Morgunblaðið - 25.10.1979, Side 45

Morgunblaðið - 25.10.1979, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA lOIOOKL 10— 11 ^ FRÁ MANUDEGI Bládjúp himnanna er ekki leng- ur svart, heldur alskínandi. Hversu fögur eru ekki þessi him- inljós! Hundruðum saman blika þau yfir höfðum okkar. Þúsundum saman skína þau þarna uppi, ef með eru talin einnig þau ljósin, sem daufust eru, og varla verða greind berum augum. Á heiðskírum kvöldum getum við notið þessarar miklu fegurðar. Og ekki þurfum við langt að fara, aðeins ut fyrir dyrnar á huáum okkar. En best er þó að fara til stjörnuskoðunar þangað, sem minnst er truflun af götuljósum, ef við eigum heima í þéttbýli. Ekkert er okkur mönnum áhugaverðara en einmitt stjörnur himins. Okkur hættir til, að telja sólina okkar einu sólina og jörðina okkar einu jörðina. En það er langt í frá, að svo sé. Allar stjörnur sem við sjáum á himni Þessir hringdu . . • Ósiðsamleg auglýsing Mér er alveg óskiljanlegt að ríkissjónvarpið skuli leggjast svo lágt að sjónvarpa auglýsingu þeirri sem vikublaðið Vikan lætur frá sér fara um þessar mundir, einkum þegar haft er í huga að börn horfa mikið á auglýsingar sjónvarpsins. Betra væri að stytta dagskrána eitthvað en auka tekj- urnar með slíkum auglýsingum. Hverju ætti maður von á ef einkarekstur væri leyfður á sjón- varpsstöðvum þegar sjónvarp sem rekið er af almannafé leyfir sér að bera svona lagað afborð. En hins vegar ber að geta þess að yfirleitt er klám miklu fátíðara í sjónvarp- inu nú en var á tirhabili. Móðir. SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á millisvæðamótinu í Riga í Sovétríkjunum, sem lauk fyrr í þessum mánuði kom þessi staða upp í skák stórmeistaranna Olges Romanishin, sovétr., sem hafði hvítt og átti leik, og James Tarjan, Bandaríkjunum. Síðasti leikur svarts var 33. . . Hd7—c7?, sem gaf hvítum kost á að binda skjótan endi á skákina. eru sólir (nema örfáar reikistjörn- ur sem tilheyra okkar sólhverfi), og allar eru þær furðusmíð mikil. Eru margar þeirra ákaflega miklu stærri en okkar sól, þótt stór sé, og sumar þúsundum sinnum öfl- ugri og ljóssterkari. Ljósmagn margra er tugþúsnudum sinnum meira en okkar sólar. Sumar sólir eru þó svipaðar að stærð og efnismagni og enn aðrar eru minni. Allur þessi mikli sólnaskari er á mikilli ferð um geiminn, og ganga eftir ákveðnum brautum umhverf- is miðju vetrarbrautarinnar, sem þær allar tilheyra. Og ekki eru sólirnar einar á ferð. Flestar munu hafa með sér fleiri eða færri jarðstjörnur, líkt og við þekkjum frá okkar sólhverfi. Það, sem er þó allra umhugsun- arverðast, er lífið sjálft í þessum mikla heimi sólna og reikistjarna. Á ákaflega miklum fjölda reiki- stjarna annarra sólna mun lífið hafa haslað sér völl. Mannkyn munu þar vera í þúsunda og milljóna tali, vaxin úr grasi á svipaðan hátt og mannkyn okkar jarðar, sum þó miklu lengra kom- in að visku og mætti. Og einnig er þar um framlífsmannkyn að ræða. Þau mannkyn, sem langt eru komin á þroskabraut sinni, munu hafa náin sambönd sín á milli, vitandi vits, þrátt fyrir fjarðlægð- ir geimsins. Lífgeislinn mun vera sá töframiðill, sem einn dugar til slikra fjarskipta. Menn jarðar okkar vita enn of lítið um möguleika til sambanda við aðrar stjörnur, vita lítt eða ekki um lífgeislasambönd, og hafa því enn lítið gert að því, að rannsaka möguleika til sambanda við íbúa stjarnanna. Þessi sambönd eða áhrif eru þó alltaf fyrir hendi, og eiga sér stað þótt á heldur ófullkominn hátt sé, og margir verða þeirra varir, þótt lítt sé um það hugsað hvaðan þau stafa. Lítum til himins á heiðríkum kvöldum og reynum að njóta þeirra lífgandi orkustrauma sem frá stjörnunum berast. Ingvar Agnarsson. HÖGNI HREKKVÍSI . ?. . .'£6 ft£f V^MAhM !" TÍskusýning Föstudag kl. 12.30—13.30 Sýningin, sem veröur í Blómasal Hótels Loftleiða er haldin á vegum Rammagerðarinnar, islensks Heimilisiðnaðar og Hótels Loftleiða. Sýndir veröa sérstakir skartgripir og nýjustu gerðir fatnaöar, sem unnin er úr íslenskum ullar- og skinnvörum. Módeisamtökin sýna. Hinir vinsælu réttir kalda borösins á boöstólum. Verið velkomin. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322 Sænskar verkstæóis- borvélar fyrirliggjandi G.J.FOSSBERG VÉLAVERZLUN HF. Skúlagötu 63, Reykjavík. Sími 18560. Borstærö 32 mm Sýningarvél í verzlun. 34. Dxc7! og svartur gafst upp, því að 34. . . Dxc7 gengur auðvitað ekki vegna 35. He8 með máti. Það getur greinilega komið fyrir reyndustu stórmeistara að gleyma mátinu á áttundu línunni, en telja verður víst að Tarjan hafi verið í verulegu tímahraki. MANNI OG KONNA HAGTRYGGING HF él.'XV NÚ ER KOMINN TÍMI ENDURSKINSMERKJA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.