Morgunblaðið - 27.11.1979, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
13
Sýning Jóns M.
Baldvinssonar
Ég leit inn á Loftið við Skóla-
vörðustíg. Það er nokkuð síðan
ég hef komið á þann stað, þar
var að vísu sýning fyrir stuttu,
en mér gafst ekki tóm til að
sækja hana. Alltaf er jafn heim-
ilislegt að koma á Loftið, og þar
andar allt af gamalli menningu
og minnir á þá tíð, er menn
bjuggu í húmanistísku umhverfi,
en ekki steinkössum, sem allir
hafa það sameiginlegt að rýja
mannfólkið tilfinningu fyrir um-
hverfinu.
Myndllst
eftir VALTÝ
PÉTURSSON
Jón M. Baldvinsson er með
sýningu á Loftinu, og fara mynd-
ir hans mjög vel í þessu um-
hverfi. Hann er rómantískur
málari, sem vefur skáldskap í
myndbyggingu sína. Hugmynda-
heimur hans virðist öðrum toga
sprottinn úr dulúð og jafnvel af
öðrum heimi. En ekki veit ég,
hvernig hann er, og engan þekki
ég, er getur fullyrt, hvernig
umhorfs er hjá álfum, hvað þá á
enn fjarlægari plönum eins og
Þórbergur minntist stundum á.
Fuglinn, álfar, ormar ofl. eru
viðfangsefni Jóns sem málara.
Hann hefur auðsjáanlega orðið
fyrir miklum áhrifum frá tveim-
ur samtíðarlistamönnum: Kjar-
val og Kristjáni Davíðssyni. Sér-
staklega er það litameðferðin,
sem heillað hefur Jón, og hann
hefur afar næmt samfélag við
liti, svo að varla verður fundinn
snöggur blettur á honum, hvað
þetta snertir. Það er í litameð-
ferð Jóns, sem mér finnst hann
líkjast Kristjáni, og getur hann
vel við unað, því að epigonerí er
ekki á ferðinni hér. Aftur á móti
er, teikning hans á fuglum og
einnig meðferð landslags í ætt
við Kjarval, og finnst mér það
allt í lagi. Það er ekki leiðum að
líkjast. Enn aðra þætti mætti
tengja þessum tveimur málur-
um, er ég hef nefnt, en Jón kann
að notfæra sér þá báða án þess
að týna sjálfum sér. Þetta er
mikið hól og ef til vill heldur
mikið sagt. Eg hafði ánægju af
þessum verkum Jóns M. Bald-
vinssonar vegna þess einfaldlega
að hér er málverk á ferð, en ekki
hrár grautur, sem því miður er
framreiddur um of eins og
stendur.
Það eru 26 olíumálverk á
þessari sýningu Jóns M. Bald-
vinssonar á Loftinu. Þau eru
ekki mikil að flatarmáli, en skila
sér samt. Ég nefni sem áberandi
verk á þessari sýningu nr. 18,12,
4, 2 og landslagsmynd, er hangir
yfir stiga og hefur ekki númer.
Þetta eru yfirleitt afar jöfn verk
og eru sjálfsagt unnin nokkuð á
sama tíma. Það er viss léttleiki
yfir þessari sýningu, sem gerir
það að verkum, að hún kippir í
fínu taugarnar á fólki, ef menn
vita hvað ég á við?
Eins og af þessum fáu línum
má sjá, kom þessi sýning Jóns M.
mér í gott skap og hressti
svolítið upp á regnið og súldina
fyrir utan. Ég held, að óhætt sé
að segja fólki að líta þarna við á
Loftinu, og það mun ekki fara
vonsvikið á brautu.
Valtýr Pétursson.
Um skipu-
lag bæja
Fyrirlestur í Franska
bókasafninu
BENJAMÍN Magnússon arkitekt
heldur fyrirlestur með mynda-
skýringum í Franska bókasafn-
inu, Laufásvegi 12 í kvöld
(þriðjudaginn 27. nóv., kl. 20.30 á
vegum Alliance Francaise um
skipulagsmál nýrra bæja i ná-
grenni Parísar.
Síðast liðin 15 ár hafa risið 5
nýir bæir í nágrenni Parísar og er
þeim ætlað að taka við fólksfjölg-
un Parísarsvæðisins. Bæir þessir
eru um margt all nýstárlegir en
skiptar skoðanir eru engu að síður
um hversu vel hafi tekist til um
skipulag þeirra.
Fyrirlesarinn mun sýna skyggn-
ur af skipulagsuppdráttum og
byggingum og gera grein fyrir
þeim.
Benjamín Magnússon nam arki-
tektúr í París á árunum 1964—70
og hefur starfað síðan sem arki-
tekt í París og Kópavogi.
Karvel vill
láta bora
við Kröflu
Á FRAMBOÐSFUNDI, sem hald-
inn var á Súðavik s.l. fimmtudags-
kvöld lýsti Karvel Pálmason, 2.
maður á lista Alþýðuflokksins, þvi
yfir að rétt væri að bora fleiri
holur við Kröflu. Hingað til hafa
Alþýðuflokksmenn og þá ekki sist
Sighvatur Björgvinsson, 1. maður
á lista Alþýðuflokksins á Vest-
fjörðum, verið mótfallnir borunum
þar.
Ummæli Karvels komu í fram-
haldi af umræðum um mismunandi
raforkuverð í einstökum landshlut-
um og einn fundarmanna skaut því
fram að Alþýðuflokkurinn bæri þar
nokkra sök því vegna lítillar raf-
orkuframleiðslu Kröfluvirkjunar
þyrfti að framleiða raforku á rán-
dýran hátt með dieselvélum. Svar-
aði þá Karvel orðrétt: „Úr því sem
komið er tel ég að það eigi að bora
við Kröflu."
Þriójudagskvöld
Síöasta þriöjudagskvöld komu 2000
manns í Sýningarhöllina en í kvöld
koma 4000 þúsund,
Hvers vegna?
Vegna þess aö í kvöld verður á
skemmtipalli
kl. 6 og 9
Mun hljómsveitin
Brimkló
&umktá
SANNAR
DAGUR
VÍSUR
kynna nýútkomna hljómplötu sína og
Tóti trúður
eftirlæti barnanna mun skemmta kl. 7 og 8.
Opiö í dag frá 1-10
Miövikudag frá 1 -6
Fimmtudag frá 1-6
m
Sýningahöllinni Sýningahöilin
S.81410 — 81199
Ártúnshöfða