Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 200 kr. eintakiö. Vanræktur verkþáttur Kjaramálaráöstefna ASÍ, sem haldin var sl. laugar- dag, leiddi í Ijós alvarlegan skoðanaágreining og var frestað án samkomulags eða niðurstöðu. Verkamannasamband íslands hafði markað stefnu um beitingu vísitölu til launajöfnunar, sem skipti ráðstefnunni í tvær fylkingar. Stefna VMSÍ felur það í sér, að sú krónutala, sem samið verði um í verðbætur á meðallaun, komi söm og jöfn á alla launaflokka — upp úr og niður úr, í stað prósentuhækkunar, sem mælt hefur mismunandi verðbætur og mestar á hæstu launin. Fulltrúar hærra launaðra starfshópa innan ASÍ töldu hins vegar rangt að nota verðbætur eða vísitölu til launajöfnunar — meðan verðbólgan væri svo mikil sem nú er. Slík krónutöluleið hefði áður verið reynd innan ASI og þá skapað mikið ósamræmi við önnur launþegasamtök, svo sem BSRB og BHM. Hyggilegra væri að bæta kjör láglaunafólks með grunnkaups- samningum og félagslegum aðgerðum. Þá settu þeir einnig fram þau sjónarmið að samflot aðildarfélaga ASI ætti einungis að ná til afmarkaðra atriða, svo sem verðtryggingar og félagslegra aðgerða, en að öðru leyti semdu félög eða sambönd sér um kaup og kjör. Þegar ljóst var, að sjónarmið stönguðust svo gjörsamlega á sem raun bar vitni um, flutti formaður og varaformaður VMSÍ tillögu um frestun ráðstefn- unnar til 11. janúar 1980, sem var samþykkt. Þau gagnstæðu sjónarmið, sem hér um ræðir, varpa ljósi á vanræktan þátt í starfsemi launþegahreyfingar; þann að móta ákveðna innbyrðis stefnu um launahlut- föll, en skipting þjóðartekna er í vaxandi mæli að verða innbyrðis vandamál launþegasamtakanna. Gagnstæð sjónarmið þeirra Benedikts Davíðssonar og Guðmundar J. Guðmundssonar, sem fram komu í fréttaviðtölum í sjónvarpi á dögunum, eru dæmigerð í þessu efni. Þá vakna spurningar um, hvort frestun ráðstefn- unnar tengist á- einhvern hátt núverandi stjórnar- myndunarviðræðum, en frestunartillagan var flutt af tveimur alþingismönnum, öðrum úr Alþýðuflokki, hinum úr Alþýðubandalagi. Við núverandi aðstæður í þjóðarbúskapnum getur stefnumörkun kjararáð- stefnu, af því tagi sem hér um ræðir, haft afgerandi áhrif á framvindu mála og starfsaðstöðu ríkisstjórnar, hvern veg sem hún er saman sett. Sá skoðanaágreiningur, sem á yfirborði leiddi til frestunar kjaramálaráðstefnu ASI, varðaf fyrst og fremst launahlutföll og launajöfnun í þjóðfélaginu. Hann opinberar ótvírætt — sem fyrr segir — að verkalýðshreyfingin hefur ekki, því miður, mótað sér innri stefnu í þessum veigamikla málaflokki. Það á ekki að vefjast fyrir mönnum hverjar þær þjóðartekj- ur eru, sem til skiptanna koma. Um hitt er deilt, hve stór hluti þessara þjóðartekna á að renna til ríkis og sveitarfélaga í formi margháttaðrar skattheimtu, og hve stór hluti að vera eftir í ráðstöfunartekjur almennings og atvinnuvega. Um það er og deilt, hvert launahlutfallið skuli vera milli hinna ýmsu starfshópa þjóðfélagsins. Það er þetta síðasta deilumál sem kom fram í dagsljósið á kjararáðstefnu ASÍ, og kann að leiða til þess, að ekki næst samflot aðildarfélaga þess um launastefnu. Vera má að ASÍ sé hér komið að þeim vanrækta verkþætti, sem ekki verður lengur slegið á frest að takast á við. Frá undirritun samninganna i gær. f ra vmstn Jöhann U. Bergþórsson f.h. Hraunvirkis o.fl., Eirikur Briem, framkvæmdastjóri Landsvirkjunar, Jóhannes Nordal, formaður Stjórnar Landsvirkjunar, Halldór Jónatansson, aðstoðarframkvæmdastjóri Landsvirkjunar, og Páll Sigurjónsson f.h. Fossvirkis. (Ljósm. Mbl. Emilia). Áætlað að um 560 manns starfi við Hrauneyja- f ossvirkjun næsta sumar Á SÍÐASTLIÐNU sumri störfuðu mest 320 manns við framkvæmdir við Hrauneyjafoss, en nú starfa þar 185 manns, en fækkar fljótlega i 130 manns, sem verða þar i vetur. Á sumri komanda er gert ráð fyrir að mest verði þar i vinnu um 560 manns, þar af 60 i stjórnun og eftirliti. Framkvæmdir hófust við Hrauneyjafossvirkjun sumarið 1978 með greftri Fossvirkis fyrir stöðvarhúsi virkjunarinnar, en aðilar að Fossvirki eru fstak hf, Loftorka sf, Miðfell hf, E. Phil & Sön A.S. og AB Skaanska Cementgjuteriet. Snemma á þessu ári bauð Landsvirkjun siðan út fjóra meginhluta byggingarvinnunnar, sem eru jarðstíflur og aðveituskurður, gröftur fyrir inntaki og flóðgáttum, steypuframleiðsla og bygging stöðvarhúss virkjunarinnar. í framhaldi af þessu útboði samdi Landsvirkjun við lægstbjóðendur um vinnu við þá verkþætti, sem átti að hefja framkvæmdir við á þessu ári. Var hér um að ræða samning við Fossvirki um steypuframleiðslu og byggingu stöðvarhúss og við Ellert Skúlason hf, Svavar Skúlason hf og Ýtutækni hf. um gröft fyrir inntaki og flóðgáttum. Vinnunni í ár við umrædda verk-1 þætti er nú að mestu lokið og í framhaldi af því hefur nú verið samið við Fossvirki um að ljúka byggingu stöðvarhússins og virkjun- arinntaksins á næstu tveimur árum og hafa með höndum alla steypu- framleiðslu fyrir virkjunina. Jafn- framt hafa nú tekizt samningar milli Landsvirkjunar annars vegar og Hraunvirkis hf, Ellerts Skúla- sonar hf, Svavars Skúlasonar hf og Verkfræðiþjónustu Jóhanns G., Bergþórssonar hins vegar um bygg- ingu jarðstíflu og aðveituskurðar virkjunarinnar, en þessu verki á einnig að ljúka fyrir haustið 1981. í báðum tilvikum er um að ræða samninga við lægstbjóðendur með þeirri breytingu að í síðarnefnda samningnum hefur sú aðildarbreyt- ing orðið á, að Ýtutækni hefur dregið sig til baka, en Hraunvirki og Verkfræðiþjónusta Jóhanns G. Bergþórssonar bætzt við. Hlutaðeig- andi verksamningar voru undirrit- aðir í gær og nemur samningsupp- hæðin við Fossvirki um 5.700 millj. króna og við Hraunvirki hf. og fleiri um 4.300 millj. króna, hvort tveggja á núverandi verðlagi. Jóhannes Nordal formaður stjórnar Landsvirkjunar sagði er samningarnir höfðu verið undirrit- aðir, að þetta væru stærstu samn- ingar um framkvæmdir við bygg- ingamannvirki, sem samið hefði verið um hér á landi. Sigölduvirkjun og Búrfellsvirkjun væru þá að vísu undanskildar, en í öðru því tilvika hefðu erlendir aðilar alveg séð um framkvæmdir og verið stór aðili að hinu verkinu. í frétt frá Landsvirkjun segir að í undirbúningi þessara framkvæmda hafi stjórn Landsvirkjunar markað þá stefnu að auðvelda innlendum verktökum að bjóða í og takast á hendur í sem ríkustum mæli bygg- ingaframkvæmdir við Hrauneyja- fossvirkjun. Væri þetta m.a. gert með því að skipta verkinu í nokkra sjálfstæða meginþætti, þar sem sérstaklega væri boðið í hvern og einn þeirra. Hrauneyjafossvirkjun verður 140 MW með tveim 70 MW vélarsam- stæðum og er stefnt að því, að sú fyrri verði komin í rekstur haustið 1981 og sú síðari 1982, en hönnun virkjunarinnar er hagað þannig að bæta má þriðju vélasamstæðunni við, þegar henta þykir, án verulegs tilkostnaðar, hvað byggingarvinnu snertir, en sú vélasamstæða er einnig 70 MW. Framkvæmdaáætlun varðandi háspennulínuna gerir ráð fyrir, að hún verði komin í gagnið eigi síðar en haustið 1982. Viðurkenmng fyrir Afríkuferðamál NÝLEGA var haldið í Miinchen árlegt þing ASTA — sem er stærsta samband ferðaskrifstofa í heimi — og sátu þingið á tíunda þúsund fulltrúar. Sl. tuttugu ár hefur þeim verið vcitt viðurkenn- ing á þingi ASTA sem mest vinna að því að þróa fcrðamál í Afríku. og nú í ár fékk fyrirtæki Ingólfs Blöndals. Scantravel West Africa, viðurkenningu öðru sinni, fyrir gott framlag á þessu sviði. Ingólfur Blöndal hefur um nokk- urra ára skeið rekið ferðaskrifstofu í Tucson í Bandaríkjunum og lagt þar alla áherzlu á að efla ferðalög til Afríkulanda, enda var hann um langt skeið búsettur í Ghana. í blaðaumsögn sem Mbl. barst um málið segir, að Ingólfur Blöndal og fyrirtæki hans ætli á næsta ári enn að bæta inn í ferðaáætlun sína og verði þar boðið upp á ferð til Suður-Afríku, safari' til Kenya og ferðir til Kamerún og Fílabeins- strandarinnar. Hvert ár lætur einAfríkuþjóðanna útbúa sérstakan viðurkenningargrip af þessu tilefni og var það nú Togo sem fékk einn af sínum beztu listamönnum til að gcra styttu sem steypt er í eir. Á myndinni eru Hans Winter, markaðsstjóri Eþíopian Airlines í Bandaríkjunum, Arhoussie, forstjóri ferðamáiaskrifstofu Togo, Ingólfur með gripinn góða og Charles Librader, markaðsstjóri Air Afrique í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.