Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979 Jóla- skemmtun í skóla með hálfrar Ljóðið eftir Stefán Jónsson um skrópasýkina flutt með tilþrifum. Skólabækurnar, pennastokkurinn og reglustikan við rúm „sjúklingsins". Ljósm. Emilia aldar hefð Fylgst með því sem gerist á sviðinu. Margir foreldrar voru mættir til að sjá börn sín stíga fyrstu skrefin á fjölunum. Krakkarnir fluttu Jólasveinaljóðið eftir Jóhannes úr Kötlum og léku jafnóðum hvern jólasvein. Austurbæjarskólinn er í ár hálfrar aldar gamall og á sínar eigin hefðir umfram aðra barna- og grunnskóla bórgarinnar. Og hann á meira að segja eigin höfunda, sem hann nýtir sér vel á jóla- skemmtunum á þessu 50. af- mælisári skólans. Fluttu skóla- nemendur mikið af efni eftir fyrrverandi kennara í Austur- bæjarskólanum í gær. Enda ekki í kot vísað, þar sem eru menn á borð við Jóhannes úr Kötlum, Stefán Jónsson og fleiri. Önnur hefð hefur haldist í Austurbæjarskólanum, sú að láta alla eða nær alla nemendur koma fram sjálfa á skóla- skemmtunum og vera þátttak- endur engur síður en áhorfend- ur. Þess vegna eru hóparnir smærri í einu, en hver skemmt- unin tekur við af annarri. Byrjað kl. 10 í gærmorgun með 9 og 10 ára börnum, þá 7 og 8 ára og loks 11 og 12 ára börnum, en 7, 8 og 9 ára bekkirnir luku deginum með diskódansi í leikfimissalnum, þar sem hægt er að þekja gólfið með flekum. Það var sérlega gaman að koma á skemmtunina í gær- morgun í gamla samkomusaln- um, sem hefur þann kost að brött hækkandi sætaröð veitir smáum sem stórum gott útsýni yfir sviðið. Áður var þar oft þröngt á þingi, meðan í skólan- um voru 17—18 hundruð börn, og ekki fengu allir sæti. En nú er hægt að bjóða foreldrum litlu leikaranna og voru ófáir mættir ásamt kennurum. Enda hafa foreldrar sjálfsagt orðið að undanförnu að lifa með þessum mikla undirbúningi fyrir skemmtunina, þegar leik- arar gátu ekki sofið fyrir taugaóstyrk. Kór Austurbæjarskólans söng, og mörg barnanna léku líka í söngleiknum Litlu Ljót undir stjórn söngkennarans, Péturs H. Jónssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.