Morgunblaðið - 30.11.1979, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.11.1979, Qupperneq 24
24 / MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER.1979 972 Kr HÆKKANIR NAUÐSYNJAVÖRU í TÍÐ VINSTRI STJÓRNAR HÆKKUN: 77.5% 111 Kr. 100 50 10 155Kr 150 100 50 10 HÆKKUN: 74.2% 400 150 100 50 /10 300 200 100 Siff 900 800 700 600 500 400 300 200 100 Ágúst'78 Nóvember'79 FRANSKBRAUÐ Ágúst '78 Nóvember '79 NÝMJÓLK í LÍTRAPÖKKUM Ágúst'78 Nóvember'79 ÝSUFLÖK MEÐ ROÐI/KG Hækkun nauðsynjavöru og vinstri stjórnin LÍNURIT þetta sýnir hækkanir á nauðsynjavöru i tið vinstri stjórnarinnar. Súlurnar lengst til vinstri sina hækkun fransk- brauðs (500 g), hvað það kostaði í ágúst 1978 og hvað það kostar nú í nóvember. Hækkunin er úr 111 krónum í 197 krónur eða um 77,5%. Mið- súlurnar sýna hækkun á verði mjólkur í lítrapökkum. Hækk- unin er úr 155 krónum í 254 krónur eða 63,9%. Þá er loks sýnd hækkun ýsuflaka, sem kostuðu 558 krónur hvert kg við upphaf vinstri stjórnar, en kosta nú 972 krónur hvert kg. Hækkunin þar nemur 74,2%. Þess ber að gæta, að ein af fyrstu ráðstöfunum ríkisstjórn- ar Ólafs Jóhannessonar var að fella niður söluskatt af matvöru. Því getur verið að í sumum tilfellum sé um enn meiri hækk- un að ræða á valdatíma vinstri stjórnarinnar og má því bæta við í sumum tilfellum 20% til þess að fá út raunverulega hækkunarprósentu matvöru á þessu tímabili. Þroskahjálp selur almanök með 12 happdrættismiðum LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp eru um þessar mundir að hleypa af stað fjáröflun og verður lands- mönnum boðið að kaupa sérstök almanök, sem gilda um leið sem happdrættismiðar og vinningar dregnir út mánaðarlega. Gefin hafa verið út 10 þúsund númeruð dagatöl og kostar hvert eintak 2500 krónur. Dregið verður 15. hvers mánaðar um sólarlanda- ferð á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals að verðmæti 400 þúsund krónur. Öll aðildarfélög Þroska- hjálpar, 21 að tölu, munu annast sölu dagatalanna og fer salan fram m.a. á vinnustöðum og gengið verður í hús. Tekjum verður varið til ýmissa brýnna verkefna fyrir þroskahefta, m.a. kynningar- og fræðslustarfsemi og kvað fjáröflunarnefndin mikið starf óunnið á því sviði er kostaði mikið fjármagn. Er þetta í fyrsta sinn sem Þroskahjálp hleypir af stað sérstöku fjáröfíunarverkefni og sögðu fjáröflunarnefndarmenn að reynt yrði að ná til almennings nú kringum kosningadagana og áfram út mánuðinn og væri stefnt að því að ljúka sölu dagatalanna tíu þúsund ekki síðar en um áramót. Basar Kvenfélags Hallgrímskirkju Á MORGUN, laugardaginn 1. des., heldur Kveníélag Hall- grímskirkju hinn árlega bas- ar sinn í safnaðarheimili kirkjunnar og hefst hann kl. 3 síðdegis. Þar verður á boðstólum margt eigulegra muna sem seldir verða á vægu verði, og eru sumir þeirra hentugir til jólagjafa. Ég vil eindregið hvetja fólk til að koma og gera góð kaup. Kvenfélagið hefir unnið öt- ullega um áraraðir fyrir kirkju sína, t.d. lagt drjúgan skerf í byggingarsjóð kirkj- unnar. Óhætt er að fullyrða, að byggingarframkvæmdir væru verulega skemur á veg komnar, ef þess hefði ekki notið við. Auk þess hafa kven- félagskonurnar unnið að margs konar safnaðarstarf- semi. Margir spyrja um kirkju- smíðina og sumum finnst henni miða hægt áfram. í sumar hefir verið unnið að því að steypa súlur þær, sem halda eiga hvolfþakinu uppi. Er það verk nú langt á veg komið. Vonandi verður kirkj- an fokheld innan fárra ára. Allur ágóði af basarnum rennur til kirkjunnar og bygg- ingar hennar. Gjafir og áheit berast stöðugt til kirkjunnar, og vil ég nota tækifærið til þess að flytja þakkir til vel- unnara hennar fyrir gjafir þeirra og hlýhug. Ragnar Fjalar Lárusson. UtaiikjörstaðakcMiing Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, símar 39790, 39788, 39789. Sjálfstæðisfólk, vinsamlegast látið skrif-, stofuna vita um alla kjósendur, sem ekki eru heima á kjördegi. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá. Utankjörstaðakosning fer fram í Miðbæjar- skólanum alla daga 10—12, 14—18 og 20—22 nema sunnudaga 14—18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.