Morgunblaðið - 27.11.1979, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1979
18
Guðmundur Hallvarðsson, formaður
Sjómannafélags Reykjavíkur:
Arásirnar
á Pétur
Að undanförnu hafa í nokkr-
um dagblaðanna birst greinar
um Pétur Sigurðsson formann
sjómannadagsráðs, 6. mann á
lista sjálfstæðismanna hér í
Reykjavík.
Örðalag greinakorna þessara í
garð Péturs eru þau ósiðsamleg-
ustu sem á prenti sjást, en af
ritleikni pólitískra andstæðinga
Péturs Sigurðssonar sést hve
mikið kapp er lagt á af andstæð-
ingum hans að veita honum
pójitísk högg.
I kommúnistablaði Vest-
mannaeyinga birtist árásargrein
og er ætlunin að láta líta svo út,
að sjómaður hafi skrifað hana,
en sennilegast er hún sett saman
á ritstjórn blaðsins, enda nafn
greinarhöfundar hvergi sjáan-
legt.
I grein þessari segir „ritstjóri“
m.a.: „mér datt það í hug á
stíminu um daginn o.s.frv. Það
er líka spurning hvað „gervi-
sjómaðurinn" hefur að gera á
þing nýkominn af Freeport og
hættur að hugsa um bjór.
Efsta sæti á lista Alþýðu-
bandalagsins í Suðurlandskjör-
dæmi skipar hinsvegar sjómað-
ur. Það ætti því ekki að vefjast
fyrir neinum sjómanni hvaða
flokkur það er sem best er
trúandi fyrir því að berjast fyrir
hagsmunum sínum. Eðlilega
eina flokknum sem býður fram
sjómann.“
Athyglisvert er, að þeir
kommúnistar, sem að slíkum
skrifum standa hafa hvað mest
nítt „sumarsjómanninn" Garðar
Sigurðsson, 1. mann á lista
Alþýðubandalagsins í Suður-
landskjördæmi.
Sóðagrein Vestmannaeyja-
blaðsins er af pólitískum toga
spunnin, en ekki unnin úr hendi
sjómanns, enda vita sjómenn og
muna feril Alþýðubandalagsins
á Alþingi hin síðari ár. Má m.a.
benda á hið langa togaraverkfall
1974, þegar sjómenn höfðu stað-
ið í nærri 7 vikna verkfalli,
undirmenn gefið stórlega eftir af
kröfum sínum og voru tilbúnir
til samningsgerðar, en yfirmenn
hreyfðu sig hvergi í samnings-
átt. Lúðvík Jósepsson lét sig þá
hafa það að fara með kröfur
yfirmanna inn á alþingi og
lögfesta þar. Með þeim aðgerð-
um Lúðvíks var stórlega skert
það bil skiptaprósentu er verið
hafði milli yfir- og undirmanna
svo mjög að hásetar fóru með
stórlega skertan hlut frá borði.
Og hvað hefur fráfarandi
ríkisstjórn gert fyrir sjómenn?
Enn hýrudregið þá um 1% af
brúttó söluandvirði selds afla
erlendis.
Síðasta afrek fráfarandi ríkis-
stjórnar, sem kommaritsnilling-
urinn úr Eyjum vill að sjómenn
standi upp fyrir, hneygi sig og
þakki Alþýðubandalaginu fyrir,
er félagsmálapakki sjómanna.
Það verður sett á afrekaskrá
Alþýðubandalagsins . að hafa
skilið sjómannastéttina eftir,
þegar sett voru lög um fyllri og
frekari rétt til handa launafólki
í veikinda- og slysatilfellum. Er
málum nú svo komið, að fiski-
menn eru verst settir allra stétta
hvað viðkemur réttindum þeirra
í veikinda- og slysatilfellum.
í dagblaðinu Tímanum birtist
grein, sem ber yfirskriftina:
Hvar, hvenær og hve lengi
varstu skráður Pétur? Undir
grein þessa ritar Stefán L.
Pálsson „stýrimaður"! í grein-
arkorni þessu talar Stefán um
gervisjómanninn Pétur Sigurðs-
son sem einhvern tímann hafi
verið tilneyddur til að dýfa
hendi í kalt vatn, pissa í saltan
sjó eða ata sig óhreinindum við
öflun daglegs brauðs. í nýtil-
komnu stýrimannatali segir m.a.
svo um starfsferil Stefáns L.
Pálssonar:
Stundar sveitastörf og sjó-
sókn, unnið að lagningu raflína
og við vegagerð, verkstjóri við
síldarsöltun, lauk fiskimanna-
prófi frá stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1964, stýrim. og skip-
stjóri frá 1965, útgerðarmaður
frá 1975.
Samkvæmt hugmyndum Stef-
áns um starfstitil fer hann þá
sjálfur með hinar mestu blekk-
ingar, þegar hann titlar sig sem
stýrimann eftir þeim upplýsing-
um sem hann hefur sjálfur gefið
upp í stýrimannatali.
Ekki veit ég hvort Pétur Sig-
urðsson hirðir um að svara
þessum ómerkilegu skrifum, sem
í pólitískum tilgangi eru fram
sett. Sem skipsfélagi Péturs um
tveggja ára skeið og samstarfs-
maður hans í stjórn Sjómanna-
félags Reykjavíkur frá 1972 tel
ég ekki vanþörf á að draga hér
fram nokkur atriði í sjómanns-
ferli Péturs svo og þau fjölmörgu
störf sem hann hefur innt af
höndum sem fulltrúi sjómanna,
skuggaböldum úr Eyjum til
frekari uppl. og til fróðleiks.
Upp úr fermingu hefst sjó-
mannsferill Péturs, en þá stund-
ar hann sjó á sumrin, 17 ára
leggur hann sjómannsstarfið al-
farið fyrir sig og er þá á bátum
og togurum. Veturinn ’48 og ’49
lauk hann hinu meira fiski-
mannaprófi frá Stýrimannaskól-
anum í Rvk, en fer þá í siglingar
á verslunarskipum. En veturinn
50—51 sest hann að nýju í
Stýrimannaskólann og lýkur þá
farmannaprófi. 1952 hefur hann
störf hjá Eimskip sem báts-
maður og stýrimaður fram til
ársins 1962 að hann hættir
störfum hjá Eimskip hafandi þá
starfað sem stýrimaður s.l. 5 ár
á m.s. Gullfossi.
Guðmundur Hallvarðsson
enda gerði hann sér grein fyrir
þessu mikla vandamáli sem ekki
eingöngu var við hans bæjardyr
heldur alþjóðar og geri ég ráð
fyrir, að Vestmanneyingurinn
hafi ekki farið varhluta af þessu
stóra vandamáli sem þjóðfélagið
á við að etja. Hér ei* um að ræða
málefni, sem er ekki síður mik-
ilvægt en vandamál öryrkja, þó
að enginn hafi þau í flimtingum.
Árið 1959 er Pétur Sigurðsson
kjörinn fyrst á þing en þar hefur
hann fylgt mörgum málum úr
hlaði til hagsbóta fyrir sjómenn
og komið í höfn. Of langt mál er
að tíunda þau hér, en ég vil
aðeins geta hér till. hans á
Alþingi um tilkynningarskyldu
ísl. skipa, sem síðar varð að
lögum, og er eitt mesta örygg-
ismál sjómanna, sem með lögum
hefur verið sett á Alþingi.
Ótalin eru hér störf Péturs
innan S.S.Í. og A.S.Í. þar sem
Pétur hefur starfað sem fulltrúi
sjómanna að mörgum verkefn-
um og leyst þau af hendi farsæl-
lega.
Sjómenn og umbjóðendur
þeirra gera sér fulla grein fyrir
þeim vanda sem við er að etja í
því kapphlaupi, sem hér er háð í
launa- og kjaramálum. Því skal í
engu slakað á að maðúr úr okkar
röðum komist á Alþingi til
varnar því, að sjómannastéttin
fari með skertan hlut frá borði,
þegar þjóðarkökunni er skipt.
Hin neikvæðu skrif í garð
Péturs Sigurðssonar, sem ég hef
hér að framan gert að umtals-
efni, eru af hinu illa og í sjálfu
sér ekki svaraverð. En hafa skal
það, sem sannara reynist, öðrum
sjómönnum til uppl. um starfs-
feril Péturs, svo og til þess að
aðrar raddir en sú á „stíminu"
heyrist, enda orðavaðall þeirrar
greinar ekki þess eðlis, að nokk-
ur sjómaður láti hafa slíkt eftir
sér á prenti, heldur er hér á
ferðinni pólitískur úlfur í sauða-
gæru.
U —■—H------------------------------
Sjómaður í framboði
Mér datt þad í hug á stíminu um daginn að miklar eru
^rálínir íhalds og framsóknar, þegar á að biðla tíl sjómanna-
' stéttarinnar. Ihaldið fórnaði einum lögfræðingi af listanum
í Rvík og setti i hans stað „Pétur sjómann”. Það hlseja nú
allir sjómenn þegar þeir heyra þetta nafn, Það er tíka
spurning hvað ..gervisjómaðúrinn” hefur að eera á bing.
nvkominnar i reeport og haettur að hugsa um hjór. ,.t,
I síöustu kosningum var á lista framsóknar hér í Suður-
landskjördæmi einn af duglegrí og reyndustu sjómönnum
Eyjannít Hver er nú arftaki hans? Jú, sýslumaður i Rang-
árvailasvsiu, eitt lögfræðingsviðundrið enn í framboði.
Hvað höfum við að gera við fleirí slíka inná þing.
Efeta sseti á llsta Alþýðubandalagsins í Suðurlands-
kjördæmi skipar hinsvegar sjómaður, maður sem þekkir at
eigin raun kjör og störf sjómannastéttarinnar. Það ættí því
ekki að vefjast fyrir neinum sjómanni h vaða flokkur það er,
sem best er trúandi fýrir því að beijast fyrír hagsmunum
sinum. Eðlilega eina flokknmn sem býður fram sjómann.
Hvar, hvenær og hve lengi varstu
:j skráöur, Pétur?
Ýmsir frambjóðendur stjórn-
mdlaflokkanna þykjaat syna
okkur erfiöisstéttunum alþýð-
leika og litillcti með þvi að
skreytasigmeð starfsheitum úr
okkar hópi hafi þeir einhvern
smdtlma fyrir evalöngu oröiö
að dífa hendi I kalt vatn, pissa (
saltan sjóeða ata sig óhrdnind-
um við öflun daglegs brauðs Til
daemis má nefna Svavar Gests-
son, verkamann og Pétur Sig-
urðsson. titluður siómaður
ins einhvern tlma nálcgt 1960,
þegar hann vqpa aér dlits sem
einn afkastamesti uppllmtngar
postuli dróðursspjalda D-listans
I Reykjavfk. Hann ndðist ekki A
flot aftur. Viö sjómenn I atarfi
kjösum ekki gerviajómenn bara
fyrir þaö eittaö þeir geti skreytt
lögfrcðingaaamkundu D-listans
með okkar starfsheiti. Hvar,
hvencr og hve lengi varstu
skrdður, Pétur, fyrrverandi sjó-
Hvar er sióferöabókin
í Sjómannafélagi Reykjavíkur
frá 1945 og ritari þess frá 1960
til 1977, að hann lét af því starfi
að eigin ósk, en er þar nú sem
meðstjórnandi.
í Sjómannadagsráði frá 1959
og formaður þess frá 1961. Þá
voru vistmannapláss að Hrafn-
istu í Reykjavík, en eru nú 415
(voru orðin 150 en vegna aukinn-
ar þjónustu var vistarrýmum
fækkað).
Nýlega hefur Hrafnista í
Hafnarfirði verið tekin í notkun.
Þar dveljast nú 100 vistmenn,
unnið er að undirbúningi vegna
byggingar hjúkrunardeildar svo
og sérhannaðra smáhýsa fyrir
aldraða og öryrkja.
Keypt 740 h.a. jörðin Hraun í '
Grímsnesi, þar er rekstur barna-
heimilis fyrir börn sjómanna
yfir sumartímann. Á þeirri jörð
hafa allflest stéttarfélög sjó-
manna á SV.-horni landsins
reist sér orlofshús, svo og fjöl-
margir einstaklingar úr röðum
sjómanna. Undir forystu Péturs
hefur vel verið á málum haldið
undir merki Sjómannadagsins
og ber öllum fulltrúum í Sjó-
mannadgsráði saman þar um.
Of langt mál er að tíunda hér
hin einstöku mál og málaflokka
sem Pétur Sigurðsson hefur
beint eða óbeint átt aðild að, en á
Freeport minnist kommarit-
stjórinn úr Eyjum í niðrandi
merkingu.
Pétur var einn af þeim fimm
mönnum sem undirbjuggu stofn-
un S.Á.Á. og mikill hvatamaður
að stofnun þessara samtaka,
Skipakaupamálin:
Baksamnings- og greiðslufé
nemur 647 milljónum króna
Mb. hefur borist eftirfarandi
fréttatilkynning frá dóms— og
kirkjumálaráðuneytinu:
Athygli ráðuneytisins hefur verið
vakin á því, að nokkuð skortir á að
almenningi hafi verið gefinn kostur
á að fylgjast með framvindu „skipa-
kaupamálanna" svonefndu, sem
mikið var fjallað um í fjölmiðlum
fyrir nokkrum árum.
Athugun á stöðu þessara mála
hefur leitt í ljós, að einungis 4 mál
hafa komið til kasta stofnana á
vegum dómsmálaráðuneytisins af
samtals 47 skipakaupum, sem til
meðferðar hafa verið hjá skatt-
rannsóknarstjóra og gjaldeyris-
deild Seðlabanka íslands.
Hið fyrsta þessara fjögurra mála
var dæmt í sakadómi Reykjavíkur í
mars sl., og hefur því máli verið
áfrýjað til Hæstaréttar.
í öðru máli var ákæra gefin út í
september sl., og er það mál ennþá
dæmt.
í þriðja og fjórða málinu stendur
enn yfir rannsókn hjá rannsóknar-
lögreglu ríkisins, er hófst snemma á
árinu. Stefnt er að því að ljúka
henni í báðum málunum fyrir
næstkomandi áramót.
Upphaf þessara mála var, eins og
menn rekur ef til vill minni til, að
gjaldeyriseftirlit Seðlabanka
Islands framkvæmdi á árunum
1976-1977 athugun á kaupverði all-
margra skipa sem keypt höfðu verið
frá Noregi. Þessi athugun, sem
fram fór í samvinnu við norsk
yfirvöld, leiddi í ljós, að kaupendur
skipa höfðu í nokkrum tilvikum
gefið upp hærra kaupverð til
stjórnvalda og lanastofnana, en#
raunverulegt kaupverð þeirra var.
í framhaldi af þessu hófst sam-
starf gjaldeyriseftirlits Seðlabanka
íslands og rannsóknardeildar ríkis-
skattstjóra, þar sem talið var að
fara kynnu saman brot á skatta og
bókhaldslögum, auk brota á gjald-
eyrislögum. Var óskað eftir upplýs-
ingum og gögnum frá norskum
yfirvöldum um skipasölur til
Islands allt aftur til ársins 1971.
Norsk skattyfirvöld og norska
gjaldeyriseftirlitið gerðu um-
fangsmikla könnun á skipasölum
frá Noregi, og mikið magn upplýs-
inga og gagna hefur borist frá
norskum yfirvöldum allt fram á
þetta ár, og er nú talið, að þau séu
öll komin.
Eins og að ofan greinir hafa kaup
á 47 skipum verið könnuð. Öfull-
nægjandi upplýsingar hafa fengist
varðandi 18 skip. Af þeim 29
málum, sem upplýsingar hafa feng-
ist um, hefur ekki verið talin þörf
skattaðgerða í 11 málum en þrjú
þeirra eru til athugunar hjá gjald-
eyriseftirlitinu.
Varðandi 15 af málunum hefur
rannsókn gefið tilefni til boðunar
upptöku á skattstofnum kaupenda
og/eða forsvarsmanna þeirra. Sjö
þessara mála eru einnig til athug-
unar hjá gjaldeyriseftirlitinu.
Brotin hafa yfirleitt verið í því
fólgin, að samtímis því, sem gerður
hefur verið kaupsamningur um
skip, hefur einnig verið gerður
baksamningur (svonefnt „Backlett-
er“) þess efnis, að hluti kaupverðs-
ins skyldi renna til baka til kaup-
anda, og honum varið til kaupa á
ýmsum fylgi— eða aukabúnaði til
skipsins, til greiðslu fjármagns-
kostnaðar og annars í þágu skips
eða útgerðar. Þá hefur verið um
ýmsar aðrar endurgreiðslur og af-
slætti að ræða. Rannsókn rann-
sóknardeildar ríkisskattstjóra hef-
ur einkum beinst að því að kanna,
hvort þessar greiðslur hafi í raun
gengið til skips og útgerðar og að
hve miklu leyti þær hafa runnið til
kaupenda og forsvarsmanna þeirra
til persónulegra nota. Baksamnings
og greiðslufé þetta nemur samtals
um 8,3 millj. n.kr. í þessum 29
málum (647 milljónir íslenskra
króna á núverandi gengi). Óhætt er
að fullyrða, að meginhluti endur-
greiðslufjárins hefur runnið til
skips og útgerðar og myndað þar
lögmætt stofnverð frá skattalegu
sjónarmiði. Þó er ljóst, að talsverð-
ar fjárhæðir hafa runnið til per-
sónulegra nota kaupenda og/eða
forsvarsmanna þeirra í um þriðj-
ungi af þessum málum. Við rann-
sókn á þessum atriðum hefur þurft
að kanna skattframtöl margra ann-
arra aðila, sem afskipti hafa haft af
skipakaupunum.
Varðandi athugun á umboðsskil-
um íslenskra skipamiðlara í sam-
bandi við kaup á skipum frá Noregi,
er staða mála þessi: Mál eins
skipamiðlara er nú fyrir ríkis-
skattanefnd, lokið er rannsókn í
máli annars og mál hins þriðja er
enn í athugun.
Dóms og kirkjumálaráðuneytið,
26. nóv. 1979.