Morgunblaðið - 25.10.1979, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
Laun alþingismanna verði
hækkuð verulega og vinnu-
aðstaða þeirra stórlega bætt
Laun alþingismanna
Eitt af því sem fer ákaflega í
taugarnar á mörgu fólki hér á
landi er það hve há laun
alþingismenn og ráðherrar eru
sagðir hafa. Almenningur full-
yrðir að landsfeðurnir mati
krókinn á því að hafa valist til
forystu í landsmálabaráttunni.
Rætt er um óhófleg laun þing-
manna, og fólk virðist telja það
vera nær örugga leið til mikill-
ar auðlegðar að leggja fyrir sig
stjórnmálastörf hér á landi.
Slíkt er þó í rauninni hinn
mesti misskilningur eins og
sýnt verður fram á hér í grein
þessari. Stjórnmálamenn á
Islandi vinna nefnilega van-
þakkláta, erfiða og illa launaða
vinnu, og tími er til þess
kominn að einhver bendi á þá
staðreynd. Eðli starfa sinna
vegna eiga þingmenn erfitt með
að krefjast hærri launa, slíkt
yrði tekið óstinnt upp hjá
umbjóðendum þeirra, þar sem
ekki er til þess ætlast að
þingmenn þurfi að lifa á laun-
um sínum eins og aðrir laun-
þegar. Eins má benda á það að
alltaf eru innanum þeir þing-
menn er reyna að slá sér upp á
því að vera á móti hækkuðum
launum þessarar stéttar, og
gerir það öðrum erfiðara um
vik eins og gefur að skilja.
Þjóðin hefur ekki efni á
að greiða svo lág laun
Mikill fjöldi nýrra þing-
manna tók sæti á hinu háa
Alþingi eftir síðustu kosningar
eins og alkunna er. Það kemur
vafalaust mörgum á óvart, þeg-
ar upplýst er að flestir þeirra
lækkuðu verulega í launum er
þeir urðu alþingismenn. Fæstir
hafa trúlega rennt í grun að sú
hafi verið raunin, og víst er að
þessi staðreynd kom mörgum
hinna nýju þingmanna í opna
skjöldu. Þeir höfðu eins og
aðrir haldið að þar væri feitan
gölt að flá, þar sem þing-
mennskan væri.
Anders Hansen.
En veruleikinn er allt annar.
Núverandi laun þingmanna eru
aðeins rétt rösklega sex hundr-
uð þúsund krónur á mánuði, og
þykir það ekki ýkja mikið í dag.
Fá einkafyrirtæki landsins
greiða sínum bestu starfs-
mönnum svo lág laun, enda
héldist þeim ekki á góðum
starfskröftum með slíku hátta-
lagi. Þjóðin telur sig hins vegar
fullsæmd af þessum lágu laun-
um er hún greiðir landsfeðrun-
um.
Hvernig sem á það er litið
eru sex hundruð þúsund króna
mánaðarlaun ekki há, jafnvel
þó haft sé í huga að þingmenn
fá lítilsháttar ferðastyrk, bíla-
‘peninga og greidd umframsím-
gjöld.
Þjóðin hefur ekki efni á að
greiða þingmönnum svo lág
laun, einfaldlega vegna þess að
á meðan því er svo varið er
útilokað að til starfans fáist
bestu mögulegu starfskraftar.
Til þess ber hins vegar ríka
nauðsyn, og ætti# þeir sem
sífellt hafa horn í síðu stjórn-
málamanna að geta fallist á
það sjónarmið.
Hætta við framboð
vegna launanna
Öruggt má telja að allmargir
hæfir menn sem áhuga kunna
að hafa á störfum fyrir samfé-
lagið í formi ráðherrastarfa og
þingsetu telji sér það ekki fært
vegna hinna lágu launa og
lélegrar aðstöðu sem þing-
mönnum er boðið uppá. Menn í
góðum stöðum hjá einkafyrir-
tækjum og hálfopinberum eða
alopinberum, svo sem banka-
starfsmenn, hafa ekki áhuga á
því að setjast á Alþingi laun-
anna vegna, svo mikið er víst.
Fullyrða má að í þeim próf-
kjörsslag sem nú stendur yfir
hjá öllum flokkum séu margir
mætir menn utandyra vegna
þess að þeir vilja ekki hætta á
að lenda inni á þingi, launanna
vegna! Ungir menn með góða
menntun, í góðum stöðum hér
Úr fundarsal Sameinaðs Alþingis
'vrir bimrmenn og áhorfendur.
og þar um þjóðfélagið, búnir að
takast á hendur fjárhagsskuld-
bindingar vegna íbúðakaupa
eða einhvers annars; þeir hafa
ekki efni á því að gerast
þingmenn. Nöturleg staðreynd,
en staðreynd eigi að síður.
Launakjör þing-
manna verði bætt
Hér er í óefni komið, þegar
telja má fullvíst að margir
bestu sona þessa lands og
margar bestu dætur þess geti
ekki tekið að sér störf í al-
mannaþágu vegna launanna.
Hér þarf úr að bæta, og það
frekar fyrr en seinna.
Ekki virðist auðvelt að segja
til um hvaða laun geti talist
sanngjörn fyrir þingmenn. Hér
skal þó slegið fram tölunni 1500
þúsund krónur á mánuði, eins
og hálf milljón króna, til þing-
manna. Þau laun ættu að nægja
og neðri deildar. Verði Alþingi breytt í eina málstofu má bæði auka rými
til þess að menn þurfi ekki að
óttast að lenda inni á þingi
launanna vegna, og jafnvel
gætu þau freistað sumra. Það
er heldur ekki nema æskilegt,
til þings eigum við að velja
okkar bestu menn, og okkar
bestu menn eiga að vera laun-
aðir að verðleikum. Fullyrða
má að það sé fjárfesting sem
yrði fljót að skila hagnaði.
Hlunnindi verði aukin
Um leið og laun þingmanna
yrðu aukin, þarf að huga að
ýmsum öðrum þáttum, svo sem
bílastyrk, símakostnaði og
fleiri atriðum. Ekki virðist
ósanngjarnt að alþingismenn
fái á hverjum tíma hæsta
bílastyrk sem greiddur er af
hinu opinbera. Allur kostnaður
af einkasíma þingmanna heima
hjá þeim ætti skilyrðislaust að
greiða af almannafé. Greiða á
þingmönnum hæfilegan risnu-
kostnað. Þingmönnum eiga að
standa til boða eins margar
ferðir innanlands á ári og þeir
óska eftir, hvort heldur þeir eru
þingmenn fyrir Reykjavík,
Reykjanes eða önnur kjördæmi.
Þeim þingmönnum sem verða
að eiga tvö heimili vegna starfa
sinna á að greiða fulla húsa-
leigu. Jafnframt ættu þing-
menn að eiga aðgang að léttum
málsverðum og kaffi í Alþing-
Anders Hansen:
Það er orðin lenska hér á landi að tala illa um
stjórnmálamenn. Einkum á það við um þá stjórn-
málamenn er starfa að þjóðmálum utan sveitar-
stjórnarstjórnmálanna. Sjaldan kemur fólk svo
saman að ekki berist talið að stjórnmálum og
stjórnmálamönnum, og að ekki séu einhverjir í
hópnum sem telji íslenska stjórnmálamenn fremur
lítilsgilda, og að þeim megi um margt kenna hve illa
horfir nú fyrir þjóð vorri á ýmsum sviðum.