Morgunblaðið - 25.10.1979, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979
Bara vegna þess að ég nenni
ekki að stoppa i hvert skipti
sem krakkarnir þurfa að pissa!
„Sumri hallar,
hausta fer...”
í Morgunblaðinu laugardaginn
20. okt. 1979 spyr aldraður skóla-
maður Velvakanda um höfund
vísunnar
Sumri hallar, hausta fer,
heyri snjallir ýtar.
Hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar.
Sendi þeim gamla hér meðfylgj-
andi heimild um þetta á nokkrum
blöðum ljósprentuðum. Þessi blöð
eru úr bók Arnfríðar Sigurgeirs-
dóttur, Séð að heiman. Þar er
einnig getið annarrar vísu góðrar
sem ort hefur verið um leið og við
sama tækifæri en af öðrum hag-
yrðingi:
Fýkur mjöllin feiknastinn,
fegurð völlinn rænir.
Hylja fjöllin sóma sinn,
silungshöllin skænir.
Arnfríður getur þess að ýmsum
hafi verið eignuð vísan Sumri
hallar. Heimild hennar um höf-
Höfundurinn, Illugi Einarsson,
er kallaður skáld í sumum heim-
ildum og vitað er um Griðkurímur
sem hann orti. Illugi er fæddur
1768 og mun hafa átt heima við
Mývátn en einnig á Hlíðarenda í
Bárðardal og á Brettingsstöðum í
Laxárdal. Foreldrar hans voru
Einar Vigfússon (Ingjaldssonar á
Kálfaströnd) og Guðrún Þor-
steinsdóttir en kona hans hét
Sigurbjörg Þorgrímsdóttir.
Fleira er hægt að grafa upp um
Uluga án vafa, þótt ekki sé það
hendi nær núna, en ég vona að
þetta nægi skólamanninum í bráð.
Reykjavík, 21. október 1979
Þórhallur Hermannsson.
• Fegurð himins
og stjarna
Lítum til himins þegar
dimma tekur. Út úr myrkri geims-
ins stíga stjörnurnar fram, hver á
fætur annarri.
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
í viðkvæmum spilum getur
styrkur og reynsla andstæðinga
haft mikil áhrif á meðhöndlun
einstakra lita. Lítum á skemmti-
legt dæmi. Lesendur ættu að
byrgja hendur austurs og vesturs
og athuga spilið.
Gjafari suður, allir á hættu.
Norður
S. Á63
H. G7
T. 54
L. DG10743
Austur
S. 872
H. D843
T. DG1062
L. Á
Suður
S. KG5
H. Á1062
T. ÁK93
L. 52
Suður opnar á einu grandi, sem
norður hækkar umsvifalaust í 3
grönd. Hvernig myndir þú haga
úrspilinu og auðvitað þarf að
reikna með bestu vörn, þó spaðatí-
an sé þér hagstætt útspil.
Eðlilega dettur þér fyrst í hug,
að sögn norðurs sé vafasöm.
Greinilega treystir hann þér til að
rata réttar leiðir.
í öllu falli verður að spila strax
laufi. Láti vestur lágt er ekki
óeðlilegt að láta hátt úr blindum
og treysta á, að austur taki
slaginn. Þá verður auðvelt að
fríspila litinn og spaðaásinn verð-
ur innkoman.
Svona er eðlilegt að spila þegar
ekki er ástæða til að búast við
bestu vörn. En sé hún upp á það
besta þýðir ekki að treysta á að
austur taki slaginn. Hann gefur
örugglega drottninguna og þá
verður ekki lengur hægt að fría
litinn og ekki hægt að vinna spilið.
En staðreyndin er, að þrjá slagi
verður laufið að gefa og til þess er
aðeins einn möguleiki. Þegar vest-
ur lætur smátt á laufspilið þitt
verður að láta smátt frá blindum
og vona, að austur eigi ás eða kóng
einspil.
Og eins og spilið er leikur ailt í
lyndi eftir það.
Vestur
S. D1094
H. K95
T. 87
L. K986
COSPER
Gólfið hefur ekki þolað alla reikningana sem borizt
hafa meðan við vorum á Ítalíu!
undinn er munnleg og kominn til
hennar um þrjár kynslóðir, en
saga um tilefni þess að vísan var
ort fylgdi einnig höfundarnafninu
og sú saga hafði einnig að geyma
hina vísuna, sem ég nefndi áðan.
Fyrst koma í ljós þær björtustu
en síðan þær daufari. Þær eru
margfalt fleiri en hinar. Þarna
birtast þær allar á hvelfingu
himinsins, svo fagrar, svo
skínandi._
Lausnargjald í Persíu
Kftir Evelyn Anthony
Jóhanna kristjónsdóttir
sneri á íslenzku
96
ihuga það. Hún vildi hann ekki
sem bandamann. Hún varð að
viðurkenna það þótt það vekti
með henni hrylling að eftir árás
Resnais á hana hafði hún ekki
orku eftir til að berjast gegn
Peters. Hún vissi að hún varð
að berjast gegn honum. Hún
varð að standast þá freistingu
að gefa eftir og leyfa sér að
verða honum háð og leita til
hans eftir vernd. Hún lagði við
hlustirnar og vonaðist þó til að
heyra fótatak hans. Hann vár
hennar eini vin í þessari voða-
legu stöðu sem hún var í. Ef
hann hefði ekki verið hefði
Resnais nauðgað henni. Hún
mátti ekki hugsa um Peters
sem vin. Hann var hryðjuverka-
maður eins og hin tvö. Hún dró
lökin upp að höku og skalf
þrátt fyrír hitann. Þegar hún
heyrði dyrnar opnast, lokaði
hún augunum og lét eins og hún
væri i fastasvefni.
ÁTTUNDI KAFLI
Logan lagði upp tii Tokýó
klukkan fjögur síðdegis. Þetta
var langt og strangt flug með
viðkomu i Bangkok og Hong -
Kong. Hann var með skjala-
tösku úttroðna af skjölum og
pappirum um Imshan til að
glugga I og tvær svefntöflur,
sem Janet hafði krafizt að hann
tæki svo að hann gæti slakað á.
Hún hafði ekið honum til flug-
vallarins. en ekki farið út úr
hilnum. Hann kærði sig ekki
um að draga athygli að brottför
sinni. Hann hafði verið snort-
inn að sjá tár i augum hennar
þegar hánn 'kvaddi hana. Þau
höfðu færzt nær hvort öðru og á
annan hátt í þessum erfiðleik-
um og það skipti hann máli.
Hann kunni að meta hlutlæga
dómgreind hennar og þarfnað-
ist ástúðar hennar. Hann hail-
aði sér aftur i sætinu eftir að
vélin var komin á loft og sagði
við sjáifan sig, að hann hefði
aldrei verið jafn ástfanginn af
henni og núna.
Kampavin var borið fram. '
Hann afþakkaði og bað um
viskí, opnaði töskuna og fór að
blaða i skjölum sinum. Hann
hafði sagt James Kelly að hafa
samband við Homsi og kref jast
sönnunar fyrir þvi að Eileen
væri enn á lifi. Janet sagði að
hann hefði tekið rétta ákvörA
un. Keliy horfði á hann eins og
hann væri morðingi. Hver sem
niðurstaðan yrði var Ijóst að
James Kelly myndi ekki vinna
lengur hjá Imperialoliuféiag-
inu. Keily hafði gegnt þýð-
ingarmiklu hlutverki i undir-'
búningi samningaviðræðna og
vegna þess hve vel hann þekkti
til og var lagið að umgangast
fólk hafði hann komið málinu á
ákaflega góðan rekspöl.
En nú var komið að leiðarlok-
um. Eftir það sem á milii þeirra
hafði íarið var ljóst að þeir
gátu ekki unnið saman. Hann
var reiður James vegna þess, að
hann setti ekki hagsmuni fyrir-
tækisins ofar öðru. Og þegar
þetta var um garð gengið
myndu þeir ganga frá málinu
— vonandi í spekt og eins og
siðmenntuðu íóiki sæmdi.
Hann horfði annars hugar á
skjölin. Janet hafði sagt að það
væri engin von til þess að lífi
Eileenar yrði bjargað. Hann
efaðist ekki um dómgreind
hennar. Hún var ekki slík
manneskja að hún segði slikt
við hann vegna tilfinningasam-
bands þeirra. Hún var fær um
að halda þessu tvennu svo
aðskildu að hann var sannfærð-
ur um að þar fór ekkert á milli
mála. Hún var viss um að kona
hans yrði að deyja, J)ó svo að
hann gengi að öllu. James Kelly
var brjálaður út af þessu, og
var viss um að Logan ætti
einhverra kosta völ.
En auðvitað vissi hann hvers
vegna hann var svo þakklátur
Janet og hvers vegna hún var
honum jafn kærkomin og raun
bar vitni um. Einfaldlega vegna
þess, að hún létti af honum
ábyrgðinni. Hann vildi ekki
missa Imshan. Það væri hræsni
að segja að hann gæti afsalað
sér þvi sem var hátindurinn á
ferli hans, minnismerki sem