Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 1979 Jólasveinar eru nú hvarvetna á flandri, sumir jafnvel i gluggum verslana eins og þessir sem vegfarendur litu með athygli i miðborg Reykjavíkur í gœr. Myndina tók Emilia Bj. Björnsdóttir. Halldór Blöndal alþingismaður: Sjálfstæðismenn í Norður- landi eystra eiga að ganga til sátta og samstarfs Vinstri viðræðurnar: Alþýðubandalagið leggur fram skrif- leg „áherzlu atriði" Engar tíllögur frá Alþýðuflokknum „ÞETTA gengur rólega, en þokast í áttina,“ sagði Steingrimur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins i samtali við Morgunblaðið i gær að loknum þriðja viðræðufundi vinstri flokkanna um stjórnarmyndun. „Alþýðubandalagið lagði i dag fram skrifleg minnisatriði og samkomulag varð um að leggja tillögur okkar framsóknarmanna til grundvallar Ragnar Arnalds, formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi, að þeir fulltrúar Alþýðu- bandalagsins í stjórnar- myndunarviðræðunum hefðu lagt fram skriflegt yfirlit yfir þau áherzluatriði, sem Alþýðubanda- lagið vildi hafa í sviðsljósinu í viðræðunum. Eru þau um efnahags- og kjaramál, stóriðju- og orkumál, atvinnumál og herstöðvarmálið. Ragnar sagði, að Alþýðubandalagið gerði tillögu um, að gerð yrði þriggja ára áætlun um hjöðnun verðbólgu, jöfnun lífskjara og upp- byggingu atvinnulífs. Varðandi ramhaldandi viðræðum.“ kjaramálin sagði Ragnar, að þeir legðu áherzlu á, að kaupmáttur lægstu launa yrði aukinn, elli- og örorkulífeyrir hækkaður, almennar launatekjur verðtryggðar og að gripið yrði til sérstakra ráðstafana í húsnæðis- og félagsmálum. Ragnar kvaðst ekki vilja ræða þessi áherzluatriði nánar, en Morg- unblaðið spurði hann þá, hvort Alþýðubandalagið væri fylgjandi grunnkaupshækkun á næsta ári og sagði Ragnar, að svigrúm yrði að skapa til að auka kaupmátt lægstu launa og það yrði varla gert án kauphækkunar. í herstöðvarmálum sagði Ragnar, að Alþýðubandalagið setti fram kröfu um, að herinn verði á brott úr landinu og að ekki verið reist flugstöð með þátttöku bandaríska hersins. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Sighvat Björgvinsson, formann þingflokks Alþýðuflokks- ins. Hann kvaðst ekkert vilja segja um stjórnarmyndunarviðræðurnar. Spurningu Morgunblaðsins um það, hvort Alþýðuflokkurinn myndi leggja fram skriflegar tillögur í viðræðunum, svaraði Sighvatur: „Ég vil engu svara um það. Það er ekki tímabært enn.“ Þorskaflinn nú tæp- lega 330 þús. tonn HALLDÓR Blöndal alþing- ismaður vakti máls á því á fundi með eyfirzku starfs- fólki Sjálfstæðisflokksins í kosningunum, en fundur- inn var haldinn á mánu- dagskvöld, að nú skyldu sjálfstæðismenn í Norður- MENNIRNIR tveir, sem úrskurð- aðir voru í gæzluvarðhald vegna innbrotsins í bæjarfógetaskrif- stofuna í Kópavogi i síðustu viku, voru látnir lausir í gær. Mennirnir, sem eru á þrítugs- aldri, hafa viðurkennt átta innbrot og þjófnaði að undanförnu. M.a. viðurkenndu þeir innbrot á svæði skipafélagsins Bifrastar í Hafnar- firði, þar sem þeir stálu ýmsum verðmætum úr bílum, m.a. útvörp- landskjördæmi eystra láta liðið vera gleymt og ganga til sátta og samstarfs. Gísli Jónsson á Akureyri tók undir þessi orð Halldórs og varð enginn til að mæla gegn þeim. um. Frá Benco í Breiðholti stálu þeir talstöðvum, 200 þúsund krón- um frá Velti við Suðurlandsbraut, verkfærum og logskurðartækjum frá Handíð við Laugaveg og tækj- um frá Ora í Kópavogi. Loks viðurkenndu þeir innbrot í Sanitas við Köllunarklettssveg, þar sem þeir skáru gat á rammgerðan peningaskáp, en hann reyndist aðeins innihalda skjöl þegar til kom. ÞORSKAFLI landsmanna var um síðustu mánaðamót orðinn 327.707 lestir á árinu samkvæmt áætluðum tölum frá Fiskifélagi íslands. Fyrstu 11 mánuði síðasta árs var aflinn 287.149 lestir. í desembermánuði eru verulegar takmarkanir á þorskveiði fiski- skipaflotans, en þó er ljóst að þorskaflinn fer i ár langt fram yfir þær 280 — 290 þúsund lestir, sem stefnt var að, að yrði há- marksþorskafli. í nóvembermán- uði fengust 14.859 lestir af þorski. Botnfiskafli var um mánaðamót- in samtals orðinn 536.888 lestir en 447.967 lestir á sömu 11 mánuðum í fyrra. Um verulea aukningu er að ræða í veiði á flestum botnfiskteg- undum á árinu. Bátaaflinn jókst fyrstu 11 mánuðina úr 201.246 Þrjár sölur ÞRJÚ fiskiskip lönduðu afla sinum erlendis í gær. Gissur hvíti SF seldi 53,6 lestir í Grimsby fyrir 28,2 milljónir, meðalverð 527 krónur. Fylkir seldi í Fleetwood 36 tonn og fékk um 540 krónur fyrir kíló að meðaltali. Árni í Görðum seldi 47,2 lestir í Þýzkalandi fyrir 22,7 milljón- ir, meðalverð 481 króna. í dag landa fimm fiskiskip í V-Þýzkalandi. lestum í fyrra í 244.635 lestir í ár og togaraaflinn úr 246.722 lestum í fyrra í 292.253 lestir fyrstu 11 mánuðina í ár. Loðnuaflinn á árinu varð 963.694 lestir, en 908.323 lestir í fyrra. Síldaraflinn var um síðustu mán- aðamót tæplega 44 þúsund lestir. Rækjuaflinn var í desemberbyrjun orðinn 8028 tonn, en í fyrra 6866. Heildaraflinn um síðustu mánaða- mót var 1.595.280 lestir, en fyrstu 11 mánuðina í fyrra 1.474.156 lestir. Alþingi sett í dag Alþingi kemur saman til fyrsta fundar i dag. Þingsetning fer fram eftir guðsþjónustu i Dóm- kirkjunni. þar sem séra Björn Jónsson, prestur á Akranesi mess- ar. Við upphaf þingfundar les síðan forseti íslands, herra Krist- ján Eldjárn, upp forsetabréf um að hann hafi kvatt Alþingi saman og síðan tekur aldursforseti, Gunnar Thoroddsen við stjórn fundarins. Mun hann minnast látins þingmanns, Jörundar Brynjóifssonar. Þar sem hér er um fyrsta þing eftir alþingiskosningar að ræða, verður þinginu skipt í þrjár kjör- deildir, sem rannsaka kjörbréf þingmanna og tekur þingið síðan afstöðu til þeirra. Nýir þingmenn vinna síðan drengskaparheit. Verð- ur síðan fundi frestað, en á fimmtu- dag verður gengið til kjörs forseta Sameinaðs Alþingis og embætt- ismanna þingsins. Nýkjörinn for- seti stýrir síðan kjöri 1. og 2. varaforseta. Þá verður kjörið til efri deildar Alþingis. Gangi kjör forseta fyrir sig sem eðlilegt er, verða boðaðir fundir í deildum, þar sem kjörnir verða forsetar og embættismenn deilda á sama hátt og í sameinuðu þingi. Vélhjólaslys UNGUR piltur handleggsbrotnaði og hlaut fleiri meiðsli er hann ók á skellinöðru aftan á dráttarvél er dró loftpressu á Vesturlandsvegi skammt frá Blikastöðum í gær. Var pilturinn fluttur á slysadeild til aðhlynningar, en hann var ekki talinn mikið slasaður, meðal annars vegna þess að hann hafði hjálm á höfði sem hlífði honum við höfuð- höggi. SAFN ENDURMINNINGA MANASILFUR GILS GUÐMUNDSSON VALDI Hér er aö finna fjölbreytilegt sýnishorn minninga eftir fólk úr öllum stéttum, konur og karla, allt frá séra Jóni Steingrímssyni til núlifandi manna. Hér eru öðru fremur valdar frásagnir„þar sem lýst er meö eftirminnilegum hætti sálar- og tilfinningalífi sögumanns- ins sjálfs eða hvernig hann skynjar tiltekin fyrirbæri tilverunnar, sé hann þess umkominn að veita lesandanum hlutdeild I llfsreynslu sinni,“ segir Gils Guðmundsson í formála. MÁNASILFUR — skuggsjá íslensks mannlífs. Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156 Eftirtaldir tuttugu og sex Anna Thorlacius Ágúst Vigfússon Árni Óia Bernharð Stefánsson Bjartmar Guðmundsson Briet Bjarnhéðinsdóttir Elínborg Lárusdóttir Gísli Jónsson Guðmundur Björnson höfundar eiga efni í bókinni: Guðmundur Jónsson Guðný Jónsdóttir Guðný Jónsdóttir Borgfjörð Hermann Jónasson, Þingeyrum Indriði Einarsson Ingólfur Gislason Jón Steingrimsson Jónas Sveinsson Magnús Á. Árnason Magnús Pálsson Ólína Jónasdóttir Sigurður Breiðfjörð Sveinn Björnsson Sveinn Gunnarsson Tryggvi Gunnarsson Þorsteinn Jónsson Þórbergur Þórðarson í 1 Játuðu 8 innbrot

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.