Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 4

Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Didier Handepin, ungi maðurinn sem leitar hefnda fyrir unnustu sina í þáttunum Ilefndin gleymir engum. Hann hefur þegar komið nokkrum fyrir kattarnef, en fleiri eru eftir... Sjónvarp í kvöld klukkan 21.10: Hefndin gleym- ír engum... Franski sakamála- myndaflokkurinn Hefndin gleymir engum er á dag- skrá Sjónvarpsins í kvöld, og hefst hann klukkan 21.10. Þetta er 4. þáttur, og magnast nú spennan enn. Fyrri þættir hafa verið þrungnir spennu frá upp- hafi til enda, jafnframt því sem óhugnaður þeirra vex. Fórnarlömbin eru nú orðin þrjú, auk þess sem fleiri eiga um sárt að binda. Lögreglan virðist nú vera að komast á sporið, og verður spennandi að fylgj- ast með því í kvöld, hvort hinn ungi rannsóknarlög- reglumaður verður ein- hverju nær eftir þáttinn. Sjónvarp í kvöld klukkan 20.35: Þjóðskörungar tuttugustu aldar Þjóðskörungar tuttug- ustu aldar nefnist nýr myndaflokkur sem hefur göngu sína í Sjónvarpi í kvöld, og verður þar fjallað um ýmsa þá menn sem skarað hafa framúr í röð þjóðarleiðtoga á þessari öld. í þessum fyrsta þætti verður fjallað um það um- hverfi sem þessir menn ólust upp í, og gerð grein fyrir þeirri veröld sem þeir tóku við og breyttu. Þýð- andi og þulur er Gylfi Pálsson skólastj-óri. Þjóðarleiðtogar Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna og Bretaveldis á fundi, þeir Churchill, Roosevelt og Stalin. Þeir munu vafalaust koma við sögu í myndafiokknum sem hef- ur göngu sina í kvöld. IBb ' ] y * * ? jRIl útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDbGUR 27. nóvember MORGUNNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónieikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Sigriður Eyþórsdóttir held- ur áfram að lesa „Snata og Snotru“, dýrasögu í endur- sögn Steingríms Arasonar (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. 10.25 A bókamarkaðinum. Les- ið úr nýjum bókum. Margrét Lúðvíksdóttir kynnir. 11.00 Sjávarútvegur og sigling- ar Ingólfur Arnarson og Jónas Haraldsson tala við Martein Friðriksson á Sauðárkróki og Kristján Ásgeirsson á Húsavík; — fyrri þáttur. 11.15 Morguntónleikar Sinfóníuhljómsveitin í Berlín leikur „Semirami- des“, forleik eftir Rossini; Ferenc Fricsay stj. / Nican- or Zabaleta og útvarps- hljómsveitin i Berlin leika Hörpukonsert eftir Boield- ieu; Ernst Márzendorfer stj. / Nicolai Gedda og Mirella Freni syngja aríur úr óper- unni „La Bohéme“ eftir Puccini. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Á frívaktinni Sigrún Sigurðardóttir kynn- ir óskalög sjómanna. SÍÐDEGIÐ 14.40 Islenzkt mál. Endurtek- inn þáttur Ásgeirs Blöndals Magnússonar. 15.00 Tónleikasyrpa Léttklassisk tónlist og lög úr ýmsum áttum. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Ungir pennar Harpa Jósefsdóttir Amin les efni eftir börn og unglinga. 16.35 Tónhornið Sverrir Gauti Diego stjórn- ar. 17.00 Síðdegistónleikar Kristinn Hallsson syngur íslenzk þjóðlög í útsetningu Sveinbjörns Sveinbjörnsson- ar; Fritz Weisshappei leikur á píanó / Konunglega hljómsveitin í Kaupmanna- höfn leikur Sinfóníu nr. 1 í c-moll op. 5 eftir Niels Gade; Johan Hye-Knudsen stj. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Víðsjá. 19.50 Til- kynningar. KVÖLDIÐ 20.00 Nútímatónlist Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 20.30 Á hvítum reitum og svörtum ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Þjóðskörungar tuttug- ustu aldar Nýr myndaflokkur hefur nú göngu sína í sjónvarpl. Hann er um nokkra af heistu þjóðarleiðtogum á þessari öld, ævi þeirra og áhrif á samtimann. Fyrsti þáttur greinir frá þeirri veröld sem þeir tóku að erfðum, og umbreyttu mjög. Fyrst um sinn verða þættir þcssir á dagskrá annan hvern þriðjudag. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.10 Hefndin gleymir engum Franskur sakamálamynda- flokkur. Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Ungur, bandarískur verk- fræðingur, Buck Paige, búsettur í París, fær vinnu á oliuborpalli við strönd Ntgeriu. Konunni hans ungu leiðist fyrst í stað, en brátt kynnist hún manni að nafnl Joél Moulin og með þeim takast ástir. Paige berast nafnlaus bréf þar sem lýst er nákvæm- lega athæfi konu hans. Hann kemur til Parísar 31. mai og finnur konu sína látna. Honum verður svo mikið um að hann styttir sér aldur. Camaret iögrcglumaður sér að sam- hengi er í þremur dauðs- föllum sem orðið hafa 31. maí þrjú ár í röð. Þýðandi Ragna Ragnars. 22.05 Umheimurinn Þáttur um erlenda viðburði og málefni. Umsjónar- maður Bogi Ágústsson fréttamaður. 22.55 Dagskrárlok Guðmundur Arnlaugsson rektor sér um skákþátt. 21.00 Barnamenning Hinrik Bjarnason flytur er- indi. 21.20 Einsöngur i útvarpssal: Elin Sigurvinsdóttir syngur lög eftir Þórarin Guð- mundsson, Ingunni Bjarna- dóttur, Árna Björnsson, Loft Guðmundsson, Pál ísólfsson og Karl O. Runólfsson. Agn- es Löve leikur á píanó. 21. 45 Utvarpssagan: „Mónika“ eftir Jónas Guðlaugsson Június Kristinsson þýddi. Guðrún Guðlaugsdóttir les (8). 22.15 Fréttir. Veðurfregnir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Michael Ponti leikur á píanó verk eftir Alexander Skrjabin a. Fjögur lög op. 51 b. Þrjú lög op. 52 c. Fjögur lög op. 56 d. Tvö lög op. 57 e. Albúnblað op. 58 f. Tvö lög op. 59 23.00 Á hljóðbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. Woody Állen á útivelli: Hljóðritanir frá skemmtun- um hans í Washington, Chic- ago og San Francisco. 23.35 Harmonikulög Örvar Kristjánsson leikur. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.