Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
JMtogtiitivIfifrife
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson
Aöalstræti 6, sími 10100.
Aöalstræti 6, sími 22480.
Sími 83033
Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands.
1 lausasölu 200 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og skrifstofur
Auglýsingar
Afgreiösla
Ákvarðanir Hjörleifs
og Braga: dæmigerð
A-flokks afgreiðsla
Hjörleifur Guttormsson gaf út fyrirmæli til Rafmagns-
veitna ríkisins á dögunum, á förum úr ráðuneyti
orkumála, þess efnis að ráðist skyldi í Bessastaðaárvirkjun
sem fyrsta áfanga Fljótsdalsvirkjunar. Fjáröflun hengdi
hann á lántökuform, sem hann sagði að finna í frumvarpi
Tómasar Arnasonar, fyrrverandi fjármálaráðherra, að fjár-
lögum komandi árs.
Næst kemur til sögunnar Jakob Björnsson orkumálastjóri
og upplýsir, að Bessastaðaárvirkjun sé „dýrari kostur en
aðrir til öflunar raforku fyrir landsmenn, þannig að ekki séu
rök til að ákveða að ráðast í þá framkvæmd“, eins og orðrétt
segir í bréfi hans til iðnaðarráðuneytis.
Loks skýzt kastljós atburðarásarinnar á Braga Sigurjóns-
son, nýsetztan í ráðherrastól. Hann afturkallar ákvörðun
forvera síns um Bessastaðaárvirkjun. Segir heimildarlög um
hana ekki ná til Fljótsdalsvirkjunar. Auk þess enga fjármuni
til framkvæmda fyrir hendi, enda frumvarp að fjárlögum
einkatillögur Tómasar Arnasonar og ekki komið til umræðu,
hvað þá afgreitt. Ofan í kaupið liggi ekkert á og framvinda I
málsins bezt komin í höndum nýs Alþingis.
Þessar gagnstæðu ákvarðanir Hjörleifs og Braga eru
dæmigerð A-flokks afgreiðsla; vinstri-mennskan í allri sinni
samheldni, stefnufestu og snilld.
Sverrir Hermannsson, þingmaður Austfirðinga, hóf undir-
búning að flutningi tillögu um rannsókn og byggingu
Fljótsdalsvirkjunar þegar árið 1971, m.a. með fjárhagslegum
stuðningi frá þingflokki sjálfstæðismanna. Hann flutti
tillögu um þetta efni á alþingi 1973, sem ekki hlaut
undirtektir þáverandi vinstri stjórnar. — Hann hefur allar
götur síðan lagt áherzlu á þá skoðun sína, að Bessastaða-
árvirkjun ein sér yrði aldrei barn í brók, en Fljótsdalsvirkjun
væri einn glæsilegasti virkjunarkostur landsins. í ráðherra-
tíð Gunnars Thoroddsens fékk hann fram að sá virkjunar-
áfangi, sem fyrst yrði tekinn í Fljótsdal, yrði fyrsti áfangi
Fljótsdalsvirkjunar.
Hjörleifur Guttormsson mun hafa lofað því á 14 framboðs-
fundum á Austurlandi vorið 1978, að Bessastaðaárvirkjun
skyldi í höfn, ef Alþýðubandalagið fengi stjórnunaráhrif.
Menn bjuggust því við snörum ákvörðunum er hann skauzt
upp í stól orkuráðherra. Dagar, vikur, mánuðir og árið leið,
án ákvörðunar. Þjóðviljinn tók að endurprenta röksemdir
Sverris Hermannssonar fyrir Fljótsdalsvirkjun og hugsan-
legri stóriðju staðsettri á Reyðarfirði í tengslum við hana.
Loks lagði Hjörleifur Guttormsson fram á nýlega afstöðnum
aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Austfjörðum plagg um
virkjunarmál, sem gekk mjög í sömu átt og orkustefna
þingmanns Sjálfstæðisflokksins í fjórðungnum. Saga þessi er
rakin í grein, sem Sverrir Hermannsson ritar í Mbl. sl.
laugardag. Þar gagnrýnir hann jafnframt núverandi iðnað-
arráðherra, sem fari með lyklavörzlu í ráðuneyti, en vafamál
sé, að hann hafi stjórnlagalega séð leyfi til að rifta gerningi
fyrirrennara síns.
Mergurinn málsins er tvíþættur. Annars vegar að stefnu-
mörkun Sverris Hermannssonar um Fljótsdalsvirkjun kemur
heim og saman við sérfræðilegar niðurstöður, að því marki,
sem þær liggja þegar fyrir. Hins vegar, að hringlandaháttur
Hjörleifs og Braga er dæmigert sýnishorn af vangadansi
Alþýðuflokks og Alþýðubanda-lags í íslenzku þjóðmála-
diskóteki.
Það verður kosið um þvílík vinnubrögð vinstri-mennsku og
A-flokka í komandi kosningum. Það verður líka kosið um
smærri mál, sem kristallast í skólastjóra- eða Grindavíkur-
annál fyrrverandi menntamálaráðherra. Pólitísk misbeiting
á valdastóli verður að fá viðeigandi viðbrögð. Hetjukonsert
menntamálaráðherra, er hann kvaddi ráðherrastólinn, og
spannaði að texta til þjóðarbókhlöðu, útvarpshús og listasafn,
sem hann svaf á í 13'Æ mánuð, ber lítilli reisn vitni. Og
olíuafrek Svavars Gestssonar þarf ekki að tíunda. Hann
neitaði að fara til Moskvu til að leggjast á sveif leiðréttingar
á verðviðmiðun á olíuvörum. Aðgerðarleysi hans frá upphafi
árs hefur skaðað þjóðina meira en lýst verður í fáum orðum.
Það er því margs að minnast þegar gengið verður að
kjörborðinu eftir fáar vikur.
Kristján Albertsson:
Svo að rétt sem snöggvast sé á
annað minnzt en hið hörmulega
fjárhagslega öngþveiti, sem und-
anfarið hefur valdið vonleysi um
að landi voru sé hægt að stjórna
svo vit sé í — þá má kannski
drepa á hvað er að verða úr
íslenzka útvarpinu.
Þess er skemmst að minnast
að menn ruku upp til handa og
fóta til að mótmæla sjónvarpinu
í Keflavík, til varnar máli og
menningu Islendinga. Þó gæti
maður freistazt til að efast um
að þar um hafi öllu valdið
viðkvæmni fyrir þjóðlegum verð-
mætum — þegar hugleidd eru
þau ókjör af engilsaxnesku
sönglagakjaftæði sem ár og síð
er dembt yfir land vort — og fer
stöðugt vaxandi.
Útvarpið flytur nú allt að sex
sönglagaþáttum á ensku á degi
hverjum, eftir ýmsum mismun-
andi heitum. Mér skilst til dæm-
is að ekki teljist boðlegt að flyta
„lög unga fólksins" nema því
aðeins að allir textar séu á ensku
— nema þessi sýnishorn af hinni
nýju gullaldaríslenzku á kveðj-
um til vina og vandamanna sem
lögunum fylgja — „æðisgengnar
stuðkveðjur" og annað álíka.
Auðvitað fer því fjarri, að
nokkur myndi í sjálfu sér amast
við enskum söngvum — en þó má
of mikið af öllu gera. Það er
fullyrt að lækna megi áfengis-
sjúklinga með því að hafa áfengi
í öllu fæði þeirra, þeir fái þá
smám saman algera andstyggð á
öllum vínanda. Með svipuðu
móti getur hverjum manni orðið
raun að allri þessari ensku í
íslenzku útvarpi — og þó einkum
þegar hin mikla og göfuga tunga
Breta einkum heyrist í slagtogi
við leiðinlegustu og ömurlegustu
músík heimsins.
Allur þessi skrípalegi og
fábjánalegi skarkali sem flæðir
yfir heiminn og kennir sig við
popp og rokk og víst margt
annað er ein hvimleiðasta plága
vorra tíma — þessi „óþolandi
músík“, sem Solsénitzyn kvart-
aði yfir í frægri ræðu í amerísk-
um háskóla, og taldi eitt hið
voðalegasta sem hann yrði að
sætta sig við eftir að hann
fluttist frá Rússlandi til Banda-
ríkjanna.
Það er enginn að heimta að
útvarpið flytji mestmegnis æðri
tónlist — margt fer þar vafalítið
fyrir ofan garð og neðan hjá
flestum, þó að annað sé hið
dýrlegasta á himni og jörðu. En
ég gæti haldið að þorri manna
Fólki er talin trú um, að það
hafi gaman af fábjánamúsík, en
það er óefað oftast misskilning-
ur. En ef einhver hluti fólks og á
öllum aldri, hefur yndi af
þvílíkri músík, þá er það auðvit-
að eins og hvert annað unglinga-
vandamál — hvað skyldi það
vera annað?
Enginn gæti haldið því fram
að fólki væri í sjálfsvald sett
hvort það hlustar á fábjána-
músík eða ekki — henni er
pumpað inn í fólk með valdi um
land allt. Það neyðist til að
hlusta á þessi óhljóð á heimilum
og vinnustöðum, hvort sem því
er það ljúft eða leitt. Ekki eiga
allir einkabíl og verða því marg-
ir að láta sér nægja áætlunarbíl
til sumarferða, en eiga þá á
hættu að verða að fara um
fegurstu sveitir hlustandi á lát-
lausan enskan dægurlagasöng
eða gjallandi skrallmúsík, sem
Skarkalinn
í útvarpinu
sækti meiri ánægju í margs
konar tónlist, sem léttvægari
telst og þó skemmtileg, fjörleg,
falleg — líka þá ekki ýkja
frægilegu en þó nauðsynlegu
músík, sem Þjóðverjar kalla
„gute Unterhaltungsmusik".
En við getum ekki viljað að
plötusnúðir, sem kynni fábjána-
músik klukkutímum saman á
degi hverjum, verði höfuðper-
sónur í íslenzku menningarlífi.
Óspart er flaggað með að ein-
hver skarkali sé „lag“, sem í bili
sé ofarlega eða efst á vinsælda-
lista plötuframleiðenda. Ég
hlusta stundum á eitthvað af
þessu, svo sem til að forvitnast
um hvað heiminum líði í þessu
efni — og undrast. Það virðist
mega telja fólki trú um nálega
hvað sem er með nógu harð-
vítugum og ósvífnum áróðri.
Megnið af þessum „vinsælustu"
lögum er nefnilega alls ekki lög
— heldur eingöngu skarkali, eða
sama auðvirðilega trallið upp
aftur og aftur, frá plötu til plötu
— með öðrum orðum tómur
plötusláttur, en breitt yfir and-
leysi og hugmyndaörbirgð með
gjalianda og glamrandi hávaða,
stundum djöfullegu öskri, en
stundum til bragðbætis kok-
hryglugargi úr hásum barka.
hverjum manni hlýtur að vera
eitur í beinum eins og á stendur
— og enga vægð er að fá hjá
bílstjóranum þótt beðizt sé und-
an þessari misþyrmingu. Auðvit-
að verður að setja í lög að ekki
megi beita kúgun af þessu tagi.
Fólk er að fá mætur á þessu
miðborgarsvæði, sem friðað er
fyrir vagnaumferð — það staldr-
ar þar gjarnan við og heilsar upp
á kunnuga, tyllir sér á bekk eða
fær sér göngu saman fram og
aftur á góðviðrisdögum — en
ekki mátti þetta miðborgarsvæði
fá að vera í friði fyrir þeim
versta ófögnuði, sem að gat
steðjað . Um tíma í sumar spúðu
ekki færri en þrír glymskrattar
ómengaðri fábjánamúsík út á
þetta litla svæði, tveir frá verzl-
unum, einn frá bíl þar sem seldir
voru happdrættismiðar. Auðvit-
að brýtur í bága bæði við löggjöf
og mannasiði að stofna til lát-
lauss og svekkjandi skarkala í
miðri höfuðborg landsins — og
raunar hvar sem er á víðavangi
— enda ber lögreglu skilyrðis-
laust að banna slíkt með öllu.
En umfram allt verður út-
varpsráð að sjá að sér. Það
verður að finna upp á einhverju
öðru en öllum þessum ósköpum
af óþolandi músík.
Barði NK 120, fyrsti íslenski skuttogarinn, hefur nú verið seldur úr landi. Honum var siglt áleiðis tii
Englands í gær með 140 tonna afla.
Bardi — fyrsti skuttogar-
inn, kvaddur hinsta sinni
Neskaupstaó. 24. október 1979.
SKUTTOGARINN Barði NK 120
kvaddi Norðfjörð í síðasta sinn i
dag, er hann sigldi út úr höfninni
á Neskaupstað nú síðdegis áleiðis
til Englands. Sigldi skipið með 140
tonna afla sem selja á i Grimsby,
en síðan siglir Barðinn áleiðis til
Frakklands þar sem nýir eigendur
taka við skipinu.
Víða var flaggað í bænum er
Barði lét úr höfn, og nokkur
mannfjöldi var á bryggjunni er
skipið kvaddi. Norðfirðingar kveðja
Barða með nokkrum söknuði, enda
telst skipið hafa verið happafleyta,
og þar að auki er það fyrsti
skuttogarinn sem til Islands kom
fyrir tólf árum.
Norðfirðingar vonast hins vegpr
eftir nýjum Barða NK 120 um
áramótin.
— Ásgeir.