Morgunblaðið - 25.10.1979, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
3
Reyðarfjörður:
Grjótskriður vegna rigninga
Reyðarfirði, 24. október.
HÉR hefur verið aftakaveður und-
anfarna sólarhringa, mikið rok og
gífurleg rigning, þannig að
aurskriður hafa fallið á nokkrum
stöðum, t.d. féll ein grjótskriða í
Grænafellinu í gær og lokaði
veginum um stundarsakir.
Ef fer sem horfir má því allt
eins búast við því að fleiri skriður
fylgi í kjölfarið og vegir fari að
spillast. — Gréta.
Ljósm: RAX
„Hér þarf greinilega að brúa, eða hvað sýnist ykkur?“
Framsókn á Reykjanesi:
Jóhann, Markús
og Helgi efstir
JÓHANN Einvarðsson bæjar-
stjóri i Keflavik hlaut fiest at-
kvæði í fyrri untferð skoðana-
kannanar framsóknarmanna á
Reykjanesi i fyrrakvöld, vegna
vals á mönnum á framboðslista
Framsóknarflokksins við alþing-
iskosningarnar í desember.
„Utiloka
enga
möguleika”
- segir Jón G. Sólnes
— ÉG útiloka enga mögu-
leika, sagði Jón G. Sólnes
þegar Mbl. spurði hann i
gær hvort það kæmi til
greina að hann færi i sér
framboð i Norðurlandskjör-
dæmi eystra.
— Það er búinn að vera
mikill þrýstingur á mig úr
öllum áttum, sagði Jón. Málið
er eiginlega í biðstöðu núna
og ómögulegt að segja hvað
úr verður en það er alveg
öruggt að þegar ég tek
ákvörðun verður það fyrst og
fremst með hagsmuni Sjálf-
stæðisflokksins í huga. Ég
mun alltaf verða sjálfstæðis-
maður á hverju sem kann að
ganga.
Jón sagði að hann hefði
orðið var við mikla óánægju í
kjördæminu með það að kjör-
dæmisráð hefði að engu óskir
450 flokksmanna, sem skrifað
höfðu nafn sitt á undir-
skriftalista og óskað próf-
kjörs.
Könnunin fór fram á Hótel
Sögu í Reykjavík í fyrrakvöld, og
máttu fulltrúar og varafulltrúar
kjósa þrjá menn.
Jóhann Einvarðsson hlaut 216
atkvæði, Markús Á. Einarsson
163, Helgi H. Jónsson 136, Þrúður
Helgadóttir 107, Leó E. Löve 60 og
Einar Geir Þorsteinsson 45. Þessi
sex komast áfram í úrslit og
verður valið á milli þeirra á fundi
í Grindavík um helgina.
Alls fengu 28 manns atkvæði í
þessum fyrri hluta skoðanakann-
anarinnar.
Aðrir tón-
leikar
Sinfóní-
unnar í kvöld
AÐRIR áskriftartónleikar Sin-
fóniuhljómsveitarinnar á þessu
starfsári verða i kvöld i Háskóla-
bíói klukkan 20.30. Efnisskráin
verður sem hér segir:
Beethoven Egmont-forleikur og
fiðlukonsert og Holmboe-sinfónía
nr. fimm.
Stjórnandi er danski hljóm-
sveitarstjórinn Eifred Eckart-
Hansen, en einleikari Wolfgang
Schneiderhan.
o
INNLENT
Bjarni Guðnason efst-
ur krata á Austurlandi
ALÞÝÐUFLOKKSMENN í Aust-
urlandskjördæmi hafa ákveðið að
efna ekki til prófkjörs við val
framboðslista flokksins vegna
væntanlegra alþingiskosninga.
Jafnframt hefur verið ákveðið
að Bjarni Guðnason prófessor í
Reykjavík skipi efsta sæti fram-
boðslistans í kjördæminu eins og
var siðast, en ekki hefur verið
ákveðið um skipan annarra sæta.
Alþýðuflokkurinn fékk ekki mann
á þing af Austurlandi í síðustu
kosningum.
r
„Atti sjálfur
dálítinn þátt í
framboði Ólafs”
„Ég hef séð það í blöðum, að ég sé
í fýlu vegna framboðs Olafs, en
það er eins og hver annar þvætt-
ingur,“ sagði Steingrímur Her-
mannsson formaður Framsókn-
arflokksins í samtali við blaða-
mann Morgunblaðsins í gær, er
hann var spurður álits á fram-
boði Ólafs Jóhannessonar til Al-
þingis.
„Ég fagna því að Ólafur leggur
nú sitt þunga lóð á vogarskálina,"
sagði Steingrímur ennfremur, „ég
sannarlega fagna því, og veit að
það verður okkur til mikils styrks,
og ég átti nú sjálfur dálítinn þátt í
að hann ákvað að fara í framboð."
Steingrímur sagði einnig, að
best væri að spyrja Guðmund G.
Þórarinsson að því sjálfan, hvað
hann ætti við með því að segja
Ólaf ókrýndan leiðtoga flokksins.
„Ólafur er náttúrulega eins og
allir vita stjórnmálamaður þessa
áratugar, að minnsta kosti hafa
sjálfstæðismenn sagt það, og við
framsóknarmenn erum ákaflega
stoltir af því og teljum þetta hafa
verið góðan áratug, og fögnum því
að hann gefur nú enn á ný kost á
sér,“ sagði formaður Framsóknar-
flokksins að lokum.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins
Y ngsti
þingmaður
Sjálfstæðisflokksins
Friðrik Sophusson
Friðrik Sophusson varð sigurvegari í síðasta prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tók sæti á Alþingi eftir
síðustu kosningar,
Á 7 mánaða þingferli hefur Friðrik meðal annars verið
flutningsmaður að eftirtöldum málum:
• Eflingu iönaöar. Meöal annars
aö fella endanlega niöur aö-
flutningsgjöld.
• Sveigjanlegum vinnutíma.
• Frjálsum útvarpsrekstri.
• Um gjaldeyris og viöskiptamál.
• Breyttum opnunartíma veit-
ingahúsa.
• Nýjum vinnubrögöum viö gerö
fjárlaga.
• Frjálsari verömyndun og sam-
keppni á peningamarkaöinum.
• Nýju verðmyndunarkerfi land-
búnaöarvara.
• Frjálsari gjaldeyrisverzlun.
Kjósum
Friðrik
íöruggt
sæti
____________________________________ Auglýsing.
ið tvisvar til íslands. Segist
hann hafa orðið fyrir áhrif-
um af íslenzkum fornbók-
menntum og lært af þeim,
enda telur hann þær með
mestu afrekum menningar-
sögunnar. Þegar hann kom
til íslands sagði hann, að
það hefði verið draumur
sinn um langt skeið.
Borges er nú um áttrætt.
Hann hefur legið í sjúkra-
húsi í Buenos Aires um
skeið.
Borges sæmdur
stórriddarakrossi
FORSETI íslands hefur
sæmt argentínska skáldið
Jorge Luis Borges stór-
riddarakrossi fálkaorð-
unnar með stjörnu.
Borges er eitt helzta
skáld spænskrar tungu, og
heimsfrægur. Hann hefur
tekið ástfóstri við forna
íslenzka menningu og kom-
Almenna bókafélagið gaf
út nokkrar sögur eftir
Borges í þýðingu Guðbergs
Bergssonar, og Matthías
Johannessen hefur skrifað
um hann alllangt mál í
Samtölum-M, öðru bindi.
Nokkur ljóða hans hafa
einnig verið þýdd á
íslenzku.