Morgunblaðið - 25.10.1979, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
Jón Bjömsson rithöfundur:
Ramakvein í
Þjóðviljanum
I
Kvein mikið birtist í föstu-
dagsblaði Þjóðviljans í þættin-
um Klippt og skorið. Höfundur-
inn er áb, sem mun vera Árni
Bergmann. Orsök þess er, að svo
vill til að gefið hefur verið út í
Búlgaríu safn smásagna eftir
Norðurlandahöfunda, en það er
15. bindið í sýnishornum úr
heimsbókmenntunum. Eins og
heiti bókarinnar, Maðurinn og
hafið, ber með sér, eru þetta allt
smásögur sem tengdar eru
sjómennsku. Jóhannes Helgi
hefur gert grein fyrir útgáfunni
í frétt í Morgunblaðinu 20. þ.m.,
þar sem m.a. kemur fram að það
eru búlgarskir aðilar sem tekið
hafa endanlega ákvörðun um
valið, svo að um það þarf ekki að
ræða frekar.
En það sem fer í taugarnar á
áb er, að þarna eru höfundar
sem ekki „passa í kramið" hjá
skoðanabræðrum hans, og þarf
það raunar engan að undra,
þegar þess er gætt hversu mikið
starf hefur verið lagt í að troða
ákveðnum höfundum fram á
Norðurlöndum, meira eða minna
á kostnað annarra. — Annars er
það dálítið skemmtilegt að áb
kallar Skandínava „rauðbleika".
Annaðhvort talar hér gallharður
kommúnisti, sem teiur frændur
okkar ekki nógu rauða, eða þá
fasisti sem ekki þolir að sjá
rauðan lit! — Annars eru
Skandínavar hvorugt, sá hávaði
sem stundum berst hingað staf-
ar frá fámennum hópum sem
lítil sem engin ítök hafa í
þessum löndum, a.m.k. ekki í
bókmenntalegu tilliti.
En það er ekki nema von að áb
sárni að nokkrir íslenzkir höf-
undar skuli vera komnir inn í
hið allra helgast í kommúnista-
ríki sem einkskonar Trjóuhest-
ur, þar sem áb og skjólstæðingar
hans telja sig vera hina einu
útvöldu. En skyldi skýringin á
því ekki vera nærtæk? Gæti ekki
verið að búlgarskir Iesendur séu
orðnir leiðir á þessu eilífa „sósí-
alrealistiska" þrugli, sem kvað
liggja óhreyft í bókhlöðum þar
syðra?
Áb telur „ólíklegt að aftur
gefist kostur á að koma íslenzku
efni á framfæri í bráð — eins
víst að það eigi einmitt við um
Búlgaríu," eins og hann orðar
það. Ég hafði annars ekki
ímyndað mér að við þessir 9
Islendingar sem eigum efni í
umræddri bók hefðum afrekað
slíku, en eigi þetta að skiljast
sem „kompliment", get ég fyrir
mitt leyti ekki þakkað fyrir, þar
sem við áb vitum báðir að
bókmenntir skortir okkur ekki,
þó að kommúnistar hafi með
áróðri sínum í áratugi leitast við
að skipa rithöfundum í þröngan
bás pólitískrar þráhyggju.
II
Samkvæmt venju salónkomm-
únista á bókmenntasviðinu getur
áb ekki skrifað greinarkorn án
þess að senda sumum rithöfund-
um allskonar slettur. Þannig
upplýsir hann að menn á borð
við Kristmann Guðmundsson
hafi ekki hlotið hljómgrunn á
Norðurlöndum. En eins og allir
vita varð Kristmann snemma
einn af vinsælustu rithöfundum
í Skandínavíu. Mér þætti gaman
að sjá upplitið á sumum þeim
skoðanabræðrum áb, sem há-
vaðasamastir eru, hefði þeim
fallið í skaut, þótt ekki væri
nema agnarögn af þeirri viður-
kenningu, sem Kristmanni hefur
hlotnast.
Jóhannes Helgi er ekki
óþekktur erlendis, heldur ekki í
Skandínavíu. Hann hafði fram-
Jón Björnsson
haldsleikrit í norska útvarpinu,
en það fékk ágætar viðtökur hjá
blöðum og hlustendum. Skáld-
saga hans, Svört messa, hefur
komið út á rússnesku og fleiri
málum og fjöldi smásagna eftir
hann hefur komið í safnritum
bæði austantjalds og vestan.
Svipuðu máli gegnir um hina
íslenzku höfundana í bókinni.
Ekki mun áb ókunnugt um að
ég hef skrifað allmargar bækur
á dönsku, sú síðasta kom 1977,
og fékk góðar undirtektir hjá
blöðum og kaupendum. Þær
blaðaúrklippur sem ég hef séð,
myndu verða drjúgt efni í Þjóð-
viljablað ef þeirra maður hefði
átt í hlut. Hvort Skandínavar
kunna að meta minn skerf skal
ósagt látið, en naumast myndu
þeir taka bækur til útgáfu og
velja kafla til birtingar í lestrar-
bókum skóla, ef höfundur þeirra
hefði engan hljómgrunn fengið!
Kannski áb og hans nótar séu
ekki alveg ókunnugir starfsemi
þeirri sem átt hefur sér stað í
Skandínavíu af skoðanabræðr-
um þeirra og kemur í ljós í
greinum Ólafs Jónssonar í Nord-
isk Tidsskrift og að nokkru í
skýrslum þýðingarmiðstöðvar-
innar í Kaupmannahöfn. Þessi
starfsemi hefur einkum gengið
út á að auglýsa flokksbræður
gagnrýnislaust og ata auri þá
rithöfunda sem ekki eru á sömu
línu og hafa ekki verið í náðinni
hjá „mennta“-klíku Alþýðu-
bandalagsins. En nóg um það að
sinni. Ritstjóri Þjóðviljans veit
vel að hér er ekki farið með
órökstuddar fullyrðingar.
III
Þá er komið að Gunnari Gunn-
arssyni. Ég get ekki svarað fyrir
þá búlgörsku aðila sem tóku
endanlega ákvörðun um valið í
bókina, enda hef ég enga hug-
mynd um það. En ætla má að
það hafi verið í samræmi við
heiti bókarinnar.
Ég held að það séu fleiri en ég
sem undrist yfir hneykslun áb
yfir að Gunnar skuli ekki vera
með. En það er gott og guði
þóknanlegt að iðrast. Man áb
kannski ekki eftir því að Gunnar
neyddist eitt sinn til að höfða
mál gegn Þjóðviljanum vegna
óvenjulega rætinna rógskrifa og
fékk blaðið dæmt í háar fésektir.
Blaðsnepill er nefndist Birtingur
lét ekki sitt eftir liggja til að
svívirða Gunnar. Síðar breyttist
þetta nokkuð, því að þeir sem
mest níddu skáldið fóru að
nudda sér upp við það áður en
lauk.
r Geta má þess, þó að það sé
smánarblettur sem aldrei verður
afmáður, að einn af skoðana-
bræðrum áb tók að sér að semja
íslenzka bókmenntasögu er
þvinguð hefur verið inn í skólana
sem kennslubók, en þar er
Gunnars Gunnarssonar alls
ekki getið. Ég held að áb ætti að
minnast orðtaksins: maður líttu
þér nær. Hvort sem Búlgarir af
vangá hafa ekki fundið sögu
eftir Gunnar sem átti við í þessu
safni eða ástæðan hefur verið
einhver önnur, þá felst í því
engin afsökun fyrir þá Alþýðu-
bandalags-„menntamenn“ sem
svívirða mesta skáldsagnahöf-
und þjóðarinnar með því að
nefna hann ekki á nafn í
kennslubók sem ætluð er skóla-
æskunni í landinu, eða gera
skáldskap hans þau skil sem
allir heilvita menn hljóta að
krefjast af þeim sem annast
fræðslu æskulýðsins.
Ég fer nú að slá botninn í
þessar athugasemdir mínar, en
get þó ekki látið hjá líða að
þakka áb fyrir ummæli hans
vegna útgáfu þessarar búlgörsku
bókar, því að þau staðfesta í einu
og öllu það sem ég og fleiri hafa
haldið fram í blaðagreinum um
ofríkistilburði kommúnista í
bókmenntaheiminum.
Nú eru Alþýðubandalagsmenn
að búa sig undir kosningar eins
og fleiri. Það veltur á miklu að
þjóðin standi vel á verði og losi
sig nú endanlega við yfirráð
þeirra í menntamálum og styðji
öll frelsisunnandi öfl til þess að
svo megi verða. — Svo mega þeir
óáreittir af mef lifa í draumum
sínum um menningarmálin, en
ég er hræddur um að þeim takist
seint að ná þvi marki að vera
alheimsritskoðarar, eins og þessi
búlgarska bók ber raunar ljós-
astan vott um.
Fiskimjölsframleiðendur:
Leyft verði að veiða 900 þús. tonn af loðnu
Eftiríarandi ályktun var sam-
þykkt samhljóða á fundi Félags
íslenskra fiskmjölsframleiðenda
sem haldinn var í Reykjavík
miðvikudaginn 17. október 1979.
„Á tímabilinu frá ágúst 1978 til
ágúst 1979 var loðnuafli nær 1200
þús. tonn. Nú telja fiskifræðingar
að ekki sé rétt að veiða meira en
600 þús. tonn á tímabilinu ágúst
1979 til ágúst 1980. Rök fiskifræð-
inga fyrir svo miklum samdrætti
eru ekki nægjanlega sannfærandi
til að réttlæta aðgerðir er stefna
fjárhagsafkomu fjölda fyrirtækja
í hættu með tilheyrandi atvinnu-
leysi. Telja verður að skipstjórar
loðnuveiðiskipa hafi góða aðstöðu
til þess að segja nokkuð til um
hvað til er af loðnu í sjónum. Það
er almenn skoðun þeirra að sjald-
an hafi verið meiri loðna á miðun-
um en nú. Hér ber því mikið á
milli. Með tilliti til þessa og með
hliðsjón af því að nauðsynlegt er
að fara að öllu með gát í þessum
efnum, leggur fundurinn til, að
leyfilegt verði að veiða 900 þús.
tonn á veiðitímabilinu 1979—
1980.“
Graf íksýning
Á SNERRU-LOFTI j Mosfellssveit stendur nú yfir sýning á grafik
eftir Jón Reykdal. Á sýningunni er 21 mynd og stendur hún til 2.
nóvember n.k. Allar myndirnar eru til sölu. Opið er á venjulegum
verslunartima, laugardag og sunnudag kl. 2—4 sd.
V etr arstarf
Æskulýðsráðs
Reykjavíkur
að hef jast
Vetrarstarf Æskulýðs-
ráðs Reykjavíkur er nú að
hefjast og er það um flest
með svipuðu sniði og s.l.
ár.
Æskulýðsráð veitir
ýmiss konar samtökum og
hópum húsnæðisaðstöðu á
Fríkirkjuvegi 11, til
Félagsmiðstöðvarnar
Vetrardagskrá félagsmiðstöðv-
anna, Fellahellis og Bústaða, tók
að flestu leyti gildi um mánaða-
mótin síðustu. Flestir starfshættir
hafa verið ákveðnir fyrir allan
veturinn. Upplýsingablöðum um
félagsmiðstöðvarnar hefur verið
dreift í viðkomandi hverfum.
Námsflokkar Reykjavíkur eru
m.a. með aðstöðu í Fellahelli.
Barnagæsla er á staðnum fyrir þá
fundahalda, námskeiða
o.þ.h. Hægt er að bóka
slíka aðstöðu á skrifstofu
ráðsins. Jafnframt annast
skrifstofan útleigu á
ferðadiskóteki og bingóút-
búnaði fyrir skóla og
æskulýðsfélög.
Eins og áður fá smærri
hópar úr æskulýðsfélögum
inni í Saltvík og Kjalar-
nesi fyrir „útilegur“
Tómstundastörí í skólum
Tómstundastarf yfir 7. 8. og-9.
bekk grunnskólans er nú að hefj-
ast. Það fer fram í 16 skólum
borgarinnar og verða að líkindum
starfandi allt að 130 hópar með
u.þ.b. 1.600 þátttakendum. Rit til
kynningar á starfsemi þessari
hefur verið útbúið og dreift til
skólanna.
nemendur námsflokkanna sem
ekki komast frá börnunum sínum.
Þá er í Fellahelli ýmiskonar
klúbba- og félagastarfsemi auk
þess sem alla sunnudaga kl.
14—17 verður búnings— og baðað-
staöa fyrir þá sem hafa áhuga á að
hreyfa sig jafnt úti og inni.
I Bústöðum er, eins og í Fella-
helli, ýmis klúbba- og félaga-
starfsemi. Sú nýjung verður í
starfi Bústaða í vetur að eftir
hádegi á laugardögum og milli kl.
16 og 19 á þriðjudögum verður
tómstundastarf fyrir 10—12 ára
börn. Þátttökugjald er 1000 krón-
ur og er innritunin i Bústöðum
alla virka daga kl. 15—18. Meðal
þess sem á boðstólum verður fyrir
börn er leðúrvinna, borðtennis,
leikræn tjáning, plastmódelsmíði,
blaðaútgáfa, tónlist og starfsemi
safnaraklúbbs.
Á fundi sem Æskulýðsráð hélt
með blaðamönnum kom það fram
að vonast er til þess að félags-
heimilið við Sæviðarsund verði
tilbúið til notkunar á næsta ári og
að félagsmiðstöðin í Árbæ verði
opnuð árið 1981.