Morgunblaðið - 27.11.1979, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 27.11.1979, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 11 hættulegt sé að draga úr olíu- viðskiptum við Sovétríkin, af því að það kunni að minnka áhuga þeirra á íslenskum framleiðslu- vörum. Þessi röksemdarfærsla er ekki sannfærandi. Af mörgum ástæðum munu Sovétmenn sjá sér hag í því að eiga viðskipti við íslendinga framvegis eins og hingað til. Þá hafa viðskiptin milli landanna verið íslendingum svo mjög í óhag undanfarin 5 til 6 ár, að það mun taka Sovétmenn mörg ár að vinna þetta óhagræði okkar upp, vilji þeir í raun, að jafnræði ríki í viðskiptum land- anna. Auk þess er ekkert sem bendir til þess, að það sé endilega hagkvæmt fyrir okkur að hætta öllum olíuviðskiptum við So- vétríkin. Telja sumir eðlilegt.við það verði miðað, að V4 til Va olíunnar komi framvegis frá Sov- efmönnum, en láta mun nærri að með því magni verði jafnvægi í viðskiptum landanna. Fyrir frumkvæði stjórnar- andstöðunnar, Sjálfstæðisflokks- ins, fékkst ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar loks til að stíga það skref sem skapað hefur algjörlega ný viðhorf í olíuviðskiptum lands- manna á tæplega hálfu ári. Undir forystu Jóhannesar Nordal hefur olíuviðskiptanefnd valdið þeirri hugarfarsbreytingu í olíumálun- um, sem Morgunblaðið hvatti oftar en einu sinni til á fyrri hluta þessa árs. Nauðsynlegt er að taka upp nýjar aðferðir við olíuinn- kaupin framvegis. Að sögn þeirra, sem best hafa kynnst þessum I málum undanfarna mánuði, virð- ist óhjákvæmilegt að koma á fót innkaupafyrirtæki, sem opinberir aðilar eigi aðild að ásamt full- trúum olíufélaganna. í skýrslu olíuviðskiptanefndar segir: „Stjórn olíuframboðs frá einstök- um ríkjum er nú yfirleitt í höndum ríkisstjórna, en var áður í höndum alþjóðlegra olíufélaga. Byggjast ákvarðanir um fjárfest- ingu í þessum iðnaði og sölu olíu nú fyrst og fremst á pólitískum atriðum og tekjusjónarmiðum framleiðslulanda en ekki á eftir- spurn." Þessi breytta aðstaða er sögð valda því, að nauðsynlegt sé ð fyrir liggi vitneskja um olíuinn- kaup landsins í heild, þegar samið er við einstaka aðila. I því skyni telja fróðir menn nauðsynlegt, að ríkisvaldið ‘komi inn í myndina. „Olíuvopnið" er hugtak, sem verðu æ algengara í alþjóðlegum umræðum. Þetta „vopn“ er ekki til í þeim skilningi, að með því verði menn vegnir. En hitt er ljóst, að ásóknin í þessa orkulind og þeir gífurlegu hagsmunir, sem eru henni tengdir, setja sífellt meiri svip á samskipti ríkja. Með hliðsjón af því, að spennan á þessu sviði mun fremur vaxa en minnka á næstu árum, veitir það íslendingum mun meira svigrúm í meðferð utanrikismála sinna, að einokunin í olíumálunum hefur verið rofin og við erum ekki lengur haldnir þeim fordómum, að nauðsynlegt sé að vera háðir Sovétríkjunum um þessa orku. Meiri þversögn er varla unnt að ímynda sér. Björn Bjarnason. mánaða fyrirvara tilkynnt sovét- mönnum, að þeir ætli að draga úr innflutningi á gasolíu og bensíni frá þeim, hins vegar eru ákvæðin um svartolíumagnið óuppsegjan- leg. í reynd marka uppsagnar- ákvæðin í olíusamningnum tímamót í olíuinnflutningi til landsins, því að nú er þannig um hnútana búið, að það þjónar tilgangi að leita fyrir sér um kaup á olíu annars staðar en í Moskvu. Samkvæmt hinum nýju ákvæðum í samkomulaginu við Sovétmenn getum við til dæmis frá 1. apríl n.k. keypt gasolíu frá öðrum en þeim og sama er að segja um bensínið. Það er þegar komin hreyfing á olíukaup frá öðrum. í blöðum hefur komið fram, að Önundur Ásgeirsson forstjóri Olíuverslun- ar Islands h.f., OLÍS, (BP) hefur verið í Nígeríu til að kanna möguleika á olíuviðskiptum. Olíu- útflutningur frá Nígeríu hefur vaxið mjög síðustu ár ekki síst til Bandaríkjanna, þar sem Nígeríu- menn eru annar stærsti innflytj- andinn. í dag, þriðjudag, heldur olíu- viðskiptanefnd ásamt Vilhjálmi Jónssyni forstjóra Olíufélagsins h.f. (Esso) til Bretlands til við- ræðna við BNOC. Munu viðræð- urnar snúast um það, hvort breska ríkisolíufyrirtækið geti selt okkur 100 til 150 þúsund tonn af gasolíu, en áætluð þörf fyrir gasolíu 1980 er 280 þúsund tonn. í samningunum við Sovétríkin skuldbinda þau sig til að sjá okkur fyrir um 200 þúsund tonn- um nema við nýtum okkur upp- sagnarréttinn. Fram til þessa hafa olíufélögin keypt um 60 þús. tonn árlega af gasolíu utan Sov- étríkjanna. British National Oil Corpora- tion er starfrækt af breska ríkinu og var komið á fót vegna olíu- vinnslunnar í Norðursjó. Bretar eru orðnir útflytjendur á olíu og ráða yfir um 50 milljón tonna umframafkastagetu í olíuhreins- un á ári. Hefur olíuviðskiptanefnd bent á þann möguleika, að hráolía, sem keypt væri úr Norð- ursjávarolíulindum Breta, yrði hreinsuð í Skotlandi áður en hún yrði flutt hingað til lands. Breska ríkisolíufyrirtækið er rekið sem hvert annað olíufélag og verðlag á framleiðslu þess ræðst af almenn- um markaðslögmálum. Breska ríkisstjórnin hefur hins vegar mælt svo fyrir, að viðskiptum sínum skuli fyrirtækið beina til samaðila Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu og Alþjóða- orkustofnuninni (International Energy Agency, IEA) en olíu- viðskiptanefnd hefur einmitt lagt til, að Islendingar gerist aðilar að þeirri stofnun, þó ekki fulltrúi kommúnista í nefndinni Ingi R. Helgason. Munu nú vera að hefj- ast könnunarviðræður um þátt- töku íslands í Alþjóða orkustofn- uninni. í skýrslu olíuviðskiptanefndar segir: „Meginhluti olíuviðskipt- anna er eftir hefðbundnum við- skiptaleiðum, einkum á vegum hinna stóru olíufélaga, en verð- lagning í þeim viðskiptum er í grundvallaratriðum miðuð við verð á hráolíu að viðbættum hreinsunarkostnaði og álagningu, sem er að sjálfsögðu mismunandi há. Hafa þessi svokölluðu „mainstream" verð hækkað mun minna en dagverðin (þ.e. Rotter- dam-verðin). Þannig er talið, að „main- stream" verð í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Belgíu og Hollandi hafi að meðaltali hækk- að um nálægt tvo þriðju frá júní 1978 til jafnlengdar í ár. Á sama tímabili haekkaði gasolía á Rott- erdam markaði hins vegar um 200%. Voru dagverðin á henni þá orðin um 80% hærri en „main- stream" verðin, en höfðu verð u.þ.b. jafnhá ári áður.“ Menn vonuðu í febrúar, þegar Geir Hallgrímsson hóf um það umræður á Alþingi, að rétt væri að endurskoða samningana við Sovétríkin, að verðsprengingin í dagverðunum væri tímabundin. Brátt kæmist aftur á jafnvægi milli dagverðsins og „main- stream" verðsins. Það hefur hins vegar ekki gerst. Hæst varð dag- verðið í júní á þessu ári. Það hafði lækkað um 50—60 bandaríska dollara í september en hefur nú hækkað að nýju og nálgast óð- fluga hápunktinn í júní. Olíu- viðskiptanefnd mun stefna að því í viðræðum sínum við breska ríkisolíufyrirtækið að ná samn- ingum á grundvelli „mainstream" verðsins. Ýmsir aðrir þættir koma einnig til álita s.s. lánakjör og flutningskostnaður. Mun heild- armatið ráða því, hvort uppsagn- arákvæðin í samningunum við Sovétríkin verða notuð og þeim tilkynnt e.t.v. fyrir 1. janúar n.k., að hluta gasolíuviðskiptanna eða jafnvel þeim öllum verði beint til Breta frá og með 1. apríl 1980. Athuganir um kaup á bensíni frá öðrum en Sovétmönnum eru ekki komnar eins langt og varðandi gasolíuna. Islendingar þurfa alls um 600 þús. lestir af olíuvörum árlega. Ekki eru líkur á, að þetta magn muni minnka verulega á næstu árum. Hugmyndir um framleiðslu á vetni eða öðrum orkugjöfum, sem komið gætu í stað olíu, eru áhugaverðar en því miður ekki raunhæfar eða samkeppnisfærar í verði. Það er markmið hjá nokkr- um stjórnmálaflokkanna nú fyrir kosningarnar, að íslendingar verði sjálfum sér nógir um orku um næstu aldamót. Þessu mark- miði virðist ekki verða nað með öðrum hætti en þeim, að við nýtum orkulindir okkar með þeim hætti, að ágóðinn af þeirri nýt- ingu nægi til að greiða kostnaðinn af innfluttum orkugjöfum. Því er stundum haldið fram, að Þórhallur Ásgeirsson (t.v.) undirritar olíusamninginn við Sovótríkinn í Ráðherra- bústaönum 15. nóvember s.l. fyrir íslands hönd, en af hálfu Sovétríkjanna undirritaöi Boris Gorskov fulltrúi verslunarskrif- stofu þeirra hér samninginn. Við hlið hans er túlkur. Að baki standa fulltrúar olíufélag- anna og Kjartan Jóhannsson viðskiptaráðherra en þaö er sovéski sendiherrann, sem hvíslar í eyra hans á myndinni. Austurstræti 18 sími 19707 Skemmuvegi 36 simi 73055 í þessari bók er hann á feró' með Agnari Kofoed-Hansen um grónar ævislóöir hans, þar sem skuggi gestsins meö Ijáinn er aldrei langt undan. Gerö eru skil ættmennum Agnars báöum megin Atlantsála og birtu brugöiö á bernsku hans undir súö á Hverfisgötunni, þar sem hann í langvinnum veikindum dreymir um aö Jljúga. Rakið er stórfuröulegt framtak hans og þrautseigja t danska flughernum og flugferill hans í þjónustu erlendra flugfélaga, þegar stundum kvaö svo rammt aö í náttmyrkri og þoku, aö lóöa varö á jörö meö blýlóöi. Heimkominn hefur hann forgöngu um stofnun flugfélags — og hefst þá brautryðjandaflug hans, upphaf samfellds flugs á íslandi, oft á tíðum svo tvísýnt flug að nánast var flogið á faöirvorinu. En Jóhannesi Helga nægir ekki aö rekja þessa sögu. Hann lýsir af Á brattann; minningar °9 lil inn • hugarheim Agnars, Agnars Kofoed-Hansen u'an ',ma sögunnar, og er saga um undraverða 9e,ur henni Þann'9 óvænta þrautseigju og þrek- v,dd‘ raunir meö léttu og bráðfyndnu ívafi. Höfundurinn er Jó- hannes Helgi, einn af snillingum okkar í ævi- sagnaritun með meiru. Svo er hugkvæmni hans fyrir aö þakka að tækni hans er alltaf ný meö hverri bók. Almenna bókaíélagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.