Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 + Jaröarför GUORÍÐAR ÓLAFÍU ÞORLEIFSDÓTTUR, frá Hokinsdal, sem andaöist þann 3. desember sl., hefur farið fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Jón Guölaugsson, Guöbjörg Jónsdóttir, Kristín Guólaugsdóttir, Þorleifur Guölaugsson, Guölaug Guölaugsdóttir, Kristinn Sumarliöason, Valgeir Guölaugsson, Guöbjartur Guölaugsaon, Viktoría V. Guölaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför eiginkonu minnar, dóttur, móöur, tengdamóöur og ömmu, INGU KRISTFINNSDÓTTUR, Sörlaskjóli 3, sem lézt 6. des. fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavfk, fimmtudaginn 13. des. kl. 13.30. Jarösett veröur í Fossvogskirkjugaröi. Björgvin Þorbjörnsson, Ingveldur Ólafsdóttir, Björn Björgvinsson, Guöbjörg Kr. Björgvinsdóttir, Siguröur Runólfsson, Sigrföur María Siguröardóttir, Björgvin Sigurösson. Elínborg Guðbrands- dóttir - Minningarorð Fædd 6. ágúst 1913. Dáin 3. desember 1979. í svartasta skammdeginu berst sú frétt að voðaverk hafi verið unnið í Breiðholtinu í Reykjavík. Þetta er eitthvað svo fjarlægt. Síðan kemur sú frétt að Elínborg Guðbrandsdóttir hafi þar látið líf sitt. Þessi yfirþyrmandi tíðindi fá mig til þess að setjast niður. Hugurinn leitar til baka. Það er um sólstöður 1946 sem ég kynnist Sigrúnu Guðbrandsdóttur, en hún var þá gift Ármanni Halldórssyni skólastjóra Miðbæjarskólans. Seinna kynntist ég systrum henn- ar, Sigríði sem gift var Benedikt Tómassyni skólastjóra Flensborg- arskólans í Hafnarfirði, Elínborgu sem gift var Magnúsi Ástmars- syni prentara og bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins, Guðfinnu sem var kennari í Borgarfirði. Björn bróðir þeirra var við nám í læknisfræði. Föngulegar þóttu mér þessar systur, og birta í kring um heimili þeirra. Maður hittir þetta fólk á gleðistundum þess, börn fæðast, velkomin í fjölskyldur sínar, þau eru skírð, það ríkir gleði yfir tilveru þeirra. Árin líða við annir sem fylgja barnmörgum heimil- um. En fljótt skipast veður í lofti. Hörmungarnar fara að dynja yfir þessa fjölskyldu. Sigrún verð- ur ekkja með 5 ung börn, það elsta 11 ára. Elínborg veikist og þarf að leggjast á sjúkrahús, og gangast undir mikla skurðaðgerð, hún á 6 börn, það elsta er 15 ára það yngsta fárra mánaða. Fár sem faðir, enginn sem móðir. Þessi sannindi hefur ekki þurft að útskýra fyrir Magnúsi þegar hann þurfti snögglega að sjá um þrjú ungbörn, koma þeim fyrir til bráðabirgða, þá kom sér vel óvenjulegt táp Önnu Rósu, sem var aðeins 13 ára. Eftir tveggja ára sjúkrahúsdvöl hefur Elínborg náð þeim líkamskröftum að hún getur farið ETAL kassettutæki er fjársóun ö kynna KD-A5 fra JVC • Jú, METAL er spóla framtíðarinnar. METAL hausarnir eru miklu sterkari og auka gæði á Crome og Normal spólum. • Allt tækniverkið er betra og sterkara, sem þýðir meiri endingu og minni bilanir. • Metal tækin frá JVC eru ÓDÝRARI • JVC METAL er svariö. Tæknilegar upplýsingar TEKUR ALLAR SPÓLUR SVIÐ: 20—18000 HZ Metal 20—18000 HZ Crome 20—17000 HZ Normal • S/N 60 db • Wov and flutter 0,04. • Bjögun 0,4 • Elektrónískt stjórnborö. • Hægt að tengja fjarstýringu við • Tvö suðhreinsikerfi ANRS og Super ANRS Staögreiösluverö frá kr. 226.900.- Hljórruloild y Laugavegi 89, sími\13008 l0tðf°9l á tvlðl ný/unga heim. Andleg heilsa hennar er með ólíkindum. Skömmu seinna veikist Guð- finna af krabbameini, sem verður banamein hennar nokkrum árum seinna. Sigríður missir heilsuna, og hefur hún þurft að dvelja á sjúkrahúsi um árabil. Magnús fær hjartaáfall. Björn Bragi gefur vonir sem skáld, hann ferst ásamt unnusta Önnu Rósu. Aldrei heyrir neinn Elínborgu kvarta, hún tekst á við hlutina á kyrrlátan máta, hún reynist vel stúlku sem trúlofast hafði Birni Braga, syni hennar og eignast með honum dóttur. Þau Magnús hafa komið sér upp góðri íbúð við Granaskjól. Elín- borg hefur náð góðri heilsu, það er kært með þeim Magnúsi, þótt erfiðleikar hafi mætt þeim, þá eiga þau góðar stundir hvort í annars félagsskap, þeim auðnast að fara í ferðalög saman, en af þeim hefur Elínborg mikla ánægju. Þá kemur enn eitt áfallið, Magnús fær heilablóðfall og lifir hann við mikla vanheilsu þar til hann lést 1970. Það er ekki létt yfir Elínborgu um þetta leyti, en hún stendur sig eins og hetja, sér um uppeldi barna sinna, og styður þau svo við uppeldi sinna barna. Hún flytur, selur íbúðina við Granaskjól og kaupir sér íbúð uppi í Breiðholti. Hún hafði um árabil unnið á gæsluvelli, og fær hún sig flutta um vinnustað. Dæturnar fara að heiman og stofna eigin heimili. Yngsti sonur- inn lýkur stúdentsprófi, en er óráðinn með framhaldsnám. En það fer að bera á vanheilsu hjá piltinum, hún leitar læknis. „Hugarburður, það er ekkert að honum." Þótt Elínborg segi fátt þá veldur þetta heilsufar sonar henn- ar henni miklu hugarangri. En hvert á að leita, til hvers á að snúa sér? Skelfilegur atburður gerist, saga Elínborgar Guðbrandsdóttur er öll. Þökk sé henni fyrir lífstrú hennar og bjartsýni. Ættingjum hennar bið ég styrks. Elínborg fæddist í Viðvík í Skagafirði 6. ágúst 1913. Hún var dóttir séra Guðbrands Björnsson- ar, sem var prestur þar, og konu hans Önnu Einarsdóttur. Þar ólst hún upp á glaðværu heimili. Nám stundaði hún í unglingaskólanum á Hólum í Hjaltadal, og síðan á Laugarvatni, þá lá leiðin í Kenn- araskólann, en þaðan lauk hún prófi 1935. Skólabróður sínum þaðan giftist hún 1938, en hann var Magnús Ástmarsson frá ísa- firði. Þau Magnús settust að í Reykjavík, hann hóf störf í prentsmiðjunni Gutenberg, en prentiðn hafði hann lært á ísa- firði, að auki starfaði hann mikið að félagsmálum. Þau Elínborg eignuðust 6 börn, en þau voru Björn Bragi fæddur 1940, hann fórst rúmlega tvítugur. Anna Rósa fædd 1942, hún er búsett í Höfn í Hornafirði. Auður fædd 1947, hún hefur um árabil átt heimili sitt á Sólheimum í Grímsnesi, og er nú starfsstúlka þar. Ásdís fædd 1951, hún er búsett í Reykjavík. Brynhildur fædd 1953, hún er búsett í Reykjavík. Og Guðbrandur fæddur 1954. Elin Guðjónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.