Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 38

Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÖBER 1979 + Bróðir okkar, HANNES ÁSTRÁÐSSON, skipasmiður, Smiðjustíg 13, lést í Landspítalanum aö kvöldi 23. þ.m. Geirþóra Ástráösdóttir. Guðmundur Ástréösson. t Móöir okkar, INGIBJÖRG EIRÍKSDÓTTIR, Aöalgötu 4, Sauöárkróki, andaðist í Sjúkrahúsinu Sauöárkróki 24. október. Sigurgeir Sigurðsson, Eirfkur Sigurósson. + Eiginkona mín, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, frá Kolsstööum, Austurbrún 6, andaöist í Landspítalanum þ. 23. okt. Guólaugur Magnússon. + Eiginmaöur minn og faöir okkar, ÞORÐUR EINARSSON, fró Blönduhlíö, Vatnsnesvegi 34, Keflavík, lézt aö heimili sínu 19. október sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, laugardaginn 27. október kl. 13.30. Sigurlaug Guömundsdóttir, Haukur Þóröarson, Alda Þóröardóttir, Sólveig Þórðardóttir, Einar Þóröarson. + Utför FRIOÞJÓFS ÞORSTEINSSONAR, forstjóra, fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 26. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaö, þeir sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Aöstandendur. + Eiginmaöur minn, faöir okkar og afi, GÚSTAFÞÓRÐARSON, Hrísateig 31, er andaöist þann 19. október veröur jarösunginn frá Fossvogs- kirkju, föstudaginn 26. október kl. 10.30. Helga R. Snæbjörnsdóttir, Guðmundur Gústafsson, Margrét Arnadóttir, Katrín Gústafsdóttir, Vífill Oddsson, Þorsteinn Gústafsson, Laufey Egílsdóttir, og barnabörn. Minning: Lísbet Guðbjörg Kris tjánsdó ttir Fædd 12. janúar 1887 Dáin 1. september 1979 Hinn 11. september síðastliðinn var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík útför Lisbetar Guð- bjargar Kristjánsdóttur, er látist hafði skömmu áður 92 ára gömul, kona er lifað hafði umbreytingar og umskipti þjóðar sinnar og lands, staðið af sér marga storma, en brotnað í bylnum stóra seinast. Guðbjörg eins og hún var alltaf kölluð þekkti lífið og vissi að „einn er stór“ og hjá honum „er storma- hlé“. Hún var þakklát fyrir að hafa lifað svo langan dag, fengið að njóta krafta og heilsu fram til hinstu stundar. Hún var sátt við lífið, sátt við mennina. Við útför Guðbjargar í Dómkirkjunni var fjölmenni og mátti þar sjá full- trúa margra kynslóða. Tveir prestar fluttu ræður í kirkjunni, sóknarprestur Guðbjargar, síra Ragnar Fjalar Lárusson, er rakti æviferil hennar, en aðalræðuna flutti dóttursonur Guðbjargar, síra Einar Guðni Jónsson, sókn- arprestur að Söðulholti á Snæ- fellsnesi. Síra Einar Guðni flutti mjög hugnæma og eftirminnilega ræðu, þar sem hann gerði skil persónuleika ömmu sinnar og lýsti stöðu hennar í fjölskyldunni og stórbrotnu hlutverki sem móður og ættmóður. Úti í kirkjugarði talaði tengdasonur Guðbjargar síra Fjalar Sigurjónsson, sókn- arprestur á Kálfafellsstað, við hinsta hvíiustað Guðbjargar við hlið eiginmanns hennar, Einars Jónssonar. Þar hljómuðu einnig þakkarorð og bæn var flutt um blessun og heill þeim til handa sem liðnir eru og hinum lifandi. Lisbet Guðbjörg Kristjánsdóttir fæddist að Bár í Eyrarsveit á Snæfellsnesi 12. janúar 1887. For- eldrar hennar voru Kristján Þorsteinsson bóndi og kona hans, Sigurlín Þórðardóttir. Þau hjónin Sigurlín og Kristján eignuðust alls fimmtán börn. Af þeim náðu aðeins sex fullorðinsaldri, en þau voru auk Guðbjargar Kristólína, Geirþrúður, María, Jens, Þórhild- ur og Lilja. Nú er aðeins eitt þessara systkina á lífi, Lilja, sem búsett er í Hafnarfirði. Það segir sína sögu um líf og lífsafstöðu hinnar stóru fjölskyldu að verða að sjá af níu börnum ofan í jörðina og standa í harðri baráttu við að tryggja hinum björg og framtíð. Guðbjörg var alin upp hjá foreldrum sínum er áttu ástríki og alúð að bæta börnum sínum upp + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFSSON, Minna-Knarrarnesi, Vatnsleysuströnd, veröur jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju föstudaginn 26. október kl. 2. Blóm vinsamlegast afþökkuö, þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag íslands. Margrét Þórarinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faðir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN GÚSTAF SIGURÐSSON, forstjóri, Mánasundi 2, Grindavik, veröur jarösunginn frá Hafnarfjaröarkirkju, föstudaginn 26. október kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afbeöin, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Grindarvíkurkirkju, eöa líknarstofnanir. Sesselja Sigurjónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Eiginkona mín og móöir okkar, GUÐBJÖRG JOHANSEN, Reynimel 36, Reykjavík, verður jarösungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. október kl. 15. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarfélög. Hakon Johansen, Sonja Johansen, Þóra Kristín Johansen. + Eiginmaöur minn og faðir okkar, JAKOB SIGURJÓNSSON, Hólagötu 50, Vestmannaeyjum, veröur jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 27. október kl. 2. Inga Lárusdóttir, Sigurjón Jakobsson, Lárus Jakobsson. + Þökkum samúö og vináttu viö andlát og útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, BRYNDÍSAR E. BIRNIR, Guörún M. Birnir, Elí Auöunsson, Margrét Snœbjörnsdóttir, Björn Birnir, Jóhanna j. Birnir, Einar Birnir og fjölskyldur. Vegna jarðarfarar frú Guöbjargar Johansen, verður verslunin lokuð frá kl. 3 föstudaginn 26. október. Kúnigúnd, Hafnarstræti 11. Faöir okkar, MAGNÚS SIGURÐSSON, vélstjóri, elliheimilinu Garövangi, áöur til heimilis aö Vatnsnesvegi 23, veröur jarösunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 26. október kl. 14. F.h. vandamanna, Börnin. Vegna útfarar Friðþjófs Þorsteinssonar, forstjóra, verður Efna- gerðin Valur og Sælgætisgeröin Valsa í Hafnarfirði lokaðar föstudaginn 26. október. Efnagerðin Valur, Sælgætisgerðin Valsa. sorgir og harma annars vegar, en þröngan hag og andbyr hins veg- ar. Þegar frá leið urðu aðstæður allar hagstæðari. Kristján og Sig- urlín settust að í Fróðárhreppi. Bjuggu þau um skeið í Mávahlíð og nutu síðar verndar í skjóli stórbýlisins að Brimilsvöllum. Þau tengsl urðu nánari, þegar Ólafur Bjarnason síðar bóndi þar gengur að eiga Kristólínu systur Guð- bjargar. A þeim árum sem Guðbjörg Kristjánsdóttir er að alast upp á Snæfellsnesi fer nýr og ferskur andblær um landið og sveitir þess í hugsjónastefnum 19. aldarinnar. Snæfellsnes var á þessum árum eins og aðrar byggðir við Breiða- fjörð í fylkingarbrjósti, enda óvíða meiri björg og margvíslegri lifn- aðarhættir heldur en þar. Vakning á íslandi hófst fyrst á tveim stöðum að því er talið er: Við Breiðafjörð og í Þingeyjarsýslum. Stykkishólmur var á þessum tíma með athyglisverðari menningar- miðstöðum á landinu. Þangað liggur leið Guðbjargar ungrar að árum. Hún hverfur þangað að læra fatasaum. Varð hún með afbrigðum fær í öllu, sem að iðn laut, enda hæfileikar hennar mikl- ir, handlagni og útsjónarsemi. Nokkru eftir að Guðbjörg hafði dvalið í Stykkishólmi til mennta og undirbúnings undir lífið fer hún til Hvanneyrar í Borgarfirði. Verður hún vistráðin hjá Halldóri Vilhjálmssyni, skólastjóra við menntasetur og skólabú. Á Hvanneyri kynnist hún Einari Jónssyni, ráðsmanni og kennara við Hvanneyrarskóla. Þau Guðbjörg og Einar fella hugi saman og ganga í hjónaband 12. ágúst 1912. Einar var Austfirð- ingur af Vefara- og Fjarðarætt- um. Guðbjörg var svo sem áður hefur verið rakið Snæfellingur og átti ættfólk margt í Breiðafjarð- areyjum og í Dölum. Þau Guð- björg og Einar eignuðust níu dætur. Voru sjö þeirra fæddar á Hvanneyri, en tvær þær yngstu á Akranesi. Dæturnar eru allar á lífi. Þær eru: Þóra, er giftist síra Jóni Péturssyni, sem nú er látinn; Hulda, er giftist fyrst Gísla Eylert Eðvarðssyni, en hann er nú látinn, og síðar Kláusi Eggertssyni; Þórdís, er giftist Guðbjarti Steph- ensen; Guðlaug, er giftist síra Guðmundi Sveinssyni; Sigurlín, er giftist Kaj Jensen; Anna, er giftist fyrst Þorvarði Þorsteinssyni, en síðar Hjalta Sigurbjörnssyni; Beta, er giftist síra Fjalari Sigur- jónssyni; Hildur, er giftist Magn- úsi Björnssyni; Hjördís, er giftist Sveini Þorsteinssyni. Þá ólu þau hjóni Guðbjörg og Einar upp systurson Guðbjargar, Kristján Má Þorsteinsson, en hann dó fyrir nokkrum árum. Þau Guðbjörg og Einar bjuggu á Hvanneyri frá upphafi búskapar síns og fram til ársins 1923. Einar hafði fyrst komið að Hvanneyri arið 1907, en verið við nám í Danmörku á árunum 1908 til 1910. Þau hjónin undu hið besta vistinni á Hvanneyri, enda bragur staðar- ins stórbrotinn og heillandi fyrir framsækið og dugmikið fólk. Hús- bændurnir Halldór Vilhjálmsson og Svava Þórhallsdóttir mótuðu staðinn með metnaði sínum og manndómi. Sá hugur lifði í vitund þeirra alla ævi, er þar höfðu vistast og starfað. Eftir því sem fjölskylda þeirra Guðbjargar og Einars stækkaði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.