Morgunblaðið - 25.10.1979, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
35
Halldór Jónsson verkfræðingur:
Þríráratugir
Senn líður að lokum 8. áratugs-
ins, sem Tíminn segir að fari inn í
söguna sem Framsóknaráratugur-
inn. Má vera að rétt sé að kenna
hann til þess, svo sérstæður í
efnahagsstjórnartilliti, sem hann
hefur verið.
sömu sölutekjur og 0% hækkun í
byrjun árs og 10% hækkun í júní.
Munurinn er hinsvegar 5% hærra
verðlag í árslok í seinna tilfellinu.
Við athugun á nokkrum vél-
væddum iðnfyrirtækjum kom eft-
irfarandi í ljós:
Víst voru síðustu ár Viðreisnar- Ár. Afskriftir sem % af veltu
áratugsins ekki sem skyldu. Land- 1966 8.0
flótti og verðbólga gerðu vart við 1967 8.6
sig þá sem nú, þó allt sé ástandið 1968 8.9
mikilfenglegra í sniðum nú en þá. 1969 9.1
Báðum þessum köflum ætlar að 1970 7.7
ljúka með ráðleysi og uppstokkun 1971 5.5
þó um margt séu erfiðari aðstæð- 1972 6.2
ur nú en þá. 1973 4.4
Vissulega hefur margt áunnist á 1974 3.3
þessum síðari áratug, sem Fram- 1975 4.2
sóknarmenn eins og aðrir geta 1976 3.9
verið ánægðir með. Bera þar hæst 1977 3.4
200 mílurnar og efling byggðanna 1978 3.9
útum landið með nýju togurunum, 1979 minna en 3.0
þó ekki sé þetta eingöngu Fram- Fyrir mitt leyti er læsilegt
sóknarmönnum að þakka. En það
er sjálfsagt fyrir þá að bera sig
mannalega, ekki veitir af skraut-
fjöðrunum þessa dagana.
Stefið í öllum stjórnarfram-
kvæmdum á Framsóknaráratugn-
um var hin svokallaða vinstri
félagshyggja. Fyrsta afleiðing
hennar á þessum áratug var að
verðbólguholskeflan fór af stað,
með vinnutímastyttingunni og
kjaramálaafskiptum stjórnvalda,
enda sáu menn þá ekki fyrir
hversu afleiðingarnar yrðu trölls-
legar .
Fólkið hefur verið duglegt að
bjarga sér, ný hús og bílar sanna
það. En allt þetta kapphlaup hefur
leitt til óbilgirni á öllum sviðum
þjóðlífsins, og Sturlungagenin í
sál okkar hafa gægst upp á
yfirborðið. Þeir sem minna mega
sín í þessum bardaga, fyrirtæki,
ellilífeyrisþegar og sparendur
hafa orðið illa úti, enda þrýstihóp-
arnir ekki komnir upp á þessa
aðila nema rétt um kosningar. Um
hag fyrirtækja er aðeins talað
þegar kreppa kemur og atvinnu-
leysi. Þá æpa kommar að það þurfi
að bjarga þeim úr kreppu mark-
aðsbúskaparins, sem þeir virðast
álíta að ríki hérlendis, með ríkis-
afskiptum. Að kreppur séu hér
oftar kreppur ríkisafskipta en
markaðsbúskapar er ekki á
dagskrá hjá þeim. Þess á milli
gengur dælan um afætur, brask-
ara og milliliða. Hver mann ekki
upphrópanir kommanna um að
afskriftir fyrirtækja væri ein-
hverskonar þjófnaður frá alþýð-
unni þeirra og kröfum um að
skattleggja bæri taprekstur, sem
oftar en hitt er þó skipulagður á
Verðlagsskrifstofunni í Borgar-
túni.
En nú hafa alþýðueigendur sem
sagt haft völdin um hríð og notað
þau til þess að Ieggja á hana skatt
á skatt ofan, afnema flýtifyrn-
ingar og verðstuðulsfyrningar,
tekið samningana úr gildi, rýrt
kaupmátt launþega og sett nýtt
íslandsmet í verðbólgu (Hið fyrra
áttu þeir sjálfir). Hver hafa svo
áhrif frelsaranna verið á stöðu
fyrirtækja, sem af öllum úr smæl-
ingjahópnum, virðast eiga fæsta
formælendur (líklega vegna þess
að þeim hefur aldrei lærst að
koma fram sem þrýstihópur)?
Verðbólgan hefur þau áhrif á
afskriftir fyrirtækja, sem eiga að
vera skattfrjáls hagnaður þeirra
til endurnýjunar, að þær verða
einskis virði þegar eignir standa í
stað í krónum en endurkaupaverð
margfaldast. Þetta er svo augljóst,
að það þarf ekki vatnsslöngu úr
Varmahlíð til þess að spúla hismið
frá kjarnanum. Apparatið í Borg-
artúni heldur því hinsvegar blá-
kalt fram að afkoman sé nægilega
góð, þegar krónulegar afskriftir
nást og setur verðið í samræmi við
það, þ.e.a.s. þegar því þóknast að
taka umsóknir fyrir sem getur
tekið mánuði með tilheyrandi
tjóni. Merkilegt að Islendingar
skuli ekki skilja það, að 5%
verðhækkun í byrjun árs gefur
hvert þessi fyrirtæki stefna. Ann-
ar Framsóknaráratugur gerir útaf
Halldór Jónsson.
við þau hreint út sagt. Þessi
fyrirtæki munu ekki fá að skulda 2
milljarða eins og Olíumöl hf.
(Vextir af þeirri skuld ættu að
nema þreföldu söluverðmæti
framleiðslunnar í ár. Hvers vegna
heldur Sighvatur að olíumalar-
framleiðsla leggist niður á íslandi
þótt Olíumöl hf. rúlli?) Hvernig
eiga þessi fyrirtæki að endurnýja
tækjakost sinn? Eiga þau sjóði til
þess? Geta þau fengið og tekið lán
og borgað háa vexti meðan Borg-
artúnsapparatið reiknar út fyrir
þau útsöluverðið, auk þess sem hið
opinbera skattleggur hagnað ca.
65% beint auk verðbólgu, sem
færir niðurstöðuna í núll. Til
samanburðar endurmeta ríkisfyr-
irtæki eignir sínar árlega og
ákveða verð sitt útfrá þeim af-
skriftum og arðsemi.
Næsti leikur
Nú þegar kratar eru hlaupnir úr
sandkassanum, eins og einn fyrr-
verandi vinur þeirra orðaði það,
og komnir alla leið í möppurnar,
þá verður gefið tækifæri á að
stokka upp, þó það sé áfram
vitlaust gefið vegna kjördæm-
anna. Sé fólkið ekki ánægt með
lífið og tilveruna, þá er ekki
margra kosta völ ef á að breyta.
Það er búið að reyna alla kokkteila
af flokkum og þeir hafa allir gefist
heldur illa og því verri hausverkur
virðist fylgja þeim, sem þeir eru
rauðleitari. Það hpfur hinsvegar
ekki verið prófað að taka einn
flokk „dry“, meirihlutastjórn eins
flokks, sem ekki gæti skellt skuld-
inni á fúlmennsku samstarfs-
flokksins, eins og það er nú
þægilegt.
Engum blöðum er um það að
fletta, að Sjálfstæðisflokkurinn á
einn möguleika á þessu núna,
meðan timburmennirnir af
síðustu rauðblöndu eru hvað eftir-
minnilegastir. Enda eru kommar
þegar farnir að hafa í hótunum að
finna slíka stjórn í fjöru og allir
vita við hvað er átt. Dagsbrúnar-
jakanum skaut skyndilega upp úr
lygnunni og nú voru það ekki
ályktanir um kjaramál heldur
hrein pólitík sem var á dagskrá.
Eitthvað hefur Mafían verið gagn-
rýnd annarstaðar fyrir að blanda
saman kjaramálum og öðrum
hagsmunum.
Annað mál er svo það hvernig
meirihluta Sjálfstæðisflokksins
myndi takast og víst hafa margir
efasemdir um hæfileika forystu-
liðs hans. Landskunnir gáfumenn
eru í kapphlaupi við að afneita því
að fara í prófkjör svo við sauð-
svartir verðum víst að hafa sama
liðið áfram. Kannske skiptir það
öllu máli hverjir titlast þingmenn
ef stuðningsmennirnir eru nógu
duglegir að halda þeim við efnið.
En allt slíkt yrði bara að koma í
ljós. Hinsvegar er óþarfi fyrir
launþega að láta kommana skipa
sér að vera fyrirfram á móti slíkri
stjórn. Slíkri stjórn yrði lífsnauð-
synlegt að gera betur við launþega
en kommunum sjálfum tókst.
Vinstri stefna hefur nú beðið
skipbrot í bili og hið glæsta
draumsjónafley hennar liggur nú
sem gamalt flak í fjöru raunveru-
leikans eins og Gils lýsti Alþýðu-
flokknum um síðustu kosningar.
Henni mistókst hið opinbera ætl-
unarverk sitt: Að bæta kjör laun-
þega.
Flest sem hún lofaði hefur
reynst vindur. Hún færði þjóðinni
meiri upplausn og ringulreið en
framsókn, ábyrgð og festu.
Ef fólkið vill raunverulegar
lífskjarabætur þá er það vel
mögulegt. Lykillinn að þeim liggur
í stórvirkjunum og stóriðju í stað
sprænuvirkjana og aukins heima-
prjóns. Hann liggur í viðskipta- og
athafnafrelsi, aðhaldi í meðferð
opinberra fjármuna, skynvæðingu
í landbúnaði og sjávarútvegi
ásamt sem ábyrgastri hegðan
allra einstaklinga með ráðdeild og
vinnusemi. Hið síðast talda er í
ágætu lagi. En til þess að hinir
fyrri eiginleikar geti komið í ljós
verður að ríkja stefnufesta á
stjórnmálasviðinu og fjármálalegt
traust. Fullreynt má nú teljast, að
þessar aðstæður skapist ekki við
bræðingsstjórnir eins og við höf-
um haft þennan Framsóknarára-
tug.
Með tilkomu tækninnar hefur
ísland breytzt úr mörkum hins
byggilega heims í eitt af náttúru-
auðugustu löndum veraldar. Verið
getur að hér finnist olía til
viðbótar öllu hinu. Verður þá
erfitt um landjöfnuð, hvað sem
mannjöfnuði líður.
Er þá ekki nöturlegt, að tæki-
færin glatist í stórum stíl vegna
þess að Sturlungaeðlið í okkur
ráði ferðinni fremur en skaplyndi
Oddaverja.
Vísasti vegurinn til upplausnar,
nú sem fyrr, er hrærigrautur
flokka og hrossakaupastefna, sem
' slíku fylgir. Tökum eftir því, að
þeim ríkjum sem við jöfnum
okkur helst til að menningarstigi,
vegnar því betur sem þar eru
færri og stærri flokkar á stjórn-
málasviðinu. Þá virðast helst nást
fram stefnur, sem eru ekki opnar í
báða enda og með gati í miðjunni
eins og lýsa mætti stjórnmála-
straumum Framsóknaráratugs-
ins.
Er einhverju til hætt með djarf-
legu vali? Því meir sem kjósendur
sýna sig að því að vera hugsandi
og djarfir fremur en flokkssauðir,
þess minna verður um svefngengla
og erfðaprinsa í stjórnmálum
Endurreisnaráratugsins, sem nú
fer í hönd.
20.10.1979
Halldór Jónsson verkfr.
Landsmót
votta Jehóva
VOTTAR Jehóva á íslandi
halda nú árlegt landsmót sitt i
safnaðarheimili sinu að Sogavegi
71 i Reykjavík. Mótið hefst í dag
(fimmtudag) og lýkur á sunnu-
dag.
Mót þetta er haldið undir ein-
kunnarorðunum „Lifandi von“ og
hafa á þessu ári verið haldin
hundrað móta undir sömu eink-
unnarorðum víða um heim.
Dagskrá mótsins í Reykjavík er
sú sama og verið hefur í öðrum
löndum, dagskráratriði eru yfir 30
talsins, bæði erindi, samtöl, viðtöl
og auk þess þrjú leikrit með
litskyggnum, byggð á biblíulegum
atburðum.
Á mótinu verður þess m.a.
minnst, að öld er liðin frá því að
aðalmálgagn votta Jehóva, Varð-
turninn, hóf göngu sína. Kl. 16 á
sunnudag flytur Bjarni Jónsson
erindi sem nefnist „Eina von
mannkynsins — óbifanlegt Guðs
ríki“.
Mótsgestir munu á föstudaginn
fara út meðal Reykvíkinga og
bjóða þeim að sækja mótið.
Al (.I.VSINOASIMINN KR:
22480 ^
JOoroutilitntiií)
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
Stuðn-
ingsmenn
Gunnars S.
Björnssonar
halda fund í Ráðstefnusal Hótels Loftleiða fimmtu-
daginn 25. þ.m. kl. 8.30.
Ávörp flytja: Davíð Schevinp Thorsteinsson, Hjörtur
Hjartarson og Gunnar S. Björnsson.
Fundarstjóri: Siguröur Kristinsson.
Fjölmennið og takið þátt í undirbúningsstarfinu.
Stuðningsmcnn
AUGLYSING
MONUSTAN
MYNDAMÓT HF.
PRENTMYNDAGERO
AÐALSTRÆTI • SÍMAR: 17152-17355
Eigum fyrirliggjandi
í CJ5 og C J7 jeppa
Körfur Bretti Hvalbaka
Smíðum einnig hvers konar varahluti í
CJ5 ogCJ7áverkstæÓiokkar y |
Laugavegt 118 - Símí 22?A^
1