Morgunblaðið - 30.11.1979, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979
Guðmundur H. Garðarsson:
Þeirra eigin dómur
í deilu þessara kosninga um
það, hvort vinstri stjórninni
haíi tekizt að tryggja hag
launafólks og verja það fyrir
áföllum óðaverðbólgu, er eðli-
legast að stuðningsmenn þess-
arar óiáns stjórnar kveði upp
dómana sjálfir.
Óþarft er að fara mörgum
orðum um dóm Alþýðuflokks-
manna. Þeir hlupu frá öllu
saman og hafa margsinnis lýst
því yfir, að vinstri stjórnin hafi
verið ólukkustjórn, sem hafi
skilað þjóðinni 81% verðbólgu,
hærri sköttum og meiri gengis-
fellingu krónunnar en sögur
fara af á aðeins þrettán mánaða
stjórnarferli. En sú undarlega
árátta fylgir áfellisdómum Al-
þýðuflokksmanna yfir lélegri
frammistöðu vinstri stjórnar-
innar, að þeir tala um störf eða
aðgerðarleysi hennar eins og
þeir hafi þar hvergi nærri kom-
ið. Formanni flokksins, Benedikt
Gröndal, varaformanni Kjartani
Jóhannssyni og Magnúsi Magn-
ússyni er sannarlega vorkunn,
því að þarna fóru 13 mánuðir af
stjórnmálaferli þeirra fyrir lítið.
Hins vegar voru þetta dýrkeypt-
ir mánuðir fyrir fólkið í land-
inu. Getuleysi kratanna og póli-
tísk tilraunastarfsemi á vinstri
vængnum er ófyrirgefanlegur
verknaður sem kjósendur hljóta
að svara á viðeigandi hátt 2.
desember n.k.
En hver er dómur Alþýðu-
bandalagsmanna um þessa
vinstri stjórn, sem átti að gæta
hagsmuna launafólks? Hvernig
tókst helztu forustumönnum Al- j
þýðubandalagsins, þeim Svavari
Gestssyni, Hjörleifi Guttorms-
syni og Ragnari Arnalds að
tryggja kaupmátt launa, launa-
jafnrétti og stöðu launafólks
almennt?
I tímaritinu Rétti, 3. hefti
1979, eru gefin skýr svör af
nokkrum helztu frambjóðendum
Alþýðubandalagsins.. Dómar
þessa fólks eru allir á einn veg —
vinstri-stjórnin brást — vinstra
samstarf reyndist launafólki og
þjóðinni allri illa.
Um þetta segir Bjarnfriður
Leósdóttir, 2. maður á lista
Alþýðubandalagsins á Vestur-
landi, eftir að hún er búin að
lýsa því að í glímunni við
verðbólguna virðist vinstri
stjórninni ætla að fatast tökin:
„Þetta kemur beinlinis fram í
ólafslögunum svonefndu, þar er
stefnan tekin í beinni andstöðu
við Alþýðubandalagið og verka-
lýðshreyfinguna."
Tilvitnun lokið.
Þrátt fyrir þetta vildu for-
ustumenn Alþýðubandalagsins
halda vinstri stjórninni áfram
og átelja Alþýðuflokksmenn
harðlega fyrir að hafa komið
stjórninni fyrir kattarnef.
Enn segir Bjarnfríður um
ávöxt vinstri-stjórnarinnar:
„Nýja vaxtastefnan sem boð-
uð hefur verið hlýtur að setja
allt i strand, ef henni verður
framfylgt.“ Tilvitnun lokið.
Þessari stefnu var framfylgt.
Verðbólgan var ekki hamin. Þess
vegna eru vextir í dag á bilinu
31—40%. Þessir vextir, sem eru
afleiðing getuleysis vinstri-
stjórnarinnar í viðureigninni við
verðbólguna eru að sliga
íslenzka atvinnuvegi og íbúðar-
eigendur, og þá sérstaklega ungt
fólk, sem er að reyna að eignast
þak yfir höfuðið.
Bankamálaráðherra vinstri-
stjórnarimflir var efsti maður-
inn á lista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík, Svavar Gestsson.
Enn segir Bjarnfríður Leós-
dóttir, frambjóðandi Alþýðu-
bandalagsins:
„Ríkisstjórnin (innskot, þ.e.
vinstri-stjórnin er við völd, þeg-
ar hún ritar greinina) hefur nú á
siðustu mánuðum greinilega
verið að víkja frá þeirri stefnu
sem hún setti sér i upphafi og
var fyrst og fremst mótuð af
Alþýðubandalaginu.“
Afleiðingarnar eru sam-
kvæmt áliti Bjarnfríðar:
„Launamisrétti fái að þróast i
skjóli kjaradóma, sem hálaun-
aðir embættismenn rétta sér og
sinum likum, og er siðan kórón-
að með ómældri visitölu.
Þetta blasir við, þegar verka-
lýðshreyfingin hefur haldið sig
við markaða launastefnu sem
var í takt við fyrstu aðgerðir
þessarar rikisstjórnar.“ Tilvitn-
un lokið.
Er furða þótt hinn almenni
launamaður spyrji: Til hvers og
fyrir hverja lét vinstri-stjórnin
mig fórna láglaunavísitölubót-
um? Var hin markaða launa-
stefna Alþýðubandalagsins fólg-
in í því að almennu verkalýðsfé-
lögin með láglaunafólkið skyldi
vera með óbreytt grunnkaup
meðan ómæld vísitala breikkaði
launabilið milli verkamannsins
og ráðherrans?
Var það af söknuði yfir því að
geta ekki haldið áfram að fram-
kvæma þessa launastefnu ójafn-
aðar og misréttis, sem fyrrver-
andi Alþýðubandalagsráðherr-
arnir í vinstri-stjórninni, þeir
Svavar Gestsson, Ragnar Arn-
alds og Hjörleifur Guttormsson,
hörmuðu fráfall hennar í sjón-
varpsþáttum nýlega?
Dómur Bjarnfríðar er ótví-
ræður, þegar hún segir til frek-
ari áherzlu síðar í grein sinni:
„að launamismunur hefur
líklega sjaldan verið meiri en
nú.“
Þeir, sem þekkja til Bjarnfríð-
ar Leósdóttur frá Akranesi vita,
að þar fer harðskeytt, hreinskil-
in og heiðarleg kona. Hún græt-
ur ekki óláns vinstri-stjórn og
veitir umboðsmönnum hennar
innan Alþýðubandalagsins rétt
og verðugt svar.
Hið sama munu kjósendur
gera á kjördegi.
Guðmundur H. Garðarsson.
Að eiga vart hluta af líftóru
Kvikmyndin, sem sjónvarpið
sýndi á mánudagskvöld um
ástandið í Kamputseu hefur vak-
ið mikla athygli. Myndin sýnir
vel hið skelfilega ástand í land-
inu, eins og því hefur verið lýst á
undanförnum mánuðum af þeim
starfsmönnum hjálparstofnana,
sem fengið hafa að koma þang-
að.
Það skiptir ekki meginmáli
héðan af, hver er meginorsök
ástandsins, heldur hlýtur aðal-
atriðið að vera að koma Kamp-
utseu þjóðinni til hjálpar,
hjúkra henni og styðja til sjálfs-
bjargar á ný.
Hins vegar get ég ekki látið
hjá líða að gera athugasemdir
við skýringar fréttamannsins í
sjónvarpsmyndinni. Menn geta
sjálfir dæmt um þá einföldun
sagnfræðinnar, að valdataka Pol
Pots og félaga sé tilteknum
Bandaríkjamönnum að kenna,
en þá er ég hræddur um að menn
verði að þurrka út úr minni sér,
hverjir studdu hvern í því
hörmulega borgarastríði, sem
geisaði í landinu á dögum átak-
anna í Víet-Nam.
Ætli valdataka Pol Pots í
Kamputseu hafi ekki fremur
verið liður í þeirri þróun mála,
sem varð á sama tíma í Víet-
Nam og Laos?
Fornum stjórnarháttum var
þá rutt úr vegi af byltingarherj-
um sem nutu verulegs stuðnings
alþýðu og erlendis frá, bæði frá
Sovétríkjunum og Kína. Hvernig
til tókst í Kamputseu má e.t.v.
rekja til hugmyndaheims þeirra
manna, sem völdust til torystu,
en leiðtogar þeirra voru mennt-
aðir í frönskum háskólum, þótt
ótrúlegt megi teljast. Villi-
mennska hefur ekki verið talin
einkenna þessa þjóð, heldur
kurteisi og umburðarlyndi.
Afstaða
hjálparstofnana
Um þetta má eflaust ræða
lengi án óyggjandi niðurstöðu,
en ég hef persónulega upplýs-
ingar sem stangast algjörlega á
við fullyrðingar fréttamannsins
um afstöðu hjálparstofnana til
Kamputseumálsins.
Ég hitti í september s.l. austur
í Asíu fulltrúa frá Alþjóðanefnd
Rauða krossins (ICRC), sem ver-
ið hafði nýlega í Pnom Phen.
Maður þessi, sem er Svisslend-
ingur skýrði mér frá ástandinu
þar og kemur lýsingin vel heim
við sjónvarpsmyndina, sem við
sáum. Hef ég áður sagt frá
lýsingu hans í blaðagrein.
Hann sagði mér að Rauði
krossinn hefði átt í ótrúlegum
erfiðleikum í samskiptum sínum
við stjórnvöld í Pnom Phen.
Nýja stjórnin þar væri tortrygg-
in í garð allra Vesturlandabúa.
Utanríkisráðherrann væri 27
ára gamall og harla fávís um
alþjóðamál. T.d. hefði hann til
skamms tíma ekki vitað hvaða
stofnun Sameinuðu þjóðirnar
væru, hvað þá Rauði krossinn.
Þá væri geta stjórnvalda til
matvæladreifingar sáralítil, sök-
um skorts á samgöngutækjum
og góðu starfsliði og loks hefðu
þau í byrjun ekki viljað viður-
kenna að við hungursneyð væri
að glíma.
Fulltrúi ICRC sagði að stjórn-
völdum í Pnom Phen mislíkaði
mjög aðstoð hjálparstofnana við
Kamputseumenn á yfirráða-
svæði Pol Pots og flóttamenn
þaðan og teldu að í henni fælist
stuðningur við hermenn fyrrver-
andi stjórnvalda í landinu. Þá
hefðu hin nýju stjórnvöld í
Pnom Phen gert alþjóðlega við-
urkennigu á sér skilyrði fyrir
því, að Rauði krossinn mætti
starfa í landinu.
Alþjóða Rauði krossinn útdeil-
ir ekki viðurkenningu ríkis-
stjórna hverri á annarri og hann
kemur ekki fram sem fulltrúi
stjórnvalda.
um stjórnarherrum þeir játa
hollustu. Erfitt reyndist að
skýra þetta viðhorf fyrir stjórn-
völdunum í Pnom Phen og óvíst
að þau skilji það enn.
Samhliða langdregnum samn-
ingaviðræðum ICRC við stjórn-
völdin í Kamputseu fór Olav
Stroh fyrrverandi framkvæmda-
stjóri sænska Rauða krossins til
SA-Asíu, til þess að reyna að
ryðja hjálparstofnunum braut,
en sænski Rauði krossinn átti
vinsamleg samskipti við núver-
andi stjórnvöld í Víet-Nam á
dögum stríðsins þar.
Eina markmið hans er að
líkna þjóðum og hann mun
aldrei hafa afskipti af því, hverj-
Hjálparstarfið
í Kamputseu
Loks fyrir fáum vikum fékkst
samþykki fyrir því að Rauði
krossinn mætti hefja hjálpar-
starf innan Kamputseu. Var
fyrsta flugvélin sem send var á
hans vegum með lyf og matvæli,
vél frá flugfélaginu Cargolux,
mönnuð íslenzkri áhöfn. Nú eru
svo hafnir stórfelldir loftflutn-
ingar hvaðanæva að til Pnom
Phen með hjálpargögn. Stjórn-
völd hafa leyft 11 starfsmönnum
Alþjóða Rauða krossins að að-
stoða við og fylgjast með hjúkr-
un og matvæladreifingu, en von-
ir standa til að Rauði krossinn
fái að senda hjúkrunarlið til
landsins innan skamms og er
þegar farið að undirbúa þær
aðgerðir.
Matvæli hafa líka verið send
sjóleiðis í vaxandi mæli, en þeir
flutningar urðu fyrir nokkrum
töfum vegna þess, að Víet-
Namar heimtuðu toll eða hafn-
sögugjöld af þeim vörum sem
eftir Björn
Friðfínnsson
fluttar voru um vatnaleiðir
þeirra. Markmið þessa hjálpar-
starfs er að lina hörmungar
fólksins og koma fótum undir
afkomu þess á nýjan leik.
Hjálparstarfið
í Thailandi
Nú er talið að um 380 þús.
manns hafi flúið yfir vestur-
landamæri Kamputseu til Thai-
lands og að 500 þús. til viðbótar
séu skammt frá landamærunum
á vesturleið.
Aðhlynning þessa fólks er
risavaxið verkefni, sem margar
hjálparstofnanir hafa nú sinnt
um margra mánaða skeið. Þar á
meðal má nefna ýmsar kirkju-
stofnanir og Rauða kross félög.
Alþjóða Rauði krossinn hefur
nú óskað eftir því að íslendingar
reyni að senda 3 hópa, samsetta
af lækni, hjúkrunarfræðingum
og stjórnunarmanni, til þess að
hlúa að flóttamönnum í nýjum
flóttamannabúðum nokkuð fyrir
austan Bangkok, um 15 km frá
landamærum Kamputseu. Búðir
þessar eiga fullbyggðar að rúma
200 þús. manns.
Er nú verið að leita að sér-
menntuðu fólki í þessa hópa og
búið er að koma þeim fyrsta á
fót.
Markmið þessa starfs er að
hlúa að fólkinu. þar til það
getur snúið til fyrri heimkynna
á nýjan leik.
Fjáröflun
RKÍ skortir fé til þessa verk-
efnis, en hann mun þó nýta til
þess bæði söfnunarfé úr síðustu
flóttamannasöfnun og tekjur af
öðrum fjáröflunarleiðum.
Nú er í gangi kosningagetraun
og vænta forystumenn RKI þess,
að þátttaka í henni verði al-
menn, en tekjurnar af getraun-
inni munu renna til aðstoðar við
Kamputseufólkið.
Hjálparstofnun kirkjunnar
hefur einnig stutt hjálparstarfið
við Kamputseuþjóðina og mun
gera það áfram, m.a. með fjár-
framlögum til „Oxfam“-stofnun-
arinnar, sem brezki frétta-
maðurinn í sjónvarpsmyndinni
þó viðurkenndi að hefði unnið
gott starf.
Niðurlag
Þessar línur eru nú orðnar
fleiri en ætlunin var í fyrstu.
Sjónvarpsmyndin á mánudags-
kvöldið sýnir okkur enn einu
sinni, hvað þau vandamál, sem
íslenzka þjóðin nú miklar fyrir
sér af gefnu tilefni, eru í raun
smávægileg og hlægileg á mæli-
kvarða mikils meirihluta
mannkyns.
Menn skyldu minnast þess í
allri þeirri ógnarlegu og tilbúnu
óhamingju sem menn eru svo
rækilega minntir á í kosninga-
baráttunni, að íslendingar geta
verið meðal hamingjusömustu
þjóða á jörðu okkar, eingöngu
með nokkurri hugarfarsbreyt-
ingu. Við eigum þá hamingju að
vera efnalega aflögufærir og við
getum fundið varanlega til
hennar með því að styrkja af
alefli hjálparstarfið við þá, sem
eru svo óendanlega snauðir, að
þeir eiga vart nema hluta af
líftóru.
28.11.1979
Björn Friðfinnsson
Um Kamputseumálið