Morgunblaðið - 12.12.1979, Síða 3

Morgunblaðið - 12.12.1979, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 3 Ljósm. Rax Hafnarfjörður: Raflýsing í 75 ár í DAG eru Iiðin 75 ár frá því þessi rafall, sem Jónas Guðlaugsson rafveitustjóri Rafveitu Hafnarfjarðar stendur hjá, veitti birtu inn í 16 hús í Hafnarfirði með samtals 150 perum. Kostaði 6 kr. að hafa hverja peru fyrir sig, en upphafsmaður raflýsingarinnar, sem var fyrsta almenningsrafveita í landinu, var Jóhannes Reykdal trésmíðameistari og mikill áhugamaður um raflýsingu, eftir að hann hafði kynnst henni á námsárum sínum erlendis. Tæring í Twin-Otter flugvél Arnarflugs TÆRING hefur fundist í Twin-Otter flugvél Arnarflugs, sem félagið keypti nýlega af Iscargo, og er nú unnið að viðgerðum á henni, að því er Magnús Gunnarsson framkvæmdastjóri Arnarflugs staðfesti í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gærkvöldi. Sagði Magnús, að vonir hefur staðið til að unnt yrði að byrja að fljúga vélinni í byrjun þessarar viku, en ljóst væri að af því gæti ekki orðið. Magnús kvað tæringu hafa komið í ljós í vængbita við gregnumlýsingu, og hefði reynst nauðsynlegt að gera við bilunina, og væri sú viðgerð þegar hafin. Ekki væri enn ljóst hvenær þeirri viðgerð lyki, en vonast væri til að það gæti orðið sem fyrst. Tæringarinnar varð ekki vart fyrr en eftir að kaupin höfðu verið gerð að sögn Magnúsar, heldur fyrst við skoðun eftir á. Kvaðst hann ekki eiga von á að kaupin gengju til baka af þessum sökum. En ákveðið hefði verið eftir að kaupin voru gerð að gera mjög víðtæka skoðun á vélinni til að tryggja að vélin væri í full- komnu ástandi, og vonandi kynnu menn að meta það sjón- armið Arnarflugs að gera ítrustu kröfur til öryggis. Getraun Rauða krossins: Tveir reyndust með alla rétta í GÆR var lokið við að fara yfir getraunaseðla Rauða krossins vegna al- þingiskosninganna, og kom í ljós að tveir höfðu haft alla rétta, það er spáð rétt fyrir um úrslit kosninganna. Mun hvor vinningshafi fá í sinn hlut rösklega þrjár millj- ónir króna. Að sögn Vilborgar Lofts- dóttur hjá Rauða krossinum skiluðu rúmlega þrjátíu þús- und seðlar sér, og er „pottur- inn“ því rösklega þrjátíu milljónir króna. Af því fá hinir getspöku sigurvegarar tuttugu prósent, eða sex milljónir króna ríflega, er skiptast í tvennt. Aður hefur komið fram í Morgunblaðinu að Pétur Sig- urðsson húsvörður í Alþingi hafði alla rétta í getrauninni, en hinn vinningshafinn vill ekki láta nafns síns getið, en hann er búsettur úti á landi. Rikisstjórnin: Samþykkti 11.7% hækkun til bænda Samþykkti ekki fjórar aðrar hækkunarbeiðnir RÍKISSTJÓRNIN sam- þykkti á fundi sínum að verð til bænda hækkaði um 11.07%, eins og varð niðurstaða sex manna nefndar um hækkun á launalið og reksturskostn- aði í verðlagsgrundvelli búvöru, að því er Bragi Sigurjónsson landbúnað- arráðherra staðfesti í sam- tali við blaðamann Morg- unblaðsins í gær. Einnig hafði verið óskað eftir að vinnslu- og heildsölukostnaður mjólkur og mjólkurvöru hækkaði um 8%, að umbúðagjald mjólkur hækkaði um 15%, að pökkunar- gjald kartaflna hækkaði um 10.6% og að smásöluálagning búvöru hækkaði um um það bil 9.5%, en að sögn Braga neitaði ríkisstjórn- in að verða við þeim beiðnum og samþykkti þær ekki. Landbúnaðarráðherra sagði, að nú væri það framleiðsluráðs að reikna út verðið eftir fyrrnefndri hækkunarsamþykkt, eða ef ekki verður fallist á þessa meðferð mála að notuð verði einhver önnur afgreiðsla. Sagði Bragi að fram- leiðsluráð hefði hótað því að birta sitt verð, en sagöist ekki hafa trú á að svo yrði gert. Mest hefði verið um vert fyrir bændur að fá hækkun viðurkennda á launalið og rekstrarlið. Hinar hækkunar- beiðnirnar sneru frekar að vinnslu- og söluaðilum. Ástæðu þess að þessum fjórum hækkunar- beiðnum var hafnað sagði Bragi vera þá sömu og áður, að reynt hefði verið eftir föngum að standa gegn hækkunum almennt. Þætti ríkisstjórninni vera nokkurt sam- ræmi í því að hækka þessa liði til bænda eins og vísitöluhækkun á laun hefði áður verið samþykkt. PHILIPS Philips ryksuga hef- ur 850 W mótor og mikinn sogkraft. Snúningstengsl sem gera hana lipra og þægilega í meöför- um. Hún er hljóðlát og fyrirferðalítil í geymslu og þar aö auki mjög falleg í útliti. Fæst í fjórum mis- munandi gerðum og litum. Philips ryk- sugur henta bæði heimilum og vinnu- stöðum mm

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.