Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979
11
Ólafs. Ég minni aðeins á hinar
miklu Njálurannsóknir hans. Um
þetta öndvegisrit íslenzkra bók-
mennta skrifaði hann doktorsrit
sitt (1933), síðar aðrar bækur og
fjölda greina og loks gaf hann
Njálu út í Islenzkum fornritum.
Segja má, að skilin milli Njálu og
Einars Ólafs séu orðin harla
óglögg, a.m.k. er ljóst, að fátt
verður kannað eða sagt um Njálu
nema áður sé gengið úr skugga
um, hvað Einar Ólafur hafi haft
um það að segja.
Þá skal ekki látið liggja í
láginni að minna á, að Einar
Ólafur er brautryðjandi í vísinda-
legum rannsóknum íslenzkra
þjóðsagna og hefur saipið um þær
grundvallarrit, Um íslenzkar þjóð-
sögur (1940).
Enn skal nefnt, að enginn hefur
gefið út jafnmargar Islendinga-
sögur í Islenzkum fornritum og
Einar Ólafur, og var hann raunar
ritstjóri þeirrar útgáfu um skeið.
Loks vil ég nefna hið mikla verk
hans íslenzkai bókmenntir í forn-
öld I (1962), sem er á sjötta
hundrað bls. á lengd, og er þar
fjallað um uppruna íslenzkrar
menningar og eddukvæðin. Væri
mikill fengur að því, ef Einari
Ólafi auðnaðist að ljúka við það
stórvirki.
Hér hefur fátt eitt verið talið
upp af verkum hans, en verður að
nægja. Og þess má geta, að hann
hefur á langrf starfsævi verið
tíður gestur og fyrirlesari við
fjölmarga erlenda háskóla og bor-
ið sér, grein sinni og þjóð hróður í
flestum heimsálfum. Hann hefur
hlotið margs konar viðurkenningu
fyrir vísindastörf sín og túlkun á
íslenzkri menningu og er félagi í
fjölmörgum vísindafélögum.
Skerfur Einars Ólafs til
íslenzkrar menningar verður seint
metinn að fullu, og kemur það
sjálfsagt, eins og venja er, einkan-
lega í hlut þeirra, sem á eftir
koma að vega og meta. En engum
samtíðarmönnum dylst, að Einar
er af verkum sínum risi í íslenzk-
um fræðum.
í EÓS Ljóðum segir hann á
einum stað: „Efi minn er undrun
barnsins/ andi hinnar glöðu
speki". Ég tek mér það bessaleyfi
að að lesa út úr þessum ljóðlínum
ekki aðeins afstöðu Einar Ólafs til
umheimsins heldur og til vísinda-
rannsókna. Án efans vakna engar
spurningar og þá verða heldur
engar rannsóknir gerðar. En Ein-
ar Ólafur hefur spurt og rann-
sóknir sínar og svör glæðir hann
með hinni „glöðu speki,“ tengir
niðurstöður sínar við jörðina, lífið
og fegurðina. Þótt viðhorf verði
önnur og smekkur breytist, munu
því verk Einars Ólafs standa fyrir
sínu, enda er undirstaðan traust.
Veruleikinn kann stundum að
vera blágrýtishnullungur, en
stuðlaberg í ritum Einars Ólafs.
Og það er ekkert tiltökumál. Góðir
vísindamenn, sem fjalla um bók-
menntir, sleppa ekki hendinni af
völunni, fyrr en henni hefur verið
komið fyrir á festinni.
Það leikur ekki á tveim tungum,
að ritverk Einars Ólafs verða
lengi í hávegum höfð sem glæstir
fulltrúar rannsóknarstarfsemi og
mennta á 20. öld.
Að kveldi skal dag lofa. Það er
bjart ævikvöld hjá Einar Ólafi,
þegar litið er til þeirra Grettis-
taka, sem hann hefur lyft í
fræðunum. Og gæfumaður hefur
Einar Ólafur verið í einkalífi sínu,
því að kona hans, Kristjana Þor-
steinsdóttir, hefur alla tíð verið
honum stoð og stytta. Það er ekki
út í hött að líkja þeim hjónum við
Njál og Bergþóru, svo samhent
hafa þau verið.
Ég óska þess, að þau megi njóta
lífsins allt til enda. Og þá hugsa ég
mér Einar Ólaf með bók í hönd,
hann láti hugann reika og spurn-
ingar vakni með honum:
Efi minn er útsýn tindsins,
andi hinnar víðu sýnar.
(úr EÓS Ljóðum)
Bjarni Guðnason
Reglugerð um forf alla-
þjónustu í sveitum
HINN 11. október 8.1. var gefin út
reglugerð við lög um forfalla-
þjónustu í sveitum, sem sam-
þykkt voru á Alþingi á síðast-
liðnu vori.
Samkvæmt lögunum er búnað-
arsamböndum heimilt að setja á
stofn forfallaþjónustu hvert á
sínu svæði. Yfirstjórnin er í hönd-
um Búnaðarfélags Islands í um-
boði landbúnaðarráðuneytisins.
Búnaðarsamböndin hafa heimild
til að ráða tvo afleysingamenn
fyrir hver 150 sveitaheimili. Allir
bændur og þeir, sem veita búum
forstöðu og makar þeirra eiga rétt
á aðstoð, ef þeir hafa meirihluta
tekna sinna af landbúnaði. Ef
tekjur af landbúnaði eru minni en
20% af heildartekjum þá hefur
viðkomandi ekki rétt á aðstoð án
endurgjalds.
Kostnaður búnaðarsamband-
anna við stjórnun og skipulagn-
ingu á forfallaþjónustunni greið-
ist úr ríkissjóði, svo og kaup
afleysingamanna. Ef vinnutími
afleysingamanns fer yfir 40
klukkustundir á viku, greiðast
þeir tímar af viðkomandi bónda.
Gert er ráð fyrir að afleysinga-
fólkið fái frítt fæði og húsnæði
þar sem það er að störfum á
hverjum tíma. Hámarkstími sem
bóndi getur haft afleysingamann
án greiðslu miðað við 40 stunda
vinnuviku eru 24 dagar á ári.
Forfalla- og afleysingaþjónustu
í sveitum er einungis ætlað að
veita tímabundna vinnuaðstoð við
nauðsynleg bú- og heimilisstörf
þegar veikindi, slys eða önnur
forföll ber að höndum, þannig að
þeir, sem veita búi eða heimili
forstöðu geti ekki sinnt sínum
daglegu störfum.
I fjárlögum, sem lögð voru fram
á Alþingi í haust var gert ráð fyrir
að starfsemin hæfist á næsta ári.
á hátalarakerfi á engan sinn
Ifca, hvað varðar skýran tón.
Mynd og tal birtast á tjórum
sekúndum og þar með spar-
ast dýrmæt orka
10 cm.
breiður
hijómmikiii
hátaiari
Hinn
þróaði
„Linytron
litmyndalampi
Hinn sérlega
hannaði útbúnaöur í
geislamóttakaranum
notar svartar lóðréttar
línur sem gefa skýrari
og eðlilegri lit sem aldrei
virkar „upplitaður”. Micro
móttakararnir eru sam-
settir úr sem fæstum hlut-
um til að tryggja minnst
mögulegt viðhald, en eru
jafnframt orkusparandi og
þurfa minni hitun
Sjáandi myndstillir
Skýrleiki, litur og skarpleiki að-
laga sig að birtu herbergisins
sjálfvirkt.
Hin nýja hönnun
|H
tækin eru líka til með einfaldri
fjarstýringu.
Verö frá kr. 375.000.-