Morgunblaðið - 25.10.1979, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
39
því óhagstæðara reyndist að vera í
þröngu nábýli. Þau ákváðu því að
hefja eigin búskap, eigin atvinnu-
rekstur. Árið 1923 flytja þau
búferlum að Krossi í Innri-
Akraneshreppi. Þau bjuggu þau í
fjögur ár eða til ársins 1927.
Ásamt búskapnum á Krossi vann
Einar við plægingar og stundaði
önnur jarðræktarstörf fyrir ná-
granna sína. Stjórn heimilis og
uppeldi dætranna kom því að
verulegu leyti í hlut Guðbjargar
og kom sér þá vel dugnaður
hennar, útsjónarsemi og með-
fæddir hæfileikar aðrir.
Árið 1927 flytja þau Guðbjörg
og Einar á Akranes. Keyptu þau
hús það er Esjuberg kallaðist og
var staðsett ofarlega á Skaganum
miðað við þáverandi aðstæður.
Þau bjuggu svo á Akranesi fram
til ársins 1944, en skömmu áður en
þaðan er haldið höfðu þau reist
sér nýtt og vandað íbúðarhús við
hlið hinnar eldri byggingar.
Árið 1932 gerðist Einar Jónsson
vegaverkstjóri á Austurlandi.
Hann hafði þann starfa á hendi
með vaxandi ábyrgð og annríki til
ársins 1955, enda varð hann yfir-
vegaverkstjóri í landsfjórðungn-
um 1945 og hlaut þá að hafa
umsjón með allri vegagerð austur
þar. Þessi umskipti höfðu mikil
áhrif á heimilislíf, breytti því í
verulegum atriðum og skapaði
ýmsan vanda. Guðbjörg varð að
hafa ein alla forsjá heimilisins á
Akranesi þann tíma sem Einar
var fyrir austan og sá tími lengd-
ist eftir því sem verkefnin urðu
meiri og margvíslegri. Þá hafði
Einar iöngun til að setjast að á
Austurlandi, enda átti Austurland
hug hans allan. Guðbjörg átti
erfitt með að yfirgefa fyrra um-
hverfi sitt. Hún unni Vesturlandi
engu minna en bóndi hennar
æskuslóðum sínum.
Óvenjulegur umbrotatími í lífi
þeirra hjóna verður er þau flytjast
frá Akranesi árið 1944 og setjast
að í Reykjavík. Næstu tíu árin er
Einar að heita bundinn Austur-
landi. Má segja að þau hafi þá átt
tvö heimili, annað á Reyðarfirði
en hitt í Reykjavík. Þegar Einar
lætur af starfi sem yfirvegaverk-
stjóri verða umskipti að þessu
leyti. í Reykjavík voru þau hjónin
Guðbjörg og Einar alltaf í sama
húsi og einhver dóttir þeirra, fyrst
Þórdís, þá Hjördís, en síðast og
lengst Hulda. Guðbjörg missti
mann sinn 29. júlí 1969. Sjálf lifði
hún tíu ár til viðbótar með reisn
og göfgi þeirrar mannveru, sem
árin hafa gefið tækifæri að auðga,
fegra og bæta. Guðbjörg hvarf úr
þessum heimi rík mikillar reynslu
1. september 1979.
Guðbjörg Kristjánsdóttir var
ekki sterkbyggð kona, en engu að
síður heilsuhraust. Hún hafði
skapstyrk að fylgja fram áform-
um sínum og fyrirætlunum.
Guðbjörg fylgdist vel með öllu
því sem gerðist. Ættmenni hennar
voru að sjálfsögðu hugstæð, börn
og barnabörn dætra hennar. Hún
hafði mildi, en mikla einbeitni.
Guðbjörg var trúuð kona. Hún
varðveitti þar í senn fornan trúar-
arf, en lét sig einnig miklu skipta
hræringar er boðuðu endurmat og
tengja vildu saman þekkingu og
trú.
Hún var skáldmælt og hvarf á
vit þeirrar hæfni einkum á efri
árum. Stef hennar og vísur voru
fyrirbænir og blessunaróskir.
Þannig kvaddi hún heiminn í
heiðríkju vona sinna og drauma.
Guð blessi minningu tengdamóður
minnar.
Guðmundur Sveinsson.
Móðir mín Lisbet Guðbjörg
Kristjánsdóttir lést á Borgarspít-
alanum 1. sept. s.l. Það kemur
stundum fyrir í lífi mannanna
barna að okkur skortir orð til að
þakka samferðafólki, ástvinum og
sérstaklega móður sem hverfur
okkar jarðnesku sjónum eftir
hugljúf og ómetanleg kynni. En
þetta er ganga okkar allra. Móðir
mín var orðið háöldruð kona, en
einhvern veginn er það nú svo að
söknuðurinn verður ávallt sá
sami, sérstaklega þegar um móður
manns er að ræða. Mamma mín
átti við vanheilsu að stríða síðari
árin, en er af henni brá, var hún
full af lífi. Hún var vel hagmælt
og gat setið tímum saman við
skriftir og hafði fulla andlega
heilsu fram til síðustu stundar.
Sem betur fór bjó hún alltaf á
fastmótuðu heimili er hún hafði
skapað. Mamma átti marga af-
komendur. Hún fylgdist með
hverjum einstökum og gladdist ef
vel gekk, en ef út af bar var hún
kærleiksrík og dæmdi engan, því
að fyrir henni voru allir jafnir,
bæði fyrir Guði og mönnum.
Þegar ég sagði mömmu, að ég
ætlaði að flytjast vestur í Dali,
varð hún mjög glöð og sagði að þá
væri ég komin heim, því að hér
liggja rætur hennar. Afi var
fæddur að Skriðukoti í Haukadal
og amma var ættuð úr Breiða-
fjarðareyjum. Þvi miður bar hún
ekki gæfu til að heimsækja mig,
andinn var reiðubúinn en kraftur-
inn á þrotum. Síðustu dagana sem
hún lifði var ég svo heppin að vera
samvistum við hana í Reykjavík.
Mamma var falleg kona, jafnvel
síðustu dagana eins og stórskáldið
Steingrímur Thorsteinsson segir:
Elli þú ert ekki þunic.
anda Guði kærum.
Foxur sál er alltaf unií.
undir silfurhærum.
Það er nú svo að þegar aldrað
fólk deyr þá vaknar með manni,
ekki sorg yfir dauðanum, heldur
eru það minningar sem vakna,
minningar um góða og gáfaða
manneskju, sem aldrei brást
skyldum sínum, elskaði og treysti
dætrum sínum, tengdasonum og
barnabörnum. Ég vona að við
afkomendur hennar séum verðug-
ir þess trausts.
Foreldrar mínir voru alla tíð
óvenjulega samhent hjón, sem
áttu svo margt sameiginlegt, voru
bæði óvenju ljóðelsk og fróðleiks-
fús og nú veit ég að þau eru
saman, því „anda sem unnast fær
aldregi eilífð að skilið."
Hafi hún þökk fyrir hvað hún
var mér góð móðir, frá manni
mínum, sem elskaði hana eins og
bestu móður og síðast en ekki síst
frá dóttur minni, sem lítil telpa
bar gæfu til að vera samvistum
við hana og pabba og verður henni
alla ævi ómetanlegt vegarnesti.
Hjördís.
Hún amma mín er dáin. Það er
eins og slökknað hafi á loga
eilífðarinnar. Dauðinn var svo
fjarlægur, fortíðin svo samtengd
nútíðinni, hún var tengiliður
margra kynslóða.
Á þessari stressuðu tækniöld,
þar sem lífsbaráttan er háð með
hönd á stýri eða þumal á takka, þá
er mikið guðslán að eiga síunga,
aldna ömmu. Og þessi amma mín
var engin venjuleg amma í mínum
huga. Hún fæddist á litlum bæ,
Bár, á norðan-verðu Snæfellsnesi
við Breiðafjörð. Hún var komin af
góðu og göfugu fólki. Þar um
slóðir ólst hún upp og kynntist af
eigin raun lífsbaráttu síðustu ald-
ar og á heimaslóðum var hugurinn
bundinn alla hennar ævi, þó bú-
setan væri annars staðar. Hún
eignaðist níu kraftmiklar dætur,
sem allar eru á lífi. Amma hugs-
aði um heimili sitt með miklum
glæsibrag fram á síðasta dag. Og
það var ekkert venjulegt heimili,
því fjölskyldan var og er orðin
stór. Hjá henni var sjálf undir-
staðan, lífsbrunnurinn og fjöl-
skyldustofninn.
Nei, hún amma mín var engin
venjuleg amma. Á tíræðisaldri var
hún öllum gleggri, glettnari og
skemmtilegri. I sumar var hún
flutt mikið veik á sjúkrahús, allir
lutu höfði og kvíðinn læddist að,
en hvað gerist? Viku seinna er hún
útskrifuð og þegar ég sótti hana
gekk seint að koma henni í bílinn,
því hún glettist svo við læknana
og starfsfólkið, að það veltist um
úr hlátri. Þannig var hún. Ég var
svo lánsöm að umgangast ömmu
mína nær daglega frá því að ég
man eftir mér og mest þó síðustu
árin, en hún bjó síðasta áratuginn
í sama húsi og móðir mín Hulda,
og naut einstakrar umhyggju
hennar og Kláusar Eggertssonar
manns hennar, sem vert er að
þakka. Ógleymanlegar eru verzl-
unarferðirnar okkar fyrir jólin.
Allir þurftu að fá jólapakka, og
hópurinn var stór. Þegar ég sótti
hana á tilsettum tíma, þá var hún
venjulega búin að bíða í kápunni
sinni í klukkutíma og þegar hún
enn einu sinni var búin að fara inn
til að „slökkva ljósin, skrúfa fyrir
vatnið og loka öllum hurðum" þá
upphófst ævintýrið. Við vorum
orðnar þekktar í sumum búðum,
fengum sér-afgreiðslu og oft kaffi-
sopa á bakvið. Og að lokinni einni
af okkar mörgu verzlunarferðum,
birtist mynd af okkur í einu
síðdegisblaðanna. Allar gjafir
ömmu voru nytsamlegar og skyn-
samlega valdar. Hún keypti mikið
af bókum, því sjálf var hún
bókelsk og víðlesin. Ekki mátti nú
gleyma ritföngunum, því þau voru
ómissandi. Amma orti mikið, og
skrifaði, mest síðustu árin. Hún
bjó til vísur um flesta, ef ekki alla
í fjölskyldunni. Og smásögur og
ævintýri ömmu voru ógleymanleg.
Alltaf sátu börnin hljóð, þegar
amma las sögur sínar og ævintýri
Fæddur 26. október 1911
Dáinn 14. október 1979
í dag verður til moldar borinn
Ásgeir Marinó Einarsson fyrrum
framreiðslumaður.
Hann fæddist í Hrútafirði í
Húnavatnssýslu en fluttist barn
að aldri til Reykjavíkur.
Ungur að aldri varð hann að
vinna fyrir sér, eins og alltítt var
með unglinga á uppvaxtarárum
Ásgeirs.
Innan við tvítugt hóf hann nám
í framreiðslu, sem hugur hans
stefndi að. Hann nam fag sitt á
Hótel ísland undir handleiðslu
Ólafs Jónssonar, er síðar varð
fyrsti formaður Félags fram-
reiðslumanna. Ásgeir gekk í fél.
framreiðslumanna árið 1935.
Að námi loknu starfaði Ásgeir
ýmist á skipum Eimskipafélags
Islands eða á veitingastöðum í
landi.
í upphafi síðustu heimstyrjald-
ar fór hann sjálfboðaliði til Finn-
lands, eftir að Rússar gerðu inn-
rás í landið.
Þar var hann í tvö ár. Þá fór
hann til Svíþjóðar og dvaldi þar til
ársloka 1944. Vann hann í fyrstu
við skógarhögg og síðan á veit-
ingastöðum og um skeið var hann
þjónn í sendiráði íslands í Stokk-
hólmi.
Þegar Goðafossi var sökkt hér
við land í byrjun desembermánað-
ar 1944 fórst með skipinu Jakob
bróðir Ásgeirs og var það honum
þung harmafregn. Hann var þá
einn á lífi í fjölskyldunni ásamt
móður sinni. Ásgeir fékk leyfi til
að ferðast með herflugvél til
Englands og þaðan kom hann
fljótlega heim.
Þá stóð mágkona hans ein uppi
með tvö ungbörn. Fluttist Ásgeir
þá til hennar í Borgarnes og
aðstoðaði hana við rekstur Hótel
Borgarness, en hún var eigandi
þess. Starfaði hann þar í nokkur
ár, og eignaðist á þeim tíma með
henni son, sem var skírður Logi.
Þegar drengurinn var tveggja
ára gamall slitu foreldrar hans
samvistum og Logi ólst upp hjá
móður sinni og síðar manni henn-
ar.
Þrátt fyrir það að Logi væri svo
ungur þegar faðir hans fór frá
honum var alltaf mikill kærleikur
með þeim feðgum og er sonarsökn-
uður sár nú, þegar leiðir hafa
skilið.
Eftir dvöl sína í Borgarnesi, fór
Ásgeir til starfa á veitingahúsum
hér í borg, einnig vann hann á
Hótel D’Angleterre í Kaupmanna-
höfn, og einnig á m/s Gullfossi.
1956 leggur Ásgeir enn land undir
fót og fer þá til Ástralíu, en unir
hag sínum ekki sem bezt og kemur
aftur heim eftir 3 ára útivist.
Árið 1966 hóf hann störf hjá
undirrituðum í veitingahúsinu
Sigtúni við Austurvöll og starfaði
þar til ársins 1973, en þá brást
heilsan.
Síðan hefur Ásgeir átt við
fyrir þau. Þær stundir voru dýr-
mætar, sem seint munu gleymast.
Hún sagði frá huldufólki og álfum,
liðnum tíðaranda.og atvikum, og
lék þetta allt af innlifun. Börnin
gleymdu stund og stað.
Okkar ógleymanlegu bæjarferð-
ir urðu margar og strax að einni
lokinni, var byrjað að skipuleggja
þá næstu.
Amma var sístarfandi og sat
aldrei auðum höndum. Hún saum-
aði mikið, einkum fyrri ár. Þær
eru ófáar flíkurnar sem hún
breytti og lagfærði snilldarlega.
Allt var gjörnýtt, engu kastað.
Allir í fjölskyldunni þekkja og
eiga yndislega fallegu og mjúku
lopateppin, sem hún hafði sér-
staka ánægju af að búa til og færa
nýjum meðlimum fjölskyldunnar.
Það voru ekki bara hendur
hennar, sem voru sístarfandi,
heldur ekki síður hugur. Hún var
gædd þeim eiginleika að hugsa
dýpra en flestir og íhuga. Það var
sama hvert umræðuefnið var,
erfiðan sjúkdóm að berjast, en
alltaf bar hann þjáningar sínar af
stakri þolinmæði og karlmennsku.
Trú á annað líf bar hann í
brjósti og fullviss þess þó að
augun lokuðust og hjartað hætti
að slá væri annar og bjartur
heimur framundan.
Hálfum mánuði áður en hann
dó, kom hann í heimsókn til mín í
Sigtún við Suðurlandsbraut. Hann
var þá í hjólastól.
Við ræddum mikið saman um
gamla og nýja tíma og minnist ég
varla að hann hafi verið glaðlegri
í annan tíma en einmitt þetta
kvöld.
Hann var síðasti gesturinn er
yfirgaf Sigtún þetta kvöld.
Hann sagði mér að nú væri
farið að líða að ævikvöldi, en samt
myndi hann þrá að komast einu
sinni norður í Hrútafjörð og líta
sveit sína áður en yfir lyki. Sú
varð ekki raunin á. Ég efast ekki
um að nú sjái hann sína fögru
Sigríður
dóttir —
Fædd: 13. febrúar 1891.
Dáin 13. október 1979.
Á föstudag var til moldar
borin sú mæta heiðurskona, Sig-
ríður Siggeirsdóttir.
Ekki ætla ég mér það hlutverk
að rekja ætt hennar eða langan
lífsferil hér, það yrði mér ofviða,
en ekki get ég látið hjá líða að rita
nokkur þakkar- og kveðjuorð.
Fyrir 15 árum tengdist ég Sigríði
og fjölskyldu hennar, er ég kvænt-
ist Selmu, stjúpdóttur Gylfa sonar
hennnar. Eftir það naut ég þess
ætíð, ásamt konu minni og börn-
um, að eiga hana að, bæði sem
kærleiksríkan vin og ömmu.
Ógleymanleg eru öll þau jól og
sumarkomur, sem fjölskylda
hennar naut með henni við Hverf-
isgötuna. Þá fylltist jafnan litla
íbúðin af afkomendum og þeirra
aldrei var komið að tómum kofa,
alltaf hafði hún meira en aðrir að
leggja til, og hennar ráð reyndust
öllum farsæl og margir nutu þess
oftar en einu sinni. Minni hennar
var einstakt.
Starfsdagur ömmu var orðinn
langur. Það er mikið lán að halda
að mestu heilsu í 92 ár og
síauknum andlegum þroska. Og nú
þegar hún amma mín er aðeins
minning, þá finn ég enn betur en
áður, hver tilgangurinn er með
þessu lífi, hvernig við eigum að
breyta hvert við annað og nýta
reynslu okkar og þekkingu, og að
amma mín gaf mér fjársjóð sem
er meira virði en silfur hafsins og
allt gullið í iðrum jarðar
Ég veit að afi minn, sem einnig
var einstakt glæsi- og góðmenni,
beið hennar handan móðunnar'
miklu, og ég sé þau í anda leiðast
hönd í hönd í sælum endurfundi.
Blessuð sé minning þeirra
beggja.
Rósa Gisladóttir.
sveit í öðru ljósi og á æðra
tilverustigi en áður.
Ásgeir hlaut árið 1966 silfur-
merki framreiðslumanna, sem var
verðskuldaður heiður.
Samstarfsfólk hans í Sigtúni
bað mig að geta þess að það sendi
honum saknaðarkveðju og mun
alltaf minnast hans sem góðs
félaga.
Ég sendi syni hans og ástvinum
innilegar samúðarkveðjur.
Guð blessi minningu hans.
Sigmar Pétursson.
Siggeirs-
Kveðja
fólki, og þrátt fyrir öra fjölgun,
var ávallt nóg rými fyrir alla.
Þessi boð voru Sigríði og okkur
öllum hinum, ómissandi þáttur í
hátíðahöldunum og hélt hún þess-
um sið til hins síðasta, þrátt fyrir
hrakandi heilsu hin síðari ár.
Ávallt var hún hrókur alls
fagnaðar, og virtist það henni
hreinasta lífsnautn að umgangast
börnin.
Um leið og við kveðjum Sigríði
ömmu hinstu kveðju og þökkum
henni það veganesti sem hún
veitti okkur, vottum við eftirlif-
andi systrum hennar og niðjum
samúð okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Selma og Vilmar.
Afmœlis-
og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu mali. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu linubili.
Minning—Ásgeir
Marinó Einarsson