Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
UmHORP
Umsjón:
Anders Hansen
Áratuga sókn íslend-
inga til bættra lífskjara
hefur verið stöðvuð af
stjórnlausri verðbólgu og
öðrum afleiðingum
óheillasamstarfs vinstri
flokkanna í ríkisstjórn.
íslenskt efnahagslíf er
staðnað og stefnir í upp-
lausn. Stöðugt verður
ljósara, að hið sama er að
gerast í íslensku þjóðlífi.
Stöðnunar og uppgjafar
gætir í þjóðlífinu, sem
markast af hringiðu verð-
bólgunnar, versnandi
efnahag almennings og
aukinni stjórnun valdhafa
á lífi einstaklinganna.
Upplausn síðustu mánaða
og kreppa afskiptastefnu í
efnahagsmálum hefur
undirstrikað að hag ein-
staklinganna er ekki
borgið með forsjá ríkis-
valdsins. Þvert á móti er
mönnum að verða ljóst að
hina alvarlegu efna-
hagskreppu íslendinga er
um að kenna tilraunum til
miðstýringar á fjárfest-
ingu og neyslu. Stefna
niðurgreiðslna og styrkja,
skatta og uppbóta, álaga
og ívilnana hefur stöðvað
framfarasókn í efna-
hagsmálum.
Frelsi gefur
hagsæld og
framfarir í
kaupbæti
Það er til ein greið leið
út úr þessum ógöngum.
Hún er sú að treysta á
einstaklingana og leyfa
þeim að njóta sín. Þetta er
sú stefna, sem mesta hag-
sæld hefur veitt, hvar sem
hún hefur verið reynd í
heiminum. Um það verður
varla lengur deilt. Frá-
hvarf frá afskiptasemi
stjórnvalda, miðstýringu
á neyslu og fjárfestingu,
er fráhvarf frá kreppu-
stefnu. Þeirri stefnu, sem
leitt hefur efnahagslíf
okkar inn í kreppu.
Verkefni næstu
ríkisstjórnar
Höfuðverkefni næstu
ríkisstjórnar er að ráða
niðurlögum óðaverðbólg-
unnar. Árangur á þessu
sviði er forsenda þess að
stefna megi út úr þeirri
ekki kreppustefna, heldur
andstæður hennar. Þetta
eru leiðir út úr þeirri
kreppu, sem ríkisafskipta-
stefnan hefur leitt okkur
í.
Verðlagshöft
hverfi
Það kann að virðast
öfugmæli við fyrstu sýn
að afnema verðlagshöft til
að sigrast á verðbólgu.
Staðreyndin er hins vegar
sú, að öllum er löngu ljóst,
að verðlagshöft og verð-
stöðvun eru aðeins tíma-
bundnar raskanir á verð-
lagi og hafa engin jákvæð
langtímaáhrif. Þvert á
móti stuðla slík höft að
óarðbærri fjárfestingu og
Jón Ormur Halldórsson:
Gegn stöðnun
Gegnkreppu
stöðnun og kreppu, sem
efnahagslífið er komið í.
Leiðir til að draga úr
verðbólgu eru kunnar og
það eru aðeins pólitísk
hrossakaup samsteypu-
stjórna, sem komið hafa í
veg fyrir að á seinni árum
hafi verið unnt að beita
samhæfðum aðgerðum til
lausnar á verðbólguvand-
anum. Ýmist hafa verið
við völd á þessum áratug
samstjórnir með þátttöku
flokks, sem í grundvallar-
atriðum er andsnúinn
frjálsu hagkerfi og þjóð-
félagi, eða stjórnir þar
sem Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur orðið að stjórna
í félagi við flokka með ólík
stefnumið, sem hafa verið
stöðugum breytingum
háð.
Þær leiðir, sem færar
eru út úr ógöngum eru
hækka verðlag þegar til
langs tíma er litið. Þetta
er ekki byggt á kenning-
um einvörðungu, heldur
miklu fremur á reynslu
allra þeirra þjóða, sem
hvort tveggja hafa reynt,
frjálsa verðmyndun og
verðlagshöft. Niður-
greiðslur rjúfa á sama
hátt samhengið milli
framleiðslu og sölu. Fólki
er gert að kaupa eitthvað
sem það ekki vill og mein-
að að kaupa það sem það
vill. Rökréttara samhengi
milli framleiðslu og sölu
tryggir hagkvæma fjár-
festingu og leiðir til fram-
þróunar í stað stöðnunar.
Hagkerfið verði
varið sveiflum
Ein af meginástæðum
fyrir hárri verðbólgu á
íslandi á síðustu áratug-
um er viðkvæmni efna-
hagslífsins fyrir sveiflum
í útflutningstekjum. Ár-
angursríkar aðgerðir til
að jafna þessar sveiflur
voru gerðar í tíð Viðreisn-
arstjórnarinnar en vinstri
stjórnir hafa jafnan sóað
verðjöfnunarsjóðum á
þenslutímum og kynt
þannig undir verðbólg-
unni. Raunhæf beiting
öflugra sjóða getur að
miklu leyti einangrað
efnahagslífið frá þessum
sveiflum og dregið þannig
úr verðbólgu.
Ríkið sprengi
ekki upp vexti
Vextir verða að miðast
við jöfnun á framboði og
W '
i L — i
»\ mk i
Formannafundur SUS. Undirbúningur kosninga og val á frambjóðendum flokksins var rætt á sameiginlegum fundi stjórnar
SUS og formanna félaga ungra sjáifstæðismanna. Geir Hallgrimsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði fyrirspurnum
fundarmanna. Fundarmenn samþykktu samhljóða áskorun til kjördæmisráða Sjálfstæðisflokksins um að viðhafa prófkjör við val
frambjóðenda flokksins við komandi Alþingiskosningar. Lífleg skoðanaskipti urðu um umræðuefni fundarins en fundurinn
einkenndist af miklum baráttuhug. Um það bii 50 ungir sjálfstæðismenn úr öllum kjördæmum landsins sóttu fundinn.
eftirspurn lánsfjár. Fjár-
magni er ekki hægt að
útdeila fremur en öðru
þegar til lengdar lætur á
verði, sem ekki er í sam-
ræmi við kostnað. Þannig
auka lágir vextir á verð-
bólgutímum eftirspurn
eftir fjármagni um leið og
framboð hlýtur að
minnka þar sem óarðbært
er að spara við slíkar
aðstæður. Við núverandi
aðstæður verða vextir að-
eins lækkaðir með því að
dregið verði úr óhóflegri
eftirspurn ríkisvaldsins
og verðbólgu, sem meðal
annars er afleiðing af
hallarekstri ríkisins. Með
því einu að draga úr
eyðslu og umsvifum ríkis-
valdsins og myndun
tekjuafgangs ríkissjóðs
má íækka vexti við núver-
andi aðstæður.
Ein leiðin til að ná
þessu markmiði er, að
ríkið selji einkaaðilum
einhver af fyrirtækjum
sínum. Ríkið rekur eitt
sér að að hluta fjölda
fyrirtækja í ólíkustu at-
vinnugreinum. Draga
mætti úr skuldasöfnun
ríkisins með sölu þeirra
fyrirtækja, sem einstakl-
ingar gætu augljóslega
betur staðið að.
Kaup verði
ákveðið af
launþegum og
vinnuveitendum
Ríkisvaldið hefur haft
hin mestu óheillaafskipti
af gerð kjarasamninga á
Islandi á undanförnum
árum. Ríkið ætti í raun
ekki að skipta sér af gerð
kjarasamninga utan ríkis-
geirans. í stað pólitískra
hrossakaupa væru kjara-
bætur ákveðnar af aðilum
vinnumarkaðarins í sam-
ræmi við ríkjandi aðstæð-
ur. Þar sem þessi háttur
er hafður á alfarið eru
launþegar betur settir en
annars staðar. Þeir eru
þannig verndaðir frá
óábyrgum stjórnmála-
mönnum og verkalýðs-
broddum, sem stjórnast
af annarlegum hagsmun-
um. Á þeim tíma, sem
laun hafa hækkað um
900%, hafa kjör batnað
um 9%. Þett^ sýnir mis-
ræmið milli skynsemi og
ríkjandi stefnu, einkum
þegar haft er í huga, að
kjarabætur hefðu orðið
mun meiri á þessum tíma
ef launahækkunum hefði
verið haldið innan ein-
hverra skynsemismarka.
Ríkið víki
fyrir
einstaklingunum
Afskipti ríkisvaldsins
af efnahagsmálum á
Islandi er einstök óláns-
saga. Höfuðverkefni
næstu ríkisstjórnar verð-
ur að rjúfa vítahring
stöðnunar og verðbólgu.
Þetta getur henni aðeins
lánast með því að treysta
almenningi í auknum
mæli fyrir eigin málum og
hætta lamandi afskiptum
sínum á hinum ýmsu svið-
um.
Þar sem fólk fær að
vera frjálst fær það hag-
sæld í kaupbæti.