Morgunblaðið - 30.11.1979, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979
DIODVIUINN
Ellert Schram og Jónas Haralz
útskýra leiftursókn íhaldsins:
w
Uppsagnir, atvinnuleysi
og snögg kjaraskerðing
• Leið Sjátfstœöisflokksins út úr veröbólgunni er aö
skapa „höflegt atvinnuleysi”
og brjóta niöur andstööu viö erlenda stóriöju.
LaiMuriAkn Mokkxnt yi»urii*nndi » *6i «6 ur þvl myndi r»»»«t
llokktins g»«n IIHkiðrun- vinnuil»*»*undl h(i M6 «r l»n*r« lidl. J4n«»
um mun M«a til atvinnw- Valli »1. I*>*uda« a* Marali. Mlundur alna
Imrsn oo snðaorar kiara UiHur«*knM mvndi lai*a haosstafnu vitralsnar
• Full atvinna ekki lengur
á stefnuskrá
Sjálfstœöisflokksins
Á*flirT*r»fn I MoWunbla*- - J5íín*k,«1
Okvr c| Aikr*v<>«kkur •!
Yfirlýsing frá Ellert B. Schram:
Ósannindi sem eru Þjóð-
viljanum til skammar
Morgunblaöinu hefur borizt
eftirfarandi yfirlýsing frá Ellert
B. Schram:
Mér virðist örvænting Alþýðu-
bandalagsins taka á sig heldur
ógeðfellda mynd á forsíðu Þjóðvilj-
ans í dag, fimmtudag. Þar er
fullyrt að ég hafi boðað á vinnu-
staðafundi hjá BM Vallá, uppsagn-
ir, atvinnuieysi og snögga kjara-
skerðingu. Þetta eru ýkjur og
ósannindi.
Ég hef hvorki þar né annars-
staðar minnst einu orði á uppsagn-
ir. Ég hef hvergi boðað atvinnu-
leysi. Að svo miklu leyti sem
atvinnumál bar á góma á nefndum
fundi ræddi ég um tímabundinn
samdrátt í byggingariðnaði yfir
vetrarmánuðina, en það væri þekkt
vandamál í byggingariðnaðinum,
•án tillits til efnahagsaðgerða nú,
síðar eða áður.
Ég vakti þvert á mót sérstaka
athygli á því, að ef tillögur okkar
sjálfstæðismanna næðu fram að
ganga varðandi húsnæðislánakerf-
ið, þá mundi það valda byltingu í
byggingariðnaði til betri áttar.
Þegar rætt var um kaup og kjör
launafólks, lét ég þau orð falla, þar
sem annarsstaðar, að til þess að
vinna bug á verðbólgunni, þyrftu
menn að færa tímabundnar fórnir,
sem þeir yrðu fyrst og fremst að
bera, sem betur mega sín. Þær
fórnir væru þó smávægilegar mið-
að við það áfall sem launafólk yrði
fyrir, ef verðbólgan helst óbreytt.
Stærsta kjarabót launafólks er
hjöðnun verðbólgu. Alvarlegasta
afleiðing hennar verður bullandi
atvinnuleysi strax í vetur. Þeir
sem ekki vilja taka þátt í atlögunni
að verðbólgunni eru að bjóða
atvinnuleysinu heim.
í kosningabaráttu er hægt að
láta útúrsnúninga sér í léttu rúmi
liggja, ef andstæðingarnir vilja
frekar grípa til þeirra en málefna-
legra umræðna. En ósannindi á
borð við forsíðufrétt Þjóðviljans í
dag, eru lágkúruleg högg fyrir
neðan beltistað. Þau eru Þjóðvilj-
anum til skammar.
Ellert B. Schram.
Verðjöfnunargjald á hitaveitur:
200 milljónir hjá
notendum Hita-
veitu Suðurnesja
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér
mundi hitaveituskattur eða jöfn-
unargjald á Hitaveitu Suðurnesja
í Svartsengi nema um 200 millj-
ónum króna, ef farið yrði að
tillögum nefndar Hjörleifs Gutt-
ormssonar, fyrrverandi orkuráð-
herra, en nefndin lagði til að
greitt yrði í verðjöfnun sem
svaraði einni krónu á hverja
kilówattstund.
Á orkusölusvæði hitaveitunnar í
Svartsengi búa um 12 þúsund
manns. Miðað við hverja 5 manna
fjölskyldu myndu aukin útgjöld
þessa fólks nema rúmlega 83
þúsund krónum á ári, ef slík
verðjöfnun kæmist á eins og efsti
maður á lista Framsóknarflokks-
ins í Reykjavík, Ólafur Jóhannes-
son hefur lýst yfir að eigi að
framkvæma. Eins og áður hefur
komið fram, myndi slík verðjöfn-
un hækka hitunarkostnað á orku-
sölusvæði Hitaveitu Reykjavíkur
um 2 miiljarða króna.
Afleiding ákvarðana ólafs Jóhannessonar í verðlagsmálum:
Gjaldskrá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur 38% hœrri
en hún þyrfti að vera
Sex bátar róa með línu
llofn. 29. nóv.
FYRSTU bátar reru með línu 16. nóvember. Sex bátar landa hjá
frystihúsi Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og hafa aflað rúmlega 234
tonn í 36 róðrum. Meðalafli í róðri er 6,021 kg. Þórir SF er hæstur með
rúmlega 46 tonn í 7 róðrum. Hann er einnig með bezta róðurinn, 9.038
kg. Tveir bátar eru að fiska fyrir sölu erlendis, Gissur Hvíti SF og
Skógey SF. — Einar.
GJALDSKRÁ Rafmagnsveitu
Reykjavíkur er nú 38% of há
vegna tregðu stjórnvalda á að
veita umbeðnar gjaldskrárhækk-
anir allt frá árinu 1972. Á þessu
ári hefur Rafmagnsveitan greitt
i afborganir og vexti rúmlega
1.900 milljónir króna af rekstr-
arlánum, sem fyrirtækið hefur
neyðzt til að taka af áðurnefnd-
um ástæðum.
Þessar upplýsingar fékk Morg-
unblaðið í gær hjá Aðalsteini
Guðjohnsen, rafmagnsveitustjóra.
Hann sagði, að allt frá árinu 1972,
er fyrirtækinu var ýtt út í að taka
erlend rekstrarlán vegna þess að
synjað var um eðlilegar gjald-
skrárhækkanir, hafi gjaldskráin
verið of há. „Ef við hefðum aldrei
þurft að taka þessi lán,“ sagði
Aðalsteinn, „er ljóst, að gjaldskrá-
in væri mun lægri. Er hún nú 38%
hærri, en hún þyrfti að vera, ef við
hefðum aldrei þurft að taka þessi
lán.“
Svo sem getið var í Morgunblað-
inu í gær, spurðist Morgunblaðið
fyrir um sama hlut hjá Hitaveitu
Reykjavíkur og er gjaldskrá þess
fyrirtækis 34% of há af sömu
ástæðum. Ólafur Jóhannesson,
efsti maður á framboðslista
Framsóknarflokksins í Reykjavík
hefur lýst því yfir, að hann beri
ábyrgð á þeirri stefnu, að hamla
gegn hækkunum á gjaldskrám
þjónustufyrirtækja sem þessara,
sem ,hér hefur verið minnst á.
Flateyri: Snjóflóð
féll á kirkjugarð
Norðudand vestra:
Er hóflega bjartsýnn
enda auðvelt valið
Framboðsfundir í Norður-
landskjördæmi vestra hafa
verið vel sóttir, víðast hvar,
og frambjóðendur Sjálfstæð-
isflokksins hafa viða komið
við í kosningabaráttunni, á
vinnustöðum og heimilum,
sagði Pálmi Jónsson, efsti
maður D-listans, er Mhi.
innti hann í gær eftir stöðu
og líkum Sjálfstæðisfiokks-
ins í kjördæminu. Ég er
hóflega bjartsýnn, sagði
Pálmi, en úrslitin ráðast í
afstöðu fólks á sunnudag-
inn, og ekki er rétt ég hafi
uppi neinar fullyrðingar um
þau.
Það tvennt, sem einkum
hefur sett svip á framboðs-
fundi, er annarsvegar inn-
byrðis hávaðarok vinstri
flokkanna, sem kennt hafa
hver öðrum um hvernig kom-
ið er málum þjóðarinnar, og
hinsvegar umræða um efna-
hagsstefnu Sjálfstæðis-
flokksins, sem tekið hefur
upp mun meira af ræðutíma
andstöðuflokka en skilgrein-
sagði Pálmi
Jónsson,
bóndi á Akri
ing þeirra á eigin stefnu, sem
raunar hefur farið lítið fyrir.
Helzt er að skilja- á fram-
sóknarmönnum að þeir vilji
óbreytt ástand. — Eina við-
leitni þeirra til sjálfstæðrar
Pálmi Jónsson
stefnumörkunar í efna-
hagsmálum hefur falist í
óljósum hugmyndum um að
lögfesta hámark á verðlagn-
ingu vöru og þjónustu, án
annarra, samvirkandi verð-
bólguhemla. Þetta hljómar
eins og kynda eigi áfram
gufuketilinn en lögfesta
jafnhliða, að gufan megi ekki
fara út um stútinn, sagði
Pálmi.
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur greinilega betri byr í
kjördæminu en í síðustu
kosningum og ég er hóflega
bjartsýnn á úrslitin. Loka-
áfanginn er þó eftir, sem
m.a. felst í því að ná til þess
fólks, sem enn er óráðið, og
ég heiti á alla velunnara
Sjálfstæðisflokksins að duga
vel í lokaspretti kosninga-
átakanna. Valið er auðvelt:
Annars vegar vinstri stjórn
og verðbólgan, hinsvegar
verðbólguhjöðnun sem vegur
til bættra lífskjara, sem er
kjarninn í kosningastefnu-
skrá Sjálfstæðisflokksins.
SNJÓFLÓÐ féll á kirkjugarðinn
fyrir ofan Flateyri i gærmorgun en
tjón varð ekkert, að sögn Gunnhild-
ar Guðmundsdóttur fréttaritara
Mbl. á staðnum. Vegurinn lokaðist
vegna snjóflóðsins en hann var
ruddur í gær. Fyrir nokkrum árum
féll snjóflóð á svipuðum slóðum og
tók það af kirkjugarðsvegg.
Fárviðri geisaði á Vestfjörðum í
fyrrakvöld og fyrrinótt en síðdegis í
gær tók að lægja. Fylgdi veðrinu
talsverð snjókoma og sjógangur.
Ekki er Mbl. þó kunnugt um að
umtalsvert tjón hafi orðið í þessu
ofsaveðri. Allir fjallvegir á Vest-
fjörðum eru ófærir og víða mjög erfið
færð á láglendi. Víða á Vestfjörðum
urðu rafmagns- og símatruflanir í
veðrinu.
Í gær vöruðu Almannavarnir við
snjóflóðahættu í norðanverðum Ön-
undarfirði.
Ólafur Jóhannesson:
Ný athugasemd
MBL. hefur borizt eftirfarandi
athugasemd frá ólafi Jóhannes-
syni:
Vegna fyrri misskilnings Morg-
unblaðsins á ummælum mínum í
„beinni línu“ Tímans hefi ég gefið
skýra og afdráttarlausa yfirlýs-
ingu og hún er þessi: Það kemur
ekki til greina að mínum dómi að
leggja sérstakan skatt á Hitaveitu
Reykjavíkur. Það er mergur máls-
ins. Hvort sem misskilja hefur
mátt ummæli mín eða ekki, eru
allar bollaleggingar um afstöðu
mína til þessa efnis óþarfar, eftir
slíka yfirlýsingu af minni hálfu.
Eg mun því ekki ræða þetta
„kosningamál" Morgunblaðsins
frekar. Slíkt rex er á lægra plani
en ég vil standa á sem stjórnmála-
maður.
Ólafur Jóhannesson.
Athugasemd Morgunblaðsins:
Sannfæring Ólafs
er á undanhaldi
Aths. ritstj.
ÞESSI „nýja athugasemd" ólafs
Jóhannessonar sýnir að hann er á
hröðu og skipulagslausu undan-
haldi vegna ummæla sinna um
verðjöfnunargjald á hitaveitur.
ítrekaðar fyrri yfiriýsingar hans
verða ekki misskildar. Þær tala
sínu máli. Morgunblaðið fagnar
því, að sú fyrirætlan ólafs Jó-
hannessonar að leggja 2 milljarða
hitaveituskatt á íbúa höfuðborg-
arsvæðisins skyldi verða „kosn-
ingamál" fyrir kosningar. Þessi
„nýja athugasemd" Ólafs Jóhann-
essonar sýnir, að hann er orðinn
hræddur við reiði reykvískra kjós-
enda. Hún bendir til þess, að
sannfæring hans sé — þrátt fyrir
fyrri yfirlýsingar - „föl fyrir
atkvæði". Ekki vill Morgunblaðið
standa með Ólafi Jóhannessyni á
því plani.