir. Að sjálfsögðu
er ekkert við það að athuga að
fiskifræðingar þjóðanna ræði um
íslenska loðnustofninn og aðra
fiskstofna, en það er fráleitt að
það skuli eiga að kalla saman fund
þeirra í því augnamiði að ákveða
hvað eigi að veiða í íslenskri
fiskveiðilandhelgi. Þetta er
hneyksli.
Það verður að kenna þeim er
álpast hafa inn í sjávarútvegsráð-
herraembættið, að þeir geta ekki
verið að þinga um það hvað eigi að
INNLENT
Stjórn ríkisfjármála
hefur mistekist í ár
SAMKVÆMT skýrslu Þjóðhagsstofnunar um þjóðhagsáætlun fyrir árið
1980 er auðséð, að stjórn ríkisfjármála hefur mistekist á þessu ári.
Áætlanir benda til þcss. að ríkissjóður vcrði rekinn með halla á árinu öllu
en markmiö fráfarandi ríkisstjórnar var að ná 6,7 milljarða króna
tekjuafgangi á árinu. Nú er gert ráð fyrir, að rekstrarhallinn á ríkissjóði
muni nema 5—6 milljörðum á árinu. en greiðslujöfnuður verði óhagstæður
um 4.5-5 milljarða króna. Segir Þjóðhagsstofnun. að lítið megi út af bera,
svo hallinn á ríkissjóði verði ckki meiri.
Rekstrarhallinn virðist að tölu- laga bendir til að innheimtar tekjur
verðu leyti eiga rætur að rekja til
mikillar aukningar útgjalda. Stefna
heildarútgjöld ríkissjóðs í hærri
tölur en reiknað var með á fjárlög-
um að teknu tilliti til verðbreytinga.
Fyrstu átta mánuði ársins voru
rikisútgjöld 51.5% meiri en á sama
tíma 1978 en tekjur um 49% meiri.
Það sem af er árinu hafa ríkisút-
gjöldin aukist nokkru meira en
ríkistekjur og mun meira en verðlag
og kauplag í landinu.
Endurskoðuð tekjuáætlun fjár-
verði 231.5 milljarður króna eða
11% umfram fjárlög. En horfur eru
á, að beinir skattar verði meiri en
reiknað var með á fjárlögum.
Síðustu áætlanir um útgjöld benda
til að þau verði um 237 milljarðar
króna eða um 17% meiri en reiknað
var með á fjárlögum. Lánsfjár-
innstreymi úr Seðlabankanum
gengur að mestu á móti rekstrar-
halla ríkissjóðs á árinu, en með
bráðabirgðalögum í september var
fjármálaráðherra heimilað að taka
4,5 milljarða króna skammtímalán í
Seðlabankanum. Á árinu skilar
ríkissjóður engu til að bæta stöðu
sína við Seðlabankann, en á fjárlög-
um var reiknað með rösklega 5
milljarða króna afborgun af lánum
til bankans á árinu.
Af 11,3 milljarða rekstrarhalla
fyrstu átta mánuði ársins hefur 2,7
milljörðum verið mætt með lántök-
um utan Seðlabanka og 1,1 milljarði
hefur verið mætt með lántökum hjá
viðskiptamönnum. Gagnvart Seðla-
banka hefur greiðsluafkoma ríkis-
sjóðs versnað um 7,8 milljarða, en
þar af hefur 1,8 milljörðum verið
mætt með sölu ríkissjóðsvíxla en 5,8
milljarðar hafa verið fjármagnaðir
með auknum yfirdrætti í Seðla-
bankanum. Yfirdrátturinn var
mestur 11 milljarðar í júlílok.
r Ljósm: RAX:
A göngu um Miðbæinn.
10 skip með loðnuafla
BRÆLA hefur hamlað loðnuveiðum undan Norðurlandi en nokkur
skip hafa þó tiikynnt afla:
Þriðjudagur: Hilmir 480 tonn, Gísli Árni 640, Jón Kjartansson 1130,
Víkingur 1100 og Rauðsey 520. Miðvikudagur: Örn 500, Magnús 450,
Dagfari 530, Náttfari 480, Bjarni Ólafsson 1000.
Heildarloðnuaflinn er nú orðinn rúmlega 370 þúsund tonn.
„Eitt mesta hneyksli sem
gerst hefur í sjáyarútvegi,,
, ,Landamæri ’ ’ Byggðas j óðs
þurrkuð út
Tillaga Sverris Hermannssonar sam-
þykkt í stjóm Framkvæmdastofnunar
Matthias Á. Mathiesen.
þykkt þá, sem stjórn Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins
gerði að tilhlutan Sverris
Hermannssonar á fundi þeim,
sem haldinn var í Grindavík
s.l. þriðjudag.
Þau „landamæri" sem sam-
þykkt voru í stjórn stofnunar-
innar 1973 eru nú alfarið
þurrkuð út, enda þótt útgerð og
fiskiðnaður á Suðurnesjum
hafi ekki orðið að búa við þau
undanfarin ár.
Sú stefnubreyting, sem nú
hefur verið mótuð, að Byggða-
sjóður sveigi nær því að vera
almennur fjárfestingalána-
sjóður, þar sem gagnsemi
framkvæmda er metin án til-
lits til staðsetningar, er að
okkar mati sjálfsögð og hefði
átt að vera orðin löngu fyrr.
Þá var það einnig mjög vel
til fundið, sagði Matthías, að
samþykkja fjárveitingu til
söfnunar og varðveizlu sjó-
minja einmitt þegar fundurinn
var haldinn á Suðurnesjum.
STJÓRNARFUNDUR Fram-
kvæmdastofnunar ríkisins var
haldinn í Grindavík á þriðjudag-
inn.
Á fundinum var samþykkt
tillaga frá Sverri Hermannssyni
forstjóra Framkvæmdastofnunar
um að „landamæri“ Byggðasjóðs
verði þurrkuð út og framvegis
verði gagnsemi framkvæmda
fyrst og fremst látin tiða lánveit-
ingum. Enn um hríð mun
Byggðasjóður þó aðallega beina
sjónum sinum til byggða í strjál-
býli, sem eiga í vðk að verjast,
samkvæmt því sem Sverrir Her-
mannsson tjáði Mbl. í gær. Til-
laga þessi var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum á
fundinum á þriðjudaginn.
í reglum Byggðasjóðs eru engin
byggðalög undanskilin en reyndin
hefur orðið sú að ákveðin „landa-
mæri“ hafa skapast og ekki hefur
verið lánað til Stór-Reykjavíkur-
svæðisins og Suðurnesja nema til
útgerðar og fiskvinnslu. „Héðan í
frá eru öll landamæri úr sögunni
og því má telja fundinn í Grinda-
veiða í íslenskri fiskveiðiland-
helgi, við stjórnmálamenn eða
fiskifræðinga annarra þjóða. Það
ákveðum við sjálfir eftir þeim
forsendum sem fyrir liggja. Það er
höfuðatriðið," sagði Lúðvík að
lokum.
„Reyknesingar
fagna
samþykktinni,,
- segir Matthías
A. Mathiesen
MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í
gær til Matthíasar Á. Mathie-
sen, fyrrverandi fjármálaráð-
herra og alþingismanns
Reyknesinga, og innti hann
álits á samþykkt stjórnar
Framkvæmdastofnunar.
Matthías sagði:
— íbúar Reykjaneskjör-
dæmis eru ánægðir með sam-
vík tímamótafund,“ sagði Sverrir
Hermannsson.
Á stjórnarfundinum á þriðju-
daginn var ennfremur samþykkt
tillaga frá Sverri Hermannssyni
um að Byggðasjóður verji árlega
1% af vaxtatekjum sínum til
söfnunar og varðveizlu muna og
minja, einkum sjóminja.
Frá fundinum í Grindavik. Haraldur Gislason heldur ræðu en fyrir borðsendanum ma sja sverri
Hermannsson, flutningsmann tillögunnar, Karl Steinar Guðnason, Tómas Árnason og Olaf G. Einarsson.
Ljósm. Mbl. Guðfinnur.