Morgunblaðið - 12.12.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 12.12.1979, Síða 1
32 SIÐUR 275. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 Prentsmiðja Morgunblaósins. Ekki mun halla á V ars járbandalagið - segir Gundersen BrUssel — 11. desember — AP ZEINER Gundersen hers- höfðingi, formaður hermála- nefndar NATO, sem er æðsta hernaðarstofnun bandalags- ins, lýsti þvi yfir í dag, að eldflaugaáætlunin sem að öll- um líkindum verður sam- Shariat-Madari: Frjálsræði eða borg- arastyrjöld Qom — 11. desember — AP. AYATOLLAH Shariat-Madari, sem stendur Khomeini næst að mannvirðingum innan klerka- stéttarinnar í íran, lýsti því yfir í dag að borgarastyrjöld og enn alvarlegra öngþveiti í landinu yrðu ekki umflúin nema bylt- ingarráð Khomeinis slakaði á klónni og veitti Azerbaijani-hér- aði aukin yfirráð í eigin málum. Shariat-Madari er leiðtogi tyrkn- eska þjóðarbrotsins í Iran, og hefur hann eins og Khomeini aðsetur í hinni helgu borg Qom. Heldur hefur verið rórra í Tabriz, höfuðborg héraðsins, í dag, en að undanförnu hafa verið þar miklar óeirðir. Shariat-Madari sagði í boðskap sínum í dag, að ekki kæmi til greina að fara að kröfu bylt- ingarráðsins og leysa upp helzta stjórnmálaflokkinn í héraðinu, íslamska alþýðuflokkinn. Þá sagði trúarleiðtoginn, að eina leiðin til að koma í veg fyrir borgarastyrj- öld í landinu væri að hafa vizku Múslims að leiðarljósi, en fjarri færi því að byltingarstjórnin í landinu gerði það. Ghotbzadeh utanríkisráðherra byltingarstjórnarinnar tilkynnti í dag, að njósnararéttarhöldunum yfir bandarísku gíslunum yrði frestað þar til alþjóðlegur kvið- dómur hefði látið fara fram rann- sókn á athæfi þeirra. Ráðherrann sagði, að senn yrði erlendum fulltrúum gefinn kostur á að vitja gíslanna og ganga úr skugga um að ekkert amaði að þeim. þykkt á ráðherrafundinum á morgun gæti ekki orðið til þess að raska valdajafnvæg- inu milli austurs og vesturs, Varsjárbandalaginu í óhag. Sagði Gundersen að áætlunin gerði ekki betur en að draga úr því hernaðarlega ójafn- vægi milli bandalaganna, sem ríkt hefði undanfarin ár, enda hefðu Sovétríkin nú á að skipa um 600 SS-20 eldflaug- um, sem hver er með þrjá kjarnaodda. Áætlun NÁTO gerir ráð fyrir 572 eldflaug- um búnum kjarnorkuvopn- um. Á ráðherrafundinum í dag skor- aði Harold Brown varnamálaráð- herra Bandaríkjanna á ráðherra hinna aðildarríkjanna að taka meiri og sanngjarnari þátt í vörn- um aðildarríkjanna. Hann vitnaði til samkomulags um að efla varnir aðildarríkjanna, sem gert var í Washington í maí 1978, og taldi Bandaríkjamenn hafa staðið við sinn hluta þess samnings, en Evrópuríkin ekki. Brown hefur í dag rætt deilu Bandaríkjanna við íran við marga starfsbræður sína á fundinum og mæltist hann eindregið til þess að vina- og samstarfsþjóðir Bandaríkjanna legðu sitt af mörkum í efnahags- legu og pólitísku tilliti til að hindra Irani í að beita þvingunum og virða að vettugi alþjóðalög. Flugstjórinn skeytti ekki viðvörunum Washingtun — 11. desembt*r — Reuter FLUGSTJÓRI DC-10 þotunnar, sem fórst á Suðurskautslandinu á dögunum. skeytti engu margí- trekuðum viðvörunum um að þotan væri komin of nærri jörðu, að því er bandarískur öryggis- sérfræðingur, Paul Turner, skýrði frá í dag. Turner athug- aði hljóðritunartækið, sem fannst í flaki þotunnar, en með henni fórust 257 manns. Þotan var í útsýnisflugi á vegum nýsjálenzka flugfélagsins, en meðal aðvörunartækja um borð var tæki, sem gefur til kynna þegar flugfar er komið ískyggilega nálægt yfirborði jarðar, án þess að um venjulega lendingu sé að ræða. Lafðin og lávarðurinn ganga um borð i þotuna, sem flytur þau til Salisbury. (AP-simamynd) Soames farinn til Salisbury Lundúnum. 11. desember. — AP - Reuter. BREZKA stjórnin þykir hafa sýnt mikla dirfzku með því að senda Christ- opher Soames lávarð til Salisbury til að taka þar við landstjóraembætti enda þótt enn hafi ekki verið samið vopnahlé í landinu og enn sé þar I .... Angelo Scordo, einn kennaranna, kemur i sjúkrahúsið eftir að fæturnir voru skotnir undan hon- um. Eftir blóðbaðið i samkomusalnum. (AP-símamynd). Oaldarflokkur tók skóla her- skildi og skaut á tíu manns Tórínó — 11. desember — AP. 12 VOPNAÐIR og grimuklæddir öfgasinnar ruddust inn i verzlun- arskóla í Tórinó í dag, tóku yfir 200 nemendur og kennara her- fangi, lásu þeim pistilinn um blóðuga byltingu og skutu siðan tiu manns í fæturna, orðum sínum til áréttingar. Flestir voru þeir vopnaðir sovézkum AK-47 vélbyssum. Hreyfingin „Fremsta röð“, sem er i slagtogi með Rauðu herdeildinni, hefur lýst sig ábyrga fyrir þessu óhæfuverki. ítalska lögreglan segir að hér sé um að ræða eitthvert þrautskipu- lagðasta hryðjuverk vinstri sinn- aðra öfgamanna, sem um geti. Þeir héldu skólanum í meira en klukkustund, en þustu síðan á braut án þess að nokkur þeirra næðist. Allir þeir, sem urðu fyrir skotsárum, eru í sjúkrahúsi, mis- jafnlega illa leiknir. Fimm þeirra voru kennarar, en hinir nemendur. Þegar árásin var gerð stóð yfir kennsla í fimm bekkjardeildum. Var öllum smalað í samkomusal skólans og hótað að um fjölda- morð yrði að ræða ef minnsta tilraun væri gerð til að hindra „umboðsmenn öreiganna" í að koma fram vilja sínum. Allir stjórnmálaflokkar landsins hafa fordæmt verknaðinn harðlega, en í dag voru tólf ár liðin frá því að mannskæðasta hryðjuverk öfga- sinna á Ítalíu átti sér stað. Þá létu 16 manns lífið og yfir 100 særðust í sprengingu í banka í Mílanó. barizt af hinni mestu hörku. Soames er væntan- legur til Salisbury í fyrra- málið, en í Neðri málstof- unni í dag svaraði Thatch- er forsætisráðherra gagn- rýni á brezku stjórnina vegna þessarar ákvörðun- ar með því, að vonir stæðu til að skæruliðar undir forystu Nkomos og Muga- bes féllust á nær óskorað vald Soames innan fárra daga. Samtímis því sem þessi skoðanaskipti áttu sér stað í Lundúnum gerðu skæruliðar harkalega eldflaugaárás á bæinn Um- tali í Rhódesíu frá búðum sínum í Mósambique. Rhódesíu-ráðstefnunni í Lundúnum er ekki lokið, en þar munu deiluaðilar langt komnir með að sættast á vopnahlé. Carrington utan- ríkisráðherra Breta tilkynnti að um leið og Soames kæmi til Rhódesíu viðurkenndu Bretar lögmæti stjórnar landsins og efnahagsþving- unum yrði aflétt. Stjórn hvíta minnihlutans í Rhódesíu sagði landið úr lögum við Breta 1965 vegna ágreinings um hvernig farið skyldi að því að koma á lýðræðislegum stjórnarhátt- um í landinu. Nú búa þar um 7 milljónir blökkumanna og 240 þúsund hvítir menn. Soames landstjóri er 59 ára að aldri og hefur um langt skeið verið í forystuliði brezka íhaldsflokksins. Hann er kvæntur Mary, dóttur Winstons Churchills.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.