Morgunblaðið - 25.10.1979, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
Arndís Björnsdóttir kennari:
S j álfs tæðisflokk-
ur á krossgötum
Innan fárra daga mun fara
fram prófkjör Sjálfstæðisflokks-
ins til Alþingiskosninganna 2,— 3.
des. n.k. Það verður mikið og
vandasamt starf, sem bíður
flokksins á komandi þingi og er
fullvíst, að sjaldan eða aldrei
hefur flokkurinn haft jafn mikinn
meðbyr og nú. Því er nauðsyn að
nú verði rétt að málum staðið.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
sýna sig þess trausts verðan, sem
kjósendur um land allt munu
væntanlega sýna honum. Stefna
flokksins hefur yfirleitt verið fall-
ega orðað plagg, geymt uppi í skáp
eða hillu og dregið fram við
hátíðleg tækifæri. Þegar flokkur-
inn hefur verið í stjórn, hefur
hann alltaf orðið að slá af stefn-
unni vegna samstarfsflokkanna.
En nú er svo komið, að kjósendur
eru orðnir leiðir á vinstri slysun-
um og vilja ómengaða sjálfstæð-
isstefnu — vilja, að flokkurinn
framkvæmi stefnumál sín án
nokkurrar undanlátssemi. Við
megum því á engan hátt bregðast
nú, en stefna að hreinum meiri-
hluta á Alþingi, en honum náum
við ekki nema með áræðni og
festu.
Það er næstum sama hvar fólk
kemur saman þessa dagana; allir
eru orðnir þreyttir á stjórnmálum
og telja sig litlu fá breytt. En svo
er ekki. Við verðum að breyta
mörgu og miklu í okkar litla
þjóðfélagi til þess að ná okkur á
réttan kjöl á ný.
Tvennt er það sérstaklega, sem
Sjálfstæðisflokkurinn verður að
hafa sem aðalmarkmið í næstu
stjórn. I fyrsta lagi verður flokk-
urinn að ná undir sína stjórn
menntamálum þjóðarinnar, sem
eru nú nær algerlega í höndum
vinstri manna. Ein greiðasta leið-
in að skoðanamyndun einstakl-
ingsins er í gegnum skólakerfið.
Aldarfjórðungs einræði vinstri
manna í þeim efnum hefur skilað
sér vel. Við höfum í skólum
landsins í síauknum mæli tekið
upp hætti þeirra ríkja, sem hafa
sósialíseringu í menntakerfinu á
dagskrá, eins og t.d. Svíþjóð og
reynt að steypa alla í sama mót,
draga úr sjálfstæðri þróun ein-
staklingsins, en mynda skoðana-
lausa og metnaðarlausa heild, sem
stjórnvöld geti mótað að eigin
vild.
Sem betur fer er einstaklings-
hyggjan ennþá rík í fari Islend-
inga, en svo getur farið, ef við
látum vinstri öflunum mennta-
málin eftir enn um skeið, að þeir
nái því marki sínu að koma á
sósíalisku ríki hér á landi, en eins
og okkur má vera ljóst, er alltaf
stutt í slíkt kerfi. Jafnvel gall-
harðir sjálfstæðismenn eru orðnir
svo samdauna sósialiseringunni,
að þeir verða hennar varla varir,
reyna að réttlæta hana eða telja
hana jafnvel eðlilega. Fólki er
farið að þykja sjálfsagt að ríkið
vasist í öllu og að ríkissjóður eigi
að standa undir þessu og hinu,
enda er þessum lævísa áróðri beitt
á snyrtilegan hátt.
Annað meginmálið, sem Sjálf-
stæðisflokkurinn verður að ná
tökum á, eru viðskiptamál þjóðar-
innar. Viðskiptaráðuneytið hefur
ekki frá árinu 1956, eða í 23 ár,
verið undir stjórn Sjálfstæðis-
flokksins. Okkur þarf því ekki að
undra, þótt allt atvinnulíf í land-
inu sé meira og minna í rúst, þar
sem með þau mál hafa farið
aðilar, sem ljóst og leynt hafa lýst
því yfir, að þeir vildu sjálfstæðan
atvinnurekstur feigan. Hvergi í
Evrópu ríkir slíkt afturhald og
siík óvild hins opinbera í garð
einkareksturs og hér á landi. Það
er raunar óskiljanlegt, því að
samkvæmt einföldum lögmálum
má okkur vera ljóst, að heilbrigt
atvinnulíf er undirstaða velmeg-
unarþjóðfélagsins. En heilbrigt
atvinnulíf dafnar því aðeins, að
fyrirtækjum verði gert kleift að
starfa á arðsemisgrundvelli, að
þau geti aukið starfsemi sína og
lagt fé í slíkt, en þurfi ekki að þola
eins og nú skattlagningu á hagn-
að, sem gæti allt eins kallast
eignaupptaka. Hvernig á atvinnu-
reksturinn að geta greitt hærri
iaun, ef hann fær aldrei tækifæri
til að dafna?
Þarna er líka um að ræða vissa
þjóðarinnrætingu, sem á ekki
Arndís Björnsdóttir
síður upptök sín í skólunum. í
daglegu tali manna á milli er afar
mikill áróður hafður í frammi
gegn frjálsu framtaki einstakl-
inga. Þar verður Sjálfstæðisflokk-
urinn að standa sig betur en
hingað til. Heilbrigt þjóðfélag
byggist á því, að við hlúum að
atvinnufyrirtækjunum í einka-
rekstri; þau geta ekki velt tapinu
yfir á skattgreiðendur eins og
ríkisfyrirtækin, sem illa eru rekin.
Það er staðreynd, að þar sem
einstaklingurinn ber ábyrgð og
fær að uppskera eitthvað, ef vel
gengur, er miklu meiri aðhalds-
semi og fyrirsjá í rekstrinum
heldur en í ríkisfyrirtækinu, þar
sem enginn ber ábyrgð í raun. Við
þurfum ekki nema að hugsa til
þeirra fjölmörgu tilfella, þar sem
stjórnir ríkisrekinna fyrirtækja
hafa framið hver mistökin af
öðrum, sem kostað hafa okkur
skattgreiðendur milljarða í aukn-
um áíögum. Ekki veit ég til þess,
að nokkur hafi þurft að bera
ábyrgð á þannig mistökum gagn-
vart almenningi. Við höfum borg-
að brúsann þú og ég, hinir al-
mennu borgarar í þessu landi, svo
og hinn sjálfstæði atvinnurekstur,
sem ríkisvaldið hefur sífellt verið
að íþyngja með auknum álögum.
En hvers vegna hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn, flokkur hins frjálsa
framtaks, verið með í slíkum leik?
Það er vegna þess, að Sjálfstæðis-
flokkurinn á alltof fáa fulltrúa
athafnalífsins á þingi og það er
frumskilyrði fyrir framgangi
stefnu flokksins, að á þing komist
fleiri talsmenn sjálfstæðisstefn-
unnar, en ekki bara embættis-
menn, sem starfa hjá ríkinu og
þekkja ekki til hins frjálsa at-
vinnureksturs. Þess vegna hefur
verið í sívaxandi mæli seilst í vasa
einstaklingsins og fyrirtækja og
fjármunir lagðir í margvíslega
sjóði, sem pólitískir skömmtunar-
stjórar drottna síðan yfir, deila
ölmusum til þeirra, sem þó EIGA
það fjármagn, sem í þessa sjóði
hefur verið safnað. Það hefur líka
löngum verið tíska að krefjast
ríkisframlags til alls konar sjóða,
þar sem pólitískum mektar-
mönnum er síðan gefið tækifæri
til þess að ráðskast með fjármuni
almennings að vild sinni.
Horfumst í augu við þetta
pólitíska siðleysi og lýsum því sem
afdráttarlausri stefnu okkar að
þvo hendur okkar af slíku. Þorum
að standa með þeirri yfirlýstu
stefnu Sjálfstæðisflokksins að af-
nema tekjuskatt af launatekjum,
takast á við það ærna verkefni að
draga úr ríkisumsvifum og við
getum verið þess fullviss, að við
stefnum í eðlilegt þjóðfélag. Hálf-
kák og meðalmennska munu ekki
auka fylgi okkar; kjósendur bíða
eftir styrkri og ábyrgri stjórn, þar
sem tekist verður á við vandann af
festu og beri íslendingar gæfu til
þess að veita Sjálfstæðisflokknum
það brautargengi, sem hann þarf
til að koma stefnumálum sínum í
framkvæmd, er óhætt að líta til
bjartari framtíðar í landinu.
Arndís Björnsdóttir kennari.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri:
Vinna við höfnina.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
t.d. ekki komið innfyrir dyr í
menntamálaráðuneytinu í aldar-
fjórðung.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
ekki komið nálægt viðskiptamál-
um í aldarfjórðung.
Rekstur þessara ráðuneyta er
forsenda þess, að frjálshyggja
nái að þrífast á íslandi.
Kjósendur góðir, nú í próf-
kjörunum og síðar í alþingis-
kosningunum 2.-3. desember
n.k. ráðið þið ferðinni.
Gefið íslensku þjóðinni þá
bestu jólagjöf, sem hægt er —
stórsigur Sjálfstæðisflokksins.
Október ’79
Að íylkja liði
Um næstu helgi munu stjórn-
arflokkarnir gefa kjósendum
sínum tækifæri til að raða upp
liði til komandi orrustu 2. og 3.
desember n.k.
Sigur í þeirri orrustu vinnst
því aðeins að liðskipan kjósenda
takist vel, því sama er hvað
málstaðurinn er góður, ef ekki er
fylgt fast eftir þá tapast stríðið.
Vandi kjósenda í Reykjanes-
kjördæmi og Reykjavík er því
sérstaklega mikilí, þar sem þing-
menn þeirra verða að afkasta
margfalt á við aðra, sökum
ranglátrar kosningalöggjafar.
Vinnuíriður í
15 mánuði?
Gerá verður ráð fyrir að aðilar
vinnumarkaðarins gefi nýrri
stjórn sömu möguleika og þeirri
síðustu þ.e. vinnufrið í 15 m4n-
uði og sýni þar með og sanni að
um pólitíska misbeitingu sé ekki
að ræða innan stéttarfélaganna.
Verkföll eða verkbönn hljóta
að skoðast sem pólitískar að-
gerðir, ef beitt verður gegn
stjórn, sem mynduð verður að
kosningum loknum og gegn
slíkum aðgerðum verður að
bregðast sem pólitískri aðgerð
en ekki faglegri.
Viðurkennt er að verkalýðsfé-
lögin hafa sýnt síðustu ríkis-
stjórn sérstakan skilning og
hafa fórnað miklu til þess að
halda henni saman.
Þær kjarabætur sem leggja
ber áherslu á, felast í lækkun
eða niðurfellingu tekjuskatta á
almenn laun, svo og að dregið
verði úr innheimtu söluskatts og
vörugjalds á nauðsynjavörur.
Aðhald
Af hverju má ekki tala um
aðhald og hagsýni, án þess að
upp rjúki öll vinstri blokkin og
hrópi ranglæti.
Allir hugsandi menn gera sér
þess fulla grein, að beita verður
fyllstu hagsýni og aðhaldi í
meðferð ríkisfjármála næstu
árin, ef takast á að hemja
verðbólguna.
Yfirbygging þjóðfélagsins og
sá farvegur, sem framhalds-
menntun þjóðarinnar er að fær-
ast í, kallar beinlínis á aukin
félagsleg verkefni til þess að
skapa þessu fólki öllu störf, er
hæfa menntun þess.
Talandi dæmi um sinnuleysi
stjórnvalda á þörfum atvinnu-
veganna fyrir tækniþekkingu er
aðbúnaðurinn að Vélskólanum
og lítill áhugi á þörfum verk-
menntunar.
Hér er breytinga þörf í þá átt,
að auka hlut fæknirtienntunar og
hægja á félágsvísindum að sinni.
Kosningar
íslensku þjóðinni er nú líkt
farið og sjúkíingi sem orðinn er
ónæmur fyrir penisilíni. Eftir
þrjár harðvítugar vinstri verð-
bólgur, eru öll venjuleg hag-
stjórnartæki hætt að virka og
sjúklingurinn er hættur að trúa
á bata.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
alltaf þurft að moka flórinn eftir
þessa vinstri túra, en hefur
aldrei fengið færi á að hreinsa
vel til.
Sveit til
sóknar
Misbeiting
valds
Má ekki
spara?
desember '79
Sigurgeir SigurAsson.