Morgunblaðið - 25.10.1979, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
41
félk f
fréttum
54 milljarðar í bætur tilBítlanna?
ÞÓ AÐ brezku Bítlarnir heyri liðinni tíð
til, munu þeir þó hafa gengið þannig frá
hnútunum, að til er sameignarfyrirtæki
sem hefur það hlutverk með höndum að
gæta hagsmuna þeirra sem hljómsveit-
ar,— Þetta fyrirtæki hefur nefnilega
ákveðið að fara í mál við væntanlega
ameríska framleiðendur kvikmyndar
sem segir frá Bítlunum, „Þegar Bítlarnir
fæddustTalsmenn fyrirtækis þessa
krefjast 140 milljón dollara bóta. Hug-
myndin var að láta einhverja leika
hlutverk Bítlanna, flytja lögin þeirra og
fella inn í þessa mynd kvikmyndaþætti
sem til eru af Bítlunum þegar þeir voru
upp á sitt bezta. 140 milljónir dollara eru
um 54 milljarðar ísl. króna. Þetta mikla
skaðabótamál, sem ekki mun vera það
fyrsta sem þetta Bítla-sameignarfyrir-
tæki höfðar, verður rekið fyrir rétti í Los
Angeles.
Uthrópaði
bróður sinn!
KÚBÖNSK kona, sem var í New
York á dögunum og tók þátt i
mótmælaaðgerðunum gegn
Castró einræðisherra er hann
kom til borgarinnar til að
ávarpa þintc Sameinuðu þjóð-
anna.— Hún sagði, að Castró
væri villidýr og honum yrði að
steypa aí stóli!— Hún hafði og
látið þau orð falla. að hún
myndi ekki geta unað sér
hvildar i haráttunni gegn
Castro, fyrr cn land hennar og
þjóð væri aftur frjálst. Þjóð
okkar lifir undir járnhæl ein-
ræðisherrans og hann hefur
framið glæpi gegn landi okk-
ar.— Konan sem svo mælti
heitir Juanito Castro og er
systir Castros. Hún tók þátt i
þvi er hann steypti Batista af
stóli en árið 1960 sneri hún baki
við bróður sinum og flúði þá
land til Bandarikjanna. Hún er
kaupkona i Miami.
Kínverskur andófsmaður í fangelsi
BLAÐAFREGNIR frá Peking herma að þar hafi verið dæmt í
máli hins fyrsta andófsmanns i höfuðborginni. Andófsmaður-
inn Wei Jingsheng 29 ára sem er ritstjóri blaðsins Tansuo
(Könnun) var dæmdur í 15 ára fangelsi af „Opnum dómstóli“ í
Peking, en réttarhöldin í máli Weis stóðu. einn dag.— Vinum
hans var bannað að vera i réttarsalnum og erlendum
fréttamönnum var og meinaður aðgangur að réttarhöldun-
um.— Var Wei dæmdur fyrir að haía miðlað erlendum mönnum
(blaðamönnum) hernaðarlegum upplýsingum (Vesturlanda-
fréttariturum um gang stríðsins milli Kina og Vietnams), að
hafa haft i frammi andóf i blaði sinu og að hafa átt hlut að
harðri gagnrýni á hendur ráðamönnum í sambandi við
veggspjaidaútgáfu á „Lýðræðisveggnum i Peking.“ Viður-
kenndi Wei brot sitt að sögn nærstaddra sem biaðamenn höfðu
samband við, en ekki talið upplýsingga miðlunina og andófs-
skrifin brot á lögum. Hann tók fangelsidómnum með mikilli
ró,— í dómsorðunum var og kveðið svo á að eftir að hann hefur
lokið að taka út dóminn sem hljóðaði upp á 15 ár megi hann
ekki hafa afskipti af stjórnmálum næstu þrjú árin á eftir. Wei
sem var rafvirki við dýragarðinn í Peking var handtekinn
ásamt 20 öðrum andófsmönnum í Peking fyrir rúmu hálfu ári.
EIMSKIP
Viö vekjum athygli viöskiptavina okkar á
því aö vörur sem liggja í vörugeymslu-
húsum okkar eru ekki tryggöar af okkar
gegn bruna, frosti eða öörum
skemmdum og liggja þar á ábyrgð
vörueigenda. — Athygli bifreiöainnflytj-
enda er vakin á því aö hafa frostlög í
kælivatni bifreiöanna.
mmys
sími: 27211
Austurstræti 10