Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 21. desember Bls. 33—64 Úr nýrri bók Solzhenitsyns Frjáls í fyrsta sinn — orðlaus í fyrsta sinn. Með Heinrich Böll fyrir framan hús hans í Langenbroich. Á vori komanda kemur út nýtt bindi ævisögu Alexanders Solzhenitsyns, Eikin og kálfurinn. Bókin er framhald^sjálfsævisögu Nóbelsskáldsins, sem hefur verið í útlegð utan Sovétríkjanna undanfarin sex ár. Áður hafði hann verið í útlegð innan landamæra ríkisins í þrjú ár, og þar áður í fangabúðum í átta ár. Hann var fyrst^ handtekinn í febrúar 1945. Sekt hans var í því fólgin að gagnrýna Stalín í bréfi til vinar síns. Árið 1957 taldi valdstjórnin hann hafa tekið sönsum og hóf hann þá kennslu í gagnfræðaskóla. Skömmu síðar fóru bækur hans að koma út á Vesturlöndum — Dagur í lífi Ivans Denisovitsj, Krabbadeildin, í innsta hring — sem allar vöktu mikla athygli, ekki sízt í innsta hring, en fyrir það verk fékk hann Nóbelsverðlaun árið 1970. Eftir það gerðu yfirvöld honum lífið leitt, svo ekki sé meira sagt. og fór ástandið stöðugt versnandi, unz þeir atburðir áttu sér stað, sem segir frá í útdrætti þeim úr Eikinni og kálfinum, sem hér birtist. Bókakaflinn birtist í nóvember-blaði Life. Solzhenitsyn og eiginkona hans höfðu þegar hér er komið sögu lengi búist við því að hann yrði handtekinn þá og þegar. Spurningin var raunverulega ekki hvort svo mundi fara, heldur hvenær. KGB barði að dyrum að heimili hjónanna í Moskvu. Hann var fluttur í Lefortovo-fangelsið, sakaður um landráð, stungið í klefa með tveimur ungmennum og hafður þar um nóttina. Með tilvísun til fyrri daga talar Solzhenitsyn um sig sem „Zek gamla“ en zek þýðir fangi. Frásögnin hefst að morgni fyrsta dagsins í Lefortevo: . wí m i VI ■BL.L í ** \ 7 W Í r. EIKIN OG KÁLFURINN „Þeir koma til að sækja mig. Þeir leiða mig út. Sælir að sinni! Ég snar í snúningum, bjóst við því að við ættum að fara nokkurn spöl. Ekki aldeilis — við förum sömu leið fyrir hornið, framhjá læknastofunni og erum komnir til Komarovs höfuðsmanna (fangels- isstjórinn) og annars höfuðmanns. Ég fer með þeim inn í herbergið þar sem ég var ákærður fyrir landráð í gær — nú er það að vísu vel upplýst því að þetta er drunga- legur dagur. Við skrifborð gær- dagsins er Malyarov gærdagsins, já, Malyarov, lítið umfram Malya- rov. Hvers vegna ætli þeir hafi þá erið að láta mig klæða mig uppá? Enn einu sinni bíður mín sami stóllinn í miðju herberginu. Enn einu sinni taka yfirforingjarnir sér sæti á bak við mig. Ef ég skyldi taka upp á því að fljúga á Malyarov. Með sterkum rómi gærdagsins fer hann að lesa, ber hvert orð fram mjög skýrt., með sömu yfir- drifnu áherzlunni: „Forsætisnefnd Æðsta ráðsins hefur ákveðið ...“ Þessi fáu orð nægja. Hitt hlusta ég á með öðru eyranu, svona til að vera alveg viss. Hversu oft hafa þeir ekki breytt um aðferð síðustu 18 tímana, létt byrði mína og þyngt á víxl. Reyna fyrst að sliga mig, síðan að veiða mig í gildruna. Ég er feginn þegar ég geri mér grein fyrir því, að ég er ekkert að missa jafnvægið. Ég sligaðist ekki í gær, og ég skal ekki ganga í gildruna í dag. Svo þeir höfðu ekki áhuga á að ræða við mig. Þeir vissu allt sjálfir. En þú, sem allt veizt, hvers vegna eru þá eldflaugar þínar, vélvætt fótgöngulið, KGB-útsend- ararnir þínir, ofbeldis- og skemmdarvargarnir, — hvers vegna er þetta allt á undanhaldi? Eða er það kannski ekki á undan- haldi? Kálfurinn stangaði eikina — vonlaust uppátæki, hlýtur að vera. Eikin féll ekki — en er hún ekki aðeins að byrja að láta undan? Kálfurinn lætur ekki á sjá, jafnvel hornin eru heil. Hann þeytist að vísu frá eikinni — og guð má vita hvert hann á eftir að þeytast. En sekúndurnar fljúga. Ég verð að hugsa skýrt. „Ég get ekki farið nema í fylgd með fjölskyldu minni. Ég verð að fara heim til fjölskyldunnar núna.“ Malyarov stendur á fætur, í svörtum fötunum, sem hann er í við sérstök tækifæri, og skyrtu, sem er hvítari en mín. Hann gengur yfir gólfið líkt og leikari fram á mitt sviðið, reigir höfuðið og segir: „Fjölskyldan kemur á eftir þér.“ „Við verðum öll samferða." „Það er ekki hægt.“ Það var og. Rekinn úr landi — með allt öðrum hætti en mig hafði nokkurn tíma órað fyrir. Ég hug- leiddi þetta og gerði mér ljóst fyrir þá var þetta eina leiðin til að losna við mig í flýti. „En hvaða tryggingu hef ég?“ „Hver ætti svo sem að vilja stía ykkur í sundur?" Rétt. Viðbrögðin yrðu harka- legri en þið gætuð staðizt. „Fyrst svo er þá verð ég...“ Þeir láta mann ekki hafa sekúndu- frið til að hugsa, einhvers staðar hlýtur manni að yfirsjást. Hjá þeim er alltaf sama sagan. „Eg þarf að leggja fram skriflega yfirlýsingu." Hvers vegna ég sagði þessi orð veit ég ekki enn þann dag í dag. Skrifleg yfirlýsing frá mér hefði ekkert að segja ef þeim mislíkaði hún. Þetta var ekki annað en bragð gamals zeks, sem var að reyna að vinna tíma. Malyarov hugsaði sig um. „Til Manntals- og vegabréfsráðuneyt- isins? Allt í lagi, þér er heimilt að skrifa." „Ég á ekkert erindi við Mann- tals- og vegabréfsráðuneytið. Það er Podgorny, sem skrifar undir úrskurðinn. Það er til hans, sem ég þarf að skrifa." Hann hugsaði sig enn um. Kallaði mig svo að skrifborðinu og benti mér að setjast við annan endann. Rétti mér bréfsefni. Ég skrifa og skrifa. Nöfn fjöl- skyldumeðlimanna, fæðingardaga og ár. Hvers vegna ég er að þessu veit ég ekki. (Einhverjum hafði orðið á í messunni. Þeir höfðu óttazt að ég færi að brjóta glugga, en í staðinn sat ég nú hinn rólegasti og skrifaði umsókn mína). Hvað gat ég látið mér detta í hug annað? „Ég get ekki farið með flugvél." „Af hverju ekki?“ „Heilsan má ekki við því.“ Hann er alvarlegur í bragði, situr grafkyrr. (Þetta er í rauninni hernaðaraðgerð. Kannski hann eigi von á medalíu). Kinkaði hann bara kolli? Jæja, hann munar þá ekki um að hugsa um þetta líka. Hefði ég haft ráðrúm til að íhuga aðeins málið, hefði ég gert mér grein fyrir því að þeir gátu ekki hætt á það að senda mig með lest. Hvað með hugsanlegar mót- mælaaðgerðir á leiðinni eða aðrar óæskilegar uppákomur? Aftur í klefanum. Af yfirlögðu ráði var ég með hendur fyrir aftan bak. Það veitti mér sjálfstraust. Ljósið var slökkt þegar ég kom inn. Sól í hádegisstað. Þeir spara rafmagnið milli 12 og 1. Guð minn góður hvílík svækja og dauði í andrúmsloftinu á þessum stað. Samt varð ég sífellt léttari í spori. Ég rétt tyllti niður fótunum. Ég sveif, flaug upp úr þessari gröf. I morgun hafði ég verið búinn að sætta mig við að eiga ekki nema tvo mánuði eftir ólifaða, og það sem meira er — tveir mánuðir í stöðugum yfirheyrslum ef frátalin væru hlé í refsiklefanum. Og nú — allt í einu var ég ekki lengur veikur. Ég var ekki sekur um neitt. Ég var hvorki á leiðinni á skurðarborðið né höggstokkinn. Ég gat haldið áfram að lifa! Matartími. Við förum að sækja matinn. Kálsúpa og haframjöls- glundur. En það eru ekki þessir venjulegu diskar sem ég er með í höndunum — fyrst skil ég þetta ekki. Strákurinn fer með matinn sinn að rúminu en ég sezt á stólinn við borðið. Fæ mér súpuskeið. Hvað er þetta? Salt hefur aldrei komið nálægt þessari súpu — hún er alveg eins og ég vil hafa hana, eins og þeir gátu aldrei haft hana í fangelsinu. Þeir hafa greinilega búið hana til sérstaklega — handa mér. Ég spændi hana í mig — hvern dropa. Óneitanlega var þetta fangelsissúpa, en samt sem áður ofur venjuleg þunn rússnesk kálsúpa, ekki gamalt skólp. Þá var komið að haframjölinu. Algjör- lega bragðlaust, en samt! Miðað við Ljubjanka var skammturinn fimmfaldur, og þar að auki miklu næringarríkari en þar hafði nokk- urn tíma þekkzt. í sögu minni „Desemberlaus desembersinni" er ungum Rússa rænt í Evrópu og gerir hann sér grein fyrir því að harðneskjulegt ættlandið er að taka á móti honum þegar hann sér haframjölsglundr- ið, sem hermennirnir fá að borða á flugvellinum í Berlín. A sama hátt kvaddi ég Rúss- landi í þessum graut, þessum Lefortovo-graut, síðustu máltíð- inni minni á rússneskri grund. Mér gafst ekki tími til að ljúka við grautinn áður en lykillinn ískraði í skránni. Mér var vísað á dyr. Þó hámaði ég grautinn í mig, SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.