Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 é> Almenna bókafélagið Austurstræti 18, Skemmuvegur 36, sími19707 sími 73055 Guðmundur G. Hagalín GUDMUNDUR G. HAGALÍN „Þeir vita þaö fyrir vestan“, fjallar um þau 23 ár sem umsvifamest hafa oröiö í ævi Guömundar G. Hagalíns. Fyrst dvaldist hann 3 ár í Noregi, liföi þar fjölbreytilegu lífi og feröaðist víösvegar um landiö til fyrirlestrahalds. Síöan var hann blaðamaöur viö Alþýöublaöiö tæp 2 ár, unz hann fluttist til ísafjarðar 1929 og þar tók hann ríkulegan þátt í bæjarlífi og stjórnmálum þau 15 ár sem hann átti þar heima. Meginhluti bókarinnar er um ísafjaröarárin. ísafjöröur var þá sterkt vígi Alþýðuflokksins og kallaður „rauöi bærinn“. Hagalín var þar einn af framámönnum flokksins ásamt Vilmundi Jónssyni, Finni Jónssyni, Hannibal Valdimarssyni o.fl.. Á þessum árum skrifaöi Hagalín auk þess ýmis af meiriháttar verkum sínum, svo sem Kristrúnu í Hamravík, Sturlu í Vogum, Virka daga og Sögu Eldeyjar-Hjalta. Bókin einkennist ööru fremur af lífsfjöri og kímni, og hvergi skortir á hreinskilni. Áttræður — Einar Ólafur Sveinsson Einar Ólafur Sveinsson prófess- or og fyrrverandi forstöðumaður Handritastofnunar Islands var í heiminn borinn 12. des. 1899 á Höfðabrekku í Mýrdal og er þvi áttræður í dag. Á þessum merku tímamótum langar mig að segja nokkur orð til að árna heilla hinum aldna meist- ara mínum og fræðaþul og votta honum þakklæti og virðingu mína fyrir löng, góð og giftudrjúg sam- skipti. Eg átti því láni að fagna að sitja við fótskör Einars Ólafs, þegar ég var við nám í íslenzkum fræðum við Háskólann. Hann kenndi mér bókmenntafræði og vísindaleg vinnubrögð. Hann gaf mér nesti og nýja skó í fræðunum, sem hafa borið mig yfir dökka og djúpa dali og hann gaf mér viljann til að efast og spyrja. Enga vissi ég nemendur hans ganga bónleiða til búðar, þegar þeir þurftu á ráðum hans og leiðbeiningum að halda. Fávísum nemendum tók hann föðurlega á móti og af skilningi og velvild, og ætíð lét hann sér sérlega annt um velgengni þeirra. Og þar var aldrei komið að tómum kofunum. Hann var brunnur þekk- ingarinnar. Einar Ólafur er fágætlega lærð- ur maður á hina gömlu góðu klassísku vísu. Og hann hefur notið þeirrar menntunar. Hann er víðsýnn, húmanisti í hátterni, viðhorfum og afstöðu til mála. Ég vil kalla Einar Ólaf „fjölkunnug- an“ í báðum meginmerkingum þess orðs. Lærdómi hans er við- brugðið og stendur víða traustum fótum, og í meðferð Einars Ólafs verður hann magnþrunginn. Einar Ólafur er auðvitað allra manna fróðastur á sérsviði sínu, í íslenzk- um þjóðsögum og íslenzkum mið- aldabókmenntum, en samt er það svo, að fáir standa honum á sporði í íslenzkri sögu og málfræði. Og hann lætur sig ekkert muna um að hafa Hómer, Goethe eða Heine á hraðbergi né víkja að King Lear eða írskum þjóðsögum, ef því er að skipta. Fýsnin til fræðanna hefur leitt hann víða um heim hugarflugs og veruleika, og úr smiðju hans hefur hvert stórvirkið rekið annað. Fáir menn geta með meiri sanni en Einar Olafur tekið sér hina kunnu vísu Hávamála í munn: Þá nam ek frævask ok fróðr vera ok vaxa ok vel hafask; orð mér af orði orðs leitaði, verk mér af verki verks leitaði. Lærdómur Einars Ólafs, einstök eljusemi og mikil afköst góðra verka eiga sér auðvitað rætur í andlegri atgervi hans og skaphöfn. Viljastyrkur hans eða einbeitni hefur aftrað því, að hann hafi sóað kröftum sínum í fánýta hluti eða látið villast af skarkala umheims- ins. Bílar, sjónvörp og verðbólga eru hlutir og fyrirbæri, sem hafa aldrei snortið hug hans. En heill og óskiptur hefur hann helgað sig hugðarefni sínu og hjartans máli, íslenzkum bókmenntum og ís- lenzkum menntum. Hann hefur unnið þeim og þjóð sinni allt það gagn, sem hann mátti, gefið sitt „hjartablóð", og honum hefur far- izt það svo vel úr hendi, að orðstír hans mun æ lifa með þjóðinni. Það gegnir furðu, hversu Einar Ólafur hefur komið víða við í verkum sínum og hversu afkasta- mikill hann er. Ekki verður farið út í það að telja upp verk hans og gera grein fyrir þeim, enda mætti skrifa um þau bók eða bækur. En slíkt er með öllu óþarft um verk þjóðkunns manns eins og Einars VEGA 402 Lítiö en hljómgott tæki í leöurtösku. Lang- og miöbylgja. Verö kr. 16.380.00. ASTRAD VEF 206 Afar næmt viötæki. 10 transistorar, 2 díóöur. Miö-, lang- og bátabylgja + 5 stuttbylgjur. Verö kr. 42.695.00. SELENA 210/2 MB Langdrægt viötæki í teak kassa. 17 transistorar, 11 díóður. Lang-, miö- og FM-bylgjur, 5 stuttbylgjur. Innbyggöur spennubreytir fyrir 220 V. Verö kr. 64.330.00. ÚTSÖLUSTAÐIR FYRIR ASTRAD VIÐTÆKI AKRANES Verzl. Örin BÍLDUDALUR Versl. Jóns S. Bjarnasonar BORÐEYRI Kaupfélag Hrútfirðinga BORGARNES Verslunin Stjarnan BLÖNDUÓS Kaupfélag Húnvetninga BREIÐDALSVÍK Kaupfélag Stöðfiröinga BÚÐARDALUR Kaupfélag Hvammsfjarðar DALVÍK Kaupfélag Eyfiröinga DJUPIVOGUR Kaupfélag Berufjaröar EGILSSTAÐIR Versl. Gunnars Gunnarssonar GRINDAVÍK Kaupfélag Suöurnesja HAFNARFJORDUR Radíóröst Rafkaup, Reykjavíkurv. 66 HÓLMAVÍK Kaupfélag Steingrímsfjarðar HVOLSVÖLLUR Kaupfélag Rangæinga HÚSAVIK Bókaversl. Þórarins Stefánssonar HÖFN — HORNAFIRÐI Verzl. Siguröar Sigfússonar HVAMMSTANGI Kaupfélag Vestur-Húnvetninga HAGANESVÍG Samvinnufélag Fljótamanna KEFLAVÍK Kaupfélag Suðurnesja Radíónaust, Hafnargötu 25 Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50 Stapafell KRÓKSFJARDARNES Kaupfélag Króksfjaröar NESKAUPSTAOUR Kaupfélagiö Fram REYKHOLT Söluskálinn REYKJAVÍK Domus, Laugavegi 91 F. Björnsson, Bergþórugötu 2 Fönix, Hátúni 6A Hljómur, Skipholti 9 Radíóhúsið, Hverfisgötu 37 Radíóvirkinn, Týsgötu 1 Rafbúð Sambandsins, Ármúla 3 Sjónval, Vesturgötu 11 Sjónvarpsmiðst;öin, Síðumúla 2 Tíðni, h.f., Einholti 2 SAUÐÁRKRÓKUR Kaupfélag Skagfirðinga SIGLUFJÖRDUR Verslun Gests Fanndal STYKKISHÓLMUR Kaupfélag Stykkishólms SKRIDULAND Kaupfélag Saurbæinga SÚGANDAFJÖRÐUR Kaupfélag Súgfiröinga, Suðureyri STÖÐVARFJORÐUR Kaupfélag Stöðfirðinga VOPNAFJÖRÐUR Versl. Ólafs Antonssonar VESTMANNAEYJAR Kaupfélag Vestmannaeyja VARMAHLÍÐ Kaupfélag Skagfiröinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.