Morgunblaðið - 21.12.1979, Síða 2

Morgunblaðið - 21.12.1979, Síða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 upp til agna. Brauðið lagði ég á hilluna. Hver skyldi næst legga til atlögu við það? Smábita tróð ég í jakkavasann, það var aldrei að vita nema ég þyrfti á honum að halda áður en ég væri kominn út að þessum fjarlæga vestræna sjóndeildarhring! Ég tók í hönd piltsins, óskaði honum alls góðs, og var farinn. Þrátt fyrir allt hafði mér ekki unnizt tími til að ræta um alla ganga í Lefortovo. A vissum stað vöruðu þeir mig í hvert einasta skipti við því að reka mig upp undir. í móttökubúrinu var mér afhent úrið mitt og krossinn sem ég kvittaði fyrir. Höfuðsmaðurinn var ekki sáttur við bunguna á vasanum. Ég sýndi honum brauð- ið. Hann hikaði, en lét það svo eiga sig. Lengri bið. Lymskulegi fangels- isstjórinn í Lefortovo kom til að drepa með mér tímann. Hann var ekkert að reyna að gera sig merkilegan með því hvað hann væri hátt settur að þessu sinni. Hann virtist reyndar forvitinn um mig, — það var eins og hann réði ekki við þessa forvitni. í hans augum var ég kannski dularfullt, óútskýranlegt fyrirbæri, sem var í andstöðu við venjuleg náttúrulög- mál — eins og einhvers konar stjörnuhrap. Hann reyndi jafnvel að brosa vingjarnlega til mín. Hann hallaði undir flatt og grandskoðaði mig. „I hvaða herskóla varstu?" „Leningrad. Númer þrjú.“ „Ég var í númer tvö. Við höfum verið þarna um líkt leyti?‘ Mér fannst þetta líka kynlegt. Á sama tíma höfðum við verið að hlaupa þarna um með galtór a maga í foringjaþjálfum, og látið okkur dreyma um krosslögðu byssurnar á krögunum okkar. En nú var hann kominn með MVD-merkið í staðinn. „Ja hér ... Við börðumst saman — og nú ert þú kominn hinum megin við vegartálmann." Oj, þetta andstyggðar lenín- trotskýiska hræsniskjaftæði. Veg- artálmar — munnangur þriggja kynslóða. I þeirra huga er heimur- inn fullur af virkisveggjum. Þeir mega ekki einu sinni sjá út- sprungna rós. í sjálfu sér er allt í lagi með vegartálma, en það er eins og allir hægindastólarnir hafi verið dregnir hringinn og settir ykkar megin. Okkar megin er verið með hendur fyrir aftan bak. Við förum út. Enn einu sinni er búið að byrgja hluta fangelsis- garðsins. Énn einu sinni er mér troðið í baksætið milli tveggja þeirra. Og hér er sami leiðsögu- maðurinn sem kom með mér að heiman í gær — sama húfan, sami kraginn ... hef ég annars ekki séð hann einhvern tíma áður? Auli get ég verið. Þetta er vinur minn, læknirinn! Sá sem ég sá í gær og aftur um leið og ég vaknaði í morgun. Hefði ég haft hjá mér augun þá hefði ég gert mér grein fyrir því að læknirinn var fastur förunautur minn frá því að ég gekk inn í anddyrið, skrefi á eftir mér með skjalatöskuna. Þeir ætl- uðu að hugsa vel um mig. Hliðið hábölvaða var opnað upp á gátt og við vorum á bak og burt. Tveir bílar, fjórir í hinum líka — enn einu sinni fórum við átta saman. Ég ræskti mig aftur, í tilraunaskyni — og þeir virtust kvíðafullir. Þetta var á öðrum degi í hláku. Slabb var á strætunum og bílarnir jusu þvi hver yfir annan. Framhjá Kúrsk-stöðinni. Framhjá þremur stöðvum. Við tókum beygju — og beygðum aftur — héldum áfram inn á Leningrad-breiðgötu, og inn á Hvítrússastöðina — en þangað hafði ég komið þegar ég var handtekinn í Evrópu og fluttur til Moskvu. Nei, enn var farið fram- hjá. Áfram eftir skítugu krapi breiðgötunnar, inn í skítugt gleði- laust síðdegið — það hlaut að vera Sheremetevo. „Ég get ekki farið fljúgandi," sagði ég við lækninn. Hann sneri sér við og svaraði, mjög mannlegri röddu, lausri við fangelsistón: „Það er of seint að breyta því. Flugvélin bíður." Solzhenitsyn heldur áfram að segja söguna. Hann lýsir flugferð- inni, samskiptum sínum við KGB-mennina, sem fylgdu honum, viðbrögðum læknisins, sem stirðn- aði þegar Solzhenitzyn, af eðli- legum og mannlegum áhuga á einstaklingi, sem hafði sýnt hon- um óvænta vinsemd og hlýju spurði hann nafns. Fanginn veit ekkert hvert leiðin liggur. Ut um gluggann virðir hann fyrir sér fjöll og fljót, sem hann reynir árangurslaust að átta sig á. Flug- vélin fer að lækka sig. Hann greinir stóra borg. Hann heldur helzt að það sé Vín, en mörg og stór iðjuver benda til þess að sú tilgáta sé ekki rétt. Vélin lendir. Henni er ekið upp að stöðvarbygg- ingunni. Frankfurt-am-Main. Fjöldi einkennisklæddra manna kemur í ljós, en hann þekkir ekki einkennisbúninginn, svo hann veit ekki- með vissu hvort það er lögreglan. Þegar hreyflarnir hafa verið stöðvaðir verður írafár um borð. Sumir fylgdarmennirnir væflast um, hinir sitja áfram yfir fangan- um eins og gammar. Enginn veit eftir hverju er beðið. Loftið er lævi blandið. Síðan segir: „Allt í einu heyrðist sagt hárri, rámri röddu í hátalarann: „Setjið á hann hattinn, færið hann í frakkann og komið honum út.“ Einmitt það sem ég hafði óttazt. Svona skipanir er aðeins hægt að gefa varðandi fanga. Rétt, í hljóði er ég að rifja upp nokkrar þýzkar setningar. Ég fer sjálfur í frakk- ann og set sjálfur upp hattinn. það er þó alltaf munur að það skuli ekki vera bundið utan um mann eins og hvern annan böggul. Við útgöngudyrnar, á móts við flug- stjórnarklefann, gengur einn úr fylgdarliðinu allt í einu í veg fyrir mig, stendur augliti til auglitis, bringa nemur við bringu. Hann stingur að mér fimm pappírsseðl- um — 500 þýzk mörk. Ég hef nú aldrei...! Ég er hvort sem er ennþá zek, svo það er bezt að ég taki við því. Ég þáði brauðið þeirra og súpuna, var það ekki? ... Samt er ég með látalæti. „Mætti ég spyrja, hverjum skulda ég þessa peninga?" „Þú skuldar engum, skuldar þetta engum...“ Hann var horfinn áður en ég gat virt hann almennilega fyrir mér. Engin fyrirstaða. KGB-menn- irnir víkja, flugmaðurinn kominn út. „Haltu áfrarn," er sagt. Ég held áfram. Niður stigann. Hvar eru félagarnir tveir, til að loka mig inni? Ég geng nokkur skref. Get ekki að mér gert að líta við. Þeir eru ekki að koma! Myrkraöflin urðu eftir í flugvél- inni, hvert eitt og einasta. Enginn annar elti mig. Það voru tvö farþegarými, en ég var eini farþeginn. Nú er bezt að gá hvar maður stígur niður fæti til að hrasa ekki. En ég hvarfla augunum líka fram á við. Hundruð manna standa í stórum hring, greinilega í kring- um gæzlusvæðið. Fólkið klappar, tekur myndir, snýr handföngum á kvikmyndavélum. Hefur það átt von á mér? Það hlýtur að vera, en ég hafði ekki búizt við því að tekið yrði á móti mér. (Ég hafði stein- gleymt því að ekki er hægt að flytja mann í land án þess að samþykki stjórnvalda þar sé fyrir hendi. Samkvæmt kommúnískum umgengnisvenjum þarf engan að spyrja. Enginn var til dæmis spurður hvort við mættum lenda í Prag aðfaranótt 21. ágúst). Við stigann stendur brosandi maður, sem réttir mér höndina og segir á allgóðri rússnesku: „Ég heiti Peter Dingens, og er hér á vegum utanríkisráðuneytis Sambandslýðveldisins." Kona gengur fram og réttir mér blómvönd. 5.05. Moskvu-tími. Nákvæmlega 24 stundir síðan þeir ruddust inn í íbúðina mína, tróðust þar hver um annan þveran og neituðu að gefa mér ráðrúm til að tygja mig... Enginn dagur ætti að vera svo þrunginn. En nú fara í hönd aðrir 24 tímar, sem verða ekki síður við- burðaríkir. Mér er ekið frá flug- vellinum í lögreglubíl. Við förum út um neyðarhlið. Viðstaddir leggja til að við förum heim til Böll, og þegar við erum komnir út á þjóðveginn fara þeir að ræða um hið nýja líf mitt. Það er hafið. Við brunum áfram með 120 km hraða, en annar lögreglubíll ekur fram úr okkur og gefur okkur vísbendingu um að aka út að vegarbrún. Ungur, rauðhærður maður stekkur út og afhendir mér risastóran blómvönd „frá inn- anríkisráðherra Norður-Rín og Vestfalen. Ráðherrann gerir ráð fyrir því að þetta sé í fyrsta sinn sem yður berast blóm frá inn- anríkisráðherra". Það má nú segja! Svo sannar- lega! Frá okkar innanríkisráð- herra gat ég búizt við handjárn- um. Þeir höfðu jafnvel meinað mér að hafa fjölskylduna með mér. Um kvöldið var rétt svo að við komumst leiðar okkar í litla þorp- inu hans Böll fyrir bílum blaða- manna, sem biðu í þröngum stræt- unum. Við flúðum inn í húsið undan ljósglömpum myndavéla, og heyrðum háreysti frá blaða- mönnunum langt fram á kvöld og aftur í býtið næsta morgun. Heinrich blessaður lét vinnu sína sitja á hakanum til að geta sýnt mér sem allra mesta gestrisni. Úm morguninn var mér sagt að ég kæmist ekki hjá því að fara út fyrir. Ég ætti ekki að neita ljósmyndurunum um það sem þeir vildu fá, mætti ekki neita að segja eitthvað. Segja hvað? Alla ævi hafði ég þjáðst af því að það var engin leið að segja sannleikann. Alla ævi hafði ég verið að reyna að ryðja mér veg að opnu svæði þar sem ég gæti sagt sannleikann í heyranda hljóði. Nú var ég loks frjáls, — frjáls eins og ég hafði aldrei áður verið. Engin öxi hékk yfir mér, tugum hljóðnema á vegum mestu fréttastofnana heims var haldið upp að vörum mér. Segðu eitthvað! Það náði auðvitað engri átt að segja ekki neitt. Nú gat ég gefið hinar kjarnmestu yfirlýsingar. Þær mundu berast hátt og vítt, til endimarka jarðar... En eitthvað innra með mér var brostið. Ástæð- an var kannski sú að umskiptin voru svo snögg, ég hafði ekki haft tíma til að átta mig á því hvernig mér raunverulega leið, hvað þá að ég hefði getað undirbúið ræðu. Þetta var að sumu leyti skýringin. En það var líka eitthvað annað. Allt í einu fannst mér að ég sviki sjálfan mig ef ég færi að ryðja úr mér aðdróttunum úr fjarlægð, ef ég færi að taka til máls þar sem allir segja hug sinn, þar sem allir mega, að segja hug sinn. Orðin komu af sjálfum sér: „Ég sagði alveg nóg þegar ég var í Sovétríkjunum. Nú ætla ég að þegja um hríð.“ Nú, þegar ég lít til baka, er ég þeirrar skoðunar að ég hafi gert rétt, að eðlisávísunin hafi ekki brugðizt mér. (Þegar fjölskylda mín kom svo til Zurich iðuðu blaðamenn enn í skinninu og vildu fá að heyra eitthvað frá mér. Þeir héldu að nú mundi ég láta eitthvað flakka. En það fór á sömu lund, ekkert var sagt. Ég hafði enga yfirlýsingu fram að færa). „Nú ætla ég að þegja um hríð“ — auðvitað átti ég við það að ég ætlaði að þegja smástund fyrir framan hljóðnemana, en frá fyrstu stundu, frá fyrstu mínút- unni í Evrópu hef ég litið á dvöl mína þar sem tímabil, sem þjónaði tilgangi. Loks var ég laus við allt það sem hélt aftur af mér. í 27 ár hafði ég skrifað fyrir skrifborð- skúffuna, og hvað mikið sem þú birtir í fjarlægð þá getur það aldrei orðið eins og það á að vera. Það er fyrst nú, sem ég hef tækifæri til að vinna sómasam- lega fyrir fjölskyldu. Fyrir mér var og er aðalatriðið þetta: „Ég er laus úr Lefortovo og áreiðanlega dauðanum líka til þess að ég geti gefið út bækurnar mínar. (Þýð. — Á.R.) Guðbergur Bergsson: SAGA AF MANNI SEM FÉKK FLUGU í HÖFUÐIÐ 140 bls. Helgafell 1979. TÓMAS Jónsson metsölubók á þrettán ára afmæli. Þrettán ár eru talsverður hluti af ævi eins rithöf- undar. Bókum Guðbergs hefur fjölgað með árunum. Engin síðari bóka hans hefur þó dregið að sér endurnýjaða athygli. Þær hafa allar þegið ljóma sinn af Tómasi Jónssyni. Saga sú, sem hann sendir frá sér nú, færi ekki langt ef hún væri ekki eftir hinn viðurkennda Guðberg. Svo mikil eldflaug getur ein bók verið að hún skjóti höfundi sínum á loft þar sem hann svífur öruggur; hrapar ekki þaðan í frá, hvað sem hann tekur sér fyrir hendur. Þetta forspjalí boðar ekki að ég ætli endilega að telja þessa bók lélega eða ósamboðna sínum ágæta höfundi, síður en svo. Hvað- eina er hins vegar afstætt. Og sé hún borin saman við bækur þær sem Guðbergur sendi frá sér fyrir tíu til þrettán árum stenst hún laklega samanburðinn. Saga af manni sem fékk flugu í höfuðið — nafnið er langt. En sagan er í raun og veru stutt: Skáld rembist við að skrifa en gengur illa. Þá fær hann Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON flugu í höfuðið og setur hana í búr. Seinna sleppir hann flugunni úr búrinu. Þá kemur fugl. »Hann elti fluguna og át hana.« Næst kemur köttur sem »gleypti sólskríkjuna á augabragði«. Þá kemur hundur sem rennir niður kettinum. Loks kemur ljón sem étur hundinn. Þetta er ekki ævintýri eða furðu- saga nema í þykjustunni heldur dæmisaga. Skáldið gengur »dul- búinn með huliðshjálm« eins og stendur á einum stað í bókinni. Guðbergur lýsir hér starfi og streði rithöfundar á nokkuð svo grátbroslegan hátt. Silfurhestur- inn og rithöfundasambandið og sitthvað annað, sem rithöfundar muna gerla en annað fólk lætur sig litlu varða, er þarna í sjónmáli. Einnig gagnrýnendur. Guðbergur er snillingur að herma eftir alls konar stíl og eiga ritdómarar að minnsta kosti eina sneið af því tagi í þessari bók. Hér eru líka alls konar athugasemdir rithöfundi viðkomandi eins og »að aðeins sá rithöfundur sem er fyrirlitinn framan af ævi verður frægur á miðjum aldri, en upphafinn í elli«. Allt er þetta blanda af afkáraskap og heilögum sannleika. Rithöfundurinn Andri Andra- son er sífellt að hugleiða hvernig hann geti öðlast frægð og viður- kenning, hvernig hann eigi að ná til þeirra sem máli skipta: »Ég stíla ekki lengur upp á það að ég fái ljóðeyra árlega. Og ég gef skít í gullgogginn. Ég vil heldur fá í verðlaun ærlegt hrossatað en hann. Þó má það vera úr silfur- hesti.« Að verða fremstur, mestur, skrifa betur en aðrir — er það sem rithöfundur keppir eftir; komast á toppinn. En slíku fylgja þungar áhyggjur og nagandi efi: »Skáldið gat aldrei verið fullkomlega ör- Guðbergur Bergsson uggur um að ekki væri til önnur fluga en hans, þótt ritdómarar teldu eflaust að bitastæðari fluga væri ekki til í búri skálds. I því voru þeir á einu máli.« Svona hugsanir sækja að rithöf- undinum Andra Andrasyni. En kona hans skiptir líka verulegu máli í sögunni. Kvenpersónur Guðbergs eru flestar af svipuðum toga spunnar — og þó. Hver og ein er í rauninni margræð. Flest, sem Guðbergur hefur skrifað ísmeygi- legast og mergjaðast, leggur hann í munn kvenpersónum. Þær eru hafðar sem eins konar ljóskastar- ar sem lýsa upp aðaldrættina í svipmóti karlpersónanna. Þeir eru oft í einhvers konar hraksmánar- legri varnarstöðu, vesalingarnir. En hvað er annars persóna? Er unnt að tala um persónur í þessari sögur til að mynda? Eru þær ekki fremur leikbrúður höf- undarins en lifandi fólk? Sterka hlið Guðbergs er hversu hann er næmur á fínu blæbrigðin í mannlífinu, minnugur á smáatr- iði og óendanlega fundvís á neyð- arlegar likingar — fremur en honum sé lagið að skapa raun- verulegar persónur sem lesandinn skynjar sem slíkar og þreifar á. Að mínum dómi er hann samt prýðilega fyndinn höfundur. En fyndni hans er mús sem læðist. Hún skírskotar gjarnan til ein- hverra sértækra aðstæðna, ein- hvers sem ekki liggur í augum uppi, einhvers sem krefst þekk- ingar á tilteknum forsendum. Ein- kum sýnist mér þess konar þekk- ing nauðsynleg þegar lesnar eru síðari bækur Guðbergs sem hafa ekki aðeins orðið minni að blað- síðutali heldur líka slappari að tilþrifum. Hér með er ekki verið að telja þessa bók hæpinn skáldskap (það þykist ég raunar vera búinn að taka nógu rækilega fram) nema í samanburði við það sem Guðbergur hefur skrifað til- þrifamest: Tómas Jónsson met- sölubók og Ástir samlyndra hjóna. Hér vantar ekki kunnáttuna, held- ur kveikjuna, neistann. Þó hugkvæmni Guðbergs sé eins og náma sem aldrei þverr tryggir það ekki neina sífellda endurnýj- un, þvert á móti getur skáldið fyrir bragðið leyft sér að fara aftur og aftur með sama stefið en — með nýjum og nýjum blæbrigð- um. Slíkt er í ætt við sjónhverfing og er list út af fyrir sig. Eða íþrótt. Ég er viss um að rithöfundar og aðrir sem þekkja til ritstarfa og málefna rithöfunda í þessu landi munu hafa gaman af að lesa þessa sögu. Hæfileiki Guðbergs til að segja dæmisögu og draga upp afstæðar skopmyndir af hinum og öðrum fyrirbærum í samtíðinni er samur við sig. Ýmsir munu sjá vanda sínum brugðið hér fyrir sjónir — í furðuljósi að vísu. Hitt er svo annað mál að heyri maður nafn Guðbergs á hann ósjálfrátt von á einhverju stóru, einhverju meira en þessu. Og smeykur er ég um að þessi saga muni fara fyrir ofan garð og neðan hjá þeim sem eru alls ókunnugir þess konar skáld- og mannlífi sem Guðbergur setur hér á svið með sínu tákn- ræna dýrasafni. Ljón og fluga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.