Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 16 lagafrumvörp lögð fyr- ir Alþingi til staðfestingar Á FUNDI ríkisráðs i Reykjavik í gær féllst forseti íslands á að eftirtalin frumvörp til laga yrðu lögð fyrir Alþingi: 1. Frumvarp til laga um stöðvun verkfalls á farskipum og verk- bannsaðgerða Vinnuveitenda- sambands íslands. 2. Frumvarp til laga um 2% hækkun lægstu launa 1. des- ember 1979. 3. Frumvarp til laga um Hús- næðismálastofnun ríkisins. 4. Frumvarp til laga um aðbún- að, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. 5. Frumvarp um verðjöfnunar- gjald af raforku. 6. Frumvarp um álag á ferða- gjaldeyri. 7. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 10/1960 um sölu- skatt með síðari breytingum. 8. Frumvarp um sérstakan skatt á skrifstofu- og verslunarhús- næði. 9. Frumvarp um breytingu á lögum nr. 107/1978 um sér- stakt tímabundið vörugjald. 10. Frumvarp um ábyrgðarheim- ildir vegna lántöku Bjargráða- sjóðs. 11. Frumvarp um heimild til við- bótarlántöku og ábyrgðar- heimildir vegna framkvæmda á sviði orkumála 1979 o.fl. 12. Frumvarp til laga um viðauka við lög nr. 52 14. ágúst 1959, um kosningar til Alþingis. 13. Frumvarp til laga um Sinfón- íuhljómsveit íslands. fOnn HITACHI Sktphottt 37. ReyK/ovtk, URVALSDEILDIN VALUR: I I Hagaskola i kvöld kl. 20. ViÖ styöjum VAL HGLLyWOOO nu er stig d mÆTum I 14. Frumvarp til laga um fugla- veiðar og fuglafriðun. 15. Frumvarp til laga um breyt- ingu á lögum nr. 55 15. apríl 1971, sbr. lög nr. 57 21. apríl 1974 um fiskvinnsluskóla. 16. Frumvarp um breytingu á lögum um lögskráningu sjó- manna nr. 63 frá 29. mars 1961, sbr. lög nr. 71 frá 28. apríl 1962. Vitni vantar að ákeyrslum í Kópavogi RANNSÓKNADEILD lögregl- unnar í Kópavogi hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að eftirtöldum ákeyrsl- um: Fimmtudaginn 6. desember var ekið á bifreiðina Y-8001, sem er Mazda 818, appelsínugul að lit, þar sem hún stóð við Hamraborg 11. Gerðist þetta á tímabilinu kl. 16,20—16,45. Hægri framhurð var dælduð. Mánudaginn 10. desember var ekið á bifreiðina Y-7596, Toyota Cresida, blá að lit, þar sem bifreiðin stóð við Hamraborg 1. Gerðist þetta á tímabilinu kl. 21—24. Hægri framhurð var dæld- uð. Þeir, sem geta veitt upplýsingar um þetta mál, eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Kópa- vogi. Nýir sendi- fulltrúar Á FUNDI ríkisráðs í gær voru þeir Helgi Ágústsson, Ólafur Egiisson og Sverrir Haukur Gunn- laugsson, sendiráðunautar, skip- aðir sendiíulitrúar i utanríkis- þjónustu Islands. Jólafundur kvenfélags Breiðholts KVENFÉLAG Breiðholts verður með jólafund sinn miðvikudaginn 12. desember kl. 20.30, í anddyri Breiðholtsskóla. Vegna barnaárs sjá börn að mestu leyti um skemmtiatriði, einnig verður skyndihapppdrætti og kaffiveit- ingar. Eins og undanfarin ár býður Kvenfélagið öllum 67 ára og eldri í Breiðholti I og II, til samveru- stundar ásamt fjölskyldum félags- kvenna. Hauströkkur sem fer að í lífi manns og heims, temprað af unaði náttúrunnar og heiðríkju og kyrrð hins fyrsta vors í endurminningunni. Fyrsta bók þessa listfenga skálds eftir 13 ára hlé. Mál og menning HA USTRÖKKRIÐ YFIRMÉR eftir Snorra Hjartarson iTi ITl i l'l i l í i Í i íH í’ttt < i'ií Í.IJTÍ1 V»' 1AJAVVVVVVVV

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.