Morgunblaðið - 25.10.1979, Page 27

Morgunblaðið - 25.10.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 27 Verðlaun íjt- ir þýðingar THE American-Scandinavian Foundation mun i samvinnu við PEN American Center veita ár- lega tvenn verðlaun að upphæð 500 dollarar íyrir enskar þýð- ingar á verkum danskra, islenzkra, finnskra, sænskra og norskra hofunda, sem fæddir eru eftir árið 1880. Veitt verða verð- laun, annars vegar fyrir þýðingu á ljóði og hins vegar þýðingu á skáldsögu. Verðlaunin verða veitt i maí ár hvert. PEN-stofnunin mun velja úr verkum, sem berast. Þessi verk verða síðan birt í tímaritinu Scandinavian Review, sem verður gefið út í desember ár hvert, í fyrsta sinn árið 1980. Prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi: Hvernig Hvar Hvenær í PRÓFKJÖRI sjálfstæðismanna i Reykjaneskjördæmi skal kjósa minnst fimm af frambjóðendum með þvi að númera framan við nöfn þeirra með tölustöfunum einum til fimm. Seðill er ógildur, ef merkt er við færri nöfn, heimilt er að merkja við fleiri. Til þess að úrslit séu bindandi fyrir kjörnefnd verða 2.720 að taka þátt í prófkjörinu, eða 'á þeirrar atkvæðatölu, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hlaut í síðustu alþingiskosningum, og auk þess þurfa einstakir frambjóðendur að fá a.m.k. 50% greiddra og gildra atkvæða til að kosning þeirra sé bindandi. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins, sem búsettir eru í kjördæminu og kosningarétt hafa til Alþingis, svo og þeim flokks- bundnu sjálfstæðismönnum, er náð hafa 16 ára aldri og búsettir eru í kjördæminu. Talning fer þannig fram, að fyrst eru talin saman þau atkvæði, er frambjóðendur fá í fyrsta sæti. Sá, er flest atkvæði hlýtur í fyrsta sæti, skipar það, en atkvæði ann- arra í það sæti teljast þeim til tekna í næstu sæti fyrir neðan. Þannig mun sá skipa annað sætið sem fær flest atkvæði í fyrsta og annað sætið, sá skipar þriðja sætið, sem flest atkvæði fær í fyrsta, annað og þriðja og þannig koll af kolli. Kjörstaðir verða opnir laugar- daginn 27. okt. frá kl. 13 til 19 og sunnudaginn 28. okt. frá kl. 10 til 22. Kjörstaðir verða á eftirtöldum stöðum: Garðabær: Flataskóla v/ Vífils- staðaveg Grindavík: Festi Garður: Samkomuhúsinu Hafnarfjörður: Reykjavíkurvegi 66 Hafnir: Barnaskólanum Keflavík: Sjálfstæðishúsinu Kjalarnes/Kjós: Fólkvangi og Fé- lagsgarði Kópavogur: Sjálfstæðishúsinu, Hamraborg 1 Mosfellssveit: Hlégarði Njarðvík: Sjálfstæðishúsinu Seltjarnarnes: Anddyri íþrótta- hússins Sandgerði: Leikvallarhúsinu Vogar: Hafnargötu 24, ekki Glað- heimum, eins og áður hefur komið fram. Utan- kjörstaðakosning vegna prófkjörs um skipan framboöslista Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík viö næstu alþingiskosningar, fer fram daglega í Valhöll, Háaleitisbraut 1, frá kl. 17—19 en laugardaginn 27. október veröur opiö frá kl. 14—17. Utankjörstaöakosningunni lýkur laugardaginn 27. október. Utankjörstaöakosningin er þeim ætluö, sem fjarverandi veröa úr borginni aöalprófkjörsdagana 28. og 29. október, eöa veröa forfallaöir. ÞANNIG LITUR KJORSEÐILLINN UT: ATKVÆÐASEÐILL í PRÓFKJÖRI SJALFSTÆÐISMANNA I REYKJAVfK 28. og 29. okt. 1979 Albert Guðmundsson, fyrrv. alþingismaður, Laufásvegi 68 Agúst Geirsson, símvirki. Langagerði 3 Bessi Jóhannsdóttir, kennari, Hvassaleiti 93 Birgir ísl. Gunnarsson, borgarfuHtrúi, Björg Einarsdóttir, skrifstofumaður, Einarsnesi 4 Elírt Pálmadóttir, blaðamaður, Kleppsvegi 120 Ellert B. Schram, fyrrv. alþingismaður, Stý Erna Ragnarsdóttir, innanhússarkitekt, Finnbjörn Hjartarson, prentari, Norð Friðrik Sophusson, fyrrv. alþingis Geir Hallgrimsson, fyrrv. alþin Guðmundur H. Garðarsso Guðmundur Hansson, Gunnar S. Björnsso irkjanemi, Bústaðavegi 55 ‘aréttarlögmaður, Drápuhlið 28 i, fulltrúi, Nesvegi 82 rðardóttir, húsmóðir, Búlandi 28 [on_, efnaverkfræðingur, Skeiðarvogi 7 Kristján Guðbjartsson, fulltrúi, Keilufelli 12 Kristján Ottósson, blikksmiður, Háaleitisbraut 56 Pétur Sigurðsson, sjómaður, Goðheimum 20 Ragnhildur Helqadóttir, fvrrv.alþinqismaður, Stigahlið 73 ATHUGIO: Kjósaskal 8frambjóöendur, hvorki fleiri néfærri, skal þaö gert meö þvi aö setja tölustaf fyrirframan nafn frambjóðanda í þeirri röö, sem viökomandi óskar eftir, aö frambjóöandi skipi á endanlegum framboöslista. Númerið við 1-8 - ekki fleiri, ekki færri / RÁÐLEGGING TIL KJÓSENDA í PROFKJÖRINU: Klippiö út meðfylgjandi sýnishorn af kjörseöli og merkið þaö eins og þér hyggist fylla út atkvæöaseöilinn. Hafiö úrklippuna meö á kjörstaö og stuöliö þannig aö greiöari kosningu. YFIRKJÖRSTJÓRN SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.