Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 32
Sími á afgreiðslu: 83033 J*UrowibInl>tl> MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 Slæm afkoma fiskvinnslu og fiskveiða: Hraðfrystiiðnaður- inn rekinn með 5—6 miUjarða króna tapi Verðlagsráð vísaði fiskverðsákvörðun til yfirnefndar • ess AFKOMUSKILYRÐI fiskveiða og fiskvinnslu eru svo slæm, að engir moguleikar eru til þess að sam- komulag náist um nýtt fiskverð. nema til komi ráðstafanir af hálfu hins opinbera, segir í frétt frá Verðlagsráði sjávarútvegsins í gær. Hefur Verðlagsráðið ákveðið að vísa fiskverðsákvörðun til yfir- nefndar. Nýtt fiskverð á að taka gildi 1. janúar n.k. í yfirnefndinni eiga saeti: Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, sem er oddamaður nefndarinn- ar lögum samkvæmt, Árni Bene- diktsson og Eyjólfur Isfeld Eyjólfs- son tilnefndir af hálfu fiskkaupenda og Ingólfur Ingólfsson og Kristján Ragnarsson tilnefndir af hálfu fisk- seljenda. Árni Benediktsson sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að ýmsar ástæður væru fyrir hinni slæmu stöðu fiskveiða og fiskvinnslu og Hrauneyjaíossvirkjun: Samið um framkvæmd- ir fyrir 10 milljarða kr. VERKSAMNINGAR að upphæð 10 milljarðar króna voru í gær undir- ritaðir á milli Landsvirkjunar og verktaka vegna framkvæmda við Hrauneyjafossvirkjun. Samið var við Fossvirki um að ljúka byggingu stöðvarhúss og virkjunarinntaks á næstu tveimur árum og hafa með höndum alla steypuframleiðslu fyrir virkjunina. Samningsupphæð- in við Fossvirki nemur um 5.7 milljörðum króna. Við Hraunvirki og fleiri aðila var samið um bygg- ingu jarðstiflu og aðveituskurðar virkjunarinnar. en þessu verki á að Ijúka fyrir haustið 1981 og nemur samningsupphæðin við Hraunvirki o fl. 4.3 milijörðum króna. Enn er ósamið um vinnu við byggingu flóðgátta og skurðsinntaks Hrauneyjafossvirkjunar og er það verk nú í útboði. Tilboð í það verk verða opnuð 18. janúar nk. Þá verða efni og vinna fljótlega boðin út vegna fyrirhugaðrar 220 kv há- spennulínu frá Hrauneyjafossvirkj- dagar til jóla un að Brennimel í Hvalfirði og seint á næsta ári er fyrirhugað útboð vegna frárennslisskurðar virkjunar- innar. Stofnkostnaður Hrauneyja- fossvirkjunar, 140 MW, er áætlaður á núverandi verðlagi um 50 milljarð- ar íslenzkra króna án vaxta á byggingartíma og er háspennulína þá meðtalin. Sjá nánar bls. 16: Áætlað að um 560 manns starfi... væri verðbólgan ein helsta ástæðan. Árni sagði, að þegar fiskverð var ákveðið í október hefðu sjómönnum verið tryggðar sömu hækkanir og fólki í landi og hefði fiskiðnaðurinn þá verið rekinn með tapi. Tapið hefði minnkað við gengissigið í haust en það hefði stöðvast fyrir rúmum mánuði og hefði fiskiðnaðurinn því verið rekinn mð tapi að undanförnu. Sá hallarekstur hefði enn aukist þegar kaup hækkaði um 13,21% 1. desember s.l. og væri fiskvinnslan nú rekin með 4—5% tapi sem samsvar- aði því að hraðfrystiiðnaðurinn væri rekinn með um 5—6 milljarða tapi á heilu ári. Árni sagði, að ef sjómenn ættu að fá 13,21 % hækkun og fiskverð hækk- aði samsvarandi yrði fiskvinnslan rekin með 12—13% tapi að óbreyttri gengisskráningu. Við útgerðinni blasti einnig mikill vandi, hækkun olíuverðs og afnám olíugjalds um áramótin og mætti af þessu sjá að afkomuskilyrði fiskveiða og fisk- vinnslu væru svo slæm að ekki væri unnt að ákveða fiskverð nema til kæmu opinberar aðgerðir. Jólin nálgast nú óðum og jólaundirbúningur er í fullum gangi. í gær unnu starfsmenn Reykjavíkurborgar að því að setja upp jólatré frá Óslóborg á Austurvelli, og þar tók Emilía Bj. Björnsdóttir þessa mynd. Væntanlega verður svo kveikt á trénu með tilheyrandi viðhöfn á sunnudaginn eins og venja er til. Alþingi: Ekkert samkomu- lag um forsetakjör ÓLAFUR Jóhannesson lýsti yfir því á þingflokksfundi í Framsóknar- flokknum i gær, að hann gæfi ekki kost á sér í embætti forseta samein- aðs Alþingis. Mikil óvissa rikti meðal vinstri flokkanna um sam- starf þeirra í milli um forsetakjör og skipan í nefndir. Alþýðuflokkurinn hafði í gærkveldi ekki svarað því tilboði Álþýðubandalags og Fram- sóknarflokks, að vinstri flokkarnir skiptu með sér forsetaembættum Alþingis. Hins vegar lita alþýðu- bandalagsmenn svo á, að samkomu- lag sé milli þeirra og framsóknar- manna um forsetakjörið, hvert svo sem svar Alþýðuflokksins verði, og hafa alþýðubandalagsmenn tilnefnt Helga Seljan sem forseta sameinaðs þings. Hins vegar tilkynntu forystu- menn Framsóknarflokksins forystu- mönnum Alþýðuflokksins í gær, að annað hvort yrði um þriggja flokka samkomulag að ræða eða ekkert. Eins og kunnugt er, lagði Benedikt Gröndal forsætisráðherra fram til- lögu á fundi allra flokksformanna um það, að þingstyrkur réði forsetakjöri og nefndaskipan. Sjálfstæðisflokkur- inn samþykkti tillögu Benedikts, en Framsóknarflokkur og Alþýðubanda- lag höfnuðu henni og buðu Alþýðu- flokknum upp á samstarf vinstri flokkanna um málið. Ólafur Ragnar Grímsson, formaður framkvæmda- stjórnar Alþýðubandalagsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að alþýðubandalagsmenn vildu, að Framsóknarflokkurinn stæði við samkomulag um forsetakjör og litu þeir svo á, að það væri prófsteinn á vilja Framsóknarflokksins til vinstra samstarfs. Á þingflokksfundi í Framsóknar- flokknum í gær var Ingvar Gíslason kjörinn formaður þingflokksins með öllum atkvæðum nema einu, og með- stjórnendur hans Jón Helgason og Jóhann Einvarðsson, sem skiptu þannig með sér verkum, að Jón er varaformaður og Jóhann ritari þing- flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn: Gunnar Thoroddsen lætur af formennsku þingflokks Gunnar Thoroddsen GUNNAR Thoroddsen hef- ur ákveðið að láta af for- mennsku þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og gefa ekki kost á sér til endur- kjörs í það embætti. Morg- unblaðið sneri sér í gær- kvöldi til Gunnars Thor- oddsens og innti hann eft- ir ástæðum þessa. Gunnar Thoroddsen sagði: „Stöðug endurnýjun í stjórn Sjálfstæðisflokksins er honum lífsnauðsyn. Nýir menn þurfa að fá tækifæri til að reyna sig. Um hríð hef ég verið bæði varaformaður Sjálfstæðisflokksins og for- maður þingflokksins. Nú þeg- ar kosinn verður formaður þingflokks ætla ég ekki að vera í kjöri og vil gefa öðrum kost á að reyna krafta sína.“ Ung hjón urðu 45 milljónum ríkari í gær UNG hjón í Stykkishólmi urðu 45 milljónum króna ríkari í gær, hvorki meira né minna, er þau hlutu stóra vinninginn í Happ- drætti Háskóla íslands. Hæsti vinningurinn var að upphæð 5 milljónir króna, en þar sem þau áttu allar raðirnar og trompmiðann að auki fá þau nífalda vinnings- upphæðina, eða samtals 45 milljónir króna sem fyrr segir. Hin heppnu vilja ekki láta nafns síns getið að svo stöddu, en að sögn forráða- manna happdrættisins kom vinningurinn „á góðan stað“, þar sem full not eru fyrir hann. Vinningaskráin er á bls. 17 i blaðinu i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.