Morgunblaðið - 27.11.1979, Síða 14

Morgunblaðið - 27.11.1979, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979 Eldri ok yngri lcikarar i óvitanum. Þetta eru óvitar Þjóðleikhúsið: ÓVITAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og búningar: Gylfi Gíslason. Leikstjóri: Brynja Benedikts- dóttir. ÚR BÓKUM Guðrúnar Helga- dóttur minnumst við ýmislegs sem gerist í Óvitum. Segja má að hér sé heimur bóka hennar kominn á svið. Guðrúnu lætur vel að segja frá hversdagslegu lífi barna og fullorðinna, að vísu með gagnrýnum hætti, en alltaf án þess að dæma. Það er ákaf- lega mannlegur og hlýr boðskap- ur í verkum hennar og þau miðla honum sjálf án þess að höfund- urinn sé sífellt að vísa til vegar. Þessi einkenni verka Guðrúnar Helgadóttur gefa reyndar til kynna að hún kunni vandmeð- farna list og það er óhætt að segja. Leikrit hennar, Óvitar, er enn ein staðfesting þess hve gott vald hún hefur á að túlka sjónarmið sín í formi skáldskap- ar. Það er gleðiefni í skammdeg- inu að kynnast Óvitum. Og það fer ekki á milli mála að verkið höfðar jafnt til barna og fullorð- inna. Þetta er leikrit handa öllum. I Óvitum leika börn fullorðna og fullorðnir börn. Þar er líka leikið sér að þeirri þversögn að um að gera sé að minnka. Börn þurfa að borða lítið til að minnka, en ekki öfugt eins og löngum hefur verið klifað á. Þessi skemmtilega brella höf- undarins gerir það að verkum að áhorfandinn fer að hugsa um efni leikritsins á gagnrýninn hátt. Hefðbundin viðhorf eru tekin til endurmats. Drengurinn Finnur er orðinn þreyttur á stanslausum erjum foreldra sinna. Hann ákveður að flýja að heiman og leynist hjá skólabróður sínum Guðmundi. Leiklist eftir JÓHANN HJÁLMARSSON Fjölskylda Guðmundar er dæmi- gerð streitufjölskylda. Faðir hans kemur varla heim nema sem gestur. Móðirin er á kafi í félagsmálum. Börnin eru van- rækt. Þetta er sú ásökun sem mest ber á í Óvitum. Það er engin leið að láta sér líða vel, hafa það skemmtilegt. Fólk er fangar umhverfis síns, berst með straumi tíðarandans. Þetta vill höfundurinn benda á og það tekst svo sannarlega. En hér er ekkert raus á ferð, enginn reiði- lestur yfir samtíðinni. Vopnið er húmor sem hittir í mark. Ýmsir leikarar njóta sín vel í barnahlutverkum. Ég nefni sem dæmi Sigurð Skúlason, Randver Þorláksson og Guðrúnu Þórðar- dóttur. Mest er þó um vert að börnin vinna á sinn hátt marga leiksigra. Það er dálítið erfitt að gera upp á milli þeirra. Gervi þeirra er mjög gott og greinilega hefur leikstjórinn unnið verk sitt af alúð þannig að öll atriðin takast vel, hver og einn leggur sig fram. Það er athyglisvert hve börnunum tekst frábærlega að herma eftir fullorðnum, draga fram hið skoplega í fari þeirra sem vilja láta líta upp til sín. Við könnumst við ýmsar persónu- gerðir úr daglega lífinu sem hér eru skopstældar, en beiskju- laust. Svona er víst fullorðna fólkið þegar á allt er litið. Hver kannast ekki við bílstjóra, lög- regluþjóna, öskukarla, presta, skólastjóra, lækna og aðra þá sem koma við sögu? Allir eru þeir að hamast við að leika sína rullu í lífinu og innræta börnun- um að haga sér eins og þeim best líkar. Allt skal vera eftir upp- skrift samfélagsins. Styrkleiki Óvita er það á hve skilninsgríkan hátt er fjallað um mannlega bresti. Leikmynd og búningar Gylfa Gunnarssonar ráða líka miklu um hve sýningin er eftirminni- leg og gaman að vera þátttak- andi í þessu nútímalega ævintýri þótt maður sé að nafninu til í hópi áhorfenda. Mynd eftir Kees Visser. ara manna, sem mest hefur kveðið að hér á myndgerðarsviðinu. Hann á þarna verk, sem gert er í gips og byggt á stærðfræði- legum grundvelli. Hann segir verki sínu til skýringar á plakati í sýningarskrá: Öll gildi talna breytast, eftir því hvaðan þær uppi undir rjáfri, sem ekki var hægt að sjá. Hann á einnig verk niður á gólfi, og ég held, að teiknuð verk hans hafi höfðað einna mest til mín. Það er annars ekki furðulegt, þótt maður ruglist í því, hver á hvað á þessari sýningu. Þar eru held- ur litlar upplýsingar, að vísu eru nöfn sýnenda á einum og einum stað, en hvergi nægilegt til að skilja hlutina að. Þar að auki eru verkin þess eðlis, að ekki er auðvelt að sjá persónulegan svip nema á einstöku verki. Sá frá Hollandi heitir KEES VISSER og er furðulega hefðbundinn í verkum sínum. Má sanna það með því að minna á verk Theos van Duisburg á sínum tíma. Visser gerir grein fyrir pappírs- fléttum sínum á plakati í sýn- ingarskrá, og ætla ég ekki að Á Kjarvalsstöðum Fimm af yngri myndgerðar- mönnum halda sýningu á verk- um sínum, sem stendur á Kjar- valsstöðum. Þarna eru á ferð fjórir íslendingar og einn frá Hollandi. Ekki verður því neitað, að ólíkir eru þessir þátttakendur í verkum sínum. Sumir þeirra nota fleiri en eina aðferð til að tjá hugmyndir sínar, ljósmynda- vélina, brotna spegla, gips og annað efni. Það er því margt að finna hjá fimmmenningunum, og jafnvel er nokkur vídd í því, hvernig þeir taka á málum. Margir hafa kosið að kalla slíka listamenn, nýlistamenn, ekki kann ég því, enda er fátt alger- lega nýtt undir sólu, og ef vel er að gáð, standa þessir piltar sem næst því, er gert var í tilrauna- skyni í Evrópu á áratugnum 1920 til 1930. Sumir þeirra eru að vísu nær okkar tímum, en það er freistandi að kalla þessa menn íhaldssama, en ekki ný- listamenn. Mér virðist hér um endurtekningar að ræða í sum- um tilfellum með efni og hug- myndir, eins og oft vill verða í listum. Galdurinn er aðeins sá að gera hlutina svolítið á annan veg en áður hefur verið gert. Þá hefur heppnast að halda reisn hefðarinnar við. MAGNÚS PÁLSSON hefur um nokkurt skeið verið sá þess- eru skoðaðar og hvort þær eru skrifaðar í tveimur eða þremur víddum. Þannig farast Magnúsi orð um þetta verk sitt. Maður verður óneitanlega þess var, að það sækir á hugann spurningin: Hvað kemur þetta myndlist við? ÓLAFUR LÁRÚSSON á þarna fjölda verka. Sum þeirra eru gerð með ljósmyndatækni, Nlyndlist eftir VALTÝ PÉTURSSON en önnur með brotnu spegilgleri í ramma. Þessi verk Ólafs þótti mér einna forvitnilegust á þess- ari sýningu, og hafði ég gaman að þeim. ÞÓR VIGFÚSSON notar einn- ig alls konar tækni til að tjá hug sinn. Ekki fannst mér hann nægilega frumlegur í kubbum sínum og málverkum, en sumum verka sinna hefur hann komið svo frumlega fyrir á veggjum, að ógerningur er að sjá þau. Ef til vill tilheyrir það verkunum? Hver veit? Eða er ég að fara villur vegar, var það KRISTINN HARÐARSÓN, sem átti myndir hafa það eftir hér. Hver og einn sem á sýningu þeirra fimm- menninganna kemur, getur lesið þær línur sér til skilnings og fróðleiks. En satt að segja fannst mér verk þessa útlendings bera af á þessari sýningu. Það er viss sjónrænn þáttur í öllum verkum hans, og mundi vanta mikið, ef hann væri ekki þátttakandi í þessum hópi. Þetta er dálítið sérstæð sýn- ing, sem hefur að bjóða verk, er eflaust ná ekki ti’l allra. Ég er í þeim hópi, og ekki nóg með það, heldur verður að fylgja, að mér finnst eins og komin sé furðu mikil þreyta í þessa list hjá þeim ágætu mönnum, er standa að þessari listskoðun hérlendis. Þarna er ekkert nýtt á ferð. Suðurgata 7 er þegar búin að sýna okkur einhver ósköp í sama dúr. Þetta er að verða eins og landslagið hér á árum áður og síðan abstraktið á sínum tíma. Það er hættulegt að eiga við myndgerð, í hvaða dúr svo sem verkin eru gerð. Samt er það svo, að vissir þættir eða réttara sagt grundvallaratriði ráða því hvort listaverk lifa eða falla í valinn. Það er nákvæmlega sama, hvað stefnan heitir eða hvort um málverk, skúlptúr, ljóð, littera- túr, leikhús eða hljómlist er að ræða. Nýr íslenskur sjón- varpsþáttur um f jöl- skyldulíf á döfinni Á FUNDI útvarpsráðs í gær var samþykkt tillaga írá Ernu Ragn- arsdóttur um að hefja undirbún- ing að nýjum islenskum sjón- varpsþætti, Daglegt líf. Yrði þáttur þessi á dagskrá mánaðar- lega, 50 mínútna langur í senn og fjailaði um málefni og kringum- stæður úr daglegu lífi fólks. í tillögum Ernu Ragnarsdóttur segir m.a. að hér sé um að ræða tilraun til að færa sjónvarpið nær fólki með umfjöllun um daglegt líf í nútímaþjóðfélagi. Væru málefni og kringumstæður úr daglegu lífi fólks áhugaverð m.a. vegna þess að þau snertu marga og beindist umræða manna og áhugi mjög að fjölskyldumálum, tómstunda- starfi, neytenda- og heilbrigðis- fræðslu og menningarmálum. Mikilvægt er að efrii þáttanna sé fjölbreytt, víða komið við og að fólk og athafnir manna tali sjálft sínu máli, blaðamenn og sjónvarp- ið trufli sem minnst, segir einnig í tillögum Ernu. Sem fyrr segir var samþykkt í útvarpsráði að hrinda þætti þessum af stað og verður í fyrstunni leitað umsjónarmanns, en gert er ráð fyrir að þátturinn hlaupi af stokkunum eftir áramót- in. ísafjörður: Sjálfstæðishúsið opn- ar eftir breytingar ísafirði, 20. nóv. UM síðustu helgi opnaði Sjálfstæð- ishúsið á ísafirði eftir gagngerar breytingar. B.G. flokkurinn tók húsið á leigu í byrjun október og hyggst nota það til dansleikjahalds og álíka mann- fagnaða. Salur í kjallara hefur verið stækkaður og föstum borðum komið fyrir þar og í aðalsal. Allar innrétt- ingar eru snyrtilegar og húsakynnin notaleg. B.G. flokkurinn bauð til samkvæmis s.l. föstudagskvöld, þar sem breytingarnar voru kynntar. Á laugardag var svo Litli-leikklúbbur- inn með árshátíð sína í húsinu. Samkomusalirnir heita Uppsalir. Framkvæmdastjóri er Halldór Sveinbjörnsson. - íllfar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.