Morgunblaðið - 30.11.1979, Page 25

Morgunblaðið - 30.11.1979, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979 25 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið viða á vinnustaði að undanförnu og þarna er Rangæingur- inn Sigurður óskarsson að ræða við Kort Ingvarsson í einu af frystihúsunum í Eyjum. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir í Eyjum. Basar í Kirkjubæ KVENFÉLAG Óháða safnaðarins efnir laugardaginn 1. desember til basars í Kirkjubæ. Verða þar seldir munir er konurnar hafa sjálfar unnið, en basarinn hefst kl. 14 á morgun, laugardag. Sjálfsævisaga Lillian Roth: Eg græt að morgni BÓKAÚTGÁFAN Hildur heíur sent frá sér bókina Ég græt að morgni eftir Lillian Roth í þýð- ingu Hrefnu Þorsteinsdóttur. Bókin var fyrst gefin út í New York árið 1954 og seldist þá á skömmum tíma í 150 þúsund eintökum og hlaut höfundurinn Christopher-verðlaunin fyrir hana. Síðan hefir bókin verið margendurprentuð á mörgum tungumálum og gerð kvikmynd eftir henni. Bókin fjallar um ævi Lillian Roth. Fimm ára er hún farin að leika og eykst frægð hennar stöð- ugt. Um tvítugt er hún eftirlæti allra á Broadway og fræg orðin í Hollywood. Þá tekur Bakkus við stjórntaumunum og dregur hana dýpra og dýpra niður í svaðið. Að lokum snýr hún sér til AA-sam- takanna og með þeirra hjálp nær hún aftur tökum á lífi sínu. í sextán ár hafði hún verið þjónn Bakkusar og átti að baki fjögur misheppnuð hjónabönd. í lok formála segir Lillian Roth: Allt sem í þessari bók stendur er sannleikur. Bókin er 279 blaðsíður, prentuð í Prentverki Guðjóns Ó. Bókin hefir áður verið gefin út á íslenzku. Laugavegi 20. Sími frá skiptiborði 85055.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.