Morgunblaðið - 25.10.1979, Side 46

Morgunblaðið - 25.10.1979, Side 46
4 6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1979 Evrópukeppniníkörfuknattleik Franskir risar mæta KR-ingum KÖRFUKNATTLEIKSLIÐ KR mætir íranska liðinu Caen í Evrópukeppni meistaraliða á þriðjudaginn kemur. Þetta franska lið er atvinnumannalið og verður róður KR-inga því ugglaust þungur mjög. Þeir gera sér þó vissar vonir, jafnvel um sigur. í leikjum KR og Caen munu leika samhliða þeir Dakarsta Webster og Marwin Jackson og binda KR-ingar eðlilega miklar vonir við þann dúett. Sjálfir eru Bandaríkjamennirnir öruggir um sigur KR, raunar telja þeir ekkert sjálfsagðara en að KR hirði Evrópubik- arinn. En róðurinn verður þungur, Frakkland er hátt á lista í evrópskum körfuknattleik og flestir leikmanna liðsins eru ýmist landsliðsmenn eða hafa leikið með skólalands- liðum og herlandsliðum. Þá eru þeir frönsku engir dvergar, þrír leikmenn eru um 2,08 metrar og meðalhæðin í liðinu slík að stærri KR-ingarnir verða þefandi af hálsakotum þeirra. Spóinn kemur til með að bæta þetta að einhverju leyti upp, en betur má ef duga skal. Nánar verður sagt frá Evrópuleik KR í Mbl. síðar. Getraunaspáin af stað á nýjan leik • I fyrra iéku Vikingar við senska liðið Ysstad, og tókst að slá það út úr Evrópukeppninni. Á myndinni hér að ofan sést Árni Indriðason skora i leiknum á móti Svium hér heima. Viðbrögð Heim: „Gat verið verra" Evrópukeppnin í handknattleik: „Getum unnið þá á mölinni" sýnt sig þegar liðið vann Ystad 24—23 í báðum leikjum liðanna í síðustu Evrópukeppni. „En þó að við berum tilhlýðilega virðingu fyrir hinum íslensku mótherjum okkar, verður að segjast eins og er, að við hefðum getað fengið mun sterkari mótherja. Við stefnum að því að vinna stórt og örugglega á heimavelli, því að við eigum von á erfiðleikum i Reykjavík," sagði Stígur að lokum í umræddu viðtali ÍDN. Búlgaríu, — KFUM, Fredericia, Danmörku. Tatabanya Banyasz, Ungverja- landi, — TUS Hofweier, Vestur- Þýzkalandi. Evrópukeppni bikarhafa Borac Banja Luka, Júgóslavíu, — VS Trakia Plovdiv, Búlgaríu. Dijonnais, Frakklandi — Dosza Debrecen, Ungverjalandi. Bagsværd, Kaupmannahöfn, Danmörku, — Dankersen, Vest- ur-Þýzkalandi. Blau Wit Beek, Hollandi, — Bern, Sviss. Heim, Gautaborg, Sviþjóð — Víkingur, Reykjavík, íslandi. Union Krems, Austurríki, — Calpisa Alicante, Spáni. Siavia Prag, Tékkóslóvakiu, — Fjellhammer, Noregi. í meistarakeppni kvenna leik- ur Fram við Bayer Leverkusen frá Vestur-Þýzkalandi og á þýzka liðið heimaleikinn fyrst. Miiller kyrr í USA VESTUR-ÞÝSKA knatt- spyrnuliðið 1860 Munchen hefur lagt á hilluna áform sin um að fá gömlu kempuna Gerd Mtiller að láni frá bandariska félaginu Fort Lauderdale. Samningar voru í fullum gangi, en bandariska féiagið vildi siikar Ijárupphæðir i sinn hlut, að 1860 varð að draga í land. Esbjerg á grænni grein ESBJERG hefur nú svo gott sem tryggt sér Danmerkur- titilinn í knattspyrnu, en þegar tvær umferðir eru cftir i deildarkeppninni, hef- ur liðið þriggja stiga forystu umfram KB sem er í öðru sœti. KB er eina liðið sem getur enn ógnað Esbjerg, en til þess þarf Esbjerg að tapa siðustu tveimur leikjum sinum og KB að vinna sina. Auðvitað getur það gerst. Úrslit í Danmörku í siðustu umferð urðu þessi. Ob - AGF 3-1 B 1903 — Hvidovre 3-1 Kastrup — Esbjerg 1—2 Ikast — KB 2-1 Skovbakken — B 93 1 — 1 Slagelse — Aab 1—4 Vcjle - B 1901 2-0 Esbjerg hefur 42 stig, en KB 39 stig. B 1903 er i þriðja sæti, en hefur aðeins hlotið 34 stig. Svartur sigur í Suöur-Afríku BANDARfSKI blökku- maðurinn og hnefaleikarinn John Tate gerði sér litið fyrir og sigraði Gerry Coet- zee í Suður-Afriku að við- stöddum 180.000 hvitum heimamönnum, löndum hans og sjálfum forsætisráðherr- anum. Þetta var keppni um HM-titiI WBC, gamla titil- inn hans Ali. Suður- Afrikubúar lögðu gifurlegt kapp á sigur Coetzee, beinlinis heimtuðu sigur, enda kappinn taplaus þar til um helgina. Svo mikið lögðu Suður- Afríkumenn upp úr sigri, að jafnvel keppnisbrækur Coetz- ee voru litaðar fánalitum Suður-Afríku. Ekki voru þó allir Suður-Afrikumenn á bandi Coetzee. Hann er nefnilega hvítur á hörund og svarti meirihlutinn í Soveto studdi Tate af lífi og sál. Voru gífurleg hátíðahöld í Soweto eftir sigur Tate. Það var aldrei spurning um hvar sigurinn myndi hafna. Fyrstu loturnar voru fremur rólegar, en þegar líða tók á keppnina, þyngdist sókn Tate og síðustu loturnar lumbraði hann stöðugt á mótherja sínum. Stigin féllu honum í hlut, sigurinn var fjarri því að vera naumur. GETRAUNAÞÁTTUR Morgun- blaðsins hefur nú göngu sína á nýjan leik og mun getraunatafl- an birtast reglulega í viku hverri. Spáin mun verða með sama sniði í vetur og hún var í fyrravetur. Tekin verður spá úr fjórum enskum blöðum og svo birt spá Mbl. Þá verður fenginn gestur til að spá hverju sinni og um leið rætt litillega við hann um íþróttir og ensku knattspyrnuna. Sá er reynir sig við getrauna- spána að þessu sinni og er um leið fyrsti spámaður okkar á vetrinum er Halldór Blöndal. Það var ekki úr vegi að vita hvort þeir sem á kafi eru í pólitík fylgist með íþróttum og um leið ensku knatt- spyrnunni. Halldór Blöndal. Við spurðum Halldór fyrst hvort hann ætti eitthvert uppá- haldslið í Englandi. Og síðan hvort hann fylgdist með íþróttum almennt. — Nottingham Forest er liðið mitt. Ástæðan er sú, að það kemur úr Skírisskógi, þar sem Hrói höttur ól manninn á sínum tíma. Og þar sem ég hef ávallt verið mikill aðdáandi Hróa hattar get ég ekki annað en haldið með Forest. — Ég fylgist með ensku knattspyrnunni og íþróttum ef tíminn leyfir. Ég les til dæmis alltaf íþróttasíður dagblaðanna. — Það er töluvert um áhuga- menn á Alþingi um íþróttir, og þar hafa margir góðir knatt- spyrnumenn setið. Sem dæmi get ég nefnt þjóðkunna menn eins og Björn Fr. Björnsson, Albert Guð- mundsson, Matthías Bjarnason, Bjarna Guðnason, Ellert B. Schram og Jóhann Hafstein. Hér á eftir fer svo spá Halldórs og ætti hún að gefa marga rétta því að hann íhugaði hana gaum- gæfilega. — þr. Spá Halldórs: Bolton — C. Palace 2 Brighton — Norwich X Bristol City — Arsenal 2 Everton — Manch. Utd. 2 Ipswich — Middelsbro 1 Manch. City — Liverpool 2 Southampton — Leeds 2 Stoke — Derby 1 Tottenham — Notth. For. 2 W.B.A. — Coventry X Wolves — Aston Villa 1 Chelsea — Fulham 1 I NÝLEGU hefti af Dagens Ny- heter má sjá stutta klausu þar sem forráðamenn sænska hand- knattleiksliðsins Heim segja skoðun sína á Evrópubikardrætt- inum, en sem kunnugt er leika Víkingur og Heim i 2. umferð- inni. í DN er haft eftir Stig Ander- son, aðstoðarframkvæmdastjóra Heim, að vitað sé, að Víkingur hafi sterku liði á að skipa, það hafi EINS OG fram kom á íþróttasíðu blaðsins í gær drógust íslands- meistarar Vals í handknattleik á móti bresku meisturunum Brentwood í meistarakeppni Evr- ópu. En bikarmeistarar Víkings fengu sænska liðið Heim frá Gautaborg sem mótherja i bik- arkeppninni. Hér á eftir fer hvaða lið drógust saman i 2. umferð. Meistarakeppnin Grosswallstadt, Vestur-Þýzka- landi, — Pallamano, Trieste, ítaliu. Partizan Bjelovar, Júgóslaviu, — Oppsal, Osló, Noregi. Atletico Madrid, Spáni, — Stella Sports, St. Maur, Frakklandi. Brentwood, Englandi, — Valur, Reykjavik, íslandi. j Dukla Prag, Tékkóslóvakíu, — Sittardia Sittard, Hollandi. Drott, Halmstad, Svíþjóð, — Grasshoppers Zúrich, Sviss. ZSKA September Flag, Sofia, „Ég tel að ÍBK eigi góða mögu- leika á þvi að komast i 3. umferðina eftir að hafa séð þessa kalla leika, þeir eru vanir renni- sléttum grasvöllum og þeim bregður í brún þegar þeir fá að skoða malarvelli okkar. 2—0 myndi fleyta okkur i 3. umferð- ina og ef út i það færi, myndum við lcggja allt i sölurnar þó að það kostaði aðrar fimm milljón- ir,“ sagði Hafsteinn Guðmunds- son er Mbl. sló á þráðinn til hans i tékknesku borginni Brno i gærkvöldi. „Eins og við var að búast var uppi fótur og fit þegar 20 manna hópur lenti í Prag án vegabréfs- áritana. Má segja að allt kerfið hafi „farið í kerfi". Það hjálpaði okkur að vélin sem við áttum að fljúga með til Brno var þegar búin að bíða í tvær klukkustundir eftir okkur og því urðu flugvallaryfir- völdin að hafa hraðann á. Enginn vissi hins vegar eða þóttist vita, að Brno-liðið ætti að leika gegn íslensku liði í Evrópukeppninni," bætti Hafsteinn við. Áfram hélt Hafsteinn: „Þetta var sérlega góður leikur af hálfu ÍBK og Tékkarnir máttu vart mæla af angist í leikhléi, þegar staðan var 1—1. Heimadómarar miklir frá Grikkiandi komu þeim síðan á sporið en þeir náðu aldrei umtalsverðum yfirburðum og voru undrandi á mótspyrnunni. Það var leikið undir flóðljósum í síðari hálfleik, þá var komið svarta- myrkur, en vöilurinn er einn sá fullkomnasti og besti í Tékkóslóv- akíu.“ Keflvíkingarnir halda frá Tékk- óslóvakíu til Luxemborgar í dag og í kvöld leikur liðið vináttuleik við 1. deildar lið þar í landi. Á laugardaginn hafa þeir Suður- nesjamenn hugsað sér að skreppa til Belgíu og sjá einn ieik eða svo. Síðan koma þeir heim á laugar- daginn og hefst væntanlega undir- búningurinn fyrir síðari leikinn þegar í stað. Getrauna- spá M.B.L. 2 « m 3 e 3 u tm o £ 1* o h h i m ■o e 3 'J3 Sunday People Sunday Express News of the world — Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Bolton — Cr. Palace X X 2 2 X 2 0 3 3 Briahton — Norwich 1 2 2 X X X 1 3 2 Bristol C. — Arsenal 1 X X 1 2 X 2 3 1 Everton — Man. Utd. X X 2 X X 1 1 4 1 Ipswich — Middlesbrough 1 X X X X X 1 5 0 Man. City — Liverpool 1 X 2 1 X X 2 3 1 Southampton — Leeds 2 1 1 X 1 1 4 1 1 Stoke — Derby 1 X 1 1 1 1 5 1 0 Tottenham — Nott. Forest 1 X X 2 2 X 1 3 2 WBA — Coventry X 1 1 1 X 1 4 2 0 Wolves — Aston Villa X 1 1 1 1 1 5 1 0 Chelsea — Fulham 1 1 1 1 1 1 6 ~W~ ~W~

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.