Morgunblaðið - 25.10.1979, Page 14

Morgunblaðið - 25.10.1979, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 A ROKSTOLUM ________HANNES_________ HÓLMSTEINN GISSURARSON: Hvert er Sjálfetæðis- flokkurinn að stefna? Fáa grunaði það, að þeir flokkar, sem sigruðu í alþingis- kosningunum 1978 — Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalagið — gæfust svo fljótt upp sem raunin varð. Þessir flokkar kom- ust að því, sem Forníslendingar vissu, að skamma stund verður hönd höggi fegin. Þeir hröktu stjórn Geirs Hallgrímssonar frá rikisvaldinu með blekkingum, tóku sjálfir við því og sviku öll sín kosningaloforð. Og ekki er borgarstjórnarmeirihluti „vinstri" flokkanna betri, eins og sjálfstæðismönnum hefur tekizt að sýna undir forystu Birgis ísleifs Gunnarssonar. Sigur Sjálfstæðisflokksins í nk. alþing- iskosningum er í sjónmáli, og sumir stuðningsmenn hans eru þegar komnir í sigurvímu, hafa vöngum er velt, ber menn ætíð að hinu sama, að gengið var í ríkisstjórn án þess, að stefnu- miðum flokksins væri fylgt eftir í stjórnarsáttmála, og að Sjálf- stæðismennirnir í ríkisstjórn- inni höfðu ekki samlyndi til að fylgja slíkri stefnu fram í stjórn- arstörfum." Friðrik og Þorsteinn taka báðir undir það með Davíð, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið nægilega vel undir það búinn 1974 að stjórna, hann hafi ekki vitað, hvert ætti að stefna, og því hafi farið sem fór 1978. Stefna Sjálfstæðisflokksins hefur sennilega aldrei haft eins mikið fylgi og síðustu árin, því að siðferðilegt gjaldþrot sam- hyggjumanna blasir við bæði í sænska vöggustofuríkinu og rússneska vinnubúðaríkinu, og stæðisflokkinn. Stjórnmálabar- áttan stendur ekki á milli þeirra, sem telja sig standa yzt til „hægri“ og „vinstri". Hún stend- ur um það, hvort hér á að vera miðstýrt efnahagskerfi eða efna- hagsleg valddreifing. Sjálfstæð- isflokkurinn verður að sannfæra kjósendur um það, hvorum meg- in hann stendur í þeirri baráttu. Næstu kosningar mega ekki vinnast á því einu, að fólk hafnar stjórnleysi og ringulreið þriðju „vinstri" stjórnarinnar frá lýðveldisstofnun." Þorsteinn kemur í þessum orðum að kjarna málsins. Islendingar verða að velja næstu árin eins og aðrar vestrænar þjóðir um frjáls- hyggju eða samhyggju (sósíal- isma), réttarríki eða lögreglu- ríki, lýðræði eða alræði. Svo er gleymt ósigri hans fyrir ári. En miklu máli skiptir, að JJfeir muni þennan ósigur, séu alls gáðir, en ekki í vímu. Dagur kenrur eftir kosningadaginn, Sjálfstæðis- flokkurinn getur unnið talning- una, en tapað kosningunum. Hann tapar þeim, ef nægur skilningur er ekki innan hans á því, við hvaða skilyrði hann missir það. Hvað segir reynslan? Sjálf- stæðisflokkurinn missti fylgið 1978, sem hann hafði unnið 1974. Þrír ungir sjálfstæðismenn reyndu að skýra það og greina þau skilyrði, sem flokkurinn heldur fylgi sínu við, í bókinni Uppreisn frjálshyggjunnar, sem kom út á fimmtíu ára afmæli Sjálfstæðisflokksins sl. vor. Þeir eru Davíð Oddsson borgarfulltrúi, Friðrik Sophus- son alþingismaður og'Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri. Um skýringar þeirra og greiningar ætla ég að ræða í þessari grein. Sjálfstæðismennirnir ungu eru sammála um það, að ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar 1974—1978 hafi tekizt vel í fiskveiði- og varnarmálum, en miður í efnahagsmálum. En hvers vegna tókst henni miður í efnahagsmálum? Davíð Oddsson svarar því svo: „Hvernig sem flestir íslendingar eru frjáls- hyggjumenn að eðlisfari. En fylgja verður stefnunni til þess að fá þetta fylgi. Þetta varðar mestu, en til viðbótar benda þremenningarnir á það, að málflutningur flokksins verður að vera við alþýðu hæfi. Friðrik Sophusson segir: „Til að endur- heimta tiltrú frjálshuga Islend- inga til Sjálfstæðisflokksins verðum við að skýra, hvert við viljum halda, með einstökum dæmum á hlutrænan hátt. Hvorki þokukenndar yfirlys- ingar né hátíðlegt hagfræðiorð- alag ná til fólks utan raða hinna áhugasömustu. Efnahagsstefn- an, sem mörkuð var í upphafi þessa árs undir kjörorðinu End- urreisn í anda írjálshyggju, er ánægjulegur framfaravottur." Við hvaða skilyrði hefur flokk- urinn traust fylgi? Þorsteinn Pálsson svarar því svo: „Sjálf- stæðisflokkurinn þarf að bjóða fólki skýra kosti. Þegar hann kemst til valda, er ekki nóg að draga úr hraðanum á leið þjóð- arinnar til sósíalismans. Sjálf- stæðisflokkurinn þarf að geta sýnt, að hann geti snúið við blaðinu. Kjósendur styðja flokka, sem trúa á eigin málstað. Málamiðlunarríkisstjórnir hljóta því ávallt að veikja Sjálf- komið, að þeir geta ekki aukið mjög ríkisafskiptin og skatt- heimtuna án þess að glata frels- inu. Sjálfstæðisflokkurinn verð- ur að sannfæra kjósendur um það, að hann sé raunverulegur frjálshyggjuflokkur. Hann vinn- ur einungis meiri hluta og held- ur honum, ef hann stefnir án þess að hika til aukins einstakl- ingsfrelsis og hraðari hagvaxtar. Miklar stjórnmálasveiflur síðustu ára eru vegna óvissu kjósenda. Þessari óvissu verður að breyta í vissu um það, að Sjálfstæðisflokknum sé treyst- andi, en því verkefni valda ekki þreyttir menn án hugmynda. í hinni nýju og djarflegu stefnu Sjálfstæðisflokksins und- ir kjörorðinu: Endurreisn í anda frjálshyggju — er að finna lausn frjálshyggjumanna á vanda íslendinga. Rétt er það, sem dr. Halldór I. Elíasson prófessor segir í grein í Mbl. sl. fimmtudag: „Nú þegar hyllir undir meirihlutastjórn Sjálf- stæðisflokksins, þá ber nauðsyn til að stefna hans verði útlistuð. Það má ekki gleymast, enda þótt mest aðkallandi sé að finna frambjóðendur, sem hafa vilja og getu til að fylgja fram frjarshyggju flokksins og afla honum stuðnings." Stefán Pétursson útgerðarmaður frá Húsavík: Verður eitthvað eftir af loðnu handa okkur? í Þjóðviljanum í gær, þriðjudag- inn 23/10, var sagt frá því með stærsta letri, að loðnukvótinn yrði ákveðinn í næstu viku „eftir fund norskra og íslenskra fiskifræð- inga“. Mér þóttu þetta einkenni- legar fréttir, ef svo illa er fyrir okkur komið, að við þurfum að láta Norðmenn segja okkur fyrir verkum í íslenskri landhelgi. Tvö undanfarandi sumur hefur loðnan veiðst við Jan Mayen. I sumar var það mest norski flotinn, sem veiðar stundaði þar og afla- magnið varð 125 þúsund lestir, þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra um, að þeir mundu stöðva veiðarnar við 90 þús. tonn. Þessi veiði er tekin úr íslenska loðnustofninum samkvæmt skoð- unum fiskifræðinga og annarra þeirra, sem með þessu hafa fylgst. Fiskifræðingar telja að ekki megi veiða meira en 600 þús. tonn mínus það, sem norski flotinn veiddi, sem var um 125 þús. tonn. Eins og flestir vita, hefur ekki verið samið við Norðmenn um landhelgina við Jan Mayen, og tel ég það mjög miður. Það var fyrst í sumar, að norski loðnuflotinn fór að veiða þar að nokkru ráði. A næsta sumri er vitað, að þeir munu senda miklu stærri flota en í sumar og þar sem Norðmenn virðast mega veiða ómælt magn úr íslenska loðnustofninum, þá kann svo að fara, að lítill kvóti verði eftir handa okkur í september á næsta ári. Stefán Pétursson, útgerðarmaður frá Húsavík. Lágfóta aðgangs- hörð í Skagafirði Bæ, HoMastrund. 24. október. HLÝJIR laufvindar blása nú um Skagaf jörð og má segja að nú sé sumarið komið, sem allir hafa beðið eftir. Líklegast er heyönnum alls staðar lokið, en þessa daga hafa þó einstaka menn verið að hirða það síðasta. Nautpeningi er nú beitt á tún og hafrasléttur, þar sem eitthvað er eftir af þeim, áður voru kýr sums staðar alveg komnar á hús. Sauðfjárslátrun er að ljúka, og fækka flestir verulega við sig á fóðrum. Fallþungi dilka er einu til einu og hálfu kílói minna en var haustið 1978. Mjólkurframleiðsla er einnig minni er áður, en þó er samdrátt- ur þar ekki eins tilfinnanlegur eins og í kjötframleiðslu. Margt fé hefur fundist dautt í haust eftir harðindin í vor og sumar, og heyrt hef ég að í einum hrepp hafi fundist um sjötíu fjár. Hefur tófan einnig verið mjög aðgangshörð, og sýnilega hefur hún lagt á ólíklegustu stöðum í vor og komist þar upp með afkvæmi. Mjög mikið tregfiski er nú á Skagafirði, og hafa bátar að sögn varla fengið fyrir olíueyðslu. Eins og alltaf fyrir kosningar er mikið skrafað og skeggrætt og virðist kosningaslagur hafinn, er virðist að þessu sinni stuttur, en líklega harður. — Björn í Bæ. Dórubækur Ragnheiðar Jónsdóttur gefnar út á ný IÐUNN hefur byrjað endurút- gáfu á sögum Ragnheiðar Jónsdóttur um Dóru, Völu og Kára. Fyrsta bókin, Dóra, er nú komin út, prýdd nýjum teikningum eftir dótturdótt- ur höfundar, Ragnheiði Gestsdóttur, og gerði hún einnig kápumynd. Ragnheiður Jónsdóttir (1895—1967) var meðal hinna virtustu og vinsælustu höf- unda barna- og unglingabóka á sinni tíð. Hún samdi marg- ar bækur handa börnum sem allar eru raunsæjar lýsingar á lifi þeirra og lífskjörum og samskiptum við fullorðna. Sögurnar um Dóru voru fyrsti sagnaflokkur Ragn- heiðar handa börnum og unglingum, og kom hin fyrsta, Dóra, út 1945. Sagan gerist í Reykjavík á stríðsár- unum. Lýst er hvaða áhrif hið félagslega rask á þessum tíma hefur og einkum dvalist við tvær fjölskyldur sem tilheyra hvor sínum þjóðfélagshópi: fjölskyldu Dóru og vinstúlku hennar, Völu. Dóra er 132 bls. Prisma prentaði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.