Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 2 3
Götuhlið ÞinKholtsstrætis 13 Bakhlið hússins umdeilda að Þinffholtsstræti 13
Magnús L. Sveinsson við umræður í borgarstjórn:
Einstrengingsleg sjónarmið mega ekki koma
í veg fyrir að fólk geti búið í gömlum húsum
Allmiklar umræður urðu í
borgarstjórn 4. okt. sl. um beiðni
Þuríðar Bergmann Jónsdóttur
um leyíi til að endurbyggja
viðbyggingu á baklóð hússins nr.
13 við Þingholtsstræti, sem
Þuríður á og býr í. Borgarráð og
húsafriðunarneínd hafði sam-
þykkt að verða við beiðni Þuríðar
en byggingarnefnd hafði tvívegis
synjað erindinu.
Málið kom fyrir borgarstjórn
4. okt. sl. Magnús L. Sveinsson
flutti þá tillögu um að orðið yrði
við beiðni Þuríðar og var það
samþykkt með 10 atkvæðum
gegn 4 atkvæðum alþýðubanda-
lagsmanna, en Sigurjón Péturs-
son sat hjá.
Tillaga Magnúsar hljóðar svo:
„Borgarstjórn samþykkir bygg,-
ingu þá við húsið Þingholtsstræti
13, sem byggingarnefnd felldi með
þrem atkvæðum gegn þrem á
fundi sínum fimmtudaginn 27.
sept. sl., samanber 50. lið fundar-
gerðar byggingarnefndar þann
dag.“
Magnús L. Sveinsson sagði, að
þetta mál væri í sjálfu sér lítið og
einfalt, en búið væri að gera það
að stórmáli og kasta því á milli
hinna ýmsu nefnda og ráða borg-
arinnar og tefja afgreiðslu þess
eiganda hússins til stórtjóns.
Magnús sagði að málið væri
einfaldlega það, að eigandi húss-
ins hefði óskað eftir að fá leyfi til
að rífa ónýta skúra á baklóð
hússins og byggja í stað þeirra um
20 fm viðbyggingu á baklóðinni
svo húsið yrði íbúðarhæft.
Húsið er friðað í B-flokki og
þarf því samkvæmt lögum, að fá
samþykki húsafriðunarnefndar
fyrir breytingunni. Eftir að húsa-
friðunarnefnd hafði kynnt sér
teikningar af umbeðinni viðbygg-
ingu og einnig skoðað húsið sjálft,
féllst hún einróma á umbeðnar
breytingar.
í samþykkt húsafriðunarnefnd-
ar segir m.a.: „Teljum við að
ekkert sé við fyrirhugaða viðbygg-
ingu að athuga, enda fellur hún
vel að byggingarstíl hússins. Vilj-
um við því gefa jákvæða umsögn
um téða viðbyggingu og mæla með
því að hún verði leyfð."
Borgarráð samþykkti einnig
samhljóða (S.P. sat hjá) af sinni
hálfu viðbygginguna á fundi
sínum 4. sept. sl. Byggingarnefnd
synjaði hins vegar beiðni húseig-
andans tvívegis, fyrst á fundi 13.
sept. með 4 atkv. gegn 3 og 27.
sept. með jöfnum atkvæðum, 3
gegn 3.
Magnús sagði, að málatilbún-
aður allur hjá þeim aðilum, sem á
móti þessu hafa verið, einkenndist
af persónulegum metnaði og vald-
abaráttu. Það fer ekkert milli
mála, að meirihluti byggingar-
nefndar gat ekki sætt sig við, að
húsafriðunarnefnd og borgarráð
tóku afstöðu í málinu á undan
byggingarnefnd. Svo lítilsigld
sjónarmið mega ekki ráða afstöðu
manna í málum sem þessum.
Hin einkennilega afstaða meiri-
hluta byggingarnefndar kemur
m.a. fram í bókun eins af meiri-
hlutamönnunum, sem lét bóka í
byggingarnefnd, að hann teldi að
til greina kæmi að leyfa lengingu
á þeirri hlið hússins, sem snýr að
götunni. Eigandi hússins hafði
aðeins farið fram á breytingu á
viðbyggingu á baklóð, sem vart
sést frá götu og hefði því ekki haft
sýnileg áhrif á útlit hússins.
Magnús sagði, að þegar fjallað
væri um endurbyggingu og lag-
færingu á gömlum húsum yrði að
hafa í huga, að lögð er mikil
Magnús L. Sveinsson
Frá
borgar
stjórn
áherzla á að eftirsóknarvert sé
fyrir fólk að búa í þeim. Við
megum því ekki vera með svo
einstrengingsleg sjónarmið, að
það sé næstum útilokað fyrir fólk
að búa í þessum gömlu húsum.
Allur sá dráttur, sem orðið
hefur á afgreiðslu þessa máls,
meðan það hefur þvælst milli
hinna ýmsu nefnda og ráða borg-
arinnar, hefur valdið eiganda þess
ómældu tjóni. Húsið stendur hálf-
opið og leika regn og vindar um
það. Komið er haust og veður fara
versnandi. Þess vegna er það mjög
knýjandi að fá úr því skorið hvort
eigandi hússins fær að fram-
kvæma umbeðna breytingu, sem
húsafriðunarnefnd og borgarráð
hafa samþykkt samhljóða eða
hvort hann verðúr að hlíta duttl-
ungum meirihlata byggingar-
nefndar. Ég leyfi mér því að flytja
tillögu um að borgarstjórn sam-
þykki að verða við erindi konunn-
ar.
Málinu verður nú vísað til
félagsmálaráðherra til úrskurðar,
þar sem ágreiningur varð milli
borgarstjórnar og bygginganefnd-
ar. Ekki er vitað hvenær von er á
úrskurði ráðherra.
Mynd þessi var tekin við Romsey-klausturkirkjuna í Hampshire á Englandi s.l. laugardag, þegar þar voru
geíin saman Penelope Eastwood og Romsey lávarður, en svaramaður var enginn annar en Karl prins aí
Wales. A myndinni sjást foreldrar brúðgumans, Brabourne lávarður og lafði Brabourne, koma til kirkju í
hjólastólum. Þau særðust bæði í sprengingunni fyrir tveimur mánuðum, þegar faðir lafðinnar,
Mountbatten lávarður, var ráðinn af dögum, en í þeirri sprengingu fórust einnig móðir Brabourne
lávarðar og Nicholas bróðir hans. Brúðguminn missti því afa sinn í móðurætt, ömmu í föðurætt og
föðurbróður i sprengingunni.
Misheppnuð morð-
árás 1 Barcelona
Barcelona, Spáni, 24. okt. Reuter.
SPÆNSKA lögreglan kom í
dag í veg fyrir tilraun til að
sprengja í loft upp íbúðir for-
ingja úr spænska hernum i
Barcelona. Ekki er vitað með
vissu hverjir stóðu að tilraun-
inni, en talið að það hafi verið
samtök Baska. Hafi samtökin á
þennan hátt viljað mótmæla
þjóðaratkvæðagreiðslu, sem
hefst á morgun, fimmtudag,
um aukna heimastjórn Catalon-
iu og Baskahéraðanna.
Um fimmtíu metra löng göng
höfðu verið grafin í áttina að
fjölbýlishúsum, þar sem foringj-
arnir búa, og í göngunum fann
lögreglan leiðslur, sem hún segir
að bendi til þess að koma hafi
átt fyrir sprengiefni undir fjöl-
býlishúsunum. Bent er á að hér
sé um svipaða aðferð að ræða og
þegar skæruliðar Baska myrtu
Luis Carrero Blanco, þáverandi
forsætisráðherra í Madrid fyrir
sex árum.
Demirel myndar
nýja ríkisstjórn
Ankara, Tyrklandi. 24. okt. AP.
FAHRI Koruturk forseti Tyrk-
lands fól í dag Suleyman Demi-
rel, leiðtoga stjórnarandstöðunn-
ar og fyrrum forsætisráðherra,
að mynda nýja rikisstjórn. Að
loknum fundi með forsetanum
skýrði Demirel blaðamönnum frá
því að hann hefði tekið að sér að
reyna stjórnarmyndun.
Fráfarandi ríkisstjórn Bulent
Ecevits sagði af sér í fyrri viku
eftir mikinn ósigur í kosningun-
um, sem fram fóru 14. október.