Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 31 í ríki Vatnajökuls segir frá leiðangri höfundarins og Jóns Eyþórssonar á Vatnajökul vorið 1936. í för meö þeim voru íslendingamir Sigurður Þórarinsson, þá nemandi Ahlmanns, ferðagarpurinn Jón frá Laug og tveir ungir Svíar. Auk þess höföu þeir meðferðis 4 Grænlands- hunda, sem drógu sleða um jökulinn og vöktu hér meðal almennings ennþá meiri athygli en mennirnir. í fyrri hlutanum segir frá lífinu á jöklinum „í stríði og í barningi, hvíld og leik“. Seinni helmingurinn er einkar skemmtileg frásögn af ferð þeirra Jóns og Ahlmanns um Skaftafellssýslu. í ríki Vatnajökuls er sígilt rit okkur íslendingum, nærfærin lýsing á umhverfi og fólki, furðuólíku því sem við þekkjum nú, þó að ekki sé langt um liðið. Almenna ^ bókafélagið, Austurstrsti 18 — sími 19707. Skemmuvegi 36, Kópavogi — Sími 73055. Gæði og smekklegt útlit... SIEMENS-ryksugunnar grundvallast á áratuga tækniþróun og sérhæfðri fram- leiðslu SIEMENS-verksmiðjanna. SIEMENS-ryksugan er hljóðlát og auðveld í notkun. Rafeindastýrður 10OOW-mótor tryggir mikinn sogkraft, sem aðlaga má aðstæðum hverju sinni. Leitið upplýsinga um SIEMENS-ryksugur og sannfærist um kosti þeirra. SIEMENS -ryksugur sem endast SMITH& NORLAND Nóatúni 4, Reykjavík Sími 28300 Glæsilegur sigur hjá Stenmark SVÍINN óviðjafnanlegi. Ingimar Stenmark, bar sigur úr býtum í fyrsta svigmóti heimsbikar- keppninnar, sem fram fór í Ma- donna di Campiglio á Ítalíu í gær. Ingimar, sem nú er 23ja ára gamall, fór svigbrautina með miklum glæsileik þótt hún væri erfið yfirferðar vegna rigningar og slæms skyggnis. Hann fékk timann 1.37.20 mínútur en í öðru sæti kom Bojan Krizaj frá.Júgó- slaviu á 1.37.59 mínútum. Stenmark er nú efstur í heims- bikarkeppninni með 50 stig. Handknattleikur Tapa Haukar? TVEIR handknattleiksleikir fara fram i íþróttahúsinu i Hafnar- firði í kvöld. Fyrri leikurinn sem hefst kl. 20.00 er á milli Hauka og KR i meistaraflokki karla. Verður þar um tvísýna viðureign að ræða. Lið KR er vaxandi og getur sigrað hvaða lið sem er. Haukaliðið hefur verið frekar slakt i undanförnum leikjum og gæti því hæglega lent í basli með KR. Síðari leikur kvöldsins er á milli Hauka og Fram í 1. deild kvenna. Körfuknattleikur ÍS—Valur VALUR og ÍS mætast í úrvals- deildinni í körfubolta í Hagaskól- anum í kvöld kl. 19.00. Sigurbergur aftur til NK Það mun vera næstum frágeng- ið, að Sigurbergur Sigsteinsson verður með 2. deildar lið Þróttar frá Neskaupsstað i taumi næsta keppnistimabil. Sigurbergur sá einnig um þjálfun liðsins í fyrra og lék hann einnig með. Stóð liðið sig þokkalega undir stjórn Sigur- bergs. „. . . þar er á ferð opinská minningasaga, söguhetjan ber nafn höfundar, öðrum nöfnum mun vera breytt. . .“ H. P./Helgarpósturinn svið mannlegs lífs (eða eigum við heldur aö segja kvenlegs lífs) sem aldrei er talað um á opinberum vettvangi . . . Það er langt síóan ég hef lesið jafnáhrifamikla og einlæga bók. Hafi Auður Haralds þökk fyrirtrúnaðinn." H. K./Dagblaðið „Lýsingarnar á sambýlismönnum og elskhugunum eru þar á móti með ærnum tilþrifum svo ekki sé meira sagt. . . Auður hefur glöggt auga fyrir hinum kómísku hlióum ástarlífsins." E. J./Morgunblaðið ,,... Auður er gædd miklum og ótvíræó- um rithöfundarhæfileikum og er alltaf skemmtileg, oft grátfyndin . . . hún segir sannleikann umbúðalaust, af undra- verðu hugrekki . . . bók sem epginn kemst hjá að lesa." I. H. H./Hús og Híbýli „Hún er alvarlegt uppgjör við fordóma og lífslygi íslensks samtima, eitt það hug- rakkasta og beinskeyttasta sem ég hef lesið . . . Hún gerir uppskátt um fjölmörg 'alltaf skemmtileg, oft gratfyndin -hún segir sannleikann umbúðalaust" Hvaö er á seyöi? Viö höfum varla viö aö prenta og prenta og prenta Hvunndagshetjuna og nú erum viö komin á sjöunda þúsund eintök. Hvers vegna? Af því: Bræðraborgarstíg 16 Sími 12923 og 19156

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.