Morgunblaðið - 25.10.1979, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
19
ishúsinu fyrir sig og gesti sína,
endurgjaldslaust..
Skrifstofuaðstaða
þingmanna
Stórbæta þarf skrifstofuað-
stöðu þingmanna frá því sem
nú er, er þeir híma tveir og
tveir saman í litlum skrifstof-
um með einn sameiginlegan
síma í gegnum skiptiborð.
Tryggja þarf þingmönnum
rúmgóð og hentug skrifstofu-
herbergi, fullbúin öllum nauð-
synlegum húsgögnum og
skrifstofutækjum. Þar þarf
meðal annars að vera sími
innan skiptiborðs Alþingis,
beinn sími fyrir hvern og einn
einstakan þingmann, og hátal-
ari úr sölum Alþingis.
Starfsmenn þingmanna
Ekki getur talist óeðlilegt að
alþingismönnum verði séð fyrir
starfsfólki. Hverjum og einum
þingmanni á að vera heimilt að
ráða sér ritara, er þiggi laun
frá Alþingi. Störf ritara verði
nánar ákveðin af hverjum ein-
stökum þingmanna, símvarsla,
vélritun, ræðugerð, söfnun og
úrvinnsla gagna og fleira og
fleira.
Launaður starfs-
maður þingflokka
Hverjum og einum þeirra
þingflokka er skipa Alþingi
hverju sinni skal heimilt að
hafa í sinni þjónustu einn
starfsmann, framkvæmda-
stjóra, er í einu og öllu njóti
sömu kjara og þingmenn. Skal
hann annast yfirumsjón með
starfsemi þingflokkanna í sam-
vinnu við formenn þeirra, og
auðvelda þingmönnum þannig
störf þeirra.
Formenn þingflokka
Formenn þingflokka hafa
stöðu sinnar vegna
óhjákvæmilega ýmsum skyld-
um að gegna, umfram aðra
þingmenn. Ekki virðist því
ósanngjarnt að þeir hafi hærri
laun en aðrir þingmenn, til
dæmis 15 til 25 af hundraði
hærri laun en óbreyttir þing-
menn.
Jafnframt ætti að tryggja
þeim að minnsta kosti helmingi
hærri risnukostnað en öðrum
þingmönnum. Það sama ætti að
gilda um embættismenn Al-
þingis, það er forseta Samein-
aðs Alþingis og þingdeilda.
Laun og störf ráðherra
Séu laun þingmanna nú lág,
þá er víst ekki annað hægt að
segja en hið sama gildi um laun
ráðherra. Tvímælalaust á að
launa ráðherra mun betur en
nú er gert, og virðist ekki
ósanngjarnt að þeir hafi 100%
hærri laun en alþingismenn,
það er þrjár milljónir króna á
mánuði miðað við núverandi
verðlag í landinu.
Þá yrði það einnig til bóta, að
taki þingmaður við embætti
ráðherra, segi hann af sér
þingmennsku, og verði þafkall-
aðir inn varamenn er njóti
sömu réttinda og aðrir þing-
menn. Raðherrar hafi hins veg-
ar áfram seturétt og málfrelsi á
þingfundum, en ekki atkvæðis-
rétt. Þetta mun verða til þess
að gera störf bæði ráðherra og
þingmanna markvissari og ár-
angursríkari en nú er.
Greiðslur til sér-
fræðilegrar aðstoðar
Eitt af því sem gera þarf í
stjórn landsmála er að gera
þingmönnum og ráðherrum
auðveldara að afla sér sér-
fræðilegrar aðstoðar á hinum
ýmsu sviðum þjóðlífsins. Því
þarf að auka stórlega þær
fjárhæðir sem varið er til slíkra
hluta. Tryggja þarf þingflokk-
unum og ef til vill einstökum
þingmönnum, mun rýmri fjár-
hag í þessu sambandi en nú er.
Hluti þessa fjármagns þarf
að ganga upp í kostnað við
dreifingu og kynningu á því
sem kannað er og gert í þjóðar-
þágu.
Störf Alþingis
verði auglýst
Stórbæta þarf alla aðstöðu
alþingismanna í sjálfum sölum
Alþingis. Til bóta virðist ef
þingið yrði gert að einni mál-
stofu. Þá þarf að bæta mjög
aðstöðu þeirra er vilja fylgjast
með umræðum á Alþingi. Aug-
lýsa þar hvað er á dagskrá
Alþingis dag hvern. Stórbæta
þarf aðstöðu blaðamanna í Al-
þingishúsinu. Stofna ætti emb-
ætti blaðafulltrúa Alþingis, er
sæi um að koma á framfæri
fréttum við fjölmiðla og einnig
yrði hann blaðamönnum er
starfa á Alþingi innan handar
við störf þeirra.
Yrði landi og lýð til góðs
Það er sannfæring þess er
grein þessa ritar, að verði í
einhverju, jafnvel þó það yrði
ekki nema í örlitlu, farið inn á
þær brautir sem hér hefur
verið bent á, yrði það landi og
landsmönnum öllum til góðs
áður en langt um líður.
Til opinberra starfa veldust
hæfari menn. Aðstaða þeirra til
vitrænna vinnubragða yrði
mun betri. Um leið yrði hægt
að gera meiri kröfur til þing-
manna og ráðherra. Almenn-
ingur fengi aukin tækifæri til
að fylgjast með störfum Al-
þingis, og veitti stjórnmála-
mönnum þannig aukið aðhald
er aftur skilaði sér í markviss-
ari störfum þeirra.
Tími er til kominn að þjóðin
hætti öllum smásálarskap í
sambandi við þingmenn sína.
Tími er til þess kominn að
þingmenn sjálfir verði sér með-
vitaðir um þann vanda sem
Alþingi sem stofnun á við að
stríða. Slíkt mun skila sér
margfalt aftur áður en varir.
Um leið mun fara vaxandi álit
fólks á stjórnmálamönnum, og
sjálfstraust þeirra færast í
vöxt, þannig að þeir geti haft til
að bera nægilega reisn til að
rétta þjóðarskútuna við eftir
áralanga siglingu um brim og
boða efnahagslegs og stjórn-
málalegs fárviðris.
flæða yfir Evrópu.
Hvers vegna?
• Heatset Enka Ultrabright nylon er nýtt gerfiefni er
valdið hefur byltingu. Það gefur mýkt ullarinnar en
styrkleika og endingu er varir.
• Hin silkimjúka skýjaða áferð gefur teppunum sér-
staklega aðlaðandi útlit.
• Scotchgard meðferð efnisins gefur mótstöðu gegn
ótrúlegustu óhreinindum og eykur um leið lífdaga
þess. Þrif er sem leikur einn.
• Heatset Enka Ultrabright nylon gólfteppin eru öll
algjörlega afrafmögnuð.
• Heatset Enka Ultrabright nylon gólfteppin eru fá-
anleg með Polyurethane botni er ekki hleypur í
vatni, ekki morknar og molnar og ekki festist við
gólfið. Nýjung sem aðrir munu taka sér til eftir-
breytni.
PARMA
BYGGINGARVÖRUR HF
HELLISGÖTU 16 HAFNARFIRÐI-SÍMI 53140
WORLD CARPET
Amerisku lúxus gólfteppin er
:----------------------
Lampar
ogljós
í ,,nýju“ versluninni við Smiðjustíginn höfum við komið upp sér-
stakri lampadeild.
Með því viljum við auka þjónustuna við viðskiptavini okkar.
Þar eru borðlampar, standlampar, loftljós og veggljós frá Lyktan
AB í miklu úrvali bæði fyrir heimili og skrifstofur.
Komið og skoðið nýju lampadeildina.
MWáT - .-V
KRISTJftn
SIGGEIRSSOn Hfi
LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870