Morgunblaðið - 27.11.1979, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
Þjörmum að íhaldinu íþessum kosningum:
Gefum þvíhreinan meirihluta
í síðustu koningum gerðu
íslenskir kjósendur sér lítið fyrir
og sveifluðu atkvæðum sínum til á
stórkostlegri hátt en dæmi voru
fyrir í sögu lýðveldisins. Sveiflan
var til vinstri. Hún gat í rauninni
ekki orðið nema til vinstri, því að
menn voru fyrst og fremst að
kjósa á móti ríkisstjórn íhalds og
framsóknar. Menn kusu fyrst og
fremst á móti henni fyrir það, að
hún hafði verið með puttana í
samningum ASI og VSI og að
sjálfsögðu sjálf hátíðlega undir-
ritað samninga við opinbera
starfsmenn, og ætlaði svo eftirá
að ganga á bak orða sinna og
breyta samningunum, þó í litlu
væri. Fordæmin voru svo ótal
mörg frá vinstri stjórnum sem
hægri stjórnum að hún taldi sér
óhætt, en nú reyndust þau vera
einum of mörg. Þetta var hálm-
stráið sem braut kryppuna á
úlfaldanum. Samningana í gildi
sagði stjórnarandastaðan og
samningana í gildi sögðu kjósend-
ur.
Eftirleikurinn
Þjóðin hafði átt leik og leikið
fram eitraðra peði en nokkur átti
von á. En svo kom eftirleikurinn
og þar var þjóðin — kjósendurnir
— bara áhorfandi. Ástandið var
uggvænlegt. Fiskveiðiflotinn var
að stöðvast, vinnslustöðvarnar
hrúguðu upp því meiri skuldum
sem þær tóku við meiri fiski. Og
svo kom aflahrota í ofanálag! Og,
til að gera allt verra, góðæri fyrir
bændur!
En hvar voru þeir á meðan, sem
þjóðin hafði vottað traust? (Því að
lýðræðið er nú einu sinni þannig
að ekki er hægt að votta einum
vantraust, án þess að það sé lagt
út sem traust fyrir hina.). Fóru
þeir í sumarfrí? Nei, því miður. í
níu vikur lágu þeir í svívirði-
legustu pólitísku illdeilum, sem
þjóðin hefur enn orðið áhorfandi
að og létu sig engu skipta þótt
landið væri stjórnlaust. Það vant-
aði bara þrjá þingmenn uppá að
vin8tri sveiflan væri næg til að
gefa „verkalýðsflokkunum" hrein-
an meirihluta (beitið ímyndunar-
aflinu til að gera ykkur í hugar-
lund hvað þá hefði skeð) og þeir
eyddu öilu sumrinu til að ausa
hvern annan öllum þeim skít, sem
þeir fundu nærtækan — og þegar
hann þraut fundu þeir upp meiri
skít! En svo var tekið í taumana af
stærra afli en þeir treystust til að
ráða við: Dagsetning, 1. septemb-
er. Þá átti kaupið nefnilega að
hækka, samkvæmt samningunum
heilögu, Sólstöðusamningunum.
Og í kjölfarið hækkað fiskverð
o.s.fr., o.s.frv. Það varð að hindra
að samningarnir tækju gildi. Og
þá loksins skriðu þeir saman að
fótskör ólafs Jóhannessonar og
sárbændu hann að taka sárasta
broddinn af niðurlægingu sinni
með því að breiða glottið sitt yfir
ríkisstjórn, sem léti það verða sitt
fyrsta verk að sníða vaxtarbrodd-
ana af Sólstöðusamningunum. Og
Ólafur — alltaf tilbúinn að þjást
með þjáðum — sló til og varð
forsætisráðherra eftir einhvern
herfilegasta kosningaósigur, sem
nokkur hefur beðið í manna minn-
um. x
Og eftir því varð framhaldið.
Þessari stærstu sveiflu þjóðarinn-
ar síðan 1908 var snúið uppí
einhver ömurlegasta farsa, sem
mannlegt auga hefur ennþá litið.
Það eina sem þessi ríkisstjórn
reyndi að glíma við allan tímann
var vísitalan. í hvert skipti, sem
hún átt að hækka — samkvæmt
gildandi Sólstöðusamningum —
fóru ríkisstjórnarflokkarnir að
hugsa upp „efnahagsráðastafan-
ir“. (Les: Hvernig er hægt að
svíkja samningana án þess að
launþegar taki eftir því að minn
flokkur átti aðild að þvi (án þess
að það kosti mig ráðherrastólinn).
Síðan rifust þeir um hver þeirra
hefði ætlað að svíkja litlu yndis-
legu Sólstöðusamningana mest.
Einu má gilda hvort einn sveik þá
mikið, annar meira og hinn þriðji
mest. Það sem máli skiptir er að
þeir voru sviknir, rýrðir um 12%.
Hagvöxtur hefur stöðvast. At-
vinnuleysi blasir við. Aldrei hefur
jafnmiklu trausti og þjóðin veitti í
síðustu kosningum verið sóað af
jafnmikilli léttúð, né á jafn-
skömmum tíma.
Ógeð
Það er kjörorð ungs fólks í dag,
að allt skuli opið. Allt komi öllum
við. Hvað sem okkur finnst um
þessa kenningu þá var vinstri
stjórnin mynduð undir þessu
mottói og þannig starfaði hún og
reyndi að stjórna. Hún sýndi í sér
innýflin og þau voru, eins og
innýfli venjulega eru, heldur
ógeðsleg. í staðinn fyrir andlit
kom glottið, enginn varð var við
heilabú, og skinnið varð náttúr-
lega að vanta til þess að innyflin
mættu njóta sín.
Þess vegna komu líka margend-
urteknir úrslitakostir kratanna
fyrir sjónir eins og hægðatregða.
Enginn gerði þjóðinni (kjósendun-
um) grein fyrir því, að þeir féllu
alltaf saman við ný vísitölutímabil
Sólstöðusamninganna. Úr því að
kratarnir höfðu álpast til að vera
sigurvegarar kosninganna vildu
þeir reyna að vera ábyrgir. Það
var ekki hægt nema að reyna að
svindla iaunþega svolítið með
vísitölunni. Og hvað sem hinir
reyndu að sussa svolítið niður í
þeim og segja þeim: „Við skuium
reyna að vera svolítið sniðugir",
þá skildu kratarnir aldrei fídusinn
og fannst enn að það þyrfti bara
að segja fólkinu að nú væri
„vinveitt ríkisstjórn" og allt í lagi
þótt hún svindlaði pínku-, obbolít-
ið á vísitölunni. Samstarfsmönn-
unum fannst hvort sem er að sigur
þeirra væri óverðskuldaður og því
maklegt að stegla þá við hvert
nýtt vísitölutímabil sem ákafasta
í kjaraskerðingunni.
Fjórðu úrslitakostirnir — og
þar með talin búvöruhækkun
gengu yfir — kratarnir kveinuðu
en ríkisstjórnin lafði og þjóðin
gekk til vinnu sinnar enn á ný í
trausti þess að þeir afgreiddu
fjárlög og annað það, sem þing-
mönnum ber að gera fyrir kom-
andi ár. En þá gerðist það að
kratarnir leystu upp ríkisstjórn-
ina á miðju vísitölutímabili eins
hljóðlega eins og þegar hefðarfrú
leysir vind í stóru samkvæmi. Og
með þessu óskynjanlega prumpi
var „vinstri stjórn 111“ öll. Búið
spil.
Og nú spyr ég kjósendur, eða
eigum við að vera hátíðlegir, og
segja: þjóðina; Hvar er eitt ein-
asta kosningaloforð þessara
þriggja flokka, sem stendur upp úr
og hefur verið efnt? Það eina sem
ég sé, að þeir hafi orðið sammála
um, er, að allir eyddu öllu fyrir
hinum. Rétt?
Mekkanismi
stjórnmálanna
I 35 ár hafa þegnar íslenzka
lýðveldisins gengið til kjörborðs-
ins, án þess að hafa hugmynd um
hverja það endanlega leiddi að
stjórnvelinum. Það var komið
undir kænsku, undirferli og slótt-
ugheitum örfárra manna eftir
kosningar, og rýkur svo enn af
síðustu dæmunum, að ekki þarf
upp að rifja. Þó hafa í þessu efni
skapast svo ákveðin mynstur að
ekki þarf annað en á að benda til
að allir sjái, rétt eins og þegar
barnið benti á nýju fötin keisar-
ans: Allir „vinstri" flokkar segja
fyrir kosningar að þeir vilji ekki
sjá neitt nema „vinstri stjórn".
(Vinstri er það kallað, ef framsókn
á forsætisráðherrann!) í kosn-
ingabaráttunni saka þeir hvern
annan um að sitja á svikráðum um
þessa meginreglu og hafa meira
eða minna duldar hneigðir til
íhaldsins. (Rétt eins og þegar
krakkar eru að rífast um hvort sé
„betra" að vera örvhentur eða
„rétt“hentur, það er ekki spurt að
verkunum). Síðan ræðst það af
kosningarúrslitunum hvort þeir
neyðast til að standa við orð sín og
fara í „vinstristjórn". Ég fullyrði
að það hefur alltaf verið þeim
öllum neyðarúrræði, því að þar er
hættan, að þeir þurfi að standa við
orð sín. í stjórn með íhaldinu geta
þeir alltaf sagt: „Þarna þurfti ég
að lá af“. Og kjósendum þeirra
finnst þetta svo sjálfsagt að þeir
spyrja ekki einu sinni þeirrar
óþægilegu spurningar: „I hverju
slóguð þið af ?“
Annað eins pólitískt gjaldþrot
og síðasta „vinstri stjórn" beið
hefur ekki sést. Samt ganga þeir
allir til kosninga undir kjörorðinu:
„Nýja (og betri — aldrei eru þeir
nógu sannir til að segja bara
„skárri") „Vinstri stjórn". Allir —
ég fullyrði allir — kjósendur vita
eftir það, sem undan er gengið, að
enginn þeirra meinar þetta, Allir
„saka“ þeir hvern annan um að
„ætla“ að vinna með íhaldinu eftir
kosningar. Hver einasti þeirra
veit, að frá þeirra sjónarmiði
snúast kosningarnar nú um það,
hver hreppir hnossið!
íhaldið virðist sama sinnis. Það
er svo þægilegt að stjórna með
einhverja „vinstri" druslu með og
réttlæta svo fyrir flokksmönnum
sínum: „Það var ekki hægt að fara
með báknið neitt burt. Þeir þurftu
að koma krökkunum sinum í
stöður“ (og við okkar).
Ég var farinn að vona eftir
þessa einstæðu „stjórn", sem við
fengum yfir okkur, eftir þessi
skyndilegu skapbrigði þjóðarinn-
ar í síðustu kosningum, að nú
fengjum við hreinar línur og
kjósendur segðu: Ef þið farið
svona með okkar traust á 13.
mánuðum, þá skulum við bara
kjósa íhaldið yfir okkur og sjá
hvort þið getið þá komið ykkur
saman. En nei, þá fór íhaldið að
rífast innbyrðis eins og það væri
samansett af þremur vinstri
flokkum.
Ástandið nú
í landinu er 60% verðbólga.
Fjárlög óafgreidd. Engin hug-
mynd til um lánsfjáráætlun. 12%
sólstöðuhækkun framundan 1. des.
Fiskverðshækkun þarafleiðandi 1.
jan. Og til að kóróna allt saman.
Tómir krata í Stjórnarráðinu og
allir samningar lausir, stóll for-
seta ASÍ á uppboði á næsta ári!
Geta kosningar
einhverju breytt?
Fróðir menn segja mér að allt
bendi til að í þessum kosningum
verði engar stórfelldar breytingar,
fylgi hnikist til milli vinstri flokk-
anna, íhaldið vinni svoldið á frá
því síðast. Segjum sem svo. Hvað
gerist þá. Augljóst er að einhver
vinstri flokkanna fer endanlega i
stjórn með íhaldinu. En þetta fer
eftir ákveðnu ritúali (ritúal skv.
orðabók helgiathöfn). Ég sagði hér
að framan, að allir vildu þeir með
íhaldinu ganga. Þetta er ekki
nákvæmlega hárrétt. Forystu-
Grein eftir
Ólaf
Hannibals-
son
mennirnir eru þess allir alls fúsir,
en — og það er stórt EN, þeir eru
fangar síns eigin áróðurs: I fyrsta
lagi þurfa þeir að „sanna" á
fullnægjandi hátt fyrir sinum
trúfíflum, að þeir hafi gert allt
sem í þeirra valdi stóð til að
mynda ríkisstjórn örvhentra
„vinstri stjórn“, en „hinir“ hafi
alltaf ætlað sér með íhaldinu. Það
er ekki fyrr en þeir telja sig vera
búna að þekja hina vinstri flokk-
ana með nógu af skít (í augum
sinna flokksmanna), að þeir eru,
sem „ábyrgur flokkur", loks til
viðræðu við íhaldið. Þá kemur út
„nýsköpunarstjórn" eða „viðreisn-
arstjórn" eða hvað menn vilja
kalla það (skrítið að samsteypu-
stjórnir íhalds og framsóknar eru
aldrei kallaðar neitt). Hvað tekur
þetta „ritúal" langan tíma. Það
fóru níu vikur í að mynda
síðustu vinstri stjórn. Segjum að
það fari eftir kosningar níu vikur
þar til hver vinstri flokkur fyrir
sig telur sig vera búinn að sanna
sinum flokksmönnum, að hann
hafi verið eitilharður í að mynda
nýja „vinstri stjórn" en strandað á
ósanngirni hinna og þá geti alvöru
stjórnarmyndunarviðræður farið
fram við íhaldið. Segjum að það
taki viku á flokk. Með smájólafríi
verður komið fram í endaðan
febrúar þegar einhver þeirra er til
viðræðu við íhaldið, eins og til stóð
allan tímann. Þá á eftir að rífast
um ráðherraembættin og eftir-
launin og allt það.
Sem sagt með kosningaúrslitum
í aðalatriðum eins og síðast upp-
skerum við stjórnleysi allt að
hálfu ári í viðbót, meðan verið er
að leika gamalkunnan farsa til
enda, sem við fyrirfram þekkjum
að öðru leyti en því, hver endan-
lega samrekkir hverjum. Nú, og
svo tekur ný samsteypa við, komið
langt fram á árið og segir: „Ekki
við neitt ráðið, bráðabirgðaráð-
8tafanir“, svo koma bráðabirgðal-
ög og bráðabirgðaskattar. Erum
við ekki farin að þekkja þetta,
íslendingar? Eða erum við orðin
þessu svo heimilisvön að við get-
um og þurfum ekki að hugsa
okkur þetta öðruvísi?
Hreinar línur
í allri 35 ára sögu hins íslenzka
lýðveldis höfum við ekki þekkt
aðrar ríkisstjórnir en samsteypu-
drullumall af ýmsu tagi. Einn
möguleika höfum við forðast eins
og heitan eldinn: Að gefa stærsta
flokknum hreinan meirihluta.
Stilla honum hreinlega upp við
vegg og segja: þú einn ert ábyrgur.
Við dæmum þig aftur eftir fjögur
ár. Nú finnst mér að við höfum
látið hann sleppa nokkuð billega.
Undir yfirskini einstaklings-
framtaks hefur hann átt ríkastan
þáttinn í því að móta þetta
þjóðfélag ríkisafskiptanna —
ævinlega í blóra við einhverja
vinstri drusluna. Afleiðing: Al-
gjört ábyrgðarleysi hvert sem litið
er. Enginn segist bera ábyrgð á
neinu. Það eru alltaf „hinir" sem
sveigðu af „réttri" leið.
En er nú þetta rétti tíminn til
að gefa íhaldinu hreinan meiri-
hluta? spyr kannski einhver. Þeg-
ar það er svo sjálfu sér sundur-
þykkt, að það gengur margklofið
fram til kosninga? Einmitt, segi
ég. Við skulum láta Sólnes um
símareikningana sína, og Haukdal
um hagalagðana, eða hvað hann
ber fyrir brjósti, Taka íhaldið að
óvörum og gefa því hreinan meiri-
hluta. Það gengur nú fram eð
hreina stefnu, en treystir því að
það lendi í samsteypustjórn, sem
dugi til afsökunar fyrir frávikum.
Annan hvorn verkalýðsflokkinn
þarf það með sér tií leiks. En
hvorugur verður svo gírugur fyrst
í stað, þar eð báðir mæna á
forsetastól ASÍ, sem verður laust
næsta haust; þangað til þarf hvor
að vera öðrum „róttækari". Ekki
fyrr en að hnossinu hrepptu,
munu þeir verða reiðubúnir að
mæta brúði sinni. Eigum við að
bíða þangað til, að reynt verði að
stjórna landinu?
Hvað gerist?
Ef við göngum til kosninganna
eins og venjulega, er hreinasta
lotterí, hvað út úr þeim kemur. Ef
við gefum íhaldinu hreinan meiri-
hluta verður ríkisstjórn til, segj-
um viku eftir kosningar, fjárlög
jafnvel afgreidd fyrir jól. Menn
vita hvað þeir fá. Én, segja
kannski einhverjir þeirra óháðu,
sem sveifluðu síðustu kosningum
— og það er til ykkar sem ég tala,
en ekki hinna fyrirfram sann-
færðu, því á þá mun hvorki bíta
eldur né brennisteinn, hvað þá rök
— en verður íhaldið þá ekki búið
að „selja landið" áður en nokkur
veit af og áður en ASÍ-þingið er
afstaðið og hinn himneski brúð-
gumi tilbúinn að mæta brúði
sinni?
Til þess að gera langt mál
einfalt ætla ég að láta nægja að
svara þessu með því að við erum
bara að kjósa til fjögurra ára. Að
þeim loknum getum við dæmt, og
að þessu sinni dæmt um árangur-
inn án þess að hægt sé að skjóta
sér bak við einn eða annan
blóraböggul. Og ef einhverjum
leiðist að bíða í 4 ár þekki ég landa
mína varla rétt, ef nýr forseti ASÍ
þarf ekki fljótlega að sýna, að
hann sé alls ósmeykur að taka í
horn á bola og leggja í íhaldið með
uppmælingaaðalinn í fararbroddi
fyrir hinum „lægstlaunuðu". Og
hvað geta vinstri sinnar óskað sér
frekar? í haldið eitt í stjórn, hinir
sameinaðir á móti. Um það ættu
þeir að geta komið sér saman. Og
hver veit, kannski tveggjaflokka-
kerfi uppúr öllu saman, hreinar
línur, hægri, vinstri. (Bara að
deilurnar þá verði svolítið upp-
byggilegri en hvort betra sé að
vera örvhentur eða ,,rétt“hentur).
Sem sagt, gott fólk, sem sveifl-
unni olluð í kosningunum í fyrra!
Mín niðurstaða úr þessum hug-
leiðingum, hvernig sem ég velti
þessu fyrir mér, er sú að nú
skulum við sveifla pendúlnum til
baka og gott betur:
Fyrstu meirihlutastjórn í sögu
íslenzka lýðveldisins eftir þessar
kosningar! íhaldið í hreinan
meirihluta!
Selárdal 16. nóv. 1979
ólafur Hannihalsson.