Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 39 Koma seglskip af tur fram á sjónarsviðið „Vindrósin“ eins og hún mun lita út ef af smíðinni verður, en skipið er hugsað fyrir hveitiflutninga frá Ástralíu eða Bandaríkjunum til Evrópu. Hveitiflutningar með seglskipum yrðu fimm sinnum ódýrari en með vélknúnum skipum. Vindrósin á að ná 14 hnúta hraða í góðum byr. Seglskip ciga aftur eftir að sinna vöruflutningum, að sögn fróðra manna um sjóflutninga, en fyrir aðeins fáeinum árum hefði það þótt brandari ef spurt hefði verið hvort seglskip ættu eftir að koma við sögu vöruflutn- inga. Það sem einkum veldur þessari þróun eru olíuverðshækk- anir sem haft hafa í för með sér aukinn reksturskostnað, og svo það, að vindurinn kostar ekki neitt. Nýlegir útreikningar hafa leitt í ljós að seglskip geta verið fyllilega samkeppnisfær við vélknúin skip á vissum leiðum með ákveðnar vörutegundir. Er þá miðað við að smíðuð verði ný seglskip þar sem nýjasta tækni við skipasmíði yrði höfð til hliðsjónar. Einkum eru það hveitiflutn- ingar frá Ástralíu til Evrópu sem koma til greina. Hefur brezkt fyrirtæki látið teikna fimm mastra seglskútu með þessa flutn- inga í huga og er fjármögnun skútusmíðinnar í gangi, en áætl- aður kostnaður við smíðina er um 15 milljónir Bandaríkjadala, eð a 600 milljónir króna. Hefur skipinu verið gefið nafnið „Vindrósin" og á það að ná 14 hnútum í góðum byr. Verður skipið búið dísilvél til aðstoðar í logni. Vökvakerfi mun stjórna seglabúnaði sem hefur í för með sér hlutfallslega litla áhöfn miðað við seglskip fyrri tíma þar sem ekki mun þurfa nema einn mann þar sem marga menn þurfti áður við að rifa seglin í stormi. Með aðstoð veðurupplýsinga frá gervihnöttum verður auðveldara en áður að finna beztu vindbeltin og að forðast hvassviðri og felli- bylji. Skúta ætti af þessum sökum ekki að vera nema í mesta lagi einni viku lengur en vélskip frá Ástralíu til Evrópu, en flutnings- kostnaðurinn verður aðeins fimmtungur þess sem hann er með vélskipi. Af þessum sökum er búist við að nýir möguleikar opnist í vöruflutningum, einkum fyrir ýmsar vörur frá þróunar- löndunum sem þykja of dýrar í flutningi með vélskipum. Einnig að hveitiflutningar frá Bandaríkj- unum til Evrópu verði hagkvæm- ari með seglskipum. Því er spáð, að innan fimm til tíu ára verði sex til tuttugu seglskip í vöruflutningum milli heimsálfa, og að um næstu alda- mót verði þau enn fleiri, ef til vill miklu fleiri en vélskipin. Vindrósin er af „klassískri" seglskipagerð, en einnig er þegar verið að hanna og gera tilraunir með annars konar seglskip, t.d. skip er búið væri loftskrúfum til að hlaða rafgeyma fyrir raf- magnsvélar skipsins. Þá hafa Japanir hafið tilraunir með líkan af olíuflutningaskipi sem búið er seglum. Líkanið er 83 tonn og hefur verið í reynslusigl- ingum á Kyrrahafi. Þær hafa tekizt vel og sérfræðingr sjá nú þegar fyrir sér 20.000 tonna olíu- skip búið seglum. Það sem einkum hefur staðið þróun seglskipanna fyrir þrifum í seinni tíð er að gera má ráð fyrir, að þau verði lengur í ferðum en vélknúin skip. Einnig að áætlanir þeirra verð óreglulegar og að þau muni eftir sem áður standa vél- knúnu skipunum að baki við ýmis skilyrði, einkum á höfnum og sundum. ÚTSÖLUSTAÐIR: Karnabær Laugavegi 66-Karnabær Glæsibæ - Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafiröi-Epliö Akranesi - Eplið ísafiröi - Cesar Akureyri. Sá sem veit hvað hann vill, velur PIOIMEER Jarðar- búum fjölgar um of Washington^ 19. des. AP. HAGSKYRSLUSTOFNUN í Washington segir í nýútkominni skýrslu að nú sé brýnna en nokkru sinni fyrr að draga úr mannf jölgun í heiminum. í skýrslunni segir að mannfjölgunin nú sé um 1,7%, og hafi að vísu lækk- að lítillega úr 2% á miðjum sjötta áratugnum. Engu að síður fjölgar mannkyni um 200 þúsund á dag. Þótt reikna megi með því að enn dragi nokkuð úr fjölguninni, og hún fari niður í IV2 %, má reikna með að íbúar jarðar, sem nú eru um 4 milljarðar, verði orðnir 6 milljarðar árið 2000. í mörgum þróaðri ríkjun- um er fjölgunin orðin lítil sem engin, segir í skýrsl- unni, en þótt fæðingum fari fækkandi í þróunarríkjun- um, fer meðalaldur þar hækkandi, svo íbúunum fjölgar enn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.