Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 5 Árbókin 1978 komin út - ásamt þætti af Eyjólfi Kárasyni ÁRBÓKIN 1978 er komin út hjá bókaútgáfunni Þjóðsögu og fylgir henni bæklingur „Þáttur af Eyj- ólfi Kárasyni“, sem Finnbogi GuÁ mundsson bjó tii prentunar og ritaði inngang að. Þetta er 14. árbók Þjóðsögu og sú 13. með íslenzkum sérkafla. Árbókin 1978 er 344 blaðsíður og eru í henni 450 myndir, þar af 177 í litum. Yfirlitsgreinar eru um Evrópukommúnismann, ástandið í Afríkulöndum og Miðausturlönd- um, og ennfremur eru sérgreinar um kvikmyndir ársins, vísindi og taekni og læknisfræði. Árbókinni fylgir nafnaskrá, staða- og at- burðaskrá og skrá yfir ljósmynd- ara, sem tóku myndirnar í íslenzka sérkaflanum. Þjóðsaga gefur ár- bókina út í samvinnu við Jeun- esse-Verlagsanstalt í Vaduz í Sviss. Bókin er prentuð hjá Buch- und Offsetdruck Ernst Uhl í Sviss, en setning og filmuvinna íslenzku útgáfunnar hjá Prentstofu G. Benediktssonar, Reykjavík. Haf- steinn Guðmundsson hannaði íslenzka kaflann, Gísli Ólafsson ritstjóri annaðist ritstjórn erlenda kaflans og Björn Jóhannsson fréttastjóri tók saman íslenzka sérkaflann. Gísli ólafsson, Hafsteinn Guðmundsson og Björn Jó- hannsson kynna „Árið 1978 — stórviðburðir líðandi stundar í myndum og máli með íslenzkum sérkafla“. Ljósm. Mbl. Ól.K.M. í formála fyrir Þætti af Eyjólfi Kárasyni segir Haf- steinn Guðmundsson. „Þáttur sá af Eyjólfi Kárasyni, sem hér hefur verið dreginn út úr íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar og Finnbogi Guð- mundsson hefur sett á svið, fylgir Árbókinni að þessu sinni sem dálitill þakklætis- vottur minn til hinna mörgu tryggu áskrifenda hennar. Stóratburðir verða á öll- um timum, hvort heldur það er á Sturlungaöld eða vorum dögum, en þvi aðeins lifa þeir, að einhverjir verði til að skrá þá í máli eða myndum eða hvoru tveggja. Ekki hefði Þjóðsögu þótt lakara að geta birt ljósmyndir af mönnum þeim og atburðum, sem sagt er frá. En kverinu fylgir mynd Eiríks Smith Iistmálara af atviki, er segir á 37. bls. þáttarins.“ Brautskráning kandidata AFHENDING prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í hátíðasal háskólans laugardag- inn 27. október 1979 kl. 14:00. Rektor háskólans, prófessor Guð- mundur Magnússon ávarpar kandídatana en siðan syngur Háskólakórinn nokkur lög, stjórnandi frú Rut Magnússon. Deildarforsetar afhenda prófskirteini. Að lokum les Ósk- ar Halldórsson nokkur kvæði. Að þessu sinni verða braut- skráðir 62 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í lög- fræði 1, kandídatspróf í viðskipta- fræði 12, kandídatspróf í íslensku 1, kandídatspróf í sagnfræði 2, kandídatspróf í ensku 2, B.A.-próf í heimspekideild 17, próf í íslensku fyrir erlenda stúdenta 1, lokapróf í rafmagnsverkfræði 3, B.S.-próf í raungreinum 10, aðstoðarlyfja- fræðingspróf 1, B.A.-próf í félags- vísindadeild 12. Tengist Island norr- æna upplýsinganetinu? TIL athugunar er nú að ísland tengist norræna „upplýsinganet- inu“ sem Norðurlöndin, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð hafa sameinast um að setja upp. Er þar um að ræða sjálfstætt upplýsinganet fyrir fjarskipta- flutning, sem fengið hefur nafnið Almenna norræna upplýsinganet- ið, NPDN. Upplýsinganet af þessu tagi eru upplýsingabanki, þar sem fyrir- tæki og stofnanir geta geymt í tölvum margvíslegar upplýsingar er starfsemi þeirra varða. Um næstu mánaðamót koma til landsins þrír tæknimenn frá dönsku póst- og símamálastofnun- inni til þess að kynna íslendingum norræna upplýsinganetið, og til að ræða möguleika á tengingu Islands við það. Missögn Afmælisdagur Maríu Hálfdán- ardóttur misritaðist í grein í blaðinu í gær. Hann er sunnudag- inn 28. okt. Þá tekur hún á móti gestum í safnaðarheimili Bústaðasóknar milli kl. 4 og 7. í nóvembermánuði 1978 var gerð könnun á áhuga íslenskra fyrir- tækja á tengingu íslands við norr- æna upplýsinganetið, en til þess aö af þeirri tengingu geti orðið þarf minnst um 30 notendur. Kerlingar- fjallahátíð annað kvöld Kerlingarfjallahátíðin 1979 verður haldin i Súlnasal Hótels Sögu annað kvöld. Þar koma saman nemendur skiðaskólans frá því á s.l. sumri og fyrri sumrum ásamt gestum þeirra. Skemmtinefndin hefur ákveðið að slá upp Kerlingarfjallastuði með hringdönsum og Kerlingar- fjallasöngvum, auk þess sem fjöl- margir fá að sjá sjálfa sig á kvikmyndatj aldinu. Kvikmyndasýningin hefst klukkan 21.30 og síðan verður dansað fram eftir nóttu. Héraðsfundur Árnesprófastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR Árnespróf- astsdæmis hefst með guðsþjón- ustu í Selfosskirkju kl. 13.30 föstudaginn 26. október. Prédik- un flytur sr. Sigfinnur Þorleifs- son, Stóra-Núpsprestakalli, sr. Valgeir Ástráðsson þjónar fyrir altari en Glúmur Gylfason leikur á orgelið. Kirkjukór Selfoss syng- ur vlð guðsþjónustuna sem er öllum opin. Á fundinum flytur prófastur ávaro og skýrslu um kirkjulegt starf presta og leikmanna í próf- astsdæminu frá síðasta héraðs- fundi. Aðalmál fundarins eru auk þessa: Skálholtsbúðir og skipulag prófastsdæma. Séra Benedikt Guðmundsson fréttafulltrúi mætir á fundinn og flytur ávarp, einnig Aðalsteinn Steindórsson umsjónarmaður kirkjugarða. Um kvöldið kl. 21. verður sam- koma í Selfosskirkju. Séra Guð- mundur Óli Ólafsson flytur erindi, „Frá ísrael", ferðasögu með myndasýningu. Samkomunni lýk- ur með bæn er vígslubiskup, sr. Sigurður Pálsson, flytur. STERKASTA RYKSUGA I HEIMl HOOVER S-3001 Hoover S-3001 er á margan hátt lang sterkasta heimilisryksuga sem þekkist. Af 1340 watta afli hreinsar hún öll þín teppi af hvers kyns óhreinindum. Breyta má um sogstyrk eftir því hvað hentar. Þér til mikils vinnuhagrœðis er rofinn íhandfanginu, undirþumal- fingrinum. Að hreinsa kverkar er aldeilis aUðvelt, stillanlegt sog- stykki sérfyrir þvt. Stór hjól og hringlaga lögun gera Hoover S-3001 einkar lipra í snúningum, hún rispar ekki húsgögnin þtn. Tn þœginda er sjálfvirkt inndrag á aðtauginni. Hoover S-3001 ber sjálf öll hjálpartceki, svo núgetur þú loksins haft fullt gagn af þeim. Og ekki síst, 12 lítra rykpoki sem enst getur þér í marga mánuði án tcemingar. Hringlaga löguningefur hinum risastóra 12 lítra rykpoka ncegjanlegt rými. HOOVER er heimilishjálp. FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.