Morgunblaðið - 30.11.1979, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1979
27
Margrét B. Fjeldsted
— Minningarorö
Dánarfregn Margrétar
Fjeldsted, síðast til heimilis að
Langholtsvegi 90, Reykjavík, kom
vinum hennar ekki á óvart, svo
erfið veikindi sem hún hafði átt
við að stríða allt frá síðastliðnu
sumri. En það er nú einu sinni svo,
að því sterkari ítök sem einhver á
í manni, því verr gengur að sætta
sig við atlögu hins slynga sláttu-
manns, jafnvel þó maður viti, að
engin önnur lausn er hugsanleg á
miklu þrautastríði.
Svo fór mér við þessa dánar-
fregn. Ég fann þá gerla, að maður
kann aldrei að meta til fullnustu
góðan vin fyrr en hann er horfinn
á braut um hinar dimmu dyr.
Undirritaður þekkti ekki Mar-
gréti Fjeldsted, eða Grétu eins og
hún var jafnan kölluð meðal vina
og kunningja, að neinu ráði fyrr
en svo atvikaðist, að hann naut
gistivináttu hennar og eiginmanns
hennar, Daníels Fjeldsted hér-
aðslæknis, um vikuskeið síðla árs
1954 á heimili þeirra að Laugavegi
79, Reykjavík.
Þessi kynni sviku ekki, þau
greyptust í huga og ljóma enn í
minningunni. Löngu síðar, nokkru
eftir lát Daníels, eða árið 1968,
urðum við hjónin þeirrar gleði
aðnjótandi, að þær mæðgur,
Margrét og Ragnheiður dóttir
hennar dvöldu að heimili okkar
um þriggja mánaða bil.
Að þeirri dvöl lokinni urðu þær
mæðgur einhverjar okkar bestu og
traustustu vinir. Og hiklaust tel
ég Grétu frænku mína í hópi
hinna vönduðustu manneskja, er
ég hefi nokkru sinni kynnst. Hún
hafði einkar heilbrigðar skoðanir
á mönnum og málefnum, og hún
varðveitti kostgæfilega sveita-
manninn í sjálfri sér, þó hlutskipti
hennar um árabil yrði það að vera
húsfreyja á gestkvæmu heimili í
höfuðstaðnum. Því hlutverki mun
hún hafa skilað með sóma.
Tíðrætt varð Grétu um bernsku-
slóðir í Skagafirði og frændlið
norður þar. Skagafjörðurinn fagri
átti enda alla tíð sterk ítök í
henni.
Þetta mikla trygglyndi Grétu til
bernskustöðvanna var henni
sjálfsagður hlutur, því trygglynd-
ið var svo sterkur þáttur í fari
hennar. Það fundu vinir hennar
næsta vei. Og það var bókstaflega
eins og henni væri gerður stór
greiði, ef litið var inn til hennar, á
heimilið friðsæla og fagra þeirra
mæðgna.
Einn af ánægjulegustu þáttum í
skapgerð Grétu frænku minnar,
var sá hversu barngóð hún var.
Það fundum við hjónin næsta vel í
áðurnefndri dvöl hennar hjá okk-
ur. Hún varð þá fjarska hrifin af
litlum frænda sínum og fékk hann
oft „léðan“ inn á herbergi sitt til
þess að hjala við hann og gæla.
Gréta frænka mín var af góðu
bergi brotin. Voru foreldrar henn-
ar hjónin Elínborg Björnsdóttir
og Bessi Gíslason, fyrrum búendur
í Kýrholti Skagafirði. Eru þau
bæði látin. Fædd var hún 6.
febrúar 1918 og því aðeins rúm-
lega sextug, er hún lést 22. nóv-
ember þ.á. Þannig urðu aðeins
röskir fjórir mánuðir milli þess,
að hún og Björn bróðir hennar
voru brottkvödd.
Guðrún Oddsdóttir
Nýjabæ — Minning
Margar eru þær minningar, sem
koma í hugann, þegar minnst er
þessarar greindu, dugmiklu konu,
sem borin var til grafar að
Prestsbakkakirkju á Síðu 17. nóv.
s.l. Alla tíð okkar á Síðunni, árin
1937—63, var hún svo að segja
okkar næsti nágranni og náinn
vinur. Þá bjó hún í Nýjabæ í
Landbroti, eignarjörð sinni, fyrst
með foreldrum, síðan með eigin-
manni og loks ekkja með syni
sínum unz hann tók þar við jörð
og búi.
Guðrún Oddsdóttir var fædd í
Nýjabæ 28. ágúst 1888, var því
komin á annað ár hins níunda
tugar, er hún lézt í Hrafnistu
sunnudaginn 11. nóvember s.l.
Foreldrar hennar voru Oddur
Bjarnason og Elínborg Ásgríms-
dóttir, sem bjuggu í Nýjabæ allan
sinn búskap. Móðir Elínborgar var
Vilborg Þorsteinsdóttir, Sverris-
sonar frá Kroki í Meðallandi.
Hann var bróðir Eiríks sýslu-
manns í Kollabæ. Koma þar sam-
an ættir okkar Guðrúnar
Oddsdóttur.
Þau- Oddur og Elínborg áttu
tvær dætur barna. Vilborg giftist
Benedikt Einarssyni. Bjuggu þau í
Vík í Mýrdal o.v. Hún lifir enn í
hárri elli hér í borg. Guðrún
giftist Gísla Sigurðssyni frá Hell-
um í Mýrdal og bjuggu þau í
Nýjabæ unz Gísli andaðist, mjög
um aldur fram, 13. jan. árið 1943.
Hann var forsjáll bóndi og hygg-
inn og mikill fyrirgreiðslumaður,
harmdauði öllum, sem hann
þekktu. Þau Guðrún bjuggu góðu
búi í Nýjabæ og fór hagur þeirra
batnandi eftir því sem árin liðu.
Þau eignuðust einn son, Þorstein,
sem býr í Nýjabæ, kvæntur Jónínu
Jónsdóttur frá Einbúa í Bárðar-
dal. Hann hefur mikið bætt ættar-
óðal sitt, bæði með byggingum og
ræktun, og gegnir ýmsum trúnað-
arstörfum fyrir sveitunga sína.
Guðrún Oddsdóttir var mikil
dugnaðarkona, þegar hún var upp
á sitt bezta. Og hún var trúuð
kona. Hennar trúarjátning var:
Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér
sjálfur. Hún gekk í öll verk, bæði
utan bæjar og innan og hlífði sér
ekki í neinu til að sjá sér og sinum
farborða án þess að vera upp á
aðra komin. Hún var alltaf frekar
veitandi en þiggjandi og tók vel á
móti mörgum gestum meðan bær
hennar var í þjóðbraut, þegar
ferðast var á gamla vísu.
Foreldrar Guðrúnar önduðust
bæði í Nýjabæ, Oddur, kominn
fast að áttræðu, árið 1931 og
Elínborg, næstum hálfníræð, árið
1949. Hafði hún þá lengi blind
verið en ern að öðru leyti eftir
aldri, og minnast má þess að oft
var ánægjulegt að skrafa við
gömlu konuna í baðstofunni í
Nýjabæ.
Guðrún í Nýjabæ náði háum
aldri, eins og fleiri af ætt hennar.
Ekki fór hún varhluta af mótlæti
ellinnar, var blind síðustu 5—6
árin, en bar það með biðlund og
bjartsýni trúarinnar, þakklát öll-
um, sem önnuðust hana og sýndu
henni vináttu og kærleika.
Blessuð sé minning hennar.
G.Br.
Af systkinahópnum eru nú á
lífi: Haraldur, prófessor í Winni-
peg, Kanada og Gísli, búsettur á
Sauðárkróki, svo og hálfsystir
samfeðra, Elínborg, búsett í Hofs-
staðaseli, Skagafirði.
Gréta frænka mín hlaut af
lífinu þá stóru gjöf að eignast
mannvænlega dóttur, sem var
henni einkar góð og samhent. Ég
vissi að fyrir hana lifði Gréta
fyrst og síðast. Það varð hennar
mest hamingja að sjá dótturina
verða fullþroska konu, sem aldrei
gleymdi umhyggjunni fyrir móður
sinni og heimilinu þeirra. En hún
sýndi þó e.t.v. best hvað í henni
bjó, þegar sjúkdómsáfallið hafði
dunið yfir móður hennar á liðnu
sumri.
Nú er þessari farsælu samfylgd
þeirra mæðgnanna lokið. Skugg-
inn er vissulega stór, sem á hefir
fallið. En að baki allra skugga býr
ljós og öll él birtir um síðir. Hið
bjartsýna lífsviðhorf kristinnar
trúar gefur þá dýru von. Sú von
mun aldrei bregðast.
Að síðustu bið ég Ragnheiði
Guðs líknar og styrks á rauna-
stund, megi Lausnarans styrka og
blessaða hönd leiða hana fram til
bjartari tíða.
Og frænku mína Grétu kveðjum
við hjónin og börnin okkar með
miklum söknuði og heilum þökk-
um fyrir alla vinsemd í okkar
garð, fyrir allar góðu samveru-
stundirnar á liðnum árum. Ég vil
og þakka henni mikla ræktarsemi
við móður mína aldraða, móður-
systur sín«.
Við biðjum henni svo farar-
heilla yfirum mærin miklu. Guð
blessi minningu hennar.
Stefán Lárusson
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ég hef glatað friðnum og gleðinni i trúnni á Krist.
Ástæðan er ys og þys og annir. Hvernig get ég ratað aftur til
Guðs?
Þér eruð ekki langt frá guðsríkinu. Vissulega er til
vegur aftur til Guðs. Að minnsta kosti hafið þér bent
á það, sem olli því, að þér fóruð á mis við hina
dýrmætu reynslu í samfélagi við Krist, og það er
fyrsta skrefið til að hljóta andlega lækningu. Þér
nefnið það „ys og þys og annir“.
Þér minnizt þess, að einu sinni týndu Jósef og
María Jesú. Þau höfðu farið til Jerúsalem, og þau
kynntust líka „ys og þys og önnum". í flýti og fáti
yfirgáfu þau Jerúsalem án Jesú.
Allt í einu áttuðu þau sig á því, að hann var ekki
með þeim. Hvað tóku þau til bragðs?
í fyrsta lagi sneru þau við. Þetta er merking þess að
gera iðrun. Þér verðið að snúa við og hefja gönguna í
gagnstæða átt. Þér hafið farið í burtu frá Kristi.
Hverfið aftur, snúið við til hans og beygið holdsins og
hjartans kné.
Því næst segir frá því, að þau fundu hann einmitt
þar, sem þau höfðu týnt honum. Til eru þeir staðir,
sem hann getur ekki farið til. Þér hafið farið til
þessara staða. Hann bíður þess, að þér komið aftur að
þeim vegamótum, þar sem leið yðar lá í burtu frá
honum. Hann vill taka í hönd yðar, og þið getið fetað
lífsveginn saman á ný.
Adam fer fint i veturinn. Þvi nú er hann birgur
af glæsilegum hátíöar- og hvunndagsfatnaði.
Peysu-, Combi- og Tweedföt i kippum, stakar
tweed- og flannelsbuxur, stakir tweed jakkar,
vesti og skyrtur.
Allt fatnaður „a la Adam", enda flott eftir þvi.
Littu inn og kynntu þér málið. T.D. PEYSUFÖTIN.
ÍIDIIffl
LAUGAVEGI 47 SÍMI17575