Morgunblaðið - 25.10.1979, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
31
Dagur dýranna
verður á sunnudag
SAMBAND dýraverndunarfélaga
íslands, skammstafað S.D.Í. var
stofnað 1958. Það stendur á grunni
Dýraverndunarfélags íslands sem
var stofnað 1914, en hét fyrsta
árið Dýraverndunarfélag Reykja-
víkur.
Hlutverk S.D.Í. er í höfuðdrátt-
um tvíþætt: Annars vegar að
koma fram gagnvart opinberum
aðilum vegna mála er varða dýra-
vernd og þar í er innifalin þátt-
taka í opinberum nefndum og
öðrum félagsskap tengdum dýra-
eða náttúruvernd. Hins vegar eru
það þau störf er snúa að félags-
starfinu sjálfu. Og má nefna t.d.
útgáfu Dýraverndarans, sem gef-
inn hefur verið út í 65 ár; móttöku
á ábendingum um slæma meðferð
á dýrum og upplýsingamiðlun um
meðferð dýra. I þessum seinni lið
starfseminnar er það tvennt sem
hefur valdið stjórn S.D.Í. mestum
erfiðleikum. í 1. lagi hve dýra-
verndunarfélögin innan sam-
bandsins eru fá og í 2. lagi hve
gífurlega vinnu þarf að leggja af
mörkum til þess að afla nauðsyn-
legs rekstrarfjár.
Það var ætlunin þegar S.D.Í. var
stofnað fyrir rúmum 20 árum að
félögunum innan þess myndi
fjölga og þau félög taka að sér
ýmis „innansveitarmál" hvert á
sínu svæði. En eins og áður er frá
skýrt eru félögin innan sambands-
ins allt of fá til þess að getað
þjónað öllu landinu á þennan hátt.
Til þess að ráða bót á þessu va
hafist handa árið 1976 við að kom;
á fót trúnaðarmannakerfi S.D.Í
um land allt. Og er skemmst fr;
því að segja að nú eru trúnaðar
mennirnir hátt á annað hundrað
Þessi tilhögun hefur ótvíræt
sannað gildi sitt og verið ómetan
legur hlekkur á milli stjórnai
S.D.I. og almennings víðs vegai
um landið. Samstarfið hefur verið
sérlega gott og er í undirbúningi
að halda trúnaðarmannaráðstefnu
í vetur til kynningar og eflingar á
samstarfinu.
S.D.I. er styrkt á fjárlögum með
upphæð sem nemur nú kr. 250
þúsund. Það er í rauninni hneyksli
að stjórnvöld skuli lítilsvirða svo
starf dýraverndunarsambandsins
að ætla því ekki meira fé til a<
vinna að dýravernd um landið allt
Til þessa hefur það reynst ómögu
legt að fá styrkinn hækkaðar
þannig að gagn yrði að honum
Vegna þessa hefur það kostað
óhemju vinnu að afla sambandinu
rekstrarfjár, og eru ýmsar leiðir
reyndar. Árlega er merkjasala og
er hún að þessu sinni n.k. sunnu-
dag.
Fyrir rúmu ári hóf stjórn S.D.Í.
rekstur svokallaðs flóamarkaðar
hér í Reykjavík. Þar eru seldir
ýmsir notaðir munir og fatnaður
sem sambandinu er gefinn í því
augnamiði. Konur úr dýravernd-
unarfélögum í Reykjavík og ná-
grenni vinna við afgreiðslu á
markaðinum í sjálfboðavinnu.
Þorsteinn Stefánsson:
Sextíu
og t vö ár
Kommúnistar hafa nú haldið
upp á sextíu og tveggja ára afmæli
stjórnarbyltingarinnar í Rúss-
landi árið 1917 og um þrjátíu ár
eru liðin frá því þeir „frelsuðu"
nágrannaríki sín í Mið-Evrópu
allt frá Svartahafi til Eystrásalts.
Það mætti því ætla eftir öll þessi
ár væri fengin raunhæf reynsla
fyrir því, hvort stjórnarkerfið,
ráðstjórn eða lýðræði, fullnægir
betur óskum manna um bætt
lífskjör og mannréttindi. Reynsl-
an er þó sú að öll þessi ár hafa
kommúnistar lifað í trú en ekki
skoðun, þeir hafa því ekkert lært
og engu gleymt. Þeir eru dæmi-,
gerð eftirmynd sértrúar kreddu
safnaðar, sem halda sig eina hafa
fundið viskusteininn, stóra sann-
leikann og auðnu veginn, meðan
allt annað mannkyn en þeirra
fámenni söfnuður er á glötunar-
vegi.
Svo lítillátir eru kommar fyrir
sína eigin persónu að þeir sækjast
eftir að vera búpeningur yfirstétt-
arinnar, ófrjálsir eins og safn í
skilarétt. Þeir afneita allri guðs-
dýrkun, en til þess að fylla upp
það tómarúm sem við það skapast
í hugsuna heimi hins leitandi
mannsanda dýrka þeir skepnuna í
stað skaparans.
Hvernig taka svo Islendingar
við kreddunni?
Árið 1978 fóru fram borgarstjórn-
arkosningar í Reykjavík. Þá fengu
kommúnistar 5 menn kjörna af 15
borgarfulltrúum. Það er þriðjung
borgarstjórnarinnar. Við það
bættist þeim svo þrír fylgihnettir
frá tveim lýðræðisflokkum og þar
með meirihluta í borgarstjórninni.
i Sama ár við alþingiskosningar
borsteinn Stefánsson
vantaöi þá einn mann (af fimmt-
án) til þess að ná V* þingfulltrú-
anna, og viti menn þá hófst
samstaða sömu flokkanna um
ríkisstjórn. Þannig taka íslend-
ingar á móti byltingarflokkum.
Geri aðrir betur. Aldrei hefur
viðgangur kommúnista verið jafn
mikill sem við síðustu kosningar.
Það má kannski skoðast sem
nokkuð afturhvarf að þessi stjórn
er nú til moldar gengin, eftir 13
mánaða setu vegna ósamkomulags
innan stjórnarinnar. Kommúnist-
ar eru eins og selshausinn á Fróðá
forðum, þau gengu upp við hvert
högg meðan hugdeig smámenni
dalna í þá.
Til varnaðar.
Meðan íslendingar halda áfram
að viðhalda falskri kaupgetu, með
erlendri skuldasöfnun og seðla-
prentun, eru þeir að taka brauðið
frá komandi kynslóð eða það sem
enn verra er, að fyrirgera sjálf-
stæði sínu.
Þessi rekstur hefur verið sam-
bandinu mikil fjárhagsleg lyfti-
stöng og hefur m.a. gert kleyft að
ráða starfsmann í hálfs dags
vinnu, sem aftur gerir þá þjónustu
sem S.D.Í. er ætlað að veita,
öruggari.
S.D.Í. er aðili að alþjóðasamtök-
um um dýravernd. Fulltrúar þess
á alþjóðavettvangi hafa verið bæði
Hans Hvass sem var lengi formað-
ur danska dýraverndunarsam-
bandsins og íslandsvinurinn Mark
Watson.
Það þarf ekki að minna íslensk-
an almenning á dýrtíð og verð-
bólgu, sem kemur ekki síður niður
á líknarfélögum sem eiga þá í
vaxandi erfiðleikum með alla
starfsemi. Því vonar stjórn S.D.Í.
að almenningur taki sölubörnun-
um vel er þau koma og bjóða
merki DAGS DÝRANNA. Merkin
verða seld á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu og rúmlega 30 öðrum
stöðum á landinu.
(FréttatilkynninK frá stjórn Sambands
dýraverndunarfélaga íslands.)
EF ÞAÐ ER FRETT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
AUGLYSINGA-
SÍ.MINN ER:
22480
VOLVO1970
á enn eftir rúm 10 ár
Það er staðreynd, að endursöluverð Volvo-
bíla er tiltölulega hærra en annarra bílgerða,
enda eru gæði Volvo viöurkennd.
Samkvæmt tölum sænska ríkisfyrirtækisins
„Svensk Bilprovning" er mögulegur meðal-
aldur Volvo bíla 16,4 ár.
Volvoeigendur, sem hafa notfært sér við-
haldskerfi Veltis og 10 þús. km. skoðun
reglulega geta þannig boðið þeim, sem
áhuga hafa á notuðum bíl, — einstök kaup.
Volvoeigandi nr. 2 ekur þess vegna á bíl,
sem er næstum því betri en nýr.
Skoðið úrval
notaðra Völvo bíla f rá Velti
VELTIR HF.
Suðurlandsbraut 16-Simi 35200