Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 5 Ný skáldsaga: FERÐ UNDIR FJÖGUR AUGU FJÖLVI hefur gefið út skáldsöguna Ferð undir fjögur augu eftir Aðal- stein Ásberg Sigurðsson. Fjölvi hefur áður gefið út tvær ljóðabækur eftir Aðalstein, ósánar lendur og Förunótt. Á bókarkápu segir að Aðalsteinn hafi dvalið svo mánuðum skiptir í fornum köstulum á Orkneyjum, lagzt þar undir feld og skrifað þessa fyrstu skáld- sögu sína. „Það er tákn- rænt, að hún fjallar um leit ungs manns að tilverunni." Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Viðræður um Jan Mayen bíða nýrr- ar ríkisstjórnar StJ RÍKISSTJÓRN, sem nú situr mun ekki taka upp viðræður við Norðmenn um Jan Mayen, að því er Benedikt Gröndal íorsætis- og utanríkisráðherra sagði í gær. Haft hefur verið eftir Knut Fryd- enlund í Noregi, að viðræður við tslendinga myndu hefjast innan tíðar, en Benedikt sagði að það væri rangt, ekkert hefði verið ákveðið um siíkar viðræður. — Frá því að ríkisstjórn Al- þýðuflokksins tók við höfum við litið þannig á, að þetta mál væri ekki verkefni fyrir hana og yrði að bíða eftir myndun nýrrar ríkis- stjórnar, sagði Benedikt Gröndal. — Þess vegna hefur ekkert gerzt í þessu máli annað en það, að við báðum á sínum tíma um ótíma- bundna frestun viðræðna. Málverkasýning Þorlákur R. Haldorscn heldur sýningu á 25 olíu- og pastelmyndum í Listmálaranum. Laugavegi 21. fram að jólum. Myndirnar eru meðal annars frá Þingvöllum, Eyrarbakka, Stokkseyri og Suðurnesjum. Sýningin er opin frá kl. 14 og henni lokað á venjulegum lokunartima verslana. Verðlaunasamkeppni um íslenzkar kvikmyndir I TILEFNI af annarri kvik- myndahátíðinni i Reykjavík, sem haldin verður 2.—12. febrúar 1980, verður efnt til verðlauna- samkeppni um íslenzkar kvik- myndir. Til greina koma íslenzkar, leiknar myndir og heimildamynd- ir teknar á tímabilinu 1978 til 1979. Fyrir beztu kvikmyndina verða veitt verðlaun að upphæð 500 þúsund krónur. Þátttökutil- kynningar þurfa að hafa borist Kvikmyndahátíð Listahátíðar, pósthólf 88, í Reykjavík, á eyðu- blöðum sem þar fást fyrir 1. janúar n.k. NÚ ER KOMIÐ ENN MEIRa'\ ÚRBtL AF ITÖLSKUM SKÓM litur verd L bcige ledur 28.900 2. beige lecíur, rúskinn 28500 3. Ijóst, dökkbrúnt 28500 4. bordeaux rúskinn 28500 5. dökkbrúnt rúskinn 28500 6. millibrúnt ledur 28500 7. bordeaux ledúr 291900 Skipaferöir til ísafjaröar og Hafóu samband í ■ I Akureyrar alla mánudaga EIMSKIP SÍMI 27100 HÁLFSMANAÐARLEGA TIL SIGLUFJARÐAR OG HÚSAVÍKUR vörumóttaka í sundaskala og a-skála.dyr 2, til kl.is" föstudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.